Morgunblaðið - 21.07.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.07.2005, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF HVORT er glasið þitt hálftómt eða hálffullt? Svar þitt við þessari spurningu gæti endurspeglað við- horf þitt til lífsins og skorið úr um það hvort þú ert gjarn á að tileinka þér jákvæð eða neikvæð viðhorf í lífinu almennt. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að þessir persónuleikaþættir, jákvæðni og neikvæðni, hafa talsverð áhrif á heilsuna, lífsgæði og lífslíkur. Þeim, sem hættir til að ástunda neikvæðar hugs- anir og kalla eftir viðhorfsbreytingu, er bent á að draga sem mest úr streitu til að halda aftur af nei- kvæðninni og iðka þess í stað jákvæðar hugsanir. Sumar hugsanir eiga rætur að rekja til rök- semda- og skynsemisástæðna, en aðrar hugsanir skjóta upp kollinum vegna ranghugmynda og upp- lýsingaskorts. Veljir þú hinsvegar þá leið að útiloka ranghugmyndir og óraunhæfar hugsanir úr hug- anum til að hleypa að skynsamlegri jákvæðni, fara hugsanirnar smám saman að breytast til hins betra. Auðveldlega má læra að breyta neikvæðum hugsunum í jákvæðar, en það þarfnast þó þjálf- unar. Best er að staldra við nokkrum sinnum á dag til að hugleiða hvaða hugsanir eru á sveimi í huganum. Séu þær neikvæðar þarf að finna leiðir til að spinna jákvæðnina upp. Regla númer eitt er hinsvegar þessi: Segðu aldrei neitt við sjálfa þig sem þú myndir ekki segja við aðra. Ef þú hefur neikvæð viðhorf, skaltu ekki búast við því að hægt sé að snúa þróuninni við á einni nóttu. Allt hefur sinn tíma og æfingin skapar meist- arann. Þegar fram líða stundir koma hugsanirnar til með að innihalda minni sjálfsgagnrýni og meiri sjálfsviðurkenningu. Þó sérfræðingum sé það enn ekki fullljóst hvers vegna jákvæðnin eflir endilega heilsufarið, telja þeir að hún geri mönnum auðveldara fyrir að tak- ast á við spennuvaldandi daglegar aðstæður á raun- hæfan og uppbyggilegan hátt og dragi þar af leið- andi úr streitu í líkamanum. Engum blöðum sé um það að fletta að jákvæðnin hafi góð áhrif á lífssýn og lífsgæði almennt. Jákvæðni mun betri en neikvæðni Morgunblaðið/Sverrir Viðhorf til lífsins getur haft áhrif á heilsuna.  VIÐHORF S igríður Hulda Jónsdóttir náms- og starfsráðgjafi er nýkomin úr tveggja vikna ferð um Suður-Afríku, þar sem hún sótti alþjóðlega ráðstefnu skólastjórnenda í Höfða- borg, ásamt manni sínum Þorsteini Þorsteinssyni, skólameistara Fjöl- brautaskólans í Garðabæ, og fleiri skólastjórnendum frá Íslandi. „Þetta var einstaklega góður hópur og ferðin gekk mjög vel. Við heimsótt- um Jóhannesarborg, fórum í eins dags safarí í Zimbabwe og skoðuðum Viktoríufossana. En hjá mér stendur heimsóknin til Soweto upp úr, þar sem við skoðuðum meðal annars fyrr- um heimili Nelson Mandela, þar sem hann bjó með eiginkonu sinni Winnie áður en hann var fangelsaður. Hann bjó líka í þessu húsi fyrstu tvö árin eftir að hann kom úr fangelsinu, sem var tuttugu og sjö árum síðar. Nú er þetta heimili þeirra í raun orðið að safni og stendur í hjarta Soweto.“ Sigríður Hulda hefur mikinn áhuga á að skoða kirkjur á ferðalögum sín- um bæði hér heima og erlendis, hún er alin upp á kirkjustað, á Draflastöð- um og Hjarðarholti í Fnjóskadal í Þingeyjarsýslu. „Og þegar ég sá litla bleika kirkju þarna í Soweto þegar við vorum að skoða minnismerki á gömlu átakasvæði, þá vildi ég endilega fara inn í hana. Það var eitthvað sem kall- aði á mig. Þorsteinn var tregur í taumi, því hann sá að lífverðir voru ut- an við kirkjuna og eitthvað var þar um að vera, en við fengum vandræða- laust að fara inn.“ Upplifði töfra í söngnum Sigríður Hulda segir kirkjuna hafa verið fulla af fólki sem langflest var svart á hörund og allir sungu hástöf- um afríska trúarsöngva af mikilli inn- lifun. „Ég fann strax að það var mikill kraftur þarna inni. Gleðin í tónlistinni var svo mikil að ég fann fyrir sterkum straumum trúar og samkenndar, þetta var töfrum líkast. Þarna var kona að stjórna upptökuvélum og ég spurði hana hvort Nelson Mandela væri þarna, því ég hafði sterkt hug- boð um það. Hún horfði lengi á mig áður en hún svaraði játandi.“ Þegar fólk gekk til altaris gerðu Sigríður Hulda og Þorsteinn það líka og þegar þau komu að fremsta bekkn- um þá sat Nelson Mandela þar við hlið þeirra. „Ég leit til hans og hann horfði brosandi í augun á mér, svo ótrúlega hlýr, hann tók þétt í höndina á mér og um öxlina á mér. Þetta var eitthvað svo eðlilegt – eins og ég þekkti hann vel, það er ekki spurning að maður finnur sérstæðan kraft í nærveru hans. Að lokinni altarisgöng- unni langaði mig að tala við hann og gerði það nokkru seinna. Mandela tók mér afar vel, ég sagði honum að við værum frá Íslandi og hann kannaðist við landið. Það er eftirtektarvert hvað hann er góðlegur og hógvær, maður skynjar viskuna í augnaráði hans og yfirbragði öllu. Ég sagði honum hvað við dáðumst að honum og verkum hans en hann brosti og svaraði: „It is not about me, the spirit is inside all of us,“ [þetta snýst ekki um mig, andinn býr innra með okkur öllum]. Þetta var ótrúleg stund, þó stutt væri, því hann er svo sterkur persónuleiki og nær- vera hans og útgeislun er einstök.“ Að sigra sjálfan sig Þau komust að því eftir á að athöfn- in í kirkjunni var í tilefni fimmtíu ára brúðkaupsafmælis Desmond Tutu, sem er mikill vinur Nelson Mandela og var staddur þarna líka. Þessi óvænti fundur varð til þess að Sigríður Hulda og Þorsteinn kynntu sér líf Nelson Mandela, keyptu sér bækur og lásu sér til. „Mér finnst stórkostlegt að hann hafi komist svona heill frá þessu öllu saman. Að standa í áratuga baráttu og lenda fyr- ir vikið í fangelsi um fjörutíu og fimm ára aldurinn og koma þaðan út þegar hann er kominn yfir sjötugt. Hann segir í bók sinni Long Walk To Free- dom, að mesta verkefnið í fangelsinu hafi verið að takast á við sjálfan sig; hugann og eigin hugsanir. Að geta stjórnað hugsunum sínum í stað þess að láta þær stjórna sér útheimtir aga og þroska, sérstaklega við erfiðar að- stæður. Mandela tókst að horfa ekki á rimlana heldur hugsa út fyrir þá og hugur hans var frjáls. Hann gat hafið sig upp yfir allt. Hann leit ekki á hvítu fangaverðina sem óvini, þrátt fyrir að þeirra starf fælist meðal annars í því að niðurlægja fanga. Hann leit á þá sem fórnarlömb aðskilnaðarstefn- unnar og að þeim hafi verið innrætt röng skilaboð. Hann varð vinur þeirra og þeir leituðu til hans með lögfræðileg mál á meðan hann var í fangelsinu af því hann er menntaður lögfræðingur. Og sumir þeirra eru enn í dag miklir vinir hans.“ Nöturlegt fangelsi og þrældómur Þau heimsóttum líka Robben Isl- and þar sem Nelson Mandela var í fangelsi. „Við sáum steinagryfjuna þar sem hann var látinn höggva kalk- stein fyrstu þrettán árin í fangavist- inni. Þetta var algjör þrælavinna. Við skoðuðum líka fangelsið og klefann hans og þetta er allt mjög nöturlegt. Pólitískir fangar fengu verstu með- ferðina. Þeir voru meira og minna einangraðir frá öðrum föngum því þeir þóttu hættulegastir af öllum fyr- ir samfélagið vegna hugmynda sinna um jafnræði milli svartra og hvítra.“ Sigríður Hulda fór ásamt tveimur vinkonum sínum, Sigrúnu Harð- ardóttur náms- og starfsráðgjafa við ME og Maríu Sverrisdóttur lækni í Hafnafirði, í fátækrahverfi í útjaðri Höfðaborgar, þar sem eingöngu búa svartir. „Í þessu hverfi er fátæktin samt ekki eins sár og þegar enn lengra er farið í úthverfin, en þar býr fólk í litlum og hrörlegum skúrum en ekki húsum og langflestir eru at- vinnulausir. Mér fannst sláandi að sjá og finna hve tvískipt þjóðfélagið. Annars vegar er mjög mikið ríki- dæmi sem er mest megnis í kringum hvíta manninn og hins vegar sár fá- tækt hjá svörtum, þó auðvitað séu undantekningar frá því. Auk þess er alnæmi útbreitt og vaxandi vandamál meðal þeirra fátæku. Við fundum nokkrum sinnum að það er grunnt á togstreitunni á milli hvítra og svartra og við veltum fyrir okkur hvað gerist í Suður-Afríku þegar Nelson Mandela fellur frá, hann sem hefur verið frið- ar- og sameiningartákn svo lengi. Mér finnst Nelson Mandela hafa tekist á undraverðan hátt að snúa til baka út í samfélagið sem maður sátta eftir hrikalega lífsreynslu í fangels- inu. Hann upplifði á eigin skinni mik- ið óréttlæti en boðar sjálfur ætíð rétt- læti, ekki hefnd heldur fyrirgefningu og sátt, ég held að við getum öll lært af þessu. Hann lifir samkvæmt grundvallarreglum siðfræðinnar bæði sem einstaklingur og stjórn- málamaður; að setja sig í spor ann- arra og hafa kærleikann ætíð að leið- arljósi í stefnumótun. Hann setur ekki sjálfan sig í forgang heldur sína hugsjón, velferð samfélagsins og fólksins sem það byggir. Ég tel að hann hafi náð því í verki að lifa og vinna samkvæmt Gullnu reglunni sem er góður útgangspunktur fyrir okkur öll í starfi og einkalífi: ,,Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yð- ur, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Hitti óvænt Nelson Mandela  FERÐALÖG Þeir sem fara til Suður- Afríku eiga kannski ekki von á að hitta Nel- son Mandela á förnum vegi, þó svo hann búi í landinu. Kristín Heiða Kristinsdóttir hafði uppi á íslenskri konu sem fékk óvænt faðmlag frá þessum mannrétt- indafrömuði og Nób- elsverðlaunahafa þegar hún var á ferð í Soweto. Í hópi afrískra dansara sem léðu henni höfuðskraut. Sigríður Hulda með börnum í Township í Soveto. Ljósmynd/Sigríður Hulda Stóra stundin þegar Sigríður Hulda heilsaði upp á Nelson Mandela. Hjá honum situr kona hans. khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.