Morgunblaðið - 20.08.2005, Page 1

Morgunblaðið - 20.08.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 223. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Teflt með tónum Músík og manntafli blandað saman í Lækjargötu Menning Lesbók | Sjálfvirk viðbrögð  Leit útgefandans að metsölubók- inni Börn | Ævintýri  Þrautir  Myndasögur Íþróttir | FH-Valur  Chelsea-Arsenal  Kvennalandsliðið mætir Hvít-Rússum Angleton. AP. | Kviðdómur í Texas komst í gær að þeirri niðurstöðu að lyfjafyrirtækið Merck og Co. bæri ábyrgð á dauða manns sem notaði verkjalyfið Vioxx, sem í eina tíð naut mikilla vinsælda, en var tekið úr um- ferð vegna vísbendinga um að neysla þess yki líkur á hjartaáfalli. Voru ekkju mannsins, Roberts Ernsts, dæmdar bætur upp á 253,4 milljónir Bandaríkjadala, um 16 millj- arða ísl. kr. Vel hefur verið fylgst með þessu máli vestra enda þótti það geta gefið tóninn varðandi málsóknir á hendur Merck og Co. annars staðar; en alls bíða 4.200 mál þess að verða tekin fyrir dóm víðs vegar í Bandaríkjun- um. Þá hafa mál á hendur Merck og Co. verið höfðuð í Kanada, Evrópu, Bras- ilíu, Ástralíu og Ísrael. Leitt hefur verið getum að því að rekja megi tæp- lega 30 þúsund dauðsföll til lyfsins frá því að það var leyft árið 1999. AP Carol Ernst brast í grát er dómurinn var kveðinn upp í Texas í gær. Lyfjarisinn Merck dæmd- ur ábyrgur MENNINGARNÓTT í Reykjavík er sennilega eina nóttin sem hefst að degi til á Íslandi. Dag- skráin verður formlega opnuð kl. 11 með ávarpi borgarstjóra sem um leið setur skemmtiskokkið í Reykjavíkurmaraþoninu. Sif Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri Menning- arnætur, segir að hátt í þrjú hundruð við- burðir verði í miðborginni. Gestir geta heim- sótt draugahús, hlýtt á fiðluleik af svölum, fylgst með sérkennilegum manntaflsgjörningi á útitaflinu og jafnvel fjárfest í hlutabréfum kærleikans. Ítarleg dagskrá Menningarnætur fylgdi Morgunblaðinu í gær en hana má einnig nálgast í gegnum vefsíðu Reykjavíkurborgar: http://www.reykjavik.is. Morgunblaðið/ÞÖK Íslenski dansflokkurinn tók lokaæfingu í aðalútibúi Landsbankans í gærkvöld en dansflokkurinn verður með sýningu þar í dag kl. 18.30. Nóttin sem hófst að morgni ÆTTINGJAR Brasilíumannsins sem lögreglumenn skutu til bana í jarðlest í London segja hann hafa verið „myrtan á leið til vinnu sinnar“. Þeir krefjast þess að yfirmaður lögreglunnar segi af sér og að þeir sem beri ábyrgð á dauða hans verði sóttir til saka. Fjölskyldan sakar yfirmann lögregl- unnar í London, Ian Blair, um að hafa logið til um hvernig og hvers vegna at- burðinn bar að, hann hafi reynt að leyna staðreyndum og reynt að koma í veg fyrir óháða rannsókn á málinu. Blair „hafnar algjörlega“ ásökunum fjölskyldunnar og segir margar staðhæf- ingar sem deilur standi um aldrei hafa komið frá lögreglunni. Aldrei leiðrétti lögreglan þó þær yfirlýsingar og stað- hæfingar sem henni voru eignaðar. Jean Charles de Menezes var skotinn til bana 22. júlí því lög- reglumenn grunuðu hann um að ætla að fremja sjálfsmorðs- sprengjuárás. Brasilískir rann- sóknarmenn koma til London í næstu viku til að ræða við rann- sóknarnefnd lögreglunnar um misvísandi upplýsingar um dauða Menezes. Skýrslu nefndarinnar var lekið í fjöl- miðla í vikunni, en samkvæmt henni er vitnisburður sjónarvotta annar en lög- reglunnar. Einnig segir þar að lögreglan hafi lagst gegn rannsókn á atburðinum. Vissu að hann væri saklaus Alessandro Pereira, frændi Menezes, sagði í viðtali við breska útvarpið, BBC, í gær að í þrjár vikur hefði fjölskyldan þurft að hlusta á hverja lygina á fætur annarri um það hvernig dauða hans bar að. Sagðist hann óska þess að Ian Blair mætti heyra hvernig skýringar hans hefðu hljómað í eyrum foreldra Menezes. Lögreglan hefði vitað að hann var sak- laus, en samt hefði fjölskyldan verið látin þjást. „Þeir drápu Jean og lugu svo til um það,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Fjölskyldu minnar vegna, fyrir íbúa London, í nafni Jean segi ég að þeir sem bera ábyrgð á þessu ættu að segja af sér. Ian Blair ætti að segja af sér.“ Blair segir hins vegar ekki koma til greina að hann segi af sér. „Maður verð- ur augljóslega að taka mark á skoðunum fólks, en ég tel að sá stuðningur sem ég og lögreglan í London njótum meðal al- mennings vegi þyngra en þessir tilteknu atburðir,“ sagði hann. Segja að Menezes hafi verið myrtur Fjölskyldan krefst afsagnar yfirmanns lögreglunnar í London Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur jse@mbl.is Alessandro Pereira „ÉG ER stundum allt of varkár og missi þá kannski af gulli og gimsteinum af því að ég er að passa mig of mikið – það er gott að láta vaða stundum,“ segir Björk Guðmundsdóttir í samtali við Árna Matthías- son í Lesbók Morgunblaðs- ins í dag. Fyrir stuttu kom út plata með úrvali tónlistar Bjarkar Guðmundsdóttur við kvikmynd Matthews Barneys, Drawing Re- straint 9. Í viðtalinu segir Björk frá tónsmíðunum og samstarfinu við Barney, en hún samdi og tók upp hálf- an þriðja tíma af tónlist á aðeins sex mánuðum. Hún segir að vinnan hafi verið lærdómsrík, það hafi verið henni gagnlegt að vinna undir svo mikilli pressu og fyrir vikið hafi hún prófað ýmislegt sem henni hefði ekki dottið í hug annars. Tónlistin í myndinni hef- ur á sér japanskt svipmót og Björk segir að við samn- ingu hennar hafi hún ekki síst notið góðs af því að sem unglingur sökkti hún sér í zen-fræði og lá yfir shakuhachi-tónlist. „Mér fannst ég geta gert þetta verkefni heiðarlega enda er Japan fyrir mér öðru vísi en önnur lönd, mér finnst það eins og það sé ákveðinn hluti af mér frá því ég var átján ára göm- ul,“ segir hún. Það er gott að láta vaða stundum Lesbók, Börn og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.