Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG UNDIRRITAÐUR er nán- ast algerlega sammála Ariel Shar- on um nauðsyn þess að flytja brott þetta fólk sem er til svo mikilla vandræða á Gaza. Þetta fólk þykist eiga landið, en getur engar sönnur fært á eign- arhald sitt. Þetta fólk hefur verið til mikilla vandræða á svæðinu í marga áratugi. Stöðugur ófriður og átök hafa fylgt því. Kannski eldflaugum og sprengjum hætti að rigna inn í Ísrael þegar þetta fólk er farið. Kannski loksins komist á langþráður friður í Ísrael eftir brottför þess. Já, ég tel að það verði að sýna þessu fólki fulla hörku, þó að það kosti blóð og tár. Svo miklir hags- munir eru í húfi. Langtímafriður á svæðinu. Það verður að hafa það þó að fólkið sé rekið af heimilum sínum og hús þeirra mölvuð niður. Hermenn verða að sýna fulla hörku og ekki láta grát í kon- um og börnum hafa áhrif á sig. Þeir mega ekki hlusta á öskur þessa fólks um brot á mannrétt- indum og annað slíkt. Fólkið grætur kannski í nokkrar vikur en svo er það búið og það mun sam- lagast nýju umhverfi á stuttum tíma, einkum börn og ungmenni. Með góðum stuðningi og hjálp frá Alþjóðasamfélaginu ætti allt þetta fólk að geta búið vel um sig í nýj- um heimkynnum og unað með tím- anum ágætlega við sinn hag. Ef fólk heldur að ég sé að tala um gyðingana á Gaza og þeirra byggðir, þá er það misskilningur. Ég er að tala um Palestínuarab- ana. Ég er að flestu leyti sammála Ariel Sharon um brottflutninginn frá Gaza nema að því leyti að ég tel ekki að það eigi að vera gyð- ingarnir, sem flytja eigi burt með illu eða góðu, heldur tel ég að það eigi að vera Palestínuarabarnir! Eru það ekki þeir, sem verið hafa til mikilla vandræða á svæð- inu í áratugi? Eru það ekki þeir, sem framið hafa stöðug hryðju- verk og morð á gyðingum og öðru saklausu fólki um allan heim í ára- tugi? Eru það ekki þeir, sem beita ólýsanlegum grimmdarverkum málstað sínum til framdráttar? Hversvegna skyldu þeir ekki fremur vera látnir fara en frið- samir landnemar og landbótamenn gyðinga, sem elska landið sitt og telja það heilagt? Má ég giska á svarið? Ég tel að það sé vegna þess að hryðjuverk Palestínuaraba hafa skilað þeim afar miklum árangri. Smátt og smátt hefur þeim tekist að fá heimsbyggðina til að trúa þeirri stórkostlegu lygi, að Palestína til- heyri fremur aröbum sem þar hafa haft viðkomu, heldur en gyð- ingum sem átt hafa þar rætur í efnislegum og andlegum skilningi í næstum þrjú þúsund ár, þar af mörg hundruð ár í frjálsu og full- valda ríki, hinu forna Ísrael. Allar þessar árþúsundir hafa gyðingar búið í Palestínu í einhverjum mæli, jafnvel eftir þjóðarmorð Rómverja á þeim árið 70 e.Kr. Palestínskir arabar hafa aldrei átt sjálfstætt ríki í Palestínu! Aldrei! Landakröfur þeirra eru tilkomnar eftir stofnun Ísraelsríkis og eru að mínu mati alveg útí hött. Ef ein- hver núlifandi þjóð hefur rétt til að kenna sig við svæðið, þá eru það gyðingar! Palestína er land gyðinga og var kölluð Gyðingaland hér áður fyrr. Margir muna það. Hiklaust eiga þó Palestínuarab- arnir réttmætar landakröfur á arabaríkin. Hryðjuverkasamtök Palest- ínuaraba hafa náð miklum árangri í að hræða fólk jafnvel heilu þjóð- irnar frá því að sýna Ísrael op- inskáan stuðning. Þetta veldur því m.a. að málstaður Ísraels kemst afar illa til skila í fjölmiðlum, nema helst málflutningur ísr- aelskra vinstrimanna, sem er mun þóknanlegri arabísku ógnarvöld- unum en málstaður ísraelskra hægri manna er almennt standa miklu fastar á rétti Ísraels til að halda þeim svæðum, sem unnist hafa í varnarstríðum við arabana. Aldrei er það nefnt í fréttum að Ísraelar hafa í gegnum tíðina ver- ið miklir velgjörðarmenn Palest- ínuaraba og lagt sig fram um að rækja vel mannúðarskyldur sínar við þá. Skemmst er að minnast palestínskrar konu, er leitaði sér lækninga í Ísrael og reyndi að sprengja sig upp á sjúkrahúsinu, þar sem hún hafði fengið lækn- ismeðferð mánuðum saman! Ísraelar hafa reist fjölda skóla og sjúkra- húsa fyrir Palest- ínuaraba og ekki síst verið miklir hvatamenn að bættri menntun þeirra. Sú viðleitni hefur skilað þeim árangri að læsi meðal Pal- estínuaraba er nú um 95%, en var aðeins um 5% 1948, þegar Ísrael var stofnað. Það er sorgarsaga að menntun sína virðast margir þeirra einkum nota nú til að dreifa hatursáróðri og lygum um Ísrael um heiminn, við góðar undirtektir verður að segjast. Því miður virðist þeim ganga af- ar illa að nota menntun sína til að bæta sitt eigið þjóðfélag. Þrátt fyrir gríðarlegan fjárstuðning frá alþjóðasamfélaginu í mörg ár til að byggja upp atvinnulíf þeirra og innviði samfélagsins, þá virðist það engu skila. Eina atvinnugrein- in, sem Palestínuarabar virðast hafa náð virkilega fagmannlegum tökum á, að mínu mati, er hryðju- verkastarfsemi og fjáröflunarleiðir tengdar henni, fjárkúgun og betl gagnvart Vesturlöndum, sem endalaust moka í þá gríðarlegum fjárhæðum til að fá þá til að vera til friðs. Hversvegna ættu þeir að hætta hryðjuverkum, þau gefa svo ágætlega af sér! Brottflutning- urinn frá Gaza Hreiðar Þór Sæmundsson fjallar um brottflutning Palest- ínuaraba frá Gaza ’Já, ég tel aðþað verði að sýna þessu fólki fulla hörku, þó að það kosti blóð og tár. ‘ Höfundur er kaupmaður í Reykjavík. MATUR er mannsins megin og þó við lifum ekki af brauðinu einu saman er það að fá að borða ein af frumþörfum mannsins. Við metum gjarnan hlýleika heimilisins eftir matnum sem þar er boðinn og hvernig hann er borinn fram. Mat- arhefðir eru ein af sérkennum hverrar þjóðar. Gott mötuneyti á vinnustað ræður miklu um starfs- andann og andrúms- loftið sem þar ríkir og hollur og góður matur er forsenda fyrir vellíðan ungra sem aldinna. Því hef- ur allt er tengist mat mikla þýðingu í öllum þroskaferli barna og unglinga, en lengi býr að fyrstu gerð. Hver kannast ekki við lítið höfuð sem gægist inn um eldhúshurðina heima, eða á leikskól- anum eða elliheim- ilinu og spyr hvað sé í matinn. Um fátt er meira talað manna á milli en matinn og hollustu hans, ilminn og bragðið og hvernig hann er borinn fram. Mötuneytið er hluti skólastefnunnar Með samfelldum skóladegi og þeirri breytingu að börn fara ekki heim í hádegismat hefur verið lögð aukin áhersla á mötuneyti í skólunum sjálfum og að þar sé boðið upp á hollan og fjölbreyttan mat. Eldhúsið, matargerðin og borðhaldið sjálft er þá allt í einu orðin ein þungamiðjan í starfsemi hvers skóla og skipar lykilsess í að gæða vinnustaðinn hlýju heim- ilisandans. Matseldin tekur þá gjarnan mið af venjum og að- stæðum á hverjum stað. Þannig verða gæði og starfsemi mötu- neytisins ráðandi þáttur í uppeld- isstarfi skólans og er í sjálfu sér enginn munur á hvort boðin er út kennsla eða hádegismatargerð í grunnskólum. Rekstur skólamötuneytis er því hluti þeirrar heildarskólastefnu, sem skólayfirvöld á hverjum stað bera ábyrgð á. Stöndum vörð um skólamötuneytin Það vekur því mikla furðu þegar hvert sveitarfélagið á fætur öðru fer nú út á þá braut að einkavæða og bjóða út skólamöt- uneytin. Stutt er síð- an að ýmis sveit- arfélög á Suðurlandi buðu út skólamáltíðir og eru þær tilreiddar fjarri skól- unum sjálfum. Nýjasta dæmið er Dalvíkurskóli þar sem skólamáltíðir voru boðnar út. Og samkvæmt síðustu fréttum á að semja við Sláturfélag Suður- lands sem var með eina tilboðið. Samtímis heyrast digurbarkalegar raddir frá eignarhaldsfélögum og feitum fjármálafyrirtækjum á Eyjafjarðarsvæðinu sem bjóðast til að kaupa upp ríkisstofnanir og flytja þær norður til að efla at- vinnuna. Mér finnst þeir ættu að byrja á skólamötuneytinu í Dal- víkurbyggð að sjá til þess að þar sé rekið alvöru skólamötuneyti sem hluti af heildstæðri skóla- stefnu byggðarinnar. Þá yrði jafn- framt tryggt að við það vinni heimafólk og störfin haldist í heimabyggð. Fleiri sveitarfélög munu vera að fara út á þessa van- hugsuðu braut útboða. Einkavæð- ing af þessu tagi hleður utan á sig. Verður ekki mötuneyti leikskól- ans, elliheimilisins og sjúkrahúss- ins næst? Upphitað gums í álformi Ég veit ekki dapurlegri sjón en sjá eldri borgara á elliheimili eða barn á leikskóla með upphitað gums í álformi fyrir framan sig sem á að heita hádegismatur. Á sl. vetri urðum vitni að dapurlegri umræðu um næringarsnauðan og fábreyttan mat á elliheimilum. Talað er um gera þurfi sérstakt átak í að rækta með ungu fólki til- finningu fyrir hollum mat. Skrif- aðar eru lærðar greinar og sett af stað átaksverkefni til að bæta mataræði og matarvenjur ungs fólks. En það er lítil von um ár- angur ef þessi stefna í útboðum skólamötuneyta á að ráða ríkjum. Rækta þarf góða matarmenningu Verið er að byggja upp og markaðssetja sérstaka mat- armenningu í hverju héraði. Er þetta verðugt átak fyrir aukna fjölbreytni t.d. í ferðaþjónustu. Haldnar eru sérstakar mat- armenningarhátíðir sem njóta vax- andi vinsælda. Matargerð, mötuneytisrekstur og veitingaþjónusta hefur verið einn veikasti hlekkur okkar gagn- vart ferðamönnum víða um land. Og er þar mikið að vinna. Markmiðið ætti því að vera að beita öllum tiltækum ráðum til að styrkja þessa vinnu og sérþekk- ingu í sessi í heimahéraði. Skólamötuneytin, mötuneyti elli- heimilanna og sjúkrahúsanna gegna þarna lykilhlutverki en allt myndar þetta eina heild fyrir and- ann í hverju samfélagi. Það er því fádæma skammsýni hjá þeim sveitarfélögum sem í ímynduðum sparnaði bjóða þessa starfsemi út eins raun ber vitni. Stöðvum einkavæðingu skólamötuneytanna Mörg sveitarfélög leggja mikinn metnað í rekstur skólamötuneyta og gera sér fulla grein fyrir ábyrgð sinni. En þessi útboðs- hrina í mötuneytum í skólum og elliheimilum er mikil afturför og hana verður stöðva. Í stað þess þarf að byggja upp og treysta í sessi metnaðarfulla stefnu og til- finningu fyrir góðum mötuneytum og hollum mat innan veggja skól- anna, leikskólanna og elliheim- ilanna sjálfra. Þau eru svo snar þáttur í daglegu lífi fólks og gegna lykilhlutverki í að móta gott and- rúmsloft á heimili og vinnustað. Ég skora á foreldrafélög og allt félagshyggjufólk í sveitarstjórnum að standa vörð um þennan mik- ilvæga þátt daglegs lífs og stöðva einkavæðingu skólamötuneyta. Hvað er í matinn? Jón Bjarnason fjallar um gildi góðra mötuneyta, bæði í skólum og á elliheimilum ’Skólamötuneytin,mötuneyti elliheim- ilanna og sjúkrahús- anna gegna þarna lyk- ilhlutverki en allt myndar þetta eina heild fyrir andann í hverju samfélagi.‘ Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum til- vikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppn- islög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á hon- um. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hags- muni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrver- andi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞESSI orð hafa heyrst að und- anförnu en ekki víst að allir viti um hvað er rætt né um mikilvægi þess sem þau standa fyrir. Á vegum Sjálfs- bjargar finnst Hjálparliða- sjóður og er hann ætlaður hreyfihömluðu fólki til að greiða kostnað vegna aðstoðarmanns/ hjálparliða á ferðalögum. Flest viljum við geta ferðast og ég held að flestum þyki nóg að borga sinn miða. En þeir sem þurfa hjálparliða með sér greiða hans fargjald og uppihald sem þýðir að margir hafa ekki möguleika á að ferðast. Hjálp- arliðasjóðurinn hefur breytt miklu fyrir þá sem hafa fengið styrk úr sjóðnum og margur farið í ferð sem ekki var mögulegt að fjár- magna fyrir hans tíð. En því miður er sjóðurinn tómur og þar af leið- andi engan styrk að fá. Nú stendur yfir söfnun fyrir sjóðinn undir nafninu Frelsi. Þar rær Kjartan Jakob Hauksson á smábátskel umhverfis landið og er það ótrúlegt þrekvirki. Þetta legg- ur hann á sig til að vekja athygli á Hjálparliðasjóðnum og safna pen- ingum í hann. Ef fólk vill styrkja Hjálp- arliðasjóð Sjálfsbjargar er net- fangið sjalfsbjorg.is og símanúm- erið 5500-300. Einnig er hægt að hringja í söfnunarsíma 908-2003 (hvert símtal kostar 1000 krónur). Hjálparliðasjóðurinn gefur hreyfihömluðu fólki möguleika og frelsi til að ferðast. ERLA JÓNSDÓTTIR, félagsráðgjafi Sjálfsbjargarheimilinu. Frelsi – Róður – Hjálparliðasjóður Frá Erlu Jónsdóttur: Útsala Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433 Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.