Morgunblaðið - 20.08.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 20.08.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 29 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG ÝMISLEGT þarf að hafa í huga eftir skemmtilega dvöl í öðru landi þegar hótelreikning- urinn er borgaður. Í Bretlandi getur það t.d. komið fyrir að 10% þjónustugjald sé lagt á all- an reikninginn án þess að þess sé sérstaklega getið, líkt og lýst er á vef Daily Telegraph. Umræddur reikningur fyrir gistingu, málsverð, morg- unverð og drykki eftir dvöl á hótelinu Sheene Mill hljóðaði upp á 329,28 pund en átti í raun að vera 299,35 pund. Þjónustu- gjald var lagt á allt, hvort sem það var gisting eða veitingar en hótelið endurgreiddi þó gjaldið sem lagt var á gist- inguna. Ferðalag getur reynst dýr- ara en ætlað var í upphafi þeg- ar allt er tínt til. Sums staðar er morgunverður ekki innifal- inn í gistiverðinu og ýmislegt er gott að hafa í huga áður en lagt er í hann með ákveðið verð í huga:  Þegar morgunverðurinn er ekki innifalinn í verði á breskum hótelum getur hann kostað allt upp í 25 pund eða sem samsvarar hátt í 2.900 krónum.  Skattur er ekki alltaf inni- falinn í uppgefnu verði þar sem hótelhaldarar halda því fram að erlendir gestir geti fengið skattinn end- urgreiddan. Skattar eru mismunandi eftir löndum og ferðamenn ættu að kynna sér hvert hlutfallið er áður en haldið er af stað.  Ekki er alltaf á hreinu hvort greiða á þjórfé eða ekki. Sums staðar er þjónustu- gjald innifalið og oft er það 10% en sums staðar 15%. Að því er fram kemur á vef Telegraph verður æ algeng- ara að þjónustugjaldinu sé bætt ofan á allan hótelreikn- inginn eins og í fyrstnefnda dæminu, en ekki bara á veit- ingar á hótelinu. Gestir ættu einnig að vera á varðbergi fyrir því að greiða ekki þjónustugjald tvisvar. Á hótelum þar sem þjónustu- gjald er innheimt getur samt verið gert ráð fyrir þjórfé á reikningi veitinga- staðarins.  Kostnaður felst í því að koma sér á milli staða og þótt hótelið bjóði upp á að sækja gestina á flugvöllinn getur það reynst gestunum dýrt.  Flestir vita að minibarinn er dýrt spaug. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að drekka kranavatnið alls staðar, bjóða ekki öll hótel upp á flöskuvatn. En ef vatns- flaska stendur á borðinu er hún í boði hótelsins, ef hún er inni í minibarnum á gest- urinn að borga fyrir hana.  Ekki gera ráð fyrir að fá dagblað þér að kostn- aðarlausu þrátt fyrir boð um að fá blaðið á hverjum morgni. Það er kannski ekki dýrt en getur verið óþarfi.  Ef afpanta þarf herbergið hefur það kostnað í för með sér. Ferðamenn ættu að kynna sér skilmála þess efn- is vandlega.  Ef hótelgestir freistast til að taka með sér handklæði eða slopp af hótelherberg- inu geta þeir búist við að verða rukkaðir fyrir það síð- ar meir. Sama á við um neyslu úr minibarnum.  GISTING Huga þarf að hótel- reikn- ingnum NÚ í lok ágúst mun Grange City Hotel sem er miðsvæðis í Lund- únaborg, opna nýja álmu með 68 herbergjum sem eingöngu eru ætl- uð konum. Allt þjónustufólkið mun einnig vera kvenkyns og karlmenn fá ekki aðgang. Fulltrúar hótelsins tóku ákvörð- un um að byggja þessa nýju álmu eftir að hafa lagt könnun fyrir gesti sína sem sýndi að helmingur hót- elgestanna eru konur og margar þeirra lýstu yfir öryggisleysi sínu við það að ferðast einar. Herbergi kvennaálmunnar góðu eru því með mjög svo kven- vinsamlegum útbúnaði eins og lýs- ingu inni í klæðaskápum, stórum förðunarspegli með baklýsingu og sérlega kröftugur hárblásari er í hverju herbergi. Á herbergishurð- inni er gægjugat svo hægt sé að sjá hver bankar upp á og einnig er ör- yggiskeðja innandyra fyrir hurð- inni. Barry Wishart talsmaður Grange Hotel Group segir að fyrrgreind könnun hafi sýnt að meirihluti kvengesta hótelsins hafði sams kon- ar þarfir. Hann sagði að venjan væri að hafa hótel sérlega karl- miðuð, sérstaklega viðskiptahótel. Hann viðurkennir þó að varla verði fullkomlega hægt að halda karlmannsbannið í álmunni, því konur verði jú að hafa leyfi til að bjóða karlmanni til herbergis síns ef þær óski þess.  LONDON | Hótel opnar álmu þar sem karlmenn fá ekki aðgang Herbergin hönnuð fyrir konur Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson TVÖ hundruð ára afmælis H.C. Andersens verður minnst í Dan- mörku og 3. september nk. verður haldin sérstök afmælishátíð. Þá verður stóri H.C. Andersen dag- urinn haldinn hátíðlegur og skrúð- ganga til minningar um það þegar skáldið fluttist 14 ára gamalt til Kaupmannahafnar. Börn eru hvött til að koma klædd sem uppáhaldspersónan úr æv- intýrum Andersen og þeir sem standa fyrir hátíðahöldunum von- ast til að skrúðgangan verði full af prinsessum, tindátum, ljótum and- arungum o.s.frv. Þeir sem hyggjast ferðast til Kaupmannahafnar í haust eiga ef- laust eftir að verða varir við ýmiss konar hátíðahöld í tengslum við minningu H.C. Andersen. Leiksýn- ingar og tónleikar í tengslum við Andersen verða t.d. margir í haust. Eitt af því sem ferðamenn í Kaup- mannahöfn geta gert er að feta í fótspor Andersen í Kaupmanna- höfn en um borgina hafa verið mál- uð hvít fótspor í skóstærð skáldsins 47. Þau liggja þar sem H.C. And- ersen fór um og eru 2.000 talsins. Á 62 stöðum eru nánari upplýsingar um tengsl skáldsins við einmitt þá staði. Hægt verður að feta í fótspor skáldsins út september.  DANMÖRK | H.C. Andersen Vegleg af- mælishátíð Morgunblaðið/Ómar Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni: www.hca2005.dk Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Í báðum vélum: Lyftigeta á framskóflu 3.500 kg í fulla hæð. Perkins 1104-44T. 86KW/117 hp. Vinnuþyngd 8.500 kg. Lyftigeta á framskóflu 3.000 kg í fulla hæð. Perkins 1104-44T. 77KW / 105 hp. Vinnuþyngd 8.800 kg. Lyftigeta á gröfuarmi í fulla hæð á dipper enda 1.500 kg. Mótor staðsettur þversum í miðju vélar undir ökumannshúsi. Fullkomið jafnvægi vélar með mótor undir miðju húsi. „Vökva Servo“ fyrir gröfuarm og mokstursarm. „Boch Rexroth Hydrostatic transmission“ stiglaus skipting. „Speed reduction“ stillanlegur ökuhraði óháður snúningshraða mótors. „Inch pedal“ Skipting slær út við hemlun vélar. Vökvahraðtengi fyrir framskóflu. Brettagafflar á lyftaraplani. Tregðulæsing fyrir fram- og afturdrif. Liðstýrð traktorsgrafa VF- 9.23 Fjórhjólastýrð traktorsgrafa VF 10.33B Traktorgröfur Loftsæti fyrir ökumann. Yfirstærð af rafgeymi og alternator. Opnanleg framskófla með skera. Gúmmíplattar undir stuðfótum. Öryggisventill fyrir gröfuarm. Lagnir fyrir brothamar og vökvabor. Skotbóma, mesta grafdýpt 5.800 mm. „Vökva Servo“ fyrir gröfuarm. „Vökva Servo“ fyrir mokstursgálga. 4 stk. grafskóflur. 45 cm – 60 cm – 90c m – 130 cm. – handsmíðaðar gæðavélar Vélar og þjónusta hefja innflutning á frábærum vinnuvélum frá Venieri. Venieri er einn virtasti framleiðandi vinnuvéla í Evrópu, ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir um 900 vélar á ári. Vélarnar eru ekki settar saman í fjöldaframleiðslulínu heldur er hver og ein handsmíðuð af sérþjálfuðum starfsmönnum. Venieri-vélarnar hafa reynst framúrskarandi við íslenskar aðstæður og eru á mjög góðu verði. Eigum Venieri-vélar á lager - komdu og kynntu þér þær! Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.