Morgunblaðið - 20.08.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.08.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 37 UMRÆÐAN „ÞETTA er magnað!“ öskraði Bubbi Morthens yfir um 100.000 áhorfendur á stórtónleikunum á mið- bakka á Menningarnótt síðasta sum- ar. Og hann hafði rétt fyrir sér: Þetta er magnað! Stærsta hátíð landsins er gengin í garð, hátíð fólksins. Á Menningarnótt lifnar miðborgin við sem aldrei fyrr, viðburðir eru í boði innandyra sem utan, á götum, í görðum og á torgum, á söfnum, kaffi- húsum, í galleríum og í kirkjum, í verslunum og veitingahúsum. Í ár verður dagskráin fjölbreyttari en nokkru sinni og eru vel á þriðja hundrað viðburðir, sem gestir mið- borgarinnar geta notið og dagskrár- svæðið nær á milli Öskjuhlíðar og Granda – frá miðbakka til Vatns- mýrar. Galdurinn við Menningarnótt er að hún er sjálfsprottin. Hún hefur þróast frá því að vera tiltölulega hóg- vær miðborgargleði yfir í að verða stærsta og vinsælasta hátíð ársins. Og hún er Menningarnótt allra landsmanna, það sýnir vaxandi fjöldi þeirra innlendu og erlendu gesta, sem ákveða að sækja höfuðborgina heim á þessum góða degi. Í fyrra tók þriðjungur landsmanna þátt í Menn- ingarnótt og víða heyrðist fólk spyrja sjálft sig og aðra – ánægjulega undr- andi: „Hvaðan kemur eiginlega allt þetta fólk?“ Allt þetta fólk kemur saman til að njóta þess besta, sem Reykjavík hefur upp á að bjóða: njóta sköpunargleði og góðs mann- lífs, fjölbreytni og menningarlegra verðmæta. Hátíð eins og Menningarnótt sýnir hvað raunverulega býr í Reykjavík. Hún er stærsta svið landsins þar sem sannast hve listsköpunin getur verið ótrúlega fjölbreytt og hugmynda- auðgin óheft. Ef rennt er yfir dag- skrá Menningarnætur í ár er hægt að finna gnægð dæma: Hver myndi ekki vilja eiga hlutabréf á Hluta- bréfamarkaði kærleikans þar sem gengi á hverju faðmlagi fer hækk- andi eftir því sem líður á daginn, taka þátt í Karnivalgöngu Alþjóðahússins með hljóðfærum, sem búin verða til samdægurs, fylgjast með lifandi skákmönnum, sem tefla sig inn í tón- verk á útitaflinu í Lækjargötu, eða kynnast vísindagöldrum Háskóla Ís- lands og Listsmiðjunnar Klink og Bank … listinn er langur. Breiddin spannar allt frá merkustu menning- arstofnunum landsins til einstakra listamanna eða íbúa, sem bjóða heim í alls konar skemmtilegheit undir for- merkjunum að maður sé manns gam- an. Fyrirtækin í miðborginni hafa frá upphafi verið hryggjarstykkið í sí- stækkandi dagskrá hátíðarinnar. Í sumar undirritaði Reykjavíkurborg þriggja ára samstarfssamning við Landsbankann – einn af öflugustu bakhjörlum miðborgarinnar um að styðja dagskrá og framkvæmd Menningarnætur. Aðrir lykilaðilar hafa starfað með Reykjavíkurborg að því að sinna öryggismálum og for- vörnum á þessari fjölmennustu hátíð ársins. Lögreglan í Reykjavík, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, fjölmörg svið, stofnanir og ein- staklingar innan Reykjavíkurborgar, miðborgarprestur, Saman-hópurinn og margir fleiri hafa lagst á árarnar með okkur við það mikilvæga verk- efni að halda gleðilega hátíð. Í ár verður skipulagt sérstakt hreins- unarátak til að tryggja það að Menn- ingarnótt verði hreinlega góð! Ég hvet alla borgarbúa og gesti þeirra til þess að láta ekki sitt eftir liggja í þessu sambandi. Dagskrá Menningarnætur er fyrir alla aldurshópa enda hefur það sýnt sig að fjölskyldur halda gjarnan hóp- inn á Mennningarnótt. Höfuðborg- arstofa, sem ber ábyrgð á skipulag- inu fyrir hönd Reykjavíkurborgar, og Saman-hópurinn hafa í samein- ingu hrundið af stað herferð sem minnir foreldra á ábyrgð þeirra sem fyrirmyndir og unglingana á að virða reglur um útivistartíma. Sífellt betri samstaða er að nást um þessi grund- vallaratriði sem gera hátíðina gleði- legri fyrir alla. Menningarnótt er eitt besta dæm- ið um góða hugmynd, sem með frum- kvæði og aðhlynningu Reykjavík- urborgar hefur orðið að sannkallaðri þjóðhátíð. Og eignarhald hennar af sama meiði sprottið. „Hvaðan kemur allt þetta fólk?“ var spurt fyrir réttu ári. Ef okkur dettur í hug að spyrja sömu spurningarinnar í ár þar sem við stöndum saman niðri á miðbakka undir litríkri flugeldasýningunni – þá er svarið þetta: Það eru engir aðrir en eigendurnir, sem fjölmenna í mið- borgina á dag og standa sameig- inlega að því að gera góða Menning- arnótt enn betri. Gleðilega hátíð. „Hvaðan kemur allt þetta fólk?“ Stefán Jón Hafstein m innir á Menningarnótt ’Galdurinn við Menn-ingarnótt er að hún er sjálfsprottin. Hún hefur þróast frá því að vera tiltölulega hógvær mið- borgargleði yfir í að verða stærsta og vin- sælasta hátíð ársins.‘ Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður borgarráðs og formaður menningar- og ferðamála- nefndar Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.