Morgunblaðið - 18.08.2005, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 18.08.2005, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 43 MENNING Er löggiltur fasteignasali a› selja eignina flína? sími 530 6500fax 530 6505www.heimili.isSkipholti 29A105 Reykjavík opi› mánudagatil föstudaga 9-17 Hjá Heimili fasteignasölu starfa fjórir löggiltir fasteignasalar sem hafa áralanga reynslu af fasteigna- vi›skiptum. fia› er flví löggiltur fasteignasali sem heldur utan um allt ferli›, allt frá flví eignin er sko›u› og flar til afsal er undirrita›. Metna›ur okkar á Heimili er a› vi›hafa vöndu› og fagleg vinnu- brög› sem tryggja flér besta ver›i› og ábyrga fljónustu í samræmi vi› flau lög og reglur sem gilda um fasteignavi›skipti. Finbogi Hilmarsson lögg. Fasteignasali Einar Gu›mundsson lögg. Fasteignasali Anney Bæringsdóttir lögg. Fasteignasali Bogi Pétursson lögg. Fasteignasali Hafdís Björnsdóttir Ritari Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hdl. og lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS frá kl. 21:00-22:00 í kvöld, fimmtudaginn 18. ágúst. Langholtsvegur 99 -4ra herbergja -bílskúr Falleg og björt 113,8 fm 4ra herbergja jarðhæð, lítið niðurgrafin, þar af 28 fm bílskúr, í mjög snyrtilegu þríbýlishúsi við Langholtsveg. Sérinngangur er í íbúðina. Baðherbergið er flísalagt alveg upp í loft, hornbaðkar og handklæðaofn. Dren-, skólp-, rafmagns- og vatnslagnir eru allar nýjar. Hiti í gólfum. Nýjar hurðir í allri íbúðinni. Ekkert gólfefni er á íbúðinni vegna framkvæmda. Stutt í skóla, leikskóla og alla þjónustu. Sveinbjörg frá Húsalind sýnir húsið í kvöld kl. 21:00-22:00. Ásett verð 21,5 millj. Salou Súpersól 26. ágúst og 2. sept. frá kr. 24.995 Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri • sími 461 1099 • www.terranova.is Terra Nova býður síðustu sætin til Salou í ágúst á ótrúlegum kjörum. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Salou skartar stórkostlegum ströndum, fjölbreyttri afþreyingu og litríku næturlífi. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 34.990 í 5 daga kr. 44.990 í 12 daga M.v. 2 fullorðna. Súpersól tilboð, 26. ágúst og 2. sept. Netverð á mann. - SPENNANDI VALKOSTUR Kr. 24.995 í 5 daga kr. 34.995 í 12 daga M.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól tilboð, 26. ágúst og 2. sept. Netverð á mann. REYKVÍSKA listaleikhúsið stendur í kvöld fyrir umræðu- fundi í framhaldi af leikritinu Penetreitor sem sýnt hefur ver- ið í Klink og Bank undanfarið. Fundurinn er hluti af verkefni sem styrkt er af Nýsköp- unarsjóði námsmanna og unnið í samstarfi við Hugarafl og fjallar um geðræn vandamál og ýmis vandamál samfélagsins. Á fundinum koma saman fag- menn og aðrir sem láta sig mál- efnið varða en fundurinn er öll- um opinn og hefst kl. 20. Rætt um geð- ræn vandamál FJÖLBREYTT djassdagskrá hefur verið á Listasumri á Akureyri. Nú fer sumri að ljúka og hinn rómaði danski saxófónleikari Benjamin Koppel og landi hans, trommuleikarinn Alex Riel, og sænski bassaleikarinn Thommy Andersson eru komnir til að spila með Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara. Benjamin fyrrnefndur hefur tvívegis verið til- nefndur til Grammy-verðlauna og verið valinn besti er- lendi djassleikarinn í Bandaríkjunum. Jazzklúbbur Akureyrar stendur fyrir fimmtudags- tónleikum sumarsins og hefur gert í 10 ár. Haldnir hafa verið yfir 100 tónleikar á þeim tíma og allt að fjögur hundruð tónlistarmenn troðið upp. Tónleikar Benjamins Koppel og félaga verða í Ket- ilhúsinu og hefjast kl. 21.30. Djassað á Akureyri Benjamin Koppel á fimmtudegi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins NÝSJÁLENSKA djasssöngkonan Hattie St John er komin til landsins öðru sinni og hefur með sér hinn þýska Andreas Kersthold píanóleik- ara og fær liðsinni Tómasar R. Ein- arssonar og Péturs Grétarssonar á þrennum tónleikum. Hattie byrjaði söngferil sinn 16 ára gömul en gerði ung hlé á söngnum til að sinna húsmóðurhlutverkinu. Loks söðlaði hún um, ferðaðist yfir hálfan hnöttinn, og hefur síðustu árin verið búsett í Berlín og sungið djass vítt og breitt en plata hennar var í fyrra til- nefnd sem djassplata ársins á Nýja- Sjálandi. Leiðir Hattie og Andreasar lágu saman í Berlín fyrir sjö árum. Hann er ein af fremstu píanóleikurum djass-senunnar í Berlín, eins og Hat- tie kemst að orði, og fór kornungur að spila með djasshljómsveitum í banda- rískum herstöðvum í Þýskalandi. Samstarfið hefur borið góðan ávöxt en kvartett Hattie og Andreasar vann t.a.m. til fjölda verðlauna á djasshátíð Berlínar í fyrra. Hattie er stórhrifin af Íslandi en hún kom hingað fyrir nokkrum árum og söng á völdum stöðum: „Það felst í því viss fegurð að vera eins langt frá Nýja-Sjálandi og hægt er. Eftir að ég kom hingað á sínum tíma hef ég aldr- ei hætt að hugsa um Ísland – þetta er mjög heillandi staður og minnir mig á vissan hátt á heimaslóðirnar.“ Upp, upp mín sál Það leynir sér ekki að hún er díva, hún Hattie: mikil kona með kröftug- an svip ekta raunaleg djass-augu og yfirvegað fas. Ég spyr hana um tón- listarupplifunina sem fólk má eiga von á: „Þegar ég syng finnst mér ég vera leiðari sem stungið hefur verið í samband við einhverja alheims-orku sem ég síðan veiti út til áhorfendanna og lyfti anda þeirra.“ Andreas segir: „Ég reyni að lifa í hita augnabliksins. Tónlistin hjálpar mér að frelsa sálina og sálin vex með tónlistinni. Það er reynsla sem ég vil deila með fólki. Tónlistin hefur kennt mér allt um lífið og ég vil, þegar ég spila, deila því sem ég hef lært.“ Og Hattie bætir við: „Tónlist er samræða milli tónlistarmannanna. Við höfum séð það á æfingunum með Tómasi og Pétri að þetta eiga eftir að verða ansi áhugaverðar samræður hjá okkur.“ Hattie St John og Andreas Kersthold með þrenna tónleika Djassdívan frá Nýja-Sjálandi Tónleikar Hattie St John og félaga verða í kvöld á Hótel Nordica, 21. ágúst í Þjóðleikhúskjallaranum og 24. ágúst á Grand Rokk. Tónleik- arnir hefjast allir kl. 22. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Andreas Kersthold píanóleikari og Hattie St John söngkona. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.