Morgunblaðið - 21.07.2005, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Starf í tölvuverslun
Tölvuverslun óskar eftir starfsmanni með þekk-
ingu og áhuga á tölvum.
Skriflegar umsóknir skal leggja inn á auglýs-
ingadeild Mbl. merktar: „TX — 17410“.
Gott aukastarf
Snyrtileg, vandvirk og heiðarleg dama óskast
einn dag í viku frá 1. sept. til heimilisstarfa í
fallegu húsið í Reykjavík. Tilvalið fyrir heima-
vinnandi eða nema í framhaldsnámi. Vinnutími
samkomulag. Upplýsingar í síma 861 5602.
Aðalbókari
Oddi hf. fiskvinnsla og útgerð á Patreksfirði
óskar eftir að ráða til starfa aðalbókara og
launafulltrúa. Viðskiptafræðigráða eða sam-
bærileg menntun áskilin og er reynsla af bók-
haldi æskileg.
Oddi hf. er stærsta sjávarútvegsfyrirtækið á
sunnanverðum Vestfjörðum og starfa hjá því
um 65 starfsmenn. Félagið hefur það að mark-
miði að vera í fremstu röð í sjávarútvegi og
vinnur að því að styrkja stöðu sína enn frekar
á því sviði.
Umsóknir skal senda framkvæmdastjóra fél-
agsins, Sigurði Viggóssyni, eða í tölvupósti
á oddi@oddihf.is, ásamt upplýsingum um
menntun og starfsferil. Nánari upplýsingar í
símum 450 2100 og 892 3968.
Oddi hf.
Eyrargötu 1, 450 Patreksfirði
Tilkynningar
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Auglýsing um nýtt
deiliskipulag í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg-
ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum,
er hér með auglýst til kynningar tillaga að
deiliskipulagi í Reykjavík.
Reitur 1.184.0.
Tillaga að deiliskipulagi reits sem afmarkast af
Spítalastíg, Óðinsgötu, Bjargarstíg og Berg-
staðastræti.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að
gera minniháttar breytingar á húsum á reitnum
s.s. gera skyggni, svalir, minni kvisti og lag-
færingar án þess að breyta þurfi deiliskipulagi.
Ofantaldar minniháttar breytingar skulu vera í
samræmi við ákvæði Þróunaráætlunar Reykja-
víkur varðandi hönnun breytinga og viðbygg-
inga á miðborgarsvæði Reykjavíkur svo og
ákvæði skipulags þessa um hverfisvernd.
Vakin er sérstök athygli á því að auglýsingatími
er frá 21. júlí til og með 15. september 2005
sem eru 8 vikur í stað lögboðinna 6 vikna.
Um nánari útlistun á heimildum til breytinga á
einstökum húsum og til skilmála almennt
vísast til kynningargagn.
Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála
skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur-
borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl.
8:20 – 16:15, frá 21. júlí til og með 15. septem-
ber 2005. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu
sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja
sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna
sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum
við tillöguna skal skila skriflega eða á net-
fangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og
byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi
síðar en 15. september 2005.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskil-
ins frests, teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 21. júlí 2005
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Félagslíf
Fimmtudagur 21. júlí 2005
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20:00.
Predikun: Heiðar Guðnason.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Allir velkomnir.
www.samhjalp.is.
Ferðamannakirkja. Opin dag-
lega milli kl. 10.00 og 23.00.
Í kvöld kl. 20.30 Samkoma.
Sýnd verður myndasyrpa frá
Íslandi.
Föstudag kl. 20.30. Alþjóðlegt
kvöld. Allir velkomnir.
Raðauglýsingar 569 1100
FRÉTTIR
ÚT er komið Almanak fyrir Ís-
land 2006, sem Háskóli Íslands
gefur út. Þetta er 170. árgang-
ur ritsins. Dr. Þorsteinn Sæ-
mundsson, stjörnufræðingur
hjá Raunvísindastofnun Há-
skólans, hefur reiknað alman-
akið og búið það til prentunar.
Ritið er 96 blaðsíður.
Auk dagatals gefur alman-
akið margvíslegar upplýsing-
ar, svo sem um sjávarföll og
gang himintungla. Lýst er
helstu fyrirbærum á himni,
sem frá Íslandi sjást. Í alman-
akinu eru stjörnukort, kort
sem sýnir áttavitastefnur á Ís-
landi og kort sem sýnir tíma-
belti heimsins. Þar er að finna
yfirlit um hnetti himingeims-
ins, mælieiningar, veðurfar,
stærð og mannfjölda allra
sjálfstæðra ríkja og tímann í
höfuðborgum þeirra. Í þetta
sinn er sérstaklega fjallað um
miðtíma Greenwich og sam-
ræmdan heimstíma, endur-
tekningar í göngu reikistjarna
og reglur um ritun talna og
tímasetninga. Loks eru í
almanakinu upplýsingar um
helstu merkisdaga fjögur ár
fram í tímann.
Á heimasíðu almanaksins
(almanak.hi.is) geta menn
fundið ýmiss konar fróðleik til
viðbótar, þar á meðal upplýs-
ingar sem borist hafa eftir að
almanakið fór í prentun.
Háskólaútgáfan annast sölu
almanaksins og dreifingu þess
til bóksala. Almanakið kemur
nú út í 4500 eintökum, en auk
þess eru prentuð 1700 eintök
sem Þjóðvina-félagið gefur út
sem hluta af almanaki sínu
með leyfi Háskólans.
Almanak
Háskóla
Íslands
komið út
HÓPVINNUKERFI ehf. hefur gefið
út nýja útgáfu af FOCAL Gæða-
handbók en fyrirtækið hefur um
árabil þróað FOCAL hugbún-
aðarlausnir fyrir stofnanir og fyr-
irtæki sem gera miklar kröfur til
gæðastjórnunar og stjórnunar innri
ferla, segir í fréttatilkynningu.
FOCAL Gæðahandbók inniheldur
öfluga rit- og útgáfustýringu skjala
frá því að til þeirra er stofnað og þar
til þau eru orðin að fullgildum gæða-
skjölum hvort sem um er að ræða
gæðastefnu og lýsingar á ábyrgð-
arsviði, skilgreiningar, verklags-
reglur, uppskriftir, leiðbeiningar,
starfslýsingar, lýsingar á gæða-
skrám eða önnur skjöl. Hægt er að
ákveða hvaða skjöl eiga að birtast til
að mynda á innra neti eða heimasíðu
viðkomandi aðila ef það á við.
Í nýju útgáfunni hefur nýtt útlit
verið sett á kerfið og útgáfa gæða-
skjala fyrir vefskoðara hefur verið
stórlega endurbætt, segir í tilkynn-
ingu. Þar kemur einnig fram að vef-
útgáfa inniheldur nú einnig nýjan
leitarreit þannig að auðvelt er að
leita að skjölum sem innihalda
ákveðinn texta. Ennfremur er búið
að gera endurbætur á krækjum og
bæta eftirlit á breytingarsögu
skjala.
Ný gæðahandbók
haldsskólastigi er þetta hópur nem-
enda sem af einhverjum ástæðum
gerðu hlé á námi. Brottfall úr fram-
haldsskólum er talið einn helsti veik-
leiki í íslensku skólastarfi, en svo
þegar unga fólkið vill snúa til baka er
undir hælinn lagt hvort það kemst
inn. Formaður Skólameistarafélags
Íslands segir í Morgunblaðinu 30.
júní sl., að „sig gruni að þetta sé stór
hópur“. Menntamálaráðuneytið sem
þó ber ábyrgð á þessu skilar auðu í
sama blaði: „Það veit enginn hvað
þetta eru margir nemendur.“
Allt fram á síðasta ár gátu nem-
endur sem ekki höfðu lokið stúdents-
prófi, en gátu lagt fram margvíslegt
annað nám og árangur í starfi sótt
um námsvist í Háskóla Íslands. Í
fyrra var með öllu lokað á umsóknir
þeirra vegna fjárskorts skólans.
Menntun er ein mikilvægasta fjár-
festing hvers einstaklings,“ segir í
ályktun Heimdallar.
„ÞAÐ er krafa stjórnar Heimdallar
að menntamálaráðherra og fjár-
málaráðherra leiti leiða til að tryggja
að allir sem til þess hafa getu og
áhuga fái skólavist næsta vetur í
framhaldsskólum eða háskólum,“
segir í ályktun stjórnar Heimdallar.
„Á hátíðastundum er talað um
unga fólkið sem framtíðarauð þjóð-
arinnar, talað um Ísland sem þekk-
ingarþjóðfélag og sagt að á sviði
mennta stöndum við jafnfætis því
sem best gerist. Því miður stöndum
við ekki fyllilega undir þessu. Enn
gerist það á einu mesta hagvaxtar-
skeiði í sögu Íslands að ungt fólk sem
vill stunda nám í framhaldsskólum
og háskólum á Íslandi er vísað frá
skóla vegna ónógra fjárframlaga rík-
isins.
Þessa dagana er hópur ungs fólks,
enginn veit hversu margir, sem ekki
kemst inn í framhaldsskóla og ekki í
háskóla landsins í haust. Á fram-
Ályktun frá stjórn Heimdallar
Skorað á ráðherra
að tryggja öllu ungu
fólki skólavist
Anton Ófeigur
Antonsson
Í FYRIRSÖGN minningargreina
um Anton Ófeig Antonsson í blaðinu
17. júlí er hann sagður Eiríksson.
Útför Antons var gerð frá Hvíta-
sunnukirkjunni á Akureyri 27. júní,
en ekki 28. júní, eins og misritaðist í
blaðinu og Stefán Rúnar Árnason er
fæddur 9. apríl 1986, en ekki 9. maí,
eins og misritað var. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
FYRSTI heimsfundur menningar-
ráðherra úr röðum kvenna verður
haldinn í Reykjavík dagana 29.-30.
ágúst. Til fundarins er boðað í til-
efni 75 ára afmælis Vigdísar Finn-
bogadóttur fyrrverandi forseta í
apríl sl. Að fundinum standa ís-
lensk stjórnvöld í samstarfi við
Heimsráð kvenleiðtoga (Council of
Women World Leaders) en Vigdís
var einn stofnenda og fyrsti for-
maður ráðsins.
Markmið fundarins er að skapa
vettvang þar sem ráðherrarnir og
alþjóðlegir gestir ræða áskoran-
ir heima fyrir og á alþjóðavett-
vangi.
Á fundinum verða fjórir megin-
fyrirlestrar:
Kynnt verður skýrslan „Wom-
en’s Empowerment: Measuring
the Global Gender Gap“ sem
World Economic Forum stóð að en
þar er gerður
samanburður á menntun, efna-
hag og völdum kvenna í ýmsum
ríkjum heims. Tilkynnt verður síð-
ar um fyrirlesara.
Íranska baráttukonan Mahnaz
Afkhami ræðir um menningarleg
réttindi kvenna. Afkhami var ráð-
herra í Íran áður en klerkastjórnin
komst til
valda en hefur verið í útlegð í
aldarfjórðung.
Dr. Annette Pritchard fjallar um
menningu og ferðamennsku. Þar
mun hún víkja að því að fáar konur
eru við stjórnvölinn í ferðaþjónstu
þótt þær séu áberandi í auglýsing-
um sem eiga að laða að ferðamenn.
Asma Khader, fyrrverandi
menningarráðherra Jórdaníu,
fjallar um áhrif fjölmiðla á lýðræð-
isþróun og stöðu kvenna í Miðaust-
urlöndum.
Á fundinn koma kvenráðherrar
og sérfræðingar hvaðanæva úr
heiminum. Því gefst einstakt tæki-
færi til að kynna sér sjónarmið
þeirra og heyra hverju þær hafa
fengið áorkað.
Nánari upplýsingar er að finna á
vef fundarins: http://womenminis-
ters.government.is undir fyrir-
sögninni: Press Room.
Menningarráðherrar úr röð-
um kvenna funda í Reykjavík