Morgunblaðið - 18.08.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.08.2005, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ELDUR kom upp í bíl við Hjalt- eyrargötu á Akureyri á áttunda tímanum í gærkvöldi. Starfsmenn SBA-Norðurleiðar, sem er í næsta nágrenni, brugðust skjótt við, hringdu í 112 og hlupu með slökkvitæki á staðinn þar sem þeir aðstoðuðu bílstjóra bifreiðarinnar. Búið var að slökkva eldinn þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Eldur í bíl TILLAGA Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagsráðs Reykja- víkur, um kaffihús og útiveit- ingaaðstöðu í Hljómskálagarðinum var samþykkt á fundi ráðsins í gær. Í tillögunni segir: „Skipulags- fulltrúi leggi drög að breytingu á deiliskipulagi Hljómskálagarðsins í samvinnu við umhverfissvið. Þar verði meðal annars gert ráð fyrir kaffihúsi með tengdum útiveit- ingapalli í góðum tengslum við Tjörnina og aðstöðu garðsins til útivistar.“ Í greinargerð sem fylgir tillög- unni segir að skemmtilegar hug- myndir um útiveitingasölu og kaffihús sem aukið gætu notkun Hljómskálagarðsins hafi ítrekað komið fram á undanförnum árum. Ástæða sé til að láta á þær reyna með breytingum á deiliskipulagi svæðisins. „Auk lifandi mannlífs gæti slíkur rekstur stuðlað að tengslum Tjarnarsvæðisins við miðborgina og styrkt tengsl við starfsemi Háskóla Íslands og aðra starfsemi sunnan Hringbrautar. Tillagan gerir ráð fyrir því að hugað verði að heppilegri stað- setningu, stærð og hugsanlegum kvöðum varðandi útlit og annað sem huga þarf að á þessu lyk- ilsvæði í borginni,“ segir í grein- argerðinni. Kaffihús og veitingaaðstaða í Hljómskálagarði ÓTTAST var að alvarlegt slys hefði orðið þegar maður velti bíl sínum út í vatn við Laugardals- hóla við Laugarvatn skömmu eft- ir hádegi í gær. Bíllinn lenti á þakinu og voru aðstæður erfiðar til björgunar. Lögreglumönnum og sjúkraflutningamönnum frá Selfossi ásamt lækni frá Laug- arási og vegfarendum tókst þó að bjarga manninum út úr bílnum og var hann fluttur til Reykjavíkur á slysadeild. Að sögn lögreglu var hann lítið meiddur. Vegna máls- ins var þyrla Landhelgisgæsl- unnar kölluð út en beiðnin aft- urkölluð. Grunur er um ölvun við akstur. Velti bílnum út í vatn KJARTAN Hauksson, sem rær hringinn í kringum landið til styrktar hjálparliðasjóði Sjálfs- bjargar, beið í gær á Stokkseyri eftir hagstæðu veðri til að róa næsta legg áleiðis fyrir Reykjanes- ið. Bjóst hann við að geta komist út í dag, fimmtudag, og gangi allt að óskum mun hann ljúka hinum mikla hringróðri sínum kl. 17 á sunnudag í Reykjavíkurhöfn. Kjartan bar sig mjög vel og sagði bát og búk í góðu lagi. Eina sem tefur hann eru sunnanáttir en hann batt vonir við að geta haldið áfram í norðanátt í dag. Bíður færis á Stokkseyri LÍÐAN konunnar sem slasaðist al- varlega í bílslysinu við Hallorms- stað fyrir rúmri viku er stöðug að sögn læknis á gjörgæsludeild. Hún er enn tengd við öndunarvél á deildinni. Í árekstrinum, sem varð þegar fólksbíll sem hún ók lenti í árekstri við flutningabíl, létust bresk hjón. Enn í öndunarvél „EFTIRLIT með slíkum ferða- tryggingum yrði mjög erfitt í fram- kvæmd,“ segir Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri hjá samgönguráðu- neytinu, um hugmyndir sem fram hafa komið þegar borin voru undir hana ummæli Önundar Jónssonar, yfirlögregluþjóns á Ísafirði, sem vakti máls á því í Morgunblaðinu í gær hvort ekki væri ráð að koma á virkri ferðatryggingu fyrir ferða- menn, sem leggja á fáfarnar eða tor- færar slóðir, til að greiða kostnaðinn komi til þess að leita þurfi að þeim. Önundur varpaði þessari hugmynd fram þegar þýskur ferðamaður fannst heill á húfi á Hornströndum í gær eftir umfangsmikla leit. Ráðherra er heimilt að ákveða að aðilar, sem skipuleggja hópferðir hér á landi, kaupi slíkar tryggingar. Helga Haraldsdóttir segir erlendar ferðaskrifstofur, sem selja ferðir hingað til lands, vera með tryggingu skv. lögum, sem eigi að tryggja heimflutning farþega. „Hins vegar er mönnum ekki skylt að kaupa tryggingar fyrir kostnaðin- um sem gæti hlotist af leit eða björg- un og hingað til hefur verið litið svo á að ekki sé þörf á slíkum tryggingum. Bæði fá margir ferðamenn sér slíka tryggingu af sjálfsdáðum og það hef- ur einfaldlega ekki verið látið reyna á þær. Þá lýtur lagaheimildin að ferðaskrifstofum sem skipuleggja ferðir hingað til lands og miklar breytingar hafa orðið á ferðamynstr- inu. Í dag koma 70% ferðamanna til landsins á eigin vegum, en ekki í skipulögðum ferðum.“ Helga segir að það yrði mjög erfitt að framfylgja eftirliti með slíkum tryggingum og því hafi lagaheimild- in ekki verið notuð til þessa. „Þetta er eins með sjúkrakortin. Við vitum ekki hverjir taka þá áhættu að greiða sjúkrakostnaðinn úr eigin vasa lendi þeir á sjúkrahúsi. Þá vakna einnig ýmsar spurningar eins og yrðu Íslendingar ekki að sama skapi að kaupa sér tryggingu eins og erlendir ferðamenn, segjum fjögurra manna fjölskylda sem ætlar að ferðast upp á hálendið? Væri hægt að mismuna á þann hátt? Ókeypis og sjálfsögð þjónusta Hins vegar er eðlilegt að ferða- málaráð og samtök ferðaþjónust- unnar skoði í samvinnu við Lands- björg og ráðuneytið hvort þörf sé á þessum tryggingum og enn frekar hvernig hægt væri að framfylgja eftirlitinu,“ sagði Helga. Kostnaður við leit og björgun á borð við þá sem fram fór á Horn- ströndum á dögunum er mjög mikill. Þegar Morgunblaðið spurði Þorstein Þorkelsson, rekstrarsviðsstjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar, um kostnaðinn við leit sem þessa var hann ekki reiðubúinn að gefa hann upp. „Þessi umræða kemur alltaf reglulega upp og okkur finnst hún mjög erfið,“ sagði Þorsteinn. „Við viljum ekki leggja kostnaðarmat á þessar aðgerðir. Íslendingar eru reiðubúnir að leggja fé til björgunar- mála og á meðan svo er lítum við á það sem sjálfsagða samfélagsþjón- ustu að bregðast við kalli sem þessu. Leit og björgun er þjónusta sem við eru tilbúnir til að veita hvar og hve- nær sem er. Síst af öllu viljum við letja fólk til að leita sér hjálpar þegar það telur sig vera í hættu.“ Hugmyndir um ferðatryggingar fyrir ferðamenn á fáförnum slóðum Erfitt og flókið í framkvæmd SKUGGAMYNDIR manns og kletts skáru sig frá himni í leik birtunnar í Hamarsfirði þar sem þokudrungi og sólarglæta börðust um völdin yfir kyrrlátum haffletinum. Fjörðurinn myndar nán- ast eina heild með Álftafirði og um margt minna þeir fremur á lón en fjörð í dag. Hvergi á Íslandi safnast saman eins margar álftir og hafa viðdvöl í fjörðunum í vorferð sinni frá útlöndum, en lítið bar þó á þeim þegar myndin var tekin. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fléttur birtu og dimmu í Hamarsfirði HAFRÓ (Hafrannsóknastofnunin) hefur lokið veiðum á þeim 39 hrefn- um sem ákveðið var að veiða árið 2005 í samræmi við áætlun um átak í hrefnurannsóknum. Alls hafa nú verið veiddar 100 hrefnur vegna rannsóknanna frá því rannsókn- irnar hófust í ágúst 2003. Sýnatak- an er því hálfnuð en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir veiðum á 200 hrefnum og er sýnatökunni dreift í tíma og rúmi í samræmi við út- breiðslu hrefnu við landið skv. upp- lýsingum Hafrannsóknastofnunar. Þrír bátar voru leigðir til veið- anna: Njörður KÓ, Halldór Sigurðs- son ÍS og Dröfn RE og voru veiðar stundaðar allt í kringum landið á tímabilinu 4. júlí til 17. ágúst 2005. Veiðunum var dreift í hlutfalli við útbreiðslu hrefnu hér við land að sumarlagi. Sýnasöfnun og önnur gagnaöflun gekk vel, þótt óhag- stætt tíðarfar hafi tafið veiðarnar á tímabili. Dreifing hrefnu við landið virtist nokkuð frábrugðin því sem var í flugtalningum í júlí á tíma- bilinu 1986–2001 og var lítið um hrefnu á sumum svæðum þar sem hún er venjulega algeng á þessum árstíma. Einnig virtist minna fugla- líf á þessum svæðum. Sýnatakan er mjög umfangsmikil og hefst úr- vinnsla þeirra gagna sem safnað var í sumar strax í haust að loknum sumarleyfum starfsmanna. Sam- kvæmt rannsóknaráætlun Hafró verða alls veidd 200 dýr og munu endanlegar niðurstöður rannsókn- anna í heild liggja fyrir að lokinni úrvinnslu allra sýna. Gert er ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstöður úr þessum fyrri helmingi rannsókn- anna verði lagðar fyrir vís- indanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins sumarið 2006. Meginmarkmið rannsóknanna er að afla grunn- upplýsinga um fæðuvistfræði hrefnu á landgrunni Íslands en auk fæðurannsókna eru gerðar fjöl- þættar aðrar rannsóknir á hverri veiddri hrefnu, t.d. á sviði erfða- fræði, heilsufræði, æxlunarlíffræði, orkubúskapar og lífeðlisfræði. Auk rannsókna á veiddum dýrum eru hvalatalningar úr flugvél og merk- ingar hrefnu með gervitungla- sendum mikilvægur hluti hrefnu- rannsóknanna. Umdeildum rannsókna- veiðum á hrefnu lokið Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir EINN þeirra mælikvarða, sem hægt er að beita til að leggja mat á um- hverfisvitund þjóða, er fjöldi fyrir- tækja sem hafa komið sér upp vott- uðu umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við sérstakan staðal sem nefnist ISO14001. Að mati forsvars- manna Staðardagskrár 21 gefur þetta vísbendingu um hvernig Ísland stendur í þessum samanburði. Hér á landi hafa aðeins fimm fyrir- tæki uppfyllt þetta en þau eru ALCAN, Borgarplast, Morgunblað- ið, Hópbílar og Hagvagnar. Stöndum jafnfætis Azerbaijan og Swazilandi „Á þessu sviði stendur Ísland jafn- fætis Palestínu, Azerbaijan, Swazi- landi og Namibíu. Í Íran eru hins vegar 400 fyrirtæki komin með vott- un, 176 í Litháen, 48 í Sýrlandi, 39 í Lúxemborg, 22 í Liechtenstein, 19 í Zimbabwe, 11 á Máritíus og 6 í Kaz- akhstan, svo dæmi séu tekin. Ísland er þó engan veginn neðst á listanum, því að í Botswana eru t.d. aðeins 4 fyrirtæki vottuð, 3 í Túrkmenistan, 2 á Grænlandi og eitt á Kúbu. Í apríl 2005 voru 88.800 fyrirtæki í heim- inum vottuð skv. ISO 14001...,“ segir m.a. í umfjöllun á vefsíðu Staðardag- skrár 21. Aðeins 5 fyrirtæki með vottun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.