Morgunblaðið - 21.07.2005, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.07.2005, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Krónan Gildir 20.–26. júlí verð nú verð áður mælie. verð Bautabúrið Dalapylsa........................... 89 119 222 kr. kg Vestfiskur-Krónubitafiskur ..................... 399 499 3.990 kr. kg SS Mexico svínahnakkasn., kryddl......... 895 1.098 895 kr. kg SS Mexico grísakótilettur ...................... 998 1.548 998 kr. kg Krónu skinka ....................................... 169 198 605 kr. kg GM Cheerios, tvöfaldur ......................... 399 499 380 kr. kg Maískorn............................................. 29 49 96 kr. kg Náttúra safi, ACE/appelsínu/epla ......... 99 119 99 kr. ltr Bautabúrið Bacon, bunki ...................... 799 1.349 799 kr. kg Bónus Gildir 21.–24. júlí verð nú verð áður mælie. verð Kók í dós, 33 ml .................................. 49 69 148 kr. ltr Einnota kolagrill................................... 95 199 95 kr. stk. K.f. grill lambaframpartssneiðar ............ 699 999 699 kr. kg K.f. hangiframpartur m/beini ................ 699 999 699 kr. kg Frosinn túnfiskur á grillið, 250 g ............ 199 459 796 kr. kg Bónus kaldar grillsósur, 270 ml............. 139 515 kr. ltr Red devil orkudrykkur, 250 ml .............. 79 129 316 kr. ltr Einnota borðbúnaður ........................... 99 179 99 kr. stk. Bónus kaldar samlokur......................... 98 129 98 kr. stk. Fjarðarkaup Gildir 21.–23. júlí verð nú verð áður mælie. verð Pepsi og appelsín, 500 ml. ................... 49 89 98 kr. kg Vatnsmelónur ...................................... 89 109 89 kr. kg Fjallalambs grillsneiðar......................... 798 1.299 798 kr. kg Fjallalambs glóðarsteik, framp. ............. 1.148 1.615 1.148 kr. kg SS Bratwurst pylsur.............................. 662 828 662 kr. kg SS Grand Orange helgarsteik ................ 1.263 1.579 1.263 kr. kg Matfugl ferskur kjúklingur, heill.............. 419 598 419 kr. kg Matfugl fersk kjúklingalæri/leggir .......... 419 599 419 kr. kg Hagkaup Gildir 21.–24. júlí verð nú verð áður mælie. verð Fiorucci Parma skinka .......................... 499 609 499 kr. pk. Holta úrb. kjúklingalæri, tandoori .......... 1.105 1.699 1.105 kr. kg Bezt ferskar svínakótilettur.................... 839 1.398 839 kr. kg Holta kryddl. kjúklingalundir í west ........ 1.293 1.990 1.293 kr. kg SS lambalærisneiðar, frosnar................ 1.098 1.458 1.098 kr. kg Nóatún Gildir 21.–25. júlí verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri .......................................... 799 1.298 799 kr. kg Lambahryggur ..................................... 998 1.478 998 kr. kg Laxaflök, beinhreinsuð ......................... 899 1.298 899 kr. kg Ungnautalundir.................................... 1.998 3.998 1.998 kr. kg Vínber, rauð/græn ............................... 299 399 299 kr. kg Nóa súkkulaðibitar, 3 tegundir .............. 199 259 995 kr. kg Goða nautahakk, UN-1 ......................... 937 1.338 937 kr. stk. Ora Lúxussíld, marineruð ...................... 149 249 397 kr. kg Kellogg’s bar, 2 tegundir....................... 199 299 33 kr. kg Knorr bollasúpur, 4 tegundir ................. 149 189 2.159 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 21.–24. júlí verð nú verð áður mælie. verð Helgargrís með pestó á ítalska vísu ....... 1.166 1.665 1.166 kr. kg Ísfugl kjúklinga salatstrimlar ................. 1.183 1.690 1.183 kr. kg Gourmet BBQ grísahnakkasneiðar ......... 1.077 1.539 1.077 kr. kg Gourmet BBQ grísakótilettur ................. 1.398 1.998 1.398 kr. kg Grísakótilettur mediterranean................ 1.000 1.429 1.000 kr. kg Matf. piri piri læri/legg ......................... 374 499 374 kr. kg 7up Free 2 ltr....................................... 99 196 50 kr. ltr Kjúlli steiktir hot wings.......................... 699 998 699 kr. kg Lambaprime m.pestó ........................... 1.539 2.199 1.539 kr. kg Spar, Bæjarlind Gildir 20. –26. júlí verð nú verð áður mælie. verð Lamba grill lærisneiðar, kyddaðar.......... 1.198 1.798 1.198 kr. kg Lamba grill sirlonsneiðar, kryddaðar ...... 989 1.298 989 kr. kg Dreitill 1 ltr., D-vítamínbætt mjólk .......... 59 79 59 kr. ltr Stoðmjólk 500 ml................................ 18 75 36 kr. ltr Lamba grill framhrsneiðar, kryddaðar..... 989 1.598 989 kr. kg Pepsí Max, 2 ltr. ................................... 119 192 60 kr. ltr Vatnsmelónur ...................................... 89 129 89 kr. kg Vöffluduft 500 g, Katla ......................... 299 386 598 kr. kg Lamba grillkótilettur, kryddað................ 1.098 1.698 1.098 kr. kg Þín verslun Gildir 21.–27. júlí verð nú verð áður mælie. verð Hatting hvítlauksbrauð, 2 stk. ............... 189 269 94 kr. stk. Neskaffi Gull, 100 g ............................. 309 398 3.090 kr. kg Kjúklinga grillleggir............................... 350 699 350 kr. kg Tex Mex kjúklingavængir ....................... 250 499 250 kr. kg Mexico grísakótilettur ........................... 1.174 1.428 1.174 kr. kg Kit Kat, 3 stk. ...................................... 129 177 64 kr. stk. Hunt’s tómatsósa, 680 g...................... 109 139 152 kr. kg Svínakjöt, lax og kjúklingur á grillið  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is Helstu nauðsynjar erukeyptar í Bónus á Lauga-vegi og sér maðurinnminn yfirleitt um þau stórinnkaup. Ég nýt hins vegar betur að fara í sælkerabúðirnar í mið- bænum en þær eru í nágrenni okk- ar,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, kynningarfulltrúi hjá Félagsstofnun stúdenta. Þegar hún er innt eftir eftirlætis- búðunum nefnir hún m.a. Ostabúð- ina, Yggdrasil, Heilsuhúsið, Te og kaffi, Kolaportið og síðast en ekki síst verslunina Filippseyjar, sem er á horni Hverfisgötu og Barónsstígs. Þar ráða ríkjum systurnar Priscilla og Zenaida, sem miðla gjarnan aust- urlenskri matargerð til viðskiptavina, séu þær spurðar. Búðin var sett á laggirnar 1996 og flytja þær systur inn allt sitt úrval sjálfar, m.a. sjáv- armeti og harðfisk frá fjarlægum slóðum sem okkur var boðið að smakka þegar inn var komið. Rebekka tekur beina stefnu í átt að pastahillunum þar sem hún krækir sér í svokallaðan hrísgrjónapappír og hrísgrjónanúðlur, sem hún notar í af- ar vinsælan rétt á heimilinu. Upp- skriftin, sem fylgir, er einmitt að þeim rétti. „Ég dýfi pappírnum í heitt vatn og set síðan hrísgrjónanúðlur inn í ásamt léttsteiktum lauk, hvít- lauk, engifer og því grænmeti, sem til er í ísskápnum, svo sem salati, söx- uðum gulrótum, baunaspírum og ag- úrku, myntu, rækjum og hoi sin sósu. Þessu rúllar maður upp og borðar með höndunum. Öllum fjölskyldu- meðlimum finnst þetta sérlega gott enda hefur þetta verið uppáhalds- matur heima hjá mér lengi,“ segir Rebekka sem lærði að laga þennan rétt hjá hjálpsömum afgreiðslumanni í asískri matvöruverslun í Richmond í Virginíufylki í Bandaríkjunum þar sem hún stundaði nám í almanna- tengslum. Hoi sin sósuna má líka nota sem ídýfu og sömuleiðis er afar ljúffengt að bæta hökkuðum cashew- hnetum eða ósöltuðum hnetum út í hana. Vel geymt leyndarmál Í ávaxtahillunni eru margir fram- andi ávextir, sem þarfnast útskýringa við, og ferskar kryddjurtir eru fjöl- margar í kæliborðinu, sem Rebekka sneiðir hjá að svo stöddu enda ræktar hún bæði myntu og annað í garðinum sínum sem dugir að sinni. Hún vekur sérstaka athygli á sítrónugrasi, sem er ómissandi í alls konar súpur og bendir á kókosmjólkina í næstu hill- um, sem líka þarf að vera tiltæk í skápunum. „Þessi búð er að mínu mati afar vel geymt leyndarmál, sem ég vil að sem flestir fái að njóta.“ Rebekka og maður hennar Stefán Jónsson, leikari og leikstjóri, þurfa að vera svolítið skipulögð í innkaup- unum því þau reka býsna stórt heim- ili. „Yfirleitt erum við fjögur, oft er- um við sex og stundum erum við sjö því samtals eigum við fimm börn, á aldrinum átta mánaða til fjórtán ára,“ segir Rebekka þegar hún útskýrir heimilisbraginn fyrir blaðamanni. Sjö manna stórfjölskyldan var þá nýkom- in úr þriggja vikna fríi frá Englandi þar sem dvalið var í tvær vikur í Cotswolds, skammt frá fæðingarbæ Shakespeares, og síðan í viku í Lund- únum. Toppgæði í Kolaportinu Kolaportið er sömuleiðis fastur lið- ur í innkaupaleiðöngrum fjölskyld- unnar um helgar því þar segist hús- móðirin fá allt sitt sjávarfang og meira til. „Stemningin er fín og jafn- vel hægt að prútta ef innkaupin eru stórtæk. Mér finnst frábært að versla í Kolaportinu. Þar kaupi ég meðal annars ferskan og frosinn fisk, hörpuskel, rækjur, hákarl, harðfisk, reyktan og grafinn lax, svartfugl og lunda að ógleymdum bestu flatkök- um í heimi. Þarna eru toppgæði á frá- bæru verði og persónuleg og góð þjónusta.“ „Við reynum að vera heilsusamleg í mataræðinu, en erum stundum full- miklir sælkerar. Borðum mikið sjáv- arfang auk grænmetis- og pastarétta, en yfirleitt notum við ekki kjöt ef undan er skilið fuglakjöt. Við njótum þess að borða góðan mat og verjum töluverðum tíma í eldhúsinu. Yfirleitt sé ég þó um verkstjórnina við mat- seldina en Stefán er öflugur við frá- gang og uppvask.“ Fullorðinna manna vandamál Rebekka segist vilja mælast til að fólk komi í miðborg Reykjavíkur til annars en að drekka sig fullt um helgar. „Hér eru margar góðar búðir með fjölbreyttu úrvali. Ég mæli því með að menn komi í miðborgina til að versla og njóta í stað þess að drekka frá sér vitið, rífa blóm úr pottum og brjóta flöskur á tröppunum hjá okk- ur, sem hér búum. Því hið svokallaða ástand í miðborginni er ekki ungling- um að kenna, eins og sumir vilja halda fram, heldur blindfullu full- orðnu fólki. Þetta er nokkuð sem maður upplifir hvergi annars staðar og er þjóðinni til skammar.“  HVAÐ ER Í MATINN? | Rebekka Sigurðardóttir eldar austurlenskt Morgunblaðið/Eyþór Rebekka Sigurðardóttir virðir fyrir sér úrvalið í versluninni Filippseyjum. „Skemmtilegast að versla í miðborginni“ Stórt heimili þarfnast skipulagðra innkaupa. Jóhanna Ingvarsdóttir mælti sér mót við Re- bekku Sigurðardóttur í versluninni Filipps- eyjum, þar sem hún seg- ist finna gott úrval af austurlensku góðgæti. Fjölskyldan er mikið fyrir sushi, sem búið er til frá grunni á heim- ilinu, en hrá- efnið fæst t.d. í versluninni Filippseyjum. join@mbl.is Garðrúllur fyrir fjóra 20 hrísgrjónablöð 200 g hrísgrjónanúðlur 1 laukur 3–4 hvítlauksrif smábiti engifer 200 g hörpuskel 200 g rækjur 3 vel fullar msk. Hoi Sin-sósa 1/2 bolli nýmjólk 4 stórar gulrætur 1 agúrka hálfur brúskur lambhagasalat mynta cashew-hnetur ólífuolía Sneiðið og saxið fjórar stórar gulrætur, eina agúrku, hálfan brúsk af lambhaga- eða öðru salati og myntu og setjið á bakka. Myljið cashew-hnetur í mortéli. Saxið og steikið lauk, hvítlauk og engifer í ólífuolíu. Bætið hörpuskel út í og steikið í tvær mín. Hrærið Hoi Sin-sósu og nýmjólk saman við, bætið rækjum við og slökkvið undir. Setjið vatn í pott, látið suðu koma upp, setjið u.þ.b. 200 grömm af örþunnum hrísgrjón- anúðlum út í. Slökkvið undir pottinum eftir 1–2 mín. og hellið vatni af. Setjið stóra skál með heitu vatni á mitt borðið, raðið öðru hráefni í kring. Hver og einn sér um að gera sinn mat og set- ur inn í það sem hann vill. Bleytið hrísgrjónablaðið vel í vatninu og leggið á disk, raðið hráefninu í miðjuna, núðlunum neðst, og rúllið upp eins og mexíkóskri burrito.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.