Morgunblaðið - 20.08.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 27
MENNING
h ö n n u n : w w w . p i x i l l . i s
Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00
BÆJARL IND 12 - S : 544 4420
201 KÓPAVOGUR
Af öllum sófum og sófasettum
20-40% afsláttur
-40%
4ra sæta sófi m/óhreinindavörðu microfiber áklæði
Auðvelt að taka af og hreinsa
Verð áður: 149.000.-
Verð nú: 89.400.-
-30%
Vandað leðursófasett - ítalskt leður
3+1+1
Verð áður: 256.000.-
Verð nú:179.200.--30%
3+2
Verð áður: 242.000.-
Verð nú:169.400.--40%
Romantiqe sófaborð
(120cm x 70cm)
Verð áður: 32.000.-
Verð nú:19.200.-
-40%
TV skenkur
Verð áður: 32.000.-
Verð nú:
19.200.-
-30%-30%
Leðursófasett
3+1+1
Verð áður: 242.000.-
Verð nú:
169.400.-
3+2
Verð áður: 228.000.-
Verð nú:
159.600.-
Útsalan í fullum gangi
20-70%
afsláttur
30-40% afsláttur af Romantiqe hnotulínunni
HLJÓMSVEITIN Icelandic Sound
Company, sem skipuð er þeim Rík-
harði H. Friðrikssyni og Gunnari
Kristinssyni, lauk nýverið tónleika-
ferð um Þýskaland. Tónleikastaðir
ferðarinnar voru af fjölbreyttara
taginu. Leikið var á þrennum tón-
leikum í Dresden, þar af í menning-
arsetrinu Blaue Fabrik sem hefur
aðsetur í aflagðri litarefnaverk-
smiðju, á bóndabæ í Saxlandi miðju
og í Alter Gasometer í Zwickau, sem
eins og nafnið gefur til kynna er tón-
leikasalur í gamalli gasverksmiðju.
Óvenjuleg tónlist
Hinir óvenjulegu tónleikastaðir
þurfa þó kannski ekki að koma á
óvart þegar Icelandic Sound Comp-
any á í hlut, því þar er mjög óvenju-
legt tónlistarfyrirbæri á ferðinni.
Þar mætast rafgítarleikur og slag-
verk, tölvutækni og spuni, svo úr
verður tónlist sem meira að segja
meðlimir eiga erfitt með að henda
reiður á. „Við erum ennþá að kanna
hvar hún á heima,“ segir Ríkharður í
samtali við Morgunblaðið. „Það var
því markmið hjá okkur að leika á
óvenjulegum stöðum, og sú tilraun
heppnaðist mjög vel. Við fórum í
tónleikaferð um Ísland í fyrra og þá
var besti staðurinn sem við lékum í
gamall lýsistankur úti í sveit. Tón-
leikastaðirnir í Þýskalandi voru eins
konar framhald af þeirri pælingu.“
Tónlistin sem Icelandic Sound
Company leikur er spunnin á staðn-
um hverju sinni og því eru hverjir
tónleikar hennar einstakir. „Það hef-
ur í raun verið okkar helsta vanda-
mál að finna okkur stað í ákveðnum
geira,“ segir Ríkharður. „Við erum
ekki rokkhljómsveit, ekki klassísk
hljómsveit, ekki djasshljómsveit. Og
við erum raftónlist í allt öðrum skiln-
ingi en flest raftónlist, að minnsta
kosti sú sem ég heyri.“
Spunnið á sviðinu
Á tónleikunum í Þýskalandi slóg-
ust nokkrir tónlistarmenn í hóp Ice-
landic Sound Company. Í öllum til-
fellum hittust þeir í fyrsta sinn á
sviðinu – æfingalaust – og spunnu
saman á staðnum. „Það getur verið
viss óvissa fólgin í því fyrirkomulagi,
en við vorum mjög heppnir núna
með tónlistarfólk, sérstaklega bás-
únuleikarann Günter Heinz,“ segir
Ríkharður.
Hann segir tónlist þeirra alla
jafna vera vel tekið, og svo hafi einn-
ig verið í tónleikaförinni um Þýska-
land. „Það er kannski helst sumt
eldra fólk, sem er búið að mynda sér
mjög sterkar skoðanir um hvernig
tónlist eigi að vera, sem hefur ekki
líkað tónlistin okkar. En svo er ann-
að eldra fólk sem líkar tónlistin okk-
ar mjög vel. Mörgum finnst líka
spennandi að sjá umbúnaðinn á tón-
leikum; við erum með 900 kg af
hljóðfærum á sviðinu með okkur.
Það er allt annað að sjá tónlist leikna
en að hlusta á upptöku af henni, og
það er líka þannig með okkar tón-
list,“ segir Ríkharður að lokum.
Tónlist | Hljómsveitin Icelandic Sound Company lauk nýverið tónleikaferð um Þýskaland
Ríkharður H. Friðriksson og Gunnar Kristinsson í Icelandic Sound Company ásamt Günter Heinz.
Leikið á óvenju-
legum stöðum
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
www.isc.is
SÝNINGARSTJÓRI hjá Danska
list- og hönnunarsafninu, Kunst-
industrimuseet, hefur verið
ákærður fyrir að stela „100 sýn-
ingum“ frá safninu, að því er
fréttavefur breska ríkisútvarpsins
greinir frá.
Maðurinn stal smáhlutum, úr
postulíni, gleri og málmi, að and-
virði einnar milljónar danskra
króna, eða um 10,5 íslenskra
króna að sögn talsmanns safnsins.
Kunstindustrimuseet var stofn-
að árið 1890 og er einn stærsti
vettvangur Norðurlanda fyrir
hönnun og list. Það á einnig hluti
frá Austur-Asíu, einna helst Kína
og Japan, frá forsögulegum tíma
til dagsins í dag.
100 sýning-
um stolið?