Morgunblaðið - 21.07.2005, Síða 17

Morgunblaðið - 21.07.2005, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 17 MINNSTAÐUR AUSTURLAND Egilsstaðir | Verktakafyrirtækið Arnarfell og Björgunarsveitin Hér- að hafa skrifað undir samstarfs- samning vegna viðbragðsáætlunar Arnarfells við jarðgangagerð og aðr- ar framkvæmdir við Ufsarveitur, austan Snæfells. Samningurinn er til fjögurra ára eða allt til áætlaðra verkloka. Verkið er hluti af virkjunarfram- kvæmdum við Kárahnjúka en Arn- arfell er nú þegar búið að bora um eins km göng sem munu tengjast að- rennslisgöngunum frá Kárahnjúk- um. Um 70 starfsmenn eru nú á veg- um fyrirtækisins við rætur Snæfells og er þar unnið á vöktum allan sólar- hringinn. Með samningnum skuldbindur Björgunarsveitin Hérað sig til að vera til taks með mannafla og tæki ef óhöpp verða og tryggja að ávallt sé til staðar sjúkrabifreið og björgun- arbúnaður á vinnusvæðinu. Sökum þess að björgunarsveitin þarf ávallt að hafa ákveðinn búnað í byggð þá færði Arnarfell sveitinni fullbúinn, breyttan björgunarbíl að gjöf. Kjartan Einarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Héraðs, seg- ir samninginn vera mikla viðurkenn- ingu á því starfi sem fer fram hjá björgunarsveitum landsins og það sé ánægjulegt að fyrirtæki skuli sjá sér hag í því að nýta sér þá þekkingu og tækjabúnað sem þar er til staðar. Arnarfell og björgunarsveit hafa samstarf um viðbragð Borgarfjörður eystri | Undirbún- ingur er nú á lokasprettinum á Borgarfirði eystra fyrir menning- arhátíðina ,,Þakka þér fyrir að ég kom!“ sem haldin verður laug- ardaginn 23. júlí næstkomandi. Hátíðin er haldin í tilefni þess að 120 ár eru liðin frá fæðingu Jó- hannesar Sveinssonar Kjarval en hann ólst upp á Borgarfirði og málaði þar margar af sínum frægustu myndum, bæði af borg- firsku landslagi og borgfirsku fólki. Það er Kjarvalsstofa á Borgarfirði sem stendur fyrir há- tíðarhöldunum og meðal þess sem í boði verður er opnun sýning- arinnar ,,Vættir í verkum Kjar- vals“ í Vinaminni og málþing um listamanninn þar sem fram- sögumenn verða meðal annars Ei- ríkur Þorláksson forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur-Kjarvals- staða, Einar Garibaldi myndlist- armaður auk barnabarns og al- nafna meistarans Jóhannesar Sveinssonar Kjarval. Emilíana á Borgarfirði í æsku Hápunktur hátíðarhaldanna eru svo tónleikar Emilíönu Torr- ini og hljómsveitar hennar í ,,Bræðslunni“ sem er gamalt fisk- verkunarhús sem hefur verið nýtt sem geymsla síðustu áratugi. Heimamaðurinn Áskell Heiðar Ásgeirsson, sem hefur notað sum- arfríið til að skipuleggja hátíðina, segir að sú hugmynd af fá Emil- íönu á staðinn sé tilkomin af því að hún á það sameiginlegt með meistara Kjarval að hafa dvalist á Borgarfirði hluta af sinni æsku. Hún hafi tekið ástfóstri við stað- inn og því hafi henni strax litist vel á að spila þar. Áskell Heiðar þurfti svo ekki að leita langt eftir listamanni til að hita upp fyrir Emilíönu og hennar hljómsveit því bróðir hans Magni Ásgeirs- son, söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól, ætlar að gera það auk þess að halda sérstaka tónleika fyrir börn í tengslum við hátíðina og spila sem trúbador í Fjarð- arborg að loknum tónleikum Em- ilíönu. Áskell Heiðar segir vonir standa til að fjölmenni verði á málþinginu og tónleikunum sem boðið er upp á en sýningin ,,Vættir í verkum Kjarvals“ standi svo áfram til 15. ágúst. Menningarhátíð haldin um helgina á Borgarfirði eystra Morgunblaðið/Sigurður Jökull Hátíð Magni Ásgeirsson heldur tónleika á hátíðinni á Borgarfirði eystra. Ljósmynd/Kevin Westenberg Emilíana Torrini heldur tónleika. Þakka þér fyrir að ég kom Er löggiltur fasteignasali a› selja eignina flína? sími 530 6500fax 530 6505www.heimili.isSkipholti 29A105 Reykjavík opi› mánudagatil föstudaga 9-17 Hjá Heimili fasteignasölu starfa fjórir löggiltir fasteignasalar sem hafa áralanga reynslu af fasteigna- vi›skiptum. fia› er flví löggiltur fasteignasali sem heldur utan um allt ferli›, allt frá flví eignin er sko›u› og flar til afsal er undirrita›. Metna›ur okkar á Heimili er a› vi›hafa vöndu› og fagleg vinnu- brög› sem tryggja flér besta ver›i› og ábyrga fljónustu í samræmi vi› flau lög og reglur sem gilda um fasteignavi›skipti. Finbogi Hilmarsson lögg. Fasteignasali Einar Gu›mundsson lögg. Fasteignasali Anney Bæringsdóttir lögg. Fasteignasali Bogi Pétursson lögg. Fasteignasali Hafdís Björnsdóttir Ritari HÁGÆÐA GASGRILL Grillið er úr ryðfríu stáli (304) með þremur pottbrennarum og bakbrennara (stærð 161 x 68 x 126 cm). Grillið er með rafknúnum grillteini, elektrónískum kveikjubúnaði, ásamt yfirbreiðslu. Upplýsingar í síma 517 2220. Bakverk-heildsala ehf, Krókhálsi 5f, 110 Reykjavík ÓTR ÚLE GT VER Ð kr. 68 .00 0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.