Morgunblaðið - 18.08.2005, Side 34

Morgunblaðið - 18.08.2005, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Andri Ísakssonfæddist í Reykjavík 14. nóv- ember 1939. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 6. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Ísak Jónsson, skólastjóri í Reykja- vík, f. 31.7. 1898, d. 3.12. 1963, og Sig- rún Sigurjónsdóttir kennari, f. 1.12. 1913, d. 26.10. 1978. Systkini Andra eru Gylfi, f. 7.7. 1938, Ragnheiður Sig- urbjörg, f. 20.6. 1941, Elinborg Sigrún, f. 23.9. 1944, og Sigurjón Páll, f. 27.8. 1950. Andri kvæntist 28. desember 1963 Svövu Sigurjónsdóttur safna- kennara og listsagnfræðingi, f. 23.9. 1942. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Sigurðsson, kaup- maður í Reykjavík, f. 18.11. 1916, d. 20.2. 1998, og Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona, f. 19.8. 1921, d. 22.11. 2001. Bræður Svövu eru Ólafur Þórir, f. 25.2. 1941, og Sig- urður Vilberg, f. 12.10. 1944. Hálf- systkini hennar, sammæðra, eru Sigurborg Ragnarsdóttir, f. 30.8. 1948, og Emil Jón Ragnarsson, f. 10.7. 1960. Þau Andri og Svava eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Sigrún, prófessor í iðnaðarverkfræði við Georgia Institute of Technology í Atlanta í Bandaríkjunum, f. 26.6. 1965, gift Robin Thomas, prófess- or í stærðfræði við sama skóla, f. 22.8. 1962, og eiga þau tvö börn, Gunnar Michael, f. 19.3. 1999, og skóla Íslands 1965–1971 og Há- skóla Íslands 1971–1973. Andri var prófessor í uppeldisfræði við Háskóla Íslands 1973–1992 (leyfi 1980–1983 og 1989–1992). Hann var ráðinn svæðisráðgjafi UNESCO, Menningarmálastofn- unar Sameinuðu þjóðanna, vegna nýjunga í skólastarfi í Suðaustur- Evrópu 1980–1983, með aðsetri í París, skrifstofustjóri tengsla- skrifstofu UNESCO hjá Samein- uðu þjóðunum í New York 1988– 1992, og yfirdeildarstjóri í fram- haldsskóla- og verkmenntadeild höfuðstöðva UNESCO í París 1992–1999, er hann fór á eftir- laun. Andri sinnti fjölmörgum trún- aðarstörfum. Hann var formaður Sambands íslenskra stúdenta er- lendis (SÍSE, nú SÍNE) 1965–1966, ritari íslensku UNESCO-nefndar- innar 1966–1980 og fulltrúi Ís- lands í framkvæmdastjórn UNESCO 1983–1987. Hann var fulltrúi Íslands í stjórnarnefnd um samhæfingu norrænna skólakerfa 1972–1976, og í stjórnarnefnd CERI, Menntarannsóknastöðvar OECD, Efnahags- og framfara- stofnunar í París 1972–1980. Hann var formaður Sálfræðingafélags Íslands 1972–1976, og formaður landsprófsnefndar miðskóla 1967– 1969. Hann starfaði í nefndum sem undirbjuggu löggjöf um grunnskóla 1969–1974, og ýmsum öðrum nefndum um nýskipan menntakerfisins. Andri átti sæti í stjórn hugvísindadeildar Vísinda- sjóðs Íslands 1974–1980 og sat í skólanefnd Skóla Ísaks Jónssonar 1966–1979. Eftir Andra liggur fjöldi greina í blöðum, tímaritum og safnritum um uppeldisfræði, skólamál og fleira. Útför Andra fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Klöru Björk, f. 12.9. 2002. 2) Þór Ísak, véla- og iðnaðarverk- fræðingur í Brook- field í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum, f. 3.8. 1967, kvæntur Sandy Hrovat guð- fræðingi, f. 15.2. 1959, og eiga þau eina dóttur, Krist- jönu Grace, f. 6.2. 1997. 3) Hrund Ólöf, byggingar- og um- hverfisverkfræðing- ur í New York, f. 15.11. 1972. 4) Hjalti Sigurjón, líf- og erfðafræðingur í Reykjavík, f. 22.7. 1978. Andri ólst upp í Auðarstræti 15 í Reykjavík, og á sumrin á Nautabúi og Ingveldarstöðum í Hjaltadal í Skagafirði. Hann lauk stúdents- prófi frá máladeild Menntaskólans í Reykjavík vorið 1958. Hann lauk licence-ès-lettres-prófi í sálfræði (með félagsfræði sem aukagrein) frá Parísarháskóla, Sorbonne, 1965, og MA-prófi í uppeldisfræði frá Kaliforníuháskóla, Berkeley, árið 1970. Hann stundaði síðar framhaldsnám og rannsóknir við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð og Münchenarháskóla í Þýskalandi 1971–1972 og 1978–1979. Andri var skólasálfræðingur við Sál- fræðideild skóla á Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur 1965–1966, sér- fræðingur við skólarannsóknir í menntamálaráðuneytinu 1966– 1968 og deildarstjóri skólarann- sóknadeildar við sama ráðuneyti 1968–1973. Þessi ár var hann jafn- framt stundakennari við Kennara- Hann pabbi er dáinn. Þótt hann hafi verið við slæma heilsu lengi, brá mér við fréttirnar. Hann hresstist svo mikið þegar hann var á spítala fyrr í sumar, og var það mikið áfall að honum skyldi hraka aftur, svona mik- ið og hratt. Ég á margar góðar minningar um pabba frá því ég var lítil. Til dæmis man ég vel eftir því hvað okkur þótti gaman að syngja saman á kvöldin, og tók pabbi stundum sönginn upp á segulband. Ég man líka hvað pabba þótti gaman að taka okkur systkinin í bíltúra til þess að skoða landið, og hvað hann var duglegur að kenna mér kvæði í þessum bíltúrum. Til dæmis lærði ég allt kvæðið „Áfang- ar“ eftir Jón Helgason utan að sem barn í bíltúrum með pabba. Það er engin spurning að ég fékk frá pabba áhugann á ljóðum og á því að syngja mér til gamans. Pabba þótti líka gaman að taka okkur systkinin í göngutúra upp á fjöll og út á frosin vötn á veturna. Hann fór oft með okkur niður að höfn og sýndi okkur skipin, sérstaklega varðskipin þegar þau voru í landi, og gengum við þá oftast út í vita. Mér finnst enn gaman að skoða hafnir, bæði heima á Íslandi og þegar ég er erlendis. Pabba þótti líka gaman að fara með okkur börnin út í sveit, og sýna okkur dýrin og hvernig búskap- ur gengur fyrir sig, og sá til þess með hjálp mömmu sinnar að ég fékk að vera í sveit í Stóru-Sandvík í Flóan- um í fjögur sumur. Pabbi hafði mikinn áhuga á Ink- unum í Perú. Þegar ég var lítil sagði hann okkur systkinunum sögur sem hann bjó til sjálfur um Palla kóng, ferðalög Palla í Perú, og kynni hans af Inkunum. Því miður skrifaði hann þessar sögur aldrei niður, og komst sjálfur aldrei á þessar slóðir til þess að sjá minjar um hina fornu Inka- menningu. Vonandi fæ ég tækifæri til að komast til Perú síðar á ævinni, svo ég geti minnst pabba þar. Pabbi var stoltur af störfum sínum við umbætur í menntamálum, bæði í menntamálaráðuneytinu og háskól- anum hér heima, og líka á alþjóða- vettvangi á vegum UNESCO. Hægt er að lesa um störf hans í bókinni „Brautryðjendur í uppeldis- og menntamálum“ sem kom út á síðasta ári (ritstjórar Börkur Hansen, Jó- hanna Einarsdóttir og Ólafur H. Jó- hannsson). Hann var líka stoltur af því þegar börnin hans stóðu sig vel í skóla, og kom til dæmis til Kaliforníu til þess að halda upp á það með mér þegar ég lauk doktorsnámi. Þegar pabbi vann hjá mennta- málaráðuneytinu sendi mamma mig oft inn til að ná í hann, þegar við sótt- um hann í vinnuna. Ég á eina skemmtilega minningu um slíkan dag. Ég hafði heyrt margar fréttir og umræður um það hverjir fengju ráð- herrastól, og hverjir ekki. Því langaði mig mikið til þess að sjá hvers konar stóll þetta væri sem fólkið var að keppa um, og hafði oft beðið pabba um að sýna mér ráðherrastól. Einu sinni þegar ég kom að sækja pabba í menntamálaráðuneytið tók hann mig á fund menntamálaráðherra, kynnti mig, og spurði hvort ég mætti skoða stólinn hans því mig langaði svo til þess að sjá ráðherrastól. Mennta- málaráðherra (ég held að það hafi verið Vilhjálmur Hjálmarsson) tók þessu bara vel, og ég skoðaði stólinn hans gaumgæfilega, en var samt pínulítið vonsvikin og skildi lítið í því hvers vegna stóllinn var svona eft- irsóttur! Pabbi var mjög fróður og hafði sér- staklega gott minni. Hann vissi mikið um sögu, og var afskaplega góður í því að muna dagsetningar, bæði um forna og nýlega atburði og líka um áfanga í lífi vina sinna og ættingja. Hann hafði góðan skilning á heims- atburðum og var alltaf gaman að ræða við hann um alla heima og geima. Hann glataði heldur aldrei áhuganum á því að læra meira, og þótti til dæmis gaman að ræða um sögu Tékklands við Robin eiginmann minn, sem er þaðan. Því miður eiga börnin mín ekki eft- ir að muna eftir afa sínum eins vel og skyldi því þau eru enn það ung. Dótt- ir mín, hún Klara Björk, er bara tveggja ára gömul og mun sennilega mest muna eftir afa sínum frá mynd- um og umsögnum. En drengurinn minn, hann Gunnar Mísha, er orðinn sex ára gamall, og átti hann gott sam- band við afa sinn. Þegar hann var lít- ill kallaði hann afa sinn alltaf „afi með skegg“ og vildi mikið vera með hon- um. Ég hef líka séð myndir af pabba þegar hann var lítill þar sem hann er sláandi líkur Gunnari Mísha á sama aldri. Pabbi hafði alla tíð sterkar taugar til Skagafjarðar, og átti góðar minn- ingar um sumrin sem hann dvaldi á Ingveldarstöðum í Hjaltadal sem barn með fjölskyldu sinni. Á meðan hann hafði heilsu til fór hann norður á hverju sumri, og fórum við börnin með þar til við uxum úr grasi. Þegar við systkinin fórum saman norður í sumar bað hann sérstaklega um að við tækjum margar myndir af börn- unum, því hann langaði svo til þess að eiga myndir af þeim með fjöllin í Hjaltadal í baksýn. Og þegar hann fékk Eirík Smith til þess að mála portrettmynd af sér á sextugsafmæl- inu, var aðeins tvennt sem hann vildi að tekið væri tillit til: Hann vildi ekki vera mjög fínt klæddur á myndinni og hann vildi láta sjást í fjöllin sín í Skagafirðinum. Hann leit á sig sem Skagfirðing alla ævi, og bað oft og ákveðið um að vera jarðaður fyrir norðan þannig að hann gæti horft á fjöllin sem honum þótti svona vænt um, líka eftir dauðann. Í bókinni „Dagbók barnsins“ eru skráðar ýmsar upplýsingar og minn- ingar um æsku mína. Undir fyrir- sögninni „Hvað pabbi sagði“ stendur eftirfarandi: „Pabbi var úti í Frakk- landi þegar ég fæddist. Hann kom heim þegar ég var 6 daga og flýtti sér upp á fæðingardeild til að skoða mig, og fannst ég vera lík sér og mjög fal- leg. Áður en ég fæddist vildi pabbi frekar strák, en var samt mjög ánægður að fá stelpu, og í lok ágúst sagði hann: „Ég er miklu ánægðari með að hún skuli vera stelpa, af því að hún er svo yndisleg.““ Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um þessi orð. Bless pabbi. Hvíldu í friði. Sigrún Andradóttir. Eftir andlát föður míns, Andra Ís- akssonar, fann Hrund systir dagbók frá yngstu æviárum hans: „Andra- rímur“. Þegar ég opnaði bókina, blasti við mér eftirfarandi texti sem afi minn, Ísak Jónsson, skrifaði: „Febrúar – júní 1943. Skilningur og eftirtekt Andra virðist vera í besta lagi. Hann veitir gestum t.d. mikla at- hygli og man nöfn þeirra. Hann lærir vísur rétt og verður uppvægur ef skakkt er farið með þær. Hann lærði að þekkja nöfn á allmörgum börnum í skólanum.“ Þessi frásögn afa af föður mínum, þriggja ára gömlum, vekur bros á vör. Þessi örstutta lýsing á litlum krakka þykir mér einkennandi fyrir þá eiginleika sem eiga eftir að reyn- ast mér minnisstæðastir um pabba eins og ég þekkti hann. Lýsingin er síðasta innlegg Ísaks og Sigrúnar, foreldra hans, í dagbók ungabarns sem var sýnd svo mikil rækt að ekki vantar einn einasta dag á fyrstu þremur æviárum hans. Þá þegar var persónuleiki hans búinn að skýrast og mótast til frambúðar; þetta er krakki sem ég kannast vel við sem mann og föður, með sömu eiginleika: stálminni, nákvæmni, og unun af skáldskap, eiginleikar sem greinilega voru ekki lengi að vekja athygli á sér. „Andri er óskiljanlega fljótur að læra vísur. Kann nú t.d. „Gæsam- amma gekk af stað“ og Gutta vísurn- ar að miklu leyti. Hefur ánægju að fara með þær.“ Ísak um Andra á öðru aldursári. Frá blautu barnsbeini man ég eftir tilraunum pabba að smita mig af ást sinni á ljóðum. Aldrei gafst hann upp, þrátt fyrir að ég, upprennandi með- limur videó- og internet-kynslóðar- innar, reyndist erfitt viðfangsefni. Var ýmsum brögðum beitt. Sem krakki og unglingur var ég oft settur í herkví þar til kveðskap lauk, og héldu tilraunir hans áfram undir lok- in, þrátt fyrir að vera sárt þjáður á hjartadeild Landspítala, í þeirri von að vekja sömu tilfinningar hjá mér. Einstaka sinnum tókst það og kvikn- aði þá neisti í augum hans – en oftast tjáðu þau vonbrigði þegar ég starði vandræðalega upp í loftið og spurði hvað kvæðið hafi táknað! Og nóg var úrvalið af kvæðum, öll handtæk enda sá gamli stálminnug- ur, og sást á skrifum Ísaks og Sigrún- ar að sá eiginleiki hefur gert vart við sig snemma. Já, pabbi var minnugur mjög – á nöfn, á ártöl, og flestallt að mér fannst. Á meðan ég og flestir leitast við að muna heiti og ártöl lét pabbi sjaldan þar við sitja. Ef atburð- ur var merkilegur að hans mati dugði ekkert minna en nafn þeirra sem áttu í hlut og hverra manna þeir voru, ásamt degi atburðar á árinu og jafn- vel hvaða tíma dags. Ekki fyrir ýkja löngu fannst mér pabbi geta svarað öllu um heiminn og söguna. Ég man að oft fann ég til með erlendum gest- um sem meðlimir fjölskyldunnar áttu til að bjóða heim til að kynna fyrir foreldrunum. Gestir þessir, sem að sjálfsögðu vildu ekki valda hugsan- legum tengdaforeldrum vonbrigðum, lenda svo í þeirri aðstöðu að verið sé að ræða við þá um atburði síns eigin lands, sem þau vita ekki einu sinni að hafi átt sér stað, kinkandi kolli í ör- væntingu! Skyldi pabbi hafa laumast í alfræðiorðabókina til að reka þau á gat? Veit svo sem ekki, en veit þó að ég mun þurfa töluvert meira á þeirri bók að halda núna í hans fjarvist. „Ýmis kennimerki sýndu, að þetta mundi ganga mjög fljótt, og segist Sigrún einnig hafa séð það á svip og athöfnum Helgu ljósmóður. Og jók það henni þrek. Eftir nokkrar mín- útur var hún svæfð og kl. 4.50 fædd- ist drengur. Hann var 3500 g að þyngd og 55 cm á hæð. Var hann nú reifaður og lagður hjá mömmu sinni. Buðum við hann velkominn.“ Ísak Jónsson – 14. nóvember 1939. Hann var kvaddur 6. ágúst 2005, sextíu og fimm ára að aldri, eins og foreldrar hans Ísak og Sigrún. Rím- ur Andra eru nú á enda. Kvæðið um Litlu Jörp var þér kært, megi hún þig í söðli bera… Með söknuði, Hjalti Andrason. Það var árið sem Surtsey reis úr sæ og árið sem Kennedy forseti Bandaríkjanna féll í valinn, að ég hitti Andra Ísaksson í fyrsta sinn. Það var á heimili móður minnar og stjúpa á Háteigsveginum. Ég var kominn þangað til að fara með þeim til Keflavíkurflugvallar og sækja eldri systur mína, sem var að koma heim í jólafrí frá París. Þar var ég kynntur fyrir ungum manni, sem ég kunni engin deili á, en hann ætlaði að verða okkur samferða til Keflavíkur. Stundu síðar biðum við öll fyrir utan hlið tollvarðanna í flugstöðinni þar. Móðir mín fremst, ókunni maðurinn aftastur og ég miðja vegu. Þegar dyrnar loks opnuðust og systir mín birtist, þá flaug hún framhjá móður okkar, stjúpa og mér eins og við vær- um ekki til, upp í fang óþekkta mannsins og kyssti hann að hætti franskra, ákaflega. Mér var þá strax ljóst, að samferðamaður okkar suður með sjó var verðandi mágur minn. Hálfu ári síðar eyddi ég nokkrum vikum með ungu hjónunum í Frakk- landi, þá nýorðinn stúdent. Þar kynntist ég Andra í raun í fyrsta sinn. Kannski lærði ég meira á þeim vikum, en jafnmarga vetur í skóla áð- ur, a.m.k. um ýmsar lífsins lysti- semdir. Næstu áratugina þróuðust tengsl okkar Andra með venjulegum hætti, eins og gengur og gerist í ís- lenskum fjölskyldum, einkum í af- mælisboðum og jólaveislum. Á slík- um stundum var það þjóðfélagsumræðan sem bar hæst, enda Andri mikill áhugamaður á því sviði. Hann tók raunar um hríð virk- an þátt í íslensku stjórnmálabarátt- unni. Var þá, eins og fyrr og síðar, traustur félagshyggjumaður. Hann var maður meginreglnanna og setti manngildi ofar þjóðarvélum. En hann var skamma stund virkur á þessu sviði, var kannski of viðkvæm- ur og heiðarlegur til að taka þátt í þeim slag. En áhuginn hélst óbreytt- ur, einkum í heimsmálunum. Voru þau lengi aðal umræðuefnið er við mágar hittumst. Þótt Andri væri sálfræðingur að mennt, skólafrömuður og síðar pró- fessor í uppeldisfræði ræddum við sjaldan þau mál. Ræddum ekki held- ur heilbrigðismál þótt ég væri lækn- ir. Raunar forðuðumst við búksorgir. Ræddum frekar búsorgirnar. Heil- brigt líferni, líkamsrækt og hollt mataræði voru heiti sem fundust ekki í orðaforða okkar. Matvæla- fræði var aldrei nefnd á nafn, stund- um matfælafræði. En Andri hafði mikinn áhuga á íþróttum, þótt hann sjálfur iðkaði þær lítt. Það var keppn- isandi hans sem vakti þennan áhuga. Þó stundaði hann um hríð leikfimi með samkennurum sínum, en aðal- lega til að þjálfa tunguna og liðka hamarinn, steðjann og ístaðið. Fjall- göngur fór hann til að glíma við New- ton og vegna útsýnisins, jafnvel í þoku og rigningu. Gönguferðir á lág- lendi til að snerta Fjallkonuna og finna mjúka hönd þeysins við vanga. Þetta áttum við mágar sameiginlegt, en síðasta áratuginn var það þó ljóðið sem var límið sem batt okkur traust- ustu vináttuböndunum. Andri hafði ótrúlega gott minni. Hann gat tekið til orða eitthvað þessu líkt: „Þegar ég hitti Kára Einarsson vin minn frá Kaldrananesi í Mýrdal, 23. júní 1961 á Laugaveginum fyrir utan verslunina Brynju, mig minnir kl. 14.30 …“ Andri kunni þess vegna mörg ljóð og vísur utan að, enda líka mjög ljóðelskur líkt og móðir hans hafði verið. Hann bar mikinn kær- leika til hennar. Hún var eitt af stóru ljóðunum sem Andri kunni. Það var löngum vani Andra, þegar hann heimsótti mig, að skrifa ljóð eða vísu í gestabókina í kveðjuskyni, m.a. ljóðið „Er hnígur sól“, sem er birt hér í lok greinar þessarar. Með öðru ljóði, eft- ir skáld sem skóp myndir með tungu- málinu, vakti Andri upp lítinn neista, sem hafði legið í dvala í fjóra áratugi í brjósti vinar hans, og varð að litlum loga. Þetta á ég mági mínum að þakka. Höfum við þess vegna átt marga ánægjustundina saman yfir skáldamiðinum, fyrir utan aðrar skeggræður og granagleði. Andri starfaði um árabil hjá UNESCO, fyrst sem fulltrúi Íslands á Norðurlöndum, síðan starfaði hann í New York í 4 ár og að lokum í París í 7 ár eða til 1999. Starfsins vegna ferðaðist hann mikið um heiminn og kynntist fólki af ólíkasta þjóðerni. Hann varð heimsmaður og menning- arheimur hans varð litríkur, enda sjálfur sælkeri á listir og lífsins lysti- semdir. Franski lífstíllinn var þó mest áberandi hjá Íslendingnum Andra. Hann varð þannig hnattrænn á sinn hátt á undan mörgum sam- löndum sínum. Hann hafði nægan mátt og metnað að bera heimslíkan sitt á herðunum, líkt og Atlas, en hann átti sér æðri ósk. Því að römm var sú taug, sem vildi draga hann norður í Hjaltadal, ekki á þann stað sem biskupar sátu forðum, heldur heim að Yngveldarstöðum þar sem rætur móður hans lágu. Að njóta kyrrðar íslensks afdals á hjara ver- ANDRI ÍSAKSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.