Morgunblaðið - 18.08.2005, Síða 26

Morgunblaðið - 18.08.2005, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Sakborningarnir sex íBaugsmálinu neituðu allirsök og lýstu sig saklausaaf öllum ákæruatriðum þegar þeir mættu dómara sínum við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Aðalsalur Héraðsdóms Reykja- víkur var þéttsetinn og vel það við þingfestingu málsins. Innlendir og erlendir blaðamenn voru viðstadd- ir auk ákærðu sjálfra og verjenda þeirra og aðstandenda. Þá var Jón Gerald Sullenberger staddur í salnum. Þinghaldið hófst á því að Jón H.B. Snorrason, saksóknari og yf- irmaður efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra, fór yfir ákæru- atriðin og lýsti því við hvaða lagagreinar meint brot vörðuðu fyrir hvern og einn af sakborning- unum. Hann lauk máli sínu á því að fara formlega fram á að öllum ákærðu yrði gerð refsing vegna brota þeirra. Pétur Guðgeirsson héraðsdóm- ari og dómsformaður í málinu spurði því næst ákærðu, einn af öðrum, hvort ákæran væri rétt eða röng. Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóri Baugs, svaraði: „Hún er algerlega röng og ég er saklaus.“ Jóhannes Jónasson, kenndur við Bónus, svaraði: „Hún [ákæran] er röng.“ Frestað til 20. október Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, sagði: „[Ákæran er] röng, ég er saklaus.“ Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, sagði: „[Ákæran er] röng og ég er saklaus.“ Stefán Hilmar Hilmarsson endurskoðandi sagði: „Ákæran er röng og ég er sak- laus.“ Að lokum var Anna Þórð- ardóttir endurskoðandi spurð um það hvort ákæran væri rétt eða röng, og sagði hún: „Röng og ég er saklaus.“ Pétur Guðgeirsson dómsformað- ur sat einn í dómi við þingfest- inguna í gær og í lok þingfest- ingar kynnti hann hverjir verða meðdómendur sínir. Það verða þeir Arngrímur Ísberg héraðs- dómari og Garðar Valdimarsson hæstaréttarlögmaður og löggiltur ríkisendurskoðandi. Ákærðu voru spurðir hvort þeir gerðu athuga- semd við meðdómendurna og svöruðu þeir því neitandi. Þinghaldið tók um 20 mínútur og frestaði Pétur Guðgeirsson héraðsdómari málinu að því loknu til 20. október. Þann dag er fyr- irtaka málsins ráðgerð þar sem gagnaöflun mun ljúka og ákveðin dagsetning fyrir sjálfa aðalmeð- ferðina þar sem skýrslur verða teknar af sakborningum fyrir dómi. Sakborningar yfirvegaðir undir lestrinum Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson virtust mjög yfirvegaðir undir lestri sak- sóknara og sama virtist gilda um meðákærðu. Eftir því var tekið að Jóhannes var upplitsdjarfur og fylgdist með þögulli gaumgæfni með saksóknara. Í dómssalnum eru aðeins tvö sæti við borð handa ákærðu og sátu þeir feðgar í þeim sætum. Meðákærðu var fundinn staður annars staðar í salnum eins og oft er raunin þegar margir sak- borningar mæta fyrir dóminn. Blaðamenn þyrptust að sak- borningum að loknu þinghaldinu um kl. 13.50 og hefur sjaldan verið eins mikill troðningur á göngum dómhússins. Jóhannes Jónsson sagði við blaðamenn að nú að lok- inni þingfestingu færi málið sína leið og það væri engin spurning í sínum huga að ákærðu væru sak- Sakborningarnir sex í Baugsmálinu mættu fyrir dóm „Ákæran e röng og ég Eftir Brján Jónasson, Egil Ólafsson og Örlyg Stein Sigurjónsson Fyrsta skrefið af fjór- um var stigið í gær fyr- ir dómi við þingfestingu Baugsmálsins. Næsta skref er 20. október þegar fyrirtaka málsins er ráðgerð. Færri kom- ust að en vildu í dóm- húsinu í gær til að fylgjast með sakborn- ingum tjá afstöðu sína til sakarefnisins. Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi samstarfsmaður ákærðu, v Jóni Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes ásamt verjendum sínum í r Feðgarnir Jón Ásgeir og J urstræti að húsnæði Héra RÍKIÐ SEGIR JÁ – HVAÐ SEGIR KIRKJAN? Ríkisstjórnin hefur tekið af skar-ið um að samkynhneigð pörskuli njóta í einu og öllu sama réttar að lögum og gagnkynhneigðir. Það er tímabær og rétt ákvörðun. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tilkynnti í fyrradag að frumvarp þessa efnis yrði lagt fram á haustþingi. Þar verður m.a. kveðið á um rétt samkynhneigðra til að skrá sig í óvígða sambúð með þeim réttindum sem henni fylgja. Þá verður fellt niður það skilyrði fyrir staðfestri samvist samkynhneigðra að annar makinn þurfi að vera íslenzkur borgari með búsetu hér á landi. Frumættleiðingar samkynhneigðra innanlands verða heimilaðar. Allt eru þetta ákvæði, sem nefnd á vegum forsætisráðherra, sem fjallaði um réttarstöðu samkynhneigðra, lagði til að yrðu sett í lög. En ríkis- stjórnin gengur lengra en nefndar- menn treystu sér til. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til tveggja álitaefna; annars vegar hvort heimila beri konu í staðfestri samvist eða sambúð að gangast undir tæknifrjóvgun á Íslandi og hins vegar hvort heimila beri ætt- leiðingar samkynhneigðra erlendis. Forsætisráðherra boðar engu að síður að bæði tæknifrjóvganirnar og ætt- leiðingarnar erlendis verði leyfðar. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar taka þannig þá réttu afstöðu að blása á þá fordóma, sem enn eimir eftir af, og þær efasemdir, sem enn ríkja – jafnvel innan nefnda á vegum hins opinbera – um að samkynhneigðir eigi að hafa sama rétt og aðrir í þessum efnum. Morgunblaðið hefur hvatt til að í báðum þessum málum verði gengið alla leið og fagnar því þessari niður- stöðu. Nú þegar eru þess ýmis dæmi að konur í samkynhneigðu sambandi gangist undir tæknifrjóvgun erlendis, í samræmi við lög í viðkomandi lönd- um. Af hverju ættu þær ekki að eiga sama rétt og aðrir í eigin heimalandi? Rökin gegn því að leyfa ættleiðing- ar samkynhneigðra erlendis hafa ver- ið þau, að ríkin sem Íslendingar ætt- leiða aðallega börn frá séu á móti ættleiðingum samkynhneigðra. Við getum ekki látið viðhorf í öðrum ríkj- um ráða því hvaða mannréttindi lög- gjafinn tryggir íslenzkum þegnum. Smátt og smátt munu viðhorf til samkynhneigðar breytast í fleiri lönd- um og þá munu skapast forsendur fyr- ir ættleiðingum samkynhneigðra frá útlöndum, þótt e.t.v. sé ekki mikill raunhæfur möguleiki á þeim í dag. Reynslan frá Svíþjóð, þar sem ættleið- ingar samkynhneigðra para frá út- löndum eru leyfðar, bendir ekki til að sú lagasetning hafi spillt fyrir mögu- leikum gagnkynhneigðra hjóna að ættleiða börn frá viðkomandi ríkjum. Gera verður ráð fyrir að í frumvarpi ríkisstjórnarinnar verði ákvæði um að forstöðumenn trúfélaga geti gefið samkynhneigð pör saman. Sá mögu- leiki er ekki í lögum í dag. Síðan er það væntanlega undir hverju og einu trú- félagi komið, hvort það leyfir hjóna- vígslu samkynhneigðra. Í þessu efni hljóta menn að horfa til þjóðkirkjunnar sérstaklega. Miklar umræður hafa farið fram um málið innan kirkjunnar og viðhorfið þar virðist taka breytingum, rétt eins og í samfélaginu öllu. Æ fleiri guðfræðing- ar komast að þeirri niðurstöðu, að það sé í fullu samræmi við meginboðskap kristinnar kenningar að veita samkyn- hneigðum sama rétt innan kirkjunnar og öðrum. Nú, þegar ríkisvaldið hyggst ganga alla leið og útrýma hvers konar mis- munun á grundvelli kynhneigðar, get- ur kirkjan ekki lengur vikizt undan því að taka afstöðu til málsins. Kjarni þessa máls er sá, að til þess að standa undir nafninu þjóðkirkja verður hún að bjóða alla velkomna, sem til hennar vilja koma. AÐGENGI AÐ MÁLSSKJÖLUM Málsskjölin í Baugsmálinu erugríðarleg að vöxtum. Gera má ráð fyrir að í þeim sé að finna for- sendurnar fyrir þeim atriðum, sem fram koma í ákærunum í þessu viða- mikla máli. Ákærurnar voru birtar fyrsta sinni í gær af hálfu hins op- inbera þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá var lið- inn einn og hálfur mánuður frá því að tilkynnt var að ákærurnar hefðu ver- ið birtar sakborningum. Málsskjölin í Baugsmálinu verða hins vegar ekki aðgengileg almenningi fyrr en eftir 80 ár samkvæmt núgildandi lögum. Þessi regla er byggð á 8. grein upp- lýsingalaga þar sem segir að upplýs- ingar sem varði einkamálefni einstak- linga skuli fyrst veita að 80 árum liðnum frá því að þau urðu til, eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu í gær. Málsskjöl í dómsmálum falla undir þessa grein. Til samanburðar má benda á að samkvæmt upplýs- ingalögum er stjórnvöldum veitt heimild til að takmarka aðgang að gögnum, sem teljast varða öryggi ríkisins eða varnarmál, en ekki leng- ur en í 30 ár frá því að gögnin urðu til. Þarna munar hálfri öld. Baugsmálið er með veigameiri mál- um, sem komið hafa til kasta ís- lenskra dómstóla og almenningur á ákveðið tilkall til upplýsinga um bæði ákærurnar og forsendur þeirra. Öll málsskjöl eru vitaskuld að- gengileg sakborningum í málinu og verjendum þeirra og þeir geta síðan veitt samþykki fyrir því að veita að- gang að þeim. En sú spurning vaknar hins vegar hvort almenningur eigi ekki rétt á því að fá þessar upplýs- ingar frá ákæruvaldinu. Hin viða- miklu málsskjöl eru grundvöllur ákæranna og því er ekki nokkur leið að átta sig á ákærunum án þess að hafa þau undir höndum. Þar með er ekki sagt að birta eigi upplýsingar úr málsskjölunum, sem eingöngu varða persónulega hagi hinna ákærðu eða annarra. En það er mikilvægt að sem mestar upplýsingar liggi fyrir í svo mikilvægu máli þannig að almenn- ingur eigi þess kost að geta upp á eigin spýtur áttað sig á því um hvað svo alvarlegt mál snýst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.