Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 28
að finna á New Bond Street sem liggur út frá Oxford Street. Lilja Dröfn segir reyndar að þegar hún kaupi merkjavöru þá sé það í verslunum sem selji fatnað frá French Connection, FCUK, eða DKNY þar sem hægt er að finna vandaðar vörur á lægra verði en hina svokölluðu há- tískumerkjavöru. Dior-skyrta á 20 pund Lilja Dröfn bendir líka á að í verslunum með notuð föt leynist oft mikið af merkja- vöru sem geti þá verið á góðu verði. „Það er náttúrulega frábært að geta til dæmis keypt sér Dior- skyrtu frá kannski 1950 á 20 pund.“ Í verslunarleiðangrinum um Brick Lane heimsótti Lilja Dröfn búðir á borð við Laden Showroom og Rokit ásamt Beyond Retro, sem er risastór vöruskemma í hlið- argötu Brick Lane. Hún náði reyndar ekki að fara í fleiri búðir á Brick Lane þar sem hún var fyrr en varir búin að fjárfesta í fjórum kjólum og búin að taka rúmlega 100 pund úr veskinu. Þá var líka kominn tími til að hætta í þetta sinn enda úr nógu að velja fyrir brúðkaupið. Lilja Dröfn mælir líka með að fólk kíki á Brick Lane og í hliðargötur þar út frá og heimsæki jafnvel markaðina ef það er á svæðinu á sunnudegi, enda segir hún þá tilvalinn stað fyrir fólk að finna hluti og fatnað sem jafnvel enginn annar á, vandaða gamla vöru á lágu verði nú eða þá ýmsan skemmtilegan hönnunarvarning. Lilja Dröfn Dag-bjartsdóttir er 28ára skóhönn-unarnemi í Lond- on. Hún heldur þegar úti eigin fatamerki á Íslandi, Tyltra, sem reyndar hefur verið í lægð frá því hún flutti til London til að mennta sig frekar í hönnun. Viðskiptin hafa hingað til aðallega farið þannig fram að fólk hefur samband við Lilju Dröfn og pantar þótt hún hafi uppi áform um að koma hönnun sinni að í verslun. Þórunn Lár- usdóttir hafði til að mynda sam- band við Lilju Dröfn og fékk lánaða hjá henni peysu fyrir Op- ruh-þáttinn landskunna. Og þrátt fyrir að Lilja Dröfn hafi hannað flíkur í mörg ár kaupir hún mikið af eigin fötum eins og hver annar. Í búðaráp á Brick Lane „H&M er sko vinur minn. Ég er námsmaður sem á engan pening. Ég eyði samt kannski um hundrað pund- um [12.000 kr.] á mánuði í föt og fylgihluti, enda verður maður nú að vera flottur þar sem maður stundar nám við London Coll- ege of Fashion,“ segir Lilja Dröfn. Markaðir, sýnishornasölur í skólanum og svo búðir með notaðan fatnað, sem hægt er að finna víða í London, eru einnig vin- sælir viðkomustaðir hjá Lilju Dröfn. Hún var einmitt á leið í brúðkaup hjá vinum sínum þegar viðtalið var tekið og ákvað því að fara í verslunarferð um Brick Lane og heimsækja þar búðir og skemmur með notuðum fötunum. Lilja Dröfn hannar raunar brúð- arkjól vinkonu sinnar, en hefur ekki tíma til að hanna veisluklæðn- aðinn fyrir sjálfa sig fyrir brúð- kaupið. Það er líka nóg að gera í skólanum og hún segist því frekar ætla að kaupa sér eitthvað en að mæta í hálfsaumuðum lörfum. „Brick Lane er náttúrulega snilld fyrir svona verslunarferð. Að kaupa sér gamlan kjól frá til dæmis sjötta, sjöunda eða áttunda áratugnum klikkar ekki. Það myndi hreinlega eyðileggja brúð- kaupið fyrir mér ef ég keypti mér kjól t.d. í Karen Millen eða Oasis og svo mætti einhver önnur í öðr- um alveg eins. Þess vegna er svo gott að fara í búðir með notuð föt því líkurnar á að einhver annar eigi eins eru sama sem engar.“ Mögnuð skódeild í Selfridges Lilja Dröfn segist vera eilítið merkjafrík en hún hafi þó ekki efni á að láta slíkt eftir sér á með- an hún er námsmaður. „Ef ég ætti fullt af peningum myndi ég fara yfir yfirdráttarheimildina í Sel- fridges sem er sérlega vel skipu- lögð deildarvöruverslun með magnaðri skódeild.“ Aðrar búðir sem Lilja Dröfn mælir með eru Liberty, House of Fraser og að sjálfsögðu H&M, sem allar eru í miðbæ London. „Uppáhaldshönnuðirnir mínir eru Issey Miyake og Yohji Yama- moto. Og þótt ég stundi nám í skó- hönnun er ég ekki hrifin af Jimmy Choo, mér finnst hönnun hans bara of einföld fyrir fáránlegt verð. Ég veldi miklu frekar Man- olo Blahnik-skó ef ég hefði efni á.“ Flestar fínni tískuverslanirnar er  LONDON | Rölt í fatabúðir með Lilju Dröfn Dagbjartsdóttur Merkjavara og notuð föt í Brick Lane Liberty-verslunarhúsið er vinsæll viðkomu- staður hjá Lilju Dröfn. Stórborgir eins og London eru troðfullar af fatabúðum og oft getur verið erfitt að átta sig á hvert sé best að fara. Laila Sæunn Péturs- dóttir leitaði uppi konu sem veit vel hvar er hægt að gera góð kaup. Laden Showroom 103 Brick Lane Whitechapel/ Brick Lane E1 6SE Símanúmer: 020 7247 2431 Rokit 41 Shelton Street Covent Garden WC2 Símanúmer: 020 7836 6547 Beyond Retro 110-112 Cheshire Street, London, E2 6EJ Símanúmer: 020 7613 3636 Manolo Blahnik 49-51 Old Church Street Chelsea SW3 5BS Símanúmer: 020 7352 8622 „Brick Lane er nátt- úrulega snilld fyrir svona versl- unarferð. Að kaupa sér gamlan kjól frá til dæmis sjötta, sjöunda eða áttunda ára- tugnum klikkar ekki,“ segir Lilja Dröfn sem m.a. valdi sér þennan litríka kjól. 28 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Þ að hefur verið nokkuð um það rætt í fjöl- miðlum vestanhafs ný- verið að svo virðist sem embættismenn Hvíta hússins hafi ákveðið að hætta að nota hugtakið „stríð gegn hryðjuverkum“. Þess í stað eru menn víst farnir að tala op- inberlega um „hnattræna baráttu við óvini frelsisins“ eða „hnattræna baráttu gegn ofbeldisfullum öfga- samtökum“. Hefur auðvitað lengi verið á það bent að hryðjuverk eru taktík fremur en markmið í sjálfu sér, rökleysa sé að heyja stríð gegn þeirri taktík sem einhverjir menn beiti í tiltekinni baráttu. En bandarískir ráðamenn ku semsé hafa ákveðið að rétt sé að umbylta orðræðunni um þá bar- áttu sem nú geisar, þeir leggja nú áherslu á að um langtíma herferð sé að ræða sem þurfi að heyja jafn mikið á hugmyndafræðilegum grunni eins og hernaðarlegum. Stephen Hadley, þjóðarörygg- isráðgjafi Bandaríkjaforseta, tal- aði einmitt á þessum nótum í The New York Times fyrir síðustu mánaðamót. „Hernaðaraðgerðir eru aðeins einn hluti stríðsins gegn hryðjuverkum,“ sagði hann. „Við verðum samtímis að beita öllum tækjum stjórnunar [e. statecraft], efnahagslegum úrræðum og einka- framtaki í þessu stríði.“ Margir álitsgjafar hafa farið mikinn um þessar nýju áherslur bandarískra ráðamanna. Þeim hafi nefnilega átt að vera ljóst fyrir löngu, að hernaðarmáttur einn og sér gæti aldrei skilað þeim árangri sem menn vildu ná. Raunar myndi það hafa þveröfug áhrif; að sveifla sverði og brandi í Afganistan og Írak, svo dæmi séu tekin, myndi aðeins reita múslíma hvarvetna til reiði, magna það hatur og þann ofsa sem al-Qaeda nærðust á. Slík gagnrýni er auðvitað rétt- mæt. En að sama skapi mætti segja að batnandi mönnum sé best að lifa, þ.e.a.s. ef raunveruleg sinnaskipti hafa átt sér stað í Hvíta húsinu, ef ekki er aðeins um það að ræða að menn séu að temja sér nýtt orðbragð (en hafi í raun ekki áttað sig á villu síns vegar). Ein er sú spurning sem verið hefur undirliggjandi í umræðunni eftir hryðjuverkin í London: beina hryðjuverkamenn ofbeldi sínu gegn venjulegu fólki á Vest- urlöndum vegna þess sem við er- um, eða þess sem við gerum? Sumum finnst svarið skýrt, aug- ljóst sé að innrásin í Írak hafi vald- ið hryðjuverkum í London, aug- ljóst sé að íhlutun og afskipti Bandaríkjanna í Mið-Aust- urlöndum (og víðar) skýri árás- irnar á Bandaríkin 11.sept. 2001. Aðrir segja ódæðismennina ein- faldlega ósátta við lifnaðarhætti okkar á Vesturlöndum, að músl- ímskir öfgamenn hatist við þau gildi sem við höfum tileinkað okk- ur og höldum á lofti gagnvart öðr- um íbúum heimsins. Mér hefur aldrei hugnast svart- hvít lífssýn. Mér finnst fjar- stæðukennt að ræða um innrásina í Írak sem einhverja alhliða skýr- ingu á hryðjuverkunum í London. Rétt eins og ég tel ekki að hryðjuverkin 11. september 2001 hafi réttlætt innrás í Írak þá tel ég ekki að innrás í Írak réttlæti eða skýri hryðjuverk í London. En á hinn bóginn er án efa ein- földun að halda því fram að hryðju- verkamennirnir hatist einfaldlega við vestræna lifnaðarhætti. Að vísu velkist ég ekki í neinum vafa um að þeir sem ýta ungum ógæfumönn- um út í það, að fremja hryðjuverk eins og þau í London 7. júlí sl., gera slíkt einmitt af þessari ástæðu: þeir hatast við hina vestrænu ver- öld, við okkur trúvillingana (sem þeir nefna svo). Þeim er alveg ná- kvæmlega sama um Írak og þá voðalegu atburði, sem þar hafa átt sér stað, en sem, nota bene, mark- ast að miklu leyti af voðaverkum múslíma gegn múslímum. (Jórd- aninn Abu Musab al-Zarqawi hef- ur ítrekað kallað íraska múslíma af kvísl sjía „apa“; telur þá að því er virðist réttdræpa.) Án efa er skýringin á voðaverk- unum sitt lítið af hvoru: Banda- ríkjamenn og Bretar hafa ekki komið fram af sæmd í Mið- Austurlöndum (eða annars staðar í heimi múslíma). Þetta býr til akur sem höfuðpaurar al-Qaeda, þau hroðalegu illmenni, plægja vel; fá reiða, unga múslíma til liðs við sig á þeim forsendum. En að sama skapi hatast þeir við okkur, það þarf ekki annað en lesa yfirlýs- ingar þeirra, hugleiða gjörðir þeirra, til að sjá þetta. Eitt að lokum: mér finnst synd hversu helstu sérfræðingar okkar í málefnum íslams og Mið- Austurlanda halda því að fólki, að það hafi engan skilning eða þekk- ingu á umfjöllunarefninu (og geti ekki mögulega haft hann). Ég er svolítið að ýkja sjónarmið sem Magnús Þorkell Bernharðs- son og Jón Ormur Halldórsson hafa sett fram (ég er þó ekkert að ýkja það sem Jóhanna Kristjóns- dóttir segir í Blaðinu 22. júlí: „Það þýðir ekki fyrir fólk að segja mér það sem ég skil betur og veit ívið meira um en það gerir.“) en þeir hafa samt talað á þessum nótum. Ég segi að mér finnist þetta synd og ástæðan er sú að auðvitað eru allir færir um að kynna sér hlutina, uppfræða sjálfa sig, þó að þeir hafi ekki doktorsgráðu í sögu Mið-Austurlanda. Fólk í Mið- Austurlöndum, múslímar þar og annars staðar, eru ekkert svo frá- munalega öðruvísi fólk en við sem hér búum. Sérfræðingar okkar ættu að vera að færa okkur einmitt þau skilaboð, að við séum sjálf, hvert og eitt, fullfær um að skilja og skynja heim annars fólks, sem við fyrstu sýn virðist ofurlítið frá- brugðið. Ef við bara leggjum okk- ur eftir því, ef við bara kærum okk- ur um það. Slíkur skilningur er nefnilega mikilvægur við þær að- stæður sem nú ríkja. Við erum og gerum Ein er sú spurning sem verið hefur und- irliggjandi í umræðunni eftir hryðju- verkin í London: beina hryðjuverka- menn ofbeldi sínu gegn venjulegu fólki á Vesturlöndum vegna þess sem við erum, eða þess sem við gerum? VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.