Morgunblaðið - 18.08.2005, Page 25

Morgunblaðið - 18.08.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 25 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Hellur steinar borðinu skuluð þið þekkja þær Á yfir- HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540-6855 Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 www.steypustodin.is Hellur og steinar fást einnig í verslunum BYKO        F A B R I K A N            Sumarið & garðurinn HELMINGUR bandarískra barna telur að peningar séu forsenda hamingjunnar og um þriðjungur þeirra trúir að föt og vörumerki skilgreini stöðu þeirra í samfélaginu. Vegna aukins auglýsingaáreitis hafa geðræn vandamál þeirra einnig aukist. Þetta kemur fram í nýlegri bók sem fjallað er um á vefsíðu Neytendasamtakanna. Bókin heitir „Born to buy“ eða Fædd til að kaupa og hefur höfundur hennar, hagfræðingurinn Juliet B. Schor gert viðamikla rannsókn á atferli barna og unglinga og viðbrögðum þeirra við stanslausu áreiti auglýsinga. Samkvæmt því sem þar kemur fram er ástæða til að hafa áhyggjur. Auglýsendur hafa hingað til reynt að höfða til foreldra barna með vörur ætlaðar börnum. Nú er í auknum mæli farið fram hjá foreldr- unum og auglýsingunum er beint að börnunum sjálfum. Sumar af þessum auglýsingum aug- lýsa jafnvel vörur sem ekki geta talist sérlega barnvænar eins og ofbeldistölvuleiki og áfenga drykki. Einnig er reynt að selja börnum vörur og þjónustu sem áður var aðeins í boði fyrir fullorðna, eins og lýtaaðgerðir og þjónustu á snyrtistofum. Nölduráhrifin Í auglýsingum sem beint er að börnum er treyst á svokölluð nölduráhrif eða „nag-factor“ þar sem treyst er á að börnin nöldri í for- eldrum sínum þar til foreldrarnir láta und- an. Einnig kemur fram að leitað sé nýrra leiða en óbeinar auglýsingar og dulbúnar markaðs- setningar hafa verið notaðar í auknum mæli. Þar er reynt að komast hjá því að kaupandinn geri sér grein fyrir að það sé verið að mark- aðssetja vöru og myndi sér gagnrýna skoðun á henni, en það vilja seljendur forðast. Ein vinsælasta aðferð þessarar tegundar er „product placement“ eða vörustaðsetning í kvikmyndum. Einnig er til „real life product placement“ eða „alvöru“ vörustaðsetning, sem felur í sér að fólki, sem talið er svalt og skil- greint hefur verið sem „trendsetters“, e.k. brautryðjendur þegar kemur að tísku og nýj- ungum, er borgað fyrir að ganga í ákveðnum vörumerkjum eða hlusta á vissa tónlist. Þetta hefur gengið svo langt að nýtt fyrirtæki hefur verið stofnað í Bandaríkjunum, „Girls Intelli- gence Agency“, eða Stúlknaleyniþjónustan sem hefur um 40.000 stúlkur á skrá hjá sér. Stúlk- urnar hafa verið valdar með tilliti til vinsælda í skólanum eða í vinahópnum. Eiga þær að bjóða til sín 10 stúlkum í náttfatapartí þar sem at- hugað er hvernig ýmsar vörur og þjónusta leggjast í stúlkur á þessum aldri og hvaða vörur séu líklegastar til vinsælda. Upplýsing- arnar eru svo seldar til fyrirtækja. Allt þetta áreiti er farið að hafa áhrif á and- lega líðan bandarískra barna samkvæmt rann- sókn Schor. Hún sýnir að greinilegt samband er á milli aukinnar neysluhyggju barna og minnkandi sjálfsálits þeirra. Niðurstaðan er sú að neyslusamfélagið skaðar börn og bregðast þurfi við til að vernda börnin gegn þessu áreiti. Einnig kemur fram að það þurfi að fara að skilja betur á milli afþreyingar og grunnþarfa fólks en skilin þar á milli verða sífellt óljósari. Neysluglöð börn með minna sjálfsálit  NEYTENDUR | Börn mikilvægur markhópur auglýsenda NEMENDUR framhaldsskólanna geta sparað verulegar fjárhæðir með kaupum á námsbókum á net- inu, t.d. hjá www.amazon.com, heimsins stærstu netbókabúð, sam- kvæmt frétt í Aftenposten. Að með- altali eru bækur 21% ódýrari á net- inu en í bókabúðum í Noregi og jafnvel 30% í einstaka tilfellum. Á þetta aðallega við um bækur á ensku en tekið er fram að þetta eigi ekki við um allar bækur og að rétt sé að kanna verðið í bókabúðum áð- ur en bókin er pöntuð. Bent er á að rétt sé að gæta að ISBN-númeri bókarinnar til að tryggja rétta út- gáfu þegar um fleiri en eina útgáfu er að ræða. Hjá Bóksölu stúdenta er að venju hægt að panta námsbækur á netinu, www.boksala.is, þar sem er að finna lista yfir erlendar og innlendar námsbækur. Samanburður á verði nokkurra námsbóka á amazon.com í gegnum shopusa.is leiddi í ljós að munað getur um 300 til 800 krónum á bók en í sumum tilfellum eru þær ódýrari hjá Bóksölu stúdenta. Til dæmis kostaði International Law 5.580 krónur hjá Bóksölu stúd- enta þegar að var gáð en 4.809 krónur hingað komin hjá shopusa- .is, Acounting ethics kostaði 3.868 krónur hjá Bóksölu stúdenta og 3.575 krónur hjá shopusa.is en General Practice 2003 kostaði 6.580 krónur hjá Bóksölu stúdenta og 6.743 krónur hjá shopusa.is. Að öllum líkindum eru bækurnar enn ódýrari ef þær eru keyptar beint af amazon.com án nokkurra milliliða.  NÁM | Skólabækur á netinu Námsbækur í sumum tilfellum ódýrari hér Morgunblaðið/Árni Sæberg Það borgar sig að kynna sér verðlag heima og erlendis áður en keypt er. Rétt er að hafa í huga þeg-ar hausta tekur aðmennirnir eru ekki þeireinu sem geta fengið kvef og hálsbólgu. Það á líka við um gæludýrin. Kettir geta fengið vírus sem veldur hæsi og hálsbólgu og al- mennum kvefeinkennum eins og hita. Það lýsir sér á svipaðan hátt og hjá mönnum og kettirnir geta misst mjálmið tímabundið. Jakobína Sigvaldadóttir, dýra- læknir hjá Dýralækningastofunni í Lyngási í Garðabæ mælir með að kettir séu bólusettir árlega gegn vírusnum, alveg eins og menn. „Það er hægt að fyrirbyggja inflúensu með því að bólusetja kett- ina en það gildir eins og með vírus- sjúkdóma hjá mönnum, að ónæm- iskerfi dýranna verður að vinna á vírusnum ef þau fá hann,“ segir hún. Nokkrir kettir koma þó árlega til að fá meðferð gegn ákveðnum einkennum. „Ef dýrin eru hætt að éta eða drekka þarf að gefa þeim næringu og eins ef þau eru með mikinn hita þá er hægt að gefa þeim hitalækkandi,“ segir Jak- obína. Bólusetning kostar tæpar fjögur þúsund krónur með virðisauka- skatti og bólusetja víst flestir kett- ina sína að sögn Jakobínu, nema þeir sem eiga innipúka fyrir gælu- dýr. Rétt er að taka það fram að hundar geta líka fengið hálsbólgu.  DÝR Kettir fá líka kvef

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.