Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 23 MINNSTAÐUR Egilsstaðir | Á þessu ári eru 100 ár síðan brú var vígð yfir Lag- arfljót á Fljótsdalshéraði og verð- ur þess minnst nk. laugardags- kvöld við brúna með dagskrá og flugeldasýningu. Smíði brúarinnar þótti mikið af- rek á sínum tíma og gekk ekki átakalaust fyrir sig, eins og kemur fram í ræðu sem Klemens Jónsson landritari, hélt við vígslu Lag- arfljótsbrúar 14. september 1905. Segir hann brúarsmíðina hefjast vorið 1901 en strax orðið vand- kvæði vegna hærri vatnsstöðu en reiknað hafði verið með. Þá hafi ís brotið framkvæmdina niður í árs- byrjun 1903: „Það er eins og orm- urinn, sem eptir þjóðtrúnni á að hafast við hér í fljótinu, hafi haft heldur ýmigust á þessu fyrirtæki, ekki verið um það gefið að láta binda fljótið; honum hefir fundizt það skerða frelsi sitt og einkarétt til fljótsins, og því hefir hann nú gjört sína ýtrustu tilraun til þess að hindra framkvæmd verksins, hann safnaði öllum kröptum sínum saman, setti kryppuna upp, og braut brúna,“ sagði Klemens í ræðu sinni. Sundreið meðfram brúnni Á fjárlögum fyrir árið 1898–99 veitti þing heimild fyrir 75.000 kr. til brúargerðar á Lagarfljóti. Á aukaþingi árið 1902 voru svo 23.000 kr. veittar í viðbót til verksins og 40.000 kr. árið 1903. Framreiknað fram til dagsins í dag væru þetta um 170 milljónir króna. Mikil hátíðarhöld voru við vígslu brúarinnar 1905 og af heimildum má ráða að 7–800 manns hafi verið þar saman komnir. Einhverjar guðaveigar hafa verið hafðar um hönd og er lýsing á því í Austfirð- ingaþáttum Indriða Gíslasonar að Steindór nokkur hafi viljað ríða yfir brúna áður en vígslan fór fram, en honum var bannað það af einhverjum ástæðum. Þá er mælt að Steindór segði: „Ætli maður, satt að segja, ríði ekki á sinni dróg við hliðina á þeirri brú, karl minn“ og sagt er að hann hafi síð- an sundriðið yfir. Brúin yfir Lagarfljót hvílir enn á undirstöðunum frá 1905, en sjálf brúin var endursmíðuð 1956. Brúarsmíðin kostaði 170 milljónir króna á núvirði 100 ár frá vígslu Lagarfljótsbrúar Samgöngubót Mikill fengur þótti að þá dýrustu framkvæmd íslenska rík- isins á Austurlandi þegar Lagarfljót var brúað. AUSTURLAND Skagaströnd | Skólastarf fer senn að hefjast í grunnskól- unum í Húnavatnssýslum. Kennarar skólanna mættu til starfa eftir sumarleyfi 15. ágúst og fór fyrsti dagurinn í sameig- inlegt námskeið sem bar yf- irskriftina: „Leiklist í skóla- starfi“. Námskeiðið var haldið í Fells- borg á Skagaströnd en tæplega 70 kennarar nutu þar leiðsagnar Önnu Flosadóttur kennara og Ólafs Guðmundssonar, kennara og leikara, um hvernig nýta megi leiklist í starfi með grunn- skólabörnum á öllum aldri. Anna og Ólafur hafa reynslu af slíku starfi því þau kenna bæði leiklist við Hlíðaskóla í Reykja- vík. Námskeiðið þótti takast í alla staði mjög vel og þó sumir væru feimnir við verkefnin fyrsta klukkutímann eða svo endaði námskeiðið með því að allir fóru upp á svið með hópnum sínum og sýndu frumsamin leikverk. Talaði fólk um það í nám- skeiðslok að þetta væri einhver skemmtilegasta byrjun á starfs- ári sem það hefði upplifað. Hefja vetrarstarf- ið á námskeiði Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Þróttmiklir kennarar ásamt leiðbeinendum í sólinni á Skagaströnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.