Morgunblaðið - 18.08.2005, Side 24

Morgunblaðið - 18.08.2005, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Kristinn Jón Arnarson rit-stjóri Tölvuheims segirað sá sem er að leita sérað fartölvu þurfi fyrst og fremst að hafa í huga í hvað hann ætlar að nota tölvuna. „Á bara að vinna í ritvinnslu og fara á netið eða á kannski líka að spila leiki eða vinna þyngri vinnslu eins og að klippa myndir og slíkt? Þeir sem ætla að kaupa tölvu, fyrir hefð- bundna rit- vinnslu, þurfa ekki að miða mjög hátt í verði. Það ráða allar tölvur við slíkt en það þarf öflugri tölvu ef það á að spila tölvuleiki í henni,“ segir Kristinn. Fyrir venjulega vinnslu þarf tölva að hafa lágmark 256 megabæta vinnsluminni og um 40 gígabæta harðan disk. „Tölvur eiga líka að vera með geisladrifi, allar tölvur eru komnar með geislaskrifara en svo er spurning hvort þú vilt dvd-drif eða dvd-skrifara sem er það dýr- asta, tölvan getur þá bæði lesið dvd- diska og skrifað á þá. Það þarf það drif klár- lega ekki ef tölvan á bara að vera til ritvinnslu,“ segir Kristinn og bætir við að passa þurfi að það sé þráðlaust net í tölvunni því það sé orðið mjög mikilvægt núorðið. Hann segir flestar ef ekki allar tölvur vera með allt sem þarf fyrir hefð- bundna notkun en svo byggist það á því hvort það sé annað sem á að nota tölvuna í. „Allar tölvur sem eru seldar nýj- ar eru nógu góðar fyrir skólann en ef fólk er að kaupa notaðar tölvur þarf það að passa sig aðeins og at- huga málið vel.“ Tölvutaska nauðsynleg Kristinn segir tölvuleiki vera kröfuhörðustu forritin sem hægt er að keyra og það sprengi verðið upp á tölvum. „Ég bendi fólki á að það er svolítið ýkt að vera að henda auka 100.000 kr. í tölvu bara af því að hún getur spilað tölvuleiki á meðan það er kannski hægt að fá leikjatölvu á 15.000 kr. með mörgum frábærum leikjum. Það er ekki það skyn- samlegasta sem hægt er að gera við peninginn, að setja hann í fartölvu bara til að geta spilað tölvuleik í henni.“ Að sögn Kristins er verðbilið á fartölvum í dag frá um 70.000 kr og upp í 500.000 kr. „Ég hugsa að tölv- ur á verðbilinu 130.000 til 170.000 kr séu heppilegasti kosturinn fyrir flesta, það eru tölvur í öflugri kant- inum en ekki með ógurlegum gæð- um sem þarf að borga mikið auka- lega fyrir.“ Fartölvuauglýsingarnar segja ekki mikið til um hvað er best að sögn Kristins. „Í fartölvuleit er best að gera rannsóknir á netinu og at- huga hvort tölvur hafi verið að fá góða dóma eins og á síðunni www.pcworld.com. Svo er alltaf voða gott að spyrja aðra út í þær tölvur sem þeir eiga og athuga þannig hvernig þær hafa reynst. Síðan er málið að fara og skoða tölvurnar, prófa að fikta í þeim og finna hvort lyklaborðið sé skemmti- legt og skjárinn flottur.“ Þrátt fyrir fjölda aukahluta sem hægt er að kaupa með fartölvunni segir Kristinn eina nauðsynlega aukahlutinn vera góða tölvutösku. „Það er náttúrulega voða þægilegt að hafa mús og minnislykla og aðra aukahluti með en maður þarf að spyrja sig; hef ég þörf fyrir þetta eða ekki? En aðalmálið er að hugsa út í hvað þú ætlar að nota tölvuna í.“ Í fylgd með foreldrum Kjartan Kristjánsson hjá HP búðinni segir fartölvuvertíðina hafa byrjað í annarri vikunni af ágúst hjá þeim. Hann segir aðallega þá sem eru að byrja í framhaldsskóla vera að kaupa sér fartölvur. Að sögn Kjartans festir fólk kaup á tölv- unum strax í fyrstu heimsókn. „Það veit þá hvað það vill og er búið að kynna sér úrvalið á heimasíðum og í auglýsingum.“ Hann segir skóla- krakka kaupa fartölvur á verðbilinu 100.000 til 180.000 kr og mjög fáir fari ofar en það. „Mér finnst fólk vera að leita meira eftir gæðum, þjónustu og ábyrgð en áður. Það er miklu meira hugsað um það núna heldur en að vera að kaupa það ódýrasta sem finnst á markaðinum.“ Kjartan seg- ir foreldra koma með börnum sínum í búðina og aðstoði við tölvukaupin. Ásgeir Helgi Ásgeirsson hjá EJS hefur svipaða sögu að segja og Kristján. Fartölvuvertíðin hófst hjá þeim í vikunni eftir verslunar- mannahelgi og mikið hefur selst. „Það er mikið af ungu fólki með for- eldrum sínum sem kemur hingað. Þau eru ákveðinn hvað þau vilja og kaupa tölvuna strax, í fyrra var fólk meira í að skoða og bera saman og kom svo aftur og keypti.“ Ásgeir segir fartölvukaupendur aðallega vera að leita eftir vinnsluminni, tengimöguleikum og þyngd og svo ræður ábyrgðin líka miklu. „Skóla- krakkarnir eru aðallega að kaupa tölvur á verðbilinu 140.000 til 160.000 kr., það eru þær vélar sem hafa allan búnað til náms og það afl sem þarf í tölvuleiki.“  NÁM|Hvernig á að velja sér fartölvu? Fyrst og fremst þarf að hugsa út í notagildi tölvunnar Morgunblaðið/Árni Torfason Hafa skal í huga til hvers á að nota tölvuna áður en fjárfest er í slíkum grip enda verðlag mjög mismunandi eftir því hve öflugur gripurinn er. Því skiptir máli hvort eingöngu á að nota tölvuna fyrir hefðbundna ritvinnslu eða hvort hún er ætluð til myndvinnslu. Strokleður og blýantur eru liðin tíð, að minnsta kosti ef miðað er við fartölvusöluna sem fer af stað fyrir hvert skólaár. Fartölvuauglýsingarnar dynja á landanum í sumarlok og hver náms- maður telur sig hafa þörf fyrir slíkt tæki. Ingveldur Geirsdóttir kannaði hvað þarf að hafa í huga við far- tölvukaup. Allar tölvur sem eru seldar nýjar eru nógu góðar fyrir skólann en ef fólk er að kaupa notaðar tölvur þá þarf það að passa sig að- eins og athuga málið vel. ingveldur@mbl.is Bónus Gildir 18.–21. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Bónus brauð, 1 kg ............................... 79 129 79 kr. kg Rúgbrauð, 500 g ................................. 79 129 158 kr. kg Kók í dós, 500 ml ................................ 59 79 118 kr. ltr Ali ferskar svínakótilettur ...................... 979 1.269 979 kr. kg Frosnar pitsur, 300-350 g .................... 95 159 271 kr. kg Bónus ís, 2 ltr ...................................... 159 279 80 kr. ltr Hatting grillbrauð, 2 stk. ....................... 299 399 149 kr. stk. Orville örbylgjupopp, 8 stk. ................... 259 299 32 kr. pk. Bónus skúffukaka, 400 g...................... 199 299 497 kr. kg Kf hangiframpartur m/ beini ................. 699 699 699 kr. kg Krónan Gildir 18.–24. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Sorella pitsa, 3 teg. ............................. 199 299 976 kr. kg Bautabúrs bayonneskinka .................... 899 1499 899 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 18.–20. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Fjallalambs súpukjöt, frosið .................. 398 548 398 kr. kg Fjallalambs glóðarsteik, frampartur ....... 1.148 1.589 1.148 kr. kg FK grill svínakótilettur ........................... 1.154 1.649 1.154 kr. kg KF hvítlaukspylsur ................................ 498 912 498 kr. kg FK reykt folaldakjöt .............................. 431 719 431 kr. kg Matfugl steiktur kjúklingur..................... 589 789 589 kr. kg FK hrásalat, 320 g ............................... 88 129 275 kr. kg FK kartöflusalat, 320 g......................... 88 129 275 kr. kg Gotti ostur, kílópakkning....................... 810 1.012 810 kr. kg FK salernisrúllur, 12 stk. ....................... 199 379 17 kr. stk. Hagkaup Gildir 18.–24. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Holta kjúklingalæri með legg................. 359 599 599 kr. kg Holta úrbeina kjúklingalæri ................... 899 1499 899 kr. kg Svína rifjasteik..................................... 449 798 449 kr. kg Borgarnes helgarlamb m. sólþ. tóm....... 999 1.665 999 kr. kg Myllu fitty bollur, 4 stk. í pk. .................. 149 199 149 kr. pk. Rana Taglietelle, 250 g......................... 149 214 149 kr. pk. Rana Tortelloni með parmaskinku.......... 328 428 328 kr. pk. Rana Gnocchi með gorgonzola.............. 449 549 449 kr. pk. Eglis mix, 2 ltr...................................... 99 219 99 kr. stk. Sólar safar, 1 ltr................................... 299 349 299 kr. stk. Nóatún Gildir 18.–24. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Nóatúns þurrkr. lambalæri .................... 699 1.499 699 kr. kg Grísakótilettur...................................... 899 1.298 899 kr. kg Grísasíður m. puru / purusteik .............. 399 549 399 kr. kg Kornflögur ........................................... 99 199 264 kr. kg Choco Balls......................................... 99 199 264 kr. kg Melónur gular ...................................... 77 129 77 kr. kg Rauðsprettuflök ................................... 799 998 799 kr. kg Móa kjúklingur, 1/1 ............................. 389 598 389 kr. kg SS Smurkæfa ...................................... 139 198 695 kr. kg GM Cheerios tvöfaldur.......................... 499 549 475 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 18.–22. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Grísagúllas, Goði ................................. 957 1.367 957 kr. kg Baconbúðingur, Goði............................ 468 668 468 kr. kg Goði Kindakæfa, 150 g ........................ 135 185 900 kr. kg Goði Nestiskæfa, 150 g ....................... 135 185 900 kr. kg Grísakótilettur djúpkr., Borgarnes .......... 1.126 1.609 1.126 kr. kg Kindabjúgu, Borgarneskjötv. ................. 399 578 399 kr. kg Íslandsfugl kjúklingalæri, magnkaup...... 389 599 389 kr. kg Íslandsfugl kjúklingaleggir, magnkaup ... 389 599 389 kr. kg Blómkál, íslenskt ................................. 199 399 199 kr. kg Vatnsmelónur ...................................... 50 125 50 kr. kg Spar, Bæjarlind Gildir 17.–23. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Dreitill 1 ltr D-vítamínbætt mjólk ........... 59 79 59 kr. ltr Stoðmjólk, 500 ml............................... 18 75 36 kr. ltr Fjörmjólk, 1 ltr ..................................... 69 98 69 kr. ltr Nýmjólk, 1 ltr....................................... 39 78 39 kr. ltr Léttmjólk, 1 ltr ..................................... 39 78 39 kr. ltr Undanrenna 1 ltr ................................. 49 83 49 kr. ltr Lamba Grill framhrsneiðar, krydd........... 989 1.598 989 kr. kg Lamba Grill kótilettur, krydd. ................. 1.098 1.698 1.098 kr. kg Lamba Grill lærisneiðar, krydd............... 1.198 1.798 1.198 kr. kg Lamba Grill sirlonsneiðar, krydd. ........... 989 1.298 989 kr. kg Þín Verslun Gildir 18.–24. ágúst verð nú verð áður mælie. verð Tex Mex kjúklingavængir ....................... 250 499 250 kr. kg Kjúklinga Grill leggir ............................. 350 699 350 kr. kg Ísfugls ferskur kjúklingur ....................... 401 669 401 kr. kg Tilda Tikka Masala sósa, 350 g............. 269 312 753 kr. kg Tilda Rizazz, 250 g ............................... 229 289 916 kr. kg Weetabix, 250 g .................................. 129 187 516 kr. kg Emmessís Pop íspinnar, 4 stk. .............. 399 319 79 kr. stk. Daim Súkkulaði 2 stk/pk...................... 79 99 39 kr. stk. Brauð og álegg í skólanestið  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.