Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MOUNIR al-Motassadeq, 31 árs marokkóskur maður, var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi í Þýska- landi fyrir að eiga aðild að hryðju- verkasamtökum. Al-Motassadeq hafði einnig verið kærður fyrir að hafa átt þátt í morðum, vegna meintrar þátttöku hans í skipu- lagningu árásanna á Bandaríkin 11. september 2001, en dómararnir sögðu í gær, að ekki væri hægt að sanna aðild hans að árásunum. „Heildarmyndin sýnir að hinn ákærði er meðlimur í hryðjuverka- samtökum, en ekki að hann sé vit- orðsmaður í morðunum 11. sept- ember,“ sagði Ernst-Rainer Schudt, yfirdómari í Hamborg. Al-Motassadeq var dæmdur fyr- ir aðild að hryðjuverkastarfsemi árið 2003 en dómnum var hnekkt á æðra dómstigi og í kjölfarið var farið fram á að ný réttarhöld yrðu haldin yfir honum. Ný gögn voru lögð fram í þeim, þar á meðal brot úr viðtölum við meðlimi al-Qaeda sem bandarísk stjórnvöld útveg- uðu. BBC greinir frá því að Schudt dómari gagnrýni bandarísk stjórn- völd fyrir að hafa ekki veitt þeim aðgang að ítarlegri gögnum. Til dæmis hefði dómstóllinn sjálfur viljað beina spurningum til al- Qaeda meðlimanna í stað þess að fá send umrædd brot úr viðtölum við þá, enda hefðu þessi brot ekki veitt „fullnægjandi sönnun,“ eins og Schudt orðaði það. Al-Motassadeq ólst upp Mar- okkó en flutti til Þýskalands árið 1993 og innritaðist í Tækniháskól- ann í Hamborg. Þar kynntist hann Egyptanum Mohammed Atta, sem átti síðar eftir að verða leiðtogi hryðjuverkahópsins sem framdi árásirnar 11. september, og fleiri mönnum úr þeirra hópi. Rekja má tengsl Al-Motassadeq við þessa menn og sýna gögn að hann hafi millifært peninga fyrir þá þegar þeir voru við flugþjálfun í Banda- ríkjunum og einnig að hann hafi sótt þjálfunarbúðir á vegum al- Qaeda árið 2000. Þá leigði hann íbúð með Ramzi Binalshibh, sem er talinn vera einn af hæst settu með- limum al-Qaeda. Al-Motassadeq hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og segist ekkert hafa vitað af árásunum í New York og Washington áður en þær áttu sér stað, þrátt fyrir kynni sín af hryðjuverkamönnunum. Sjö ára fangelsi fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum Ekki hægt að sanna aðild al-Motassadeq að árásunum 11. september Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is Reuters Marokkómaðurinn Mounir Al- Motassadeq við dómshúsið í Hamborg í gær. sjálfur haft frumkvæði að heimsókn- inni. Paul Spiegel, leiðtogi gyðinga í Þýskalandi, sagðist hafa verið afar hrifinn af ræðu páfans. „Ég var Köln. AP, AFP. | Benedikt XVI páfi fór í gær hörðum orðum um þá „ólýsanlegu glæpi“ sem framdir voru í helför gyðinga í síðari heims- styrjöldinni í erindi sem hann hélt í samkunduhúsi gyðinga í Köln í Þýskalandi. Benedikt er aðeins ann- ar páfinn í sögunni sem kemur inn í slík húsakynni. Baðst páfi m.a. fyrir við minnismerki um gyðingaofsókn- ir nasista á árum síðari heimsstyrj- aldar og galt í erindi sínu varhug við vaxandi gyðingahatri í samtím- anum. Ávarp Benedikts páfa fékk góðar undirtektir meðal gyðinga í Þýska- landi. Hann ólst sjálfur upp í Þýska- landi nasismans en kallaði þau ár í ræðu sinni „svartasta tímabilið í sögu Þýskalands og Evrópu allrar“. Benedikt vék ekki að sinni per- sónulegu fortíð í þessu samhengi, en hann var sjálfur skráður „óviljugur“ í Hitlers-æskuna, ungliðasveitir nas- ista, sem barn. Síðar meir þjónaði hann í þýska hernum en gerðist lið- hlaupi áður en yfir lauk. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður páfagarðs, sagði heimsóknina í sam- kunduhúsið í gær afar sögulega; sökum þess að um væri að ræða þýskan páfa, sem væri í sinni fyrstu opinberu heimsókn erlendis. Þá skipti ekki síst máli að hann hefði djúpt snortinn af því sem hann sagði og hvernig hann sagði það. Hann fordæmdi glæpi nasista án nokk- urra vífillengja,“ sagði hann. Heimsókn Benedikts til Kölnar tengist World Youth Day, árlegum hátíðahöldum kaþólskra ungmenna frá öllum heimshornum, en talið er að um 400.000 ungmenni frá 197 löndum séu nú stödd í Köln. Varaði við vaxandi gyðingahatri Reuters Benedikt XVI páfi veifar til kaþólskra ungmenna í gær eftir að hafa flutt ávarp í samkunduhúsi gyðinga í Köln. Berlín. AP. | Þýska stjórnarandstaðan hefur mun meira fylgi en flokkur Gerhards Schröders, kanslara, þrátt fyrir bakslag það sem hlaust eftir óvarleg ummæli eins af for- ystumönnum hennar, Edmund Stoibers, ný- verið. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoð- anakönnunar. Kemur þar fram að Jafnaðarmannaflokk- ur (SPD), flokkur Schröders, hefur 29% fylgi nú, þegar aðeins mánuður er til kosn- inga. Flokkur kristilegra demókrata (CDU) undir forystu Angelu Merkel og systur- flokkur hans í Bæjaralandi (CSU), fengju 43% atkvæða yrði gengið til kosninga nú. Hefur fylgi stjórnarandstöðunnar aukist um eitt prósentustig frá síðustu könnun. Þrátt fyrir að fylgi stjórnarandstöðunnar virðist ekki hafa hlotið varanlegan skaða af ummælum Edmunds Stoiber, leiðtoga CSU í Bæjaralandi, kemur í ljós að vinsældir Stoi- bers sjálfs hafa dalað. Féll hann úr sjötta sæti í það áttunda á lista yfir „mikilvægustu stjórnmálamenn Þýskalands“, en ummæli hans voru á þann veg að hann efaðist um gáfnafar kjósenda í austurhluta landsins. Merkel með örugga forystu Reuters Gerhard Schröder sparkar í tuðru á fótbolta- móti þýskra barna í Steglitz-Zehlendorf. Er þetta liður í kosningabaráttu hans. Canberra. AFP. AP. | Starfsmenn í ástralska þinginu mega, sam- kvæmt úrskurði sem John Howard forsætis- ráðherra felldi í gær, eft- ir sem áður nota hið kumpánlega ástralska ávarp „mate“ innan veggja þinghússins. Á fimmtudag gerðust þeir atburðir að háttsettur embættismaður kom á banni við því að öryggisverðir og annað starfsfólk þingsins kallaði þingmenn og gesti sem koma í þinghúsið, „mate“. Hillary Penfold, skrifstofustjóri í ástralska þinginu, sagði að banninu hafi verið ætlað að koma í veg fyrir að starfsfólk þingsins móðgaði ekki gesti sem þangað kæmu. Bannið vakti mikla og víðtæka reiði og sólarhring eftir að því var komið á til- kynnti Howard að slík regla væri „fárán- leg“ og hún skyldi afnumin hið snarasta. Í viðtali við ástralska ríkisútvarpið sagði forsætisráðherrann að í málum af þessu tagi væri samhengið ætíð mikilvægt og þess vegna væri „ógerlegt og fáránlegt“ að setja slíka reglu. „Við sumar kringumstæður er form- legra ávarp við hæfi,“ sagði hann en benti á að stundum gætu samræður hafist á því að fólk kallaði hvort annað „herra“ eða „frú“, einkum þegar það væri að talast við í fyrsta sinn. „En svo þegar samræðurnar verða kumpánlegri þá endar maður kannski á því að kalla viðkomandi „mate“. Sjálfur notar Howard ávarpið gjarnan og komst meðal annars í fréttir þegar hann kallaði George W. Bush Bandaríkjaforseta „mate“. Bob Hawke, fyrrum forsætisráðherra, tjáði sig einnig um málið við ástralska rík- isútvarpið og sagði bannið „formlegheit“ sem væru komin út í „tóma vitleysu“. Hawke sagði að sjálfum þætti sér hugtakið afar gagnlegt og að það kæmi „manni út úr alls konar vandræðalegum aðstæðum. Það felur í sér þægilegt hlutleysi. Ég á við, það felur ekki í sér nánd, og sýnir ákveðna virðingu. Ég tel að þetta sé eitt af stórkost- legri orðum okkar,“ sagði Hawke í samtali við fjölmiðlamenn. Ekkert athugavert við kumpánlega kveðju John Howard Colombo. AP. | Skæruliðar Tamíl-tígra hafa fallist á að hefja viðræður við stjórn- völd í Sri Lanka um að skoða skilmála vopnahléssamkomulags sem komið var á í landinu árið 2002. Tamíl-tígrarnir hafa „samþykkt að ræða vopnahléssamkomulagið við stjórn- völd í Sri Lanka,“ sagði Tom Knappskog, talsmaður norska sendiráðsins en Norð- menn hafa reynt að miðla málum milli skæruliðanna og stjórnvalda. Hann bætti því við að hvorki væri búið að ákveða hvar né hvenær viðræðurnar yrðu haldnar. Á vefsíðu sem tengist tamíl-tígrum er haft eftir Anton Balsingham, einum helsta samningamanni þeirra, að tígrarn- ir hafi ákveðið að „taka þátt í að fara yfir hvernig staðið hefði verið að því að koma vopnahléssamkomulaginu á“. Þetta yrði gert „í þeim tilgangi að finna lausnir sem tryggja að báðir aðilar hlíti því“. Einnig er haft eftir Balsingham að viðræðurnar verði haldnar í Osló innan fáeinna vikna. Tígrarnir samþykkja viðræður Ilulissat. AFP. | Grænlendingar ætla að binda enda á deilur við Kanada- menn um yfirráð yfir Hans-eyju, lít- illi, óbyggðri eyju norður af Græn- landi. „Ég hef rætt málið við Per Stig Möller, utanríkisráðherra Dan- merkur, og við erum sammála um að hætta að deila við Kanada og stefna frekar að samningaviðræðum í sept- ember á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Hans Enoksen, for- sætisráðherra Grænlands í gær. Mun danskt herskip því ekki koma við á Hans-eyju eins og áætlað hafði verið til að taka niður fánann sem kanadískir hermenn reistu þar fyrir skömmu. „Þjóðfánastríðinu verður að linna,“ sagði Enoksen en bæði Danmörk og Kanada gera tilkall til eyjunnar. Ekki er talið að á Hans-eyju, sem er aðeins 1,3 ferkílómetrar að stærð, eða í grenndinni sé að finna olíu né verðmæta málma en við eyna eru aftur á móti góð lúðu- og rækjumið. Meira máli skiptir þó, að haldi áfram að hlýna á norðurhveli vegna gróður- húsaáhrifa er vel hugsanlegt að Norðvesturleiðin opnist, það er að segja siglingaleiðin norður fyrir Kanada. Þá myndi skipaumferðin fara um Nares-sund og heilmiklir hagsmunir yrðu tengdir því hvorum megin miðlínunnar skipin sigldu. Hætta deilum um Hans-eyju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.