Morgunblaðið - 18.08.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 18.08.2005, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi ÁSTAND eldvarna á dvalarheim- ilum fyrir aldraða er slæmt eða óviðunandi í tveimur af hverjum tíu byggingum samkvæmt ein- kunnakerfi Brunamálastofnunar en ástand eldvarna í leikskólum er talið slæmt í einni af hverjum tíu byggingum. Ástand eldvarna á dvalarheimilum fyrir aldraða er hins vegar talið sæmilegt eða ágætt í átta af hverjum tíu bygg- ingum og ástand eldvarna í leik- skólum sæmilegt eða ágætt í tæp- lega níu af hverjum tíu byggingum. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrslu Brunamálastofnunar fyrir árið 2004 en ekkert öldrunar- heimili og enginn leikskóli taldist hafa framúrskarandi brunavarnir samkvæmt einkunnakerfinu. Þar segir jafnframt að í flestum tilfell- um, þegar byggingar fengu ein- kunnina slæmt, ætti að vera auð- velt að lagfæra þau atriði sem voru ekki í lagi. Ástandið hefur farið batnandi Dr. Björn Karlsson, brunamála- stjóri, segir að ástand brunavarna dvalarheimila og leikskóla hafi far- ið batnandi undanfarin ár en engu að síður hafi menn vissar áhyggjur enda sé um viðkvæma starfsemi að ræða. „Það er ljóst að tuttugu prósent af dvalarheimilum fyrir aldraða eru með slæmar eða óviðunandi brunavarnir og það er ekki ásætt- anlegt,“ segir Björn. Í ársskýrslu Brunamálastofnun- ar segir að tilgangur úttekta Brunamálastofnunar sé fyrst og fremst að fylgjast með þróun mála á milli ára og það kerfi sem notað sé til einkunnagjafar verði því að vera einfalt og byggjast á gildandi byggingareglugerð. Björn bendir þó á að kerfinu sé ætlað að gefa raunhæfa mynd af ástandinu eins og það er í dag. Aðspurður segir Björn að bygg- ingar sem hafi þótt slæmar að mati stofnunarinnar geti verið löglegar samkvæmt eldri byggingareglu- gerð. Í því sambandi bendir hann á að það hafi ekki tíðkast að bygg- ingareglugerðir séu afturvirkar hér á landi. „Einn af hverjum tíu leikskólum hlýtur einkunnina slæmt en að sjálfsögðu eigum við að stefna á núllið í þessum efnum en það ber að taka fram að ástand- ið hefur batnað hin seinni ár.“ Slæmar brunavarnir á mörgum dvalarheimilum Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is  Slæmt en fer batnandi | 8 ÍSLAND vann glæsilegan sigur á Suður-Afríku, 4:1, í vináttulandsleik í knattspyrnu á Laug- ardalsvellinum í gærkvöld. Grétar Rafn Steins- son, Arnar Þór Viðarsson, Heiðar Helguson og Veigar Páll Gunnarsson skoruðu mörkin og sigur íslenska liðsins, gegn mótherjum sem eru 56 sætum fyrir ofan þá á heimslistanum, var síst of stór. | Íþróttir Morgunblaðið/ÞÖK Arnar Þór Viðarsson fagnar fyrsta marki sínu fyrir A-landslið Íslands en hann kom Íslendingum í 2:1 undir lok fyrri hálfleiks. Fyrir aftan hann takast Eiður Smári Guðjohnsen og Kári Árnason í hendur. Glæsilegur sigur Íslendinga FULLTRÚARÁÐ Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að fela stjórn fulltrúaráðsins að móta hug- myndir um hvernig standa skuli að fram- boðsmálum Samfylkingarinnar í borginni og leggja þær fyrir fulltrúaráðsfund í september. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði á það áherslu í samtali við Morgunblaðið að R-listinn muni starfa út kjörtímabilið og menn treysti því að fólk vinni af fullum heilindum. „Fundarmönnum finnst eft- irsjá að Reykjavíkurlistanum og tilkoma hans hafi verið mjög merkilegur pólitísk- ur atburður, sem markaði ákveðin þátta- skil í íslenskum stjórnmálum. En vinstri- grænir eru búnir að hafna þessu kosn- ingabandalagi og það er sú staðreynd sem við vinnum út frá. En það er ekki vandamál að berjast ein. Þessum kafla er einfaldlega lokið og hann var ágætur. Nú tekur við nýr. Það eru ótal mörg tæki- færi í þeirri stöðu sem er uppi. Við þess- ar aðstæður er eðlilegast að gera ráð fyr- ir að Samfylkingin bjóði fram undir eigin merkjum, nema annað komi til. Við vilj- um fyrst og fremst tryggja að félagsleg sjónarmið verði áfram leidd til öndvegis í borginni.“ Aðspurð sagði hún engar við- ræður við aðra flokka um hugsanlegt kosningabandalag í næstu kosningum standa yfir. Erum alveg opin Páll Halldórsson, formaður fulltrúa- ráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að aðaláherslan verði lögð á gerð mál- efnasamnings næstu vikur. „Það verður líklegast um að ræða hreint Samfylk- ingarframboð en við erum alveg opin, og þá erum við líka að hugsa um mögu- leikann á aðkomu óháðra,“ segir Páll. Í samþykkt fundarins segir m.a.: „Sam- fylkingin í Reykjavík er staðráðin í að blása til nýrrar sóknar og mun stuðla að því að borgarbúum bjóðist skýr valkostur í næstu borgarstjórnarkosningum.“ Um 100 manns voru á fundinum. „Ekki vandamál að berjast ein“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, lesa samþykkt fundarins. ÞRIGGJA ára barn féll úr nokkurra metra hæð niður á steinsteypt hlöðugólf á bæ í Staðarsveit á Snæfellsnesi í gær. Neyðarlínu var tilkynnt um slysið um kl. 23 og var læknir og sjúkrabíll þegar send- ur á staðinn. Barnið reyndist slasað á höfði og var þyrla landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, send af stað til að sækja barnið. Ekki var ljóst hversu alvarlega barnið er slasað þegar Morgunblaðið fór í prentun. TF-LÍF fór beint á Snæfellsnesið úr öðru útkalli, en þyrlan hafði fyrr um kvöldið sótt karlmann á sjötugsaldri að Kringilsárrana, norðan við Brúarjökul í Vatnajökli, en hann kvartaði yfir hjart- sláttartruflunum. Þriggja ára barn féll í hlöðu VEGAGERÐIN hefur sett útboð vegna Héð- insfjarðarganga á yfirlit yfir fyrirhuguð útboð á árinu. Að sögn Jóns Rögnvaldssonar vegamála- stjóra hafa dagsetningar fyrirhugaðs útboðs ekki verið ákveðnar en um langt ferli er að ræða, þar sem auglýsa þarf forval verktaka í öll- um EES-löndunum. Jón segir að auglýsing á forvalinu verði hugsanlega birt í september eða október. Í framhaldi af því verða gögn afhent fyrir áramót. Hann á þó síður von á að takast muni að velja verktaka úr forvalinu fyrr en eftir áramót. „Við gerum síðan ráð fyrir því að tilboð liggi fyrir á fyrri hluta næsta árs og framkvæmdir hefjist á næsta ári. Í gögnunum verður vænt- anlega ákvæði um að verkinu verði lokið fyrir áramótin 2009/2010,“ segir hann. Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng höfðu verið boðnar út á sínum tíma þegar stjórnvöld ákváðu að slá þeim á frest fyrir um tveimur ár- um, m.a. vegna ótta við þenslu af álvers- og virkjunarframkvæmdum á Austurlandi. Var kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar þá í kring- um sex milljarðar króna. Er hönnun og lega ganganna óbreytt, þ.e. úr Siglufirði yfir í Héð- insfjörð og þaðan yfir í Ólafsfjörð. Forval í EES-löndum í haust HAGNAÐUR af starfsemi FL Group á fyrri helmingi ársins nam 2,3 milljörðum króna fyrir tekju- skatt, samkvæmt frétt frá félaginu. Á sama tímabili á síðasta ári nam hagnaður félagsins 148 milljónum króna og er því um tæplega 2,2 milljarða króna afkomubata að ræða. Jafngildir það 1.450%. Afkoma hefur aldrei verið meiri á fyrri hluta árs í sögu félagsins og er ástæðan sögð góður árangur af fjárfestingarstarfsemi félagsins. Rekstrartekjur samstæðunnar á fyrri helmingi ársins námu 20,1 milljarði króna og hækkuðu um 6,4% frá sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld voru 20,7 milljarðar og hækkuðu um 8,8% á milli ára. Þannig var 600 milljóna króna halli á sjálfum rekstri samstæðunnar. Eignir í lok tímabilsins námu 69,5 milljörðum og jukust um 26 milljarða, 60%, frá lokum sl.árs. Methagn- aður hjá FL Group TÆPAR 65 milljónir manna lásu íslenska fréttatilkynningu, en al- mannatengslafyrirtækið KOM – Kynning og markaður, sendi völd- um vefmiðlum vestan hafs tilkynn- inguna í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Plexus Consulting. Til- kynningin var á vegum Íslenskrar getspár og bandaríska fyrirtækis- ins Scientific Games, og kallaði upplýsingaskylda bandaríska fjár- málamarkaðarins á kynningu í þessu tilfelli, að sögn Óla Jóns Jónssonar hjá KOM. 65 milljónir skoðuðu frétt  Náði til | B1 ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.