Morgunblaðið - 21.07.2005, Side 14
www.flugger.com
Notaðu rakamælir og
fáðu svarið
Verð aðeins 998 kr.
10
28
61
Er tréverkið þurrt?
Viðarvörn
Stórhöfða 44
110 Reykjavik
Sími 567 4400
Grundarfjörður | Ásgeir Valdi-
marsson, skipstjóri í Grunda-
firði, stóðst ekki mátið og faðm-
aði þessa ungu snót, sem hefur
verið sett upp við höfnina í
Grundarfirði, þegar hann var að
landa. Brúðan setur skemmti-
legan svip á mannlífið við höfn-
ina. Hafa til dæmis margir ferða-
menn látið taka af sér mynd við
þessarar hlédrægu fyrirsætu.
Hitt er svo annað mál að þrátt
fyrir nokkrar fyrirspurnir veit
enginn hver hefur ráðið þennan
nýja starfsmann hafnarinnar í
vinnu. Hvorki bæjarstjórinn né
hafnarverðirnir kannast við að
hún sé á launaskrá.
Morgunblaðið/Alfons
Nýr starfsmaður við höfnina
Vinahót
Höfuðborgin | Akureyri | Landið | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Fyrri sláttur er víðast hvar að verða búinn
hér nema eitthvað alveg sérstakt sé. Það
verður ákaflega góð heyskapartíð hér fyrir
austan Mýrdalsjökulinn en sýnilega verri
þegar vestar dregur. Við erum á góðu
svæði gagnvart heyskap og víðast hvar
heyjast nokkuð vel þrátt fyrir kalt vor.
Í vor var mikill þurrkur og viðraði vel á
grasmaðkinn. Hann hefur verið hér af-
skaplega víða, eiginlega alls staðar á svæð-
inu milli Mýrdalssands og Skeiðarársands,
en þetta er fyrsta vorið í nokkuð langan
tíma þar sem hann er mikill. Það virðist
hafa farið þannig að þetta mikla ryk sem
kom austan af Skeiðarársandi eftir eldgosið
1996 hafi vond áhrif á grasmaðkinn. Hann
byrjaði að koma í fyrra eftir nokkur ár en
nú er hann kominn í öllu sínu veldi. Í rykinu
voru einhver eiturefni sem sköðuðu maðk-
inn.
Þetta svæði er dálítið undirlagt af ryki frá
jökulhlaupum og ekki síður frá Skaft-
ársvæðinu eftir að sá hluti Skaftár sem
hlaupin koma í hætti að fara í Langasjó.
Fyrsta Skaftárhlaupið í þessum hefð-
bundna stíl kom árið 1956 og þá rann þetta
ekki lengur í Langasjó. Hann tók við svo
miklu að hlaupin tolldu frekar í árfarvegum
á eftir. Þetta var vatnsmiðlun og satt að
segja tel ég að það hafi verið af hinu illa
þegar Skaftá fór ekki lengur í Langasjó.
Við myndum mörg hér gráta þurrum tárum
ef Langisjórinn breyttist í jökulvatn aftur.
Það er búið að lengja malbikið suður
Landbrotið nokkuð og er komið suður und-
ir hraun. Það átti nú að fara alveg í gegnum
Landbrotið en einhverra hluta vegna var
það ekki gert og það verður nú enn þá dálít-
ill spotti eftir. Þetta er samt strax til bóta,
þetta eru þó alltaf fimm kílómetrar eða ör-
lítið meira sem verður malbikað á þessu
vori.
Vegagerð er einnig í gangi fyrir austan
Teygingalæk þar sem verið er að leggja
nýjan veg yfir Eldvatnstangann. Það er
erfitt að gera veg þar yfir og voru allt of
miklar beygjur á gamla veginum.
Úr
sveitinni
HNAUSAR Í MEÐALLANDI
EFTIR VILHJÁLM EYJÓLFSSON
FRÉTTARITARA
Húsdýrin okkarog aðrir vættirer heiti sýn-
ingar sem opðnuð verð-
ur í dag í gallerí Undir
stiganum á bæjar-
bókasafninu í Þorláks-
höfn. Það er leirlista-
konan Rósanna
Ingólfsdóttir Welding
sem sýnir leirmuni sem
hún hefur útbúið á síð-
ustu dögum og brennt í
raku-ofni.
Rósanna hefur búið í
Svíþjóð í tuttugu ár, en
er fædd og uppalin í
Vestmannaeyjum. Rós-
anna rekur vinnustofu
fyrir norðan Gautaborg
og hefur þróað list sína,
sérstaklega brennslu
leirmuna í raku-ofni og
gerð skúlptúra.
Í sumar hélt hún lista-
smiðju fyrir börn á
leikjanámskeiði í Þorlákshöfn, þar sem
hún kenndi þeim að móta bát og farm
hans í grófan leir. Börnin fengu svo að
aðstoða við að búa til ofn og fylgjast með
brennslu leirmunanna.
Sýning Rósönnu stendur til 30. júlí.
Húsdýrin okkar og aðrir vættir
Hreiðar Karlssonsegir faglegtfréttamat fjöl-
miðlanna ekki bregðast
fremur en venjulega;
helstu tíðindi dagsins að
Kári Stefánsson mæti til
vinnu á LSH. Hreiðar
yrkir:
Kannske verður Kári að gagni,
kannske hans sé þörf.
Það er von að þjóðin fagni,
þegar hann byrjar störf.
Magnús Ólafsson frá
Sveinsstöðum yrkir:
Eflaust telst það alveg rétt
ýmsu nær að sinna.
En hverjum myndi finnast frétt
færi ég að vinna.
Þá Friðrik Stein-
grímsson:
Kára strax ég kem til varna
karlinn er nú vinur minn.
Vitiði að hann vinni þarna?
Var hann ekki lagður inn?
Loks Davíð Hjálmar
Haraldsson:
Óttast skaltu ei um hann,
þeir aldrei held ég tími
að leggja inn svo langan mann
í löngu fylltu rými.
Kári í vinnu
pebl@mbl.is
Grundarfjörður | Á góðri stund, bæjarhá-
tíð Grundfirðinga verður haldin í áttunda
sinn nú um helgina. Félag atvinnulífsins í
Grundarfirði sér um umsjón og undirbún-
ing, en hefur fengið fjöllistamanninn Örn
Inga til liðs við sig .
Hátíðin hefst í kvöld, fimmtudagskvöld
með orgeltónleikum, dansleik og hverfa-
skreytingum. Bænum er skipt upp í fjögur
hverfi sem hvert fær sinn lit til að skreyta
sig með. Árviss grillveisla Samkaupa og
veitingahússins Kaffi 59 er einnig á dag-
skrá. Af öðrum liðum má nefna tónleika,
kvöldvöku með brennu og dansleiki en Sál-
in hans Jóns míns leikur í samkomuhúsi
Grundarfjarðar. Víðavangshlaup er á laug-
ardag, Hálandaleikar, bryggjuball, leik-
tæki verða sett upp fyrir börnin og þá
verða veglegar hverfahátíðir sem enda
með skrúðgöngum og heimatilbúnum
skemmtiatriðum en hersingar munu mæt-
ast á hátíðarsvæði við höfnina.
Bæjarhátíðin
Á góðri stund
um helgina
Ísafjörður | Endurnýja þarf síupoka í reyk-
hreinsibúnaði sorpendurvinnslunnar Funa í
botni Skutulsfjarðar og er áætlaður kostn-
aður um ein milljón króna. Ástæðan er sú að
dregið hefur úr virkni síubúnaðar sem tek-
inn var í notkun fyrir rúmu ári síðan.
Á vef bæjarins besta segir að ástæðan sé
sú að göt séu komin á hluta þeirra sextíu sía
sem búnaðurinn samanstendur af. Ekki var
gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun að til end-
urnýjunar kæmi svo fljótt. Bæjarráð sam-
þykkti beiðni og vísaði fjármögnun til end-
urskoðunar á fjárhagsáætlun þessa árs.
Endurnýja
þarf síu
♦♦♦
♦♦♦
Grindavík | Ferðamálafélag Grindavíkur
hefur gefið út upplýsingarit um Húshólma í
Ögmundarhrauni en þar eru ævafornar
mannvistarleifar. Í tilefni þess býður félagið
íbúum Grindavíkur og öðrum í ferð í Hús-
hólma á laugardag. Menn geta mætt við
bæjarskrifstofuna í Grindavík klukkan 13 á
laugardag og þegið rútuferð á staðinn í boði
Ferðamálafélags Grindavíkur eða mætt á
Ísólfsskálavegi undir Krýsuvíkur-Mælifelli
kl 13:30. Leiðsögumaður er Grindvíkingur-
inn Ómar Smári Ármannsson
Ferð í Húshólma