Morgunblaðið - 20.08.2005, Side 38

Morgunblaðið - 20.08.2005, Side 38
38 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ER lýsandi fyrir R-listann að hann leystist upp eftir fjögurra mánaða ár- angurslaust þras um skiptinga stóla. Þetta kom engum á óvart, sem fylgst hefur með samstarfinu innan listans. Það sem kemur hins vegar á óvart er að talsmenn Samfylking- arinnar hafa keppst við að kenna Vinstri græn- um um slit samstarfs- ins. Augljóst er þó að það slitnaði upp úr samstarfinu vegna þess að Samfylkingin vildi ekki lengur byggja grundvöll þess á svo- kallaðri jafnræðisreglu. Á síðustu dögum samn- ingaviðræðnanna reyndu ýmsir samfylk- ingarmenn að gera lítið úr þessari reglu, sögðu hana jafnvel aldrei hafa verið til og því mark- laust að byggja nokkrar kröfur á henni. Þetta er vitaskuld ekki rétt og má í því sambandi rifja upp yfirlýsingu, sem gefin var á blaðamannafundi R- listans fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar, í janúar 2002: „Eins og endranær byggist sam- starf flokkanna á jafnræðishugsun, að allir flokkarnir sitji við sama borð og að það ríki algjört jafnræði milli flokkanna. Við höfum aldrei í þessu samstarfi metið flokkana eftir styrkleika.“ Það voru ekki borgarfulltrúar Vinstri grænna eða Framsóknarflokksins, sem gáfu þessa yfirlýs- ingu á sínum tíma, held- ur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Í yfirlýsingu fundarins sagði síðan: „Jafnræðisregla er hornsteinn og viðmiðun samstarfsins.“ Hvernig stendur á því að þegar höfundur þess- ara yfirlýsinga er orð- inn formaður Samfylk- ingarinnar er það fyrsta verk flokksins að krefjast afnáms jafn- ræðisreglunnar og gera þar með út um áframhaldandi sam- starf? Getur verið að það sé rétt sem haldið hefur verið fram að Ingibjörgu Sólrúnu sé ósárt um það þótt R-listinn líði undir lok þar sem hún er ekki lengur borg- arstjóri? Jafnræðisregla Ingibjargar Sólrúnar Kjartan Magnússon fjallar um samstarfsslit innan R-listans Kjartan Magnússon ’…talsmennSamfylking- arinnar hafa keppst við að kenna Vinstri grænum um slit samstarfsins.‘ Höfundur er borgarfulltrúi. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is UNDANFARNAR vikur hafa verið erfiðar fyrir stuðningsfólk Reykjavíkurlistans. Þeir sem hafa tjáð sig opinberlega um endalok hans virð- ist of margir, einkum þeir yngri, hafa gleymt því mikilvæga sögulega hlutverki sem hann gegndi. Hann var lyk- iláhrifavaldur í upp- stokkun íslenska flokkakerfisins undir lok síðustu aldar og áhrif hans í borg- arsamfélaginu eru um mjög margt mikils- verð. Mikilvægt er að halda þessu til haga. Upphaf Reykjavíkurlistans Þegar Reykjavíkurlistinn varð til árið 1994 höfðu sjálfstæðismenn stýrt borginni nær alla öldina, utan eins kjörtímabils, 1978–82. Þetta endurspeglaði prýðilega sögu og stöðu vinstri flokkanna bæði í borginni og á landsvísu. Þeir voru margir, fremur litlir og innbyrðis sundurþykkir. Frá árinu 1984 tók höfundur þessarar greinar þátt í marg- víslegum tilraunum til að auka samstarf þeirra með það að mark- miði að skapa öflugan stjórn- málaflokk, sem setti mark sitt á ís- lenskt samfélag með sama hætti og jafnaðarflokkar á Norðurlöndum. Í öllum vinstri flokkunum urðu til hópar fólks sem unnu að auknu samstarfi flokkanna. Í borgarstjórnarkosningum ’86 og ’90 var reynt að fá þá til að bjóða fram saman, en án árangurs. Alþýðuflokkur og hópur fólks, m.a. úr Alþýðubandalagi, buðu þó fram Nýjan vettvang sem fékk í kosn- ingunum 1990 flest atkvæði vinstri flokkanna, 15%. Í upphafi níunda áratugarins stofnaði unga fólkið í Háskóla Íslands Röskvu og vann þrettán stúdentaráðskosningar í röð. Kalda stríðinu lauk og vinstri flokkarnir nálguðust í afstöðu til markaðsbúskapar og ríkisafskipta. Í aðdraganda borgarstjórn- arkosninga 1994 komu aftur fram kröfur um kosningasamstarf vinstri flokka, ekki síst vegna bágrar stöðu þeirra í borginni, en í kosn- ingunum 1990 hafði Sjálfstæð- isflokkurinn fengið 60% atkvæða. Tregða var innan þeirra allra nema Alþýðuflokks, en vilji borgarbúa birtist ítrekað í skoðanakönnunum og samstarfssinnar höfðu betur. Reykjavíkurlistinn varð til, mikil samstaða skapaðist, leitað var til öflugs og vinsæls alþingismanns, Ingibjargar S. Gísladóttur, um for- ystu, unga fólkið úr Röskvu kom til liðs og listinn vann glæsilegan sig- ur. Alger umskipti urðu í pólitísku landslagi borgarinnar. Erindi Reykjavíkurlistans Kosningasigrar og völd eru tæki, ekki markmið, og eðlilegt að spurt sé hvernig Reykjavíkurlistinn hafi farið með þau völd. Það er ekki til- gangur þessarar greinar að meta það, en ég vil þó nefna þrennt sem ég tel afar mikils virði: 1. Eftir áratuga stjórn Sjálfstæð- isflokksins í borginni höfðu flokkshagsmunir og borgarkerfið fléttast saman í mannaráðninga- og fyrirgreiðslukúltúr þar sem fyrst var spurt um flokksskírteini, síðan um hæfni eða mál- efnalegar ástæður. Þessu var breytt og fagleg vinnubrögð tekin upp við mannaráðningar og úthlutun annarra gæða borgarinnar. 2. Í stað langs biðtíma eftir leikskólavist, sem stóð litlum hluta barna til boða, og sundurslitins hálfsdags grunn- skóla eiga nú öll börn 18 mánaða og eldri kost á heilsdags leik- skóla, allir grunnskólar eru ein- setnir, bjóða upp á skólamáltíðir og frístundavist að loknum skóla- degi. Þrotlaust er ennfremur reynt að bæta aðstæður þeirra borgarbúa sem standa höllum fæti og eiga mannsæmandi líf undir aðstoð borgarinnar. 3. Við upphaf R-listans var ein kona í hópi æðstu embættis- manna og launamisrétti kynja var þar ekki til umræðu. Jafn- réttismál voru strax sett í önd- vegi, hlutur kynjanna við stjórn- un borgarinnar jafnaður og skipulega unnið að útrýmingu kynbundins launamunar, með betri árangri en víðast hvar. Störf R-listans eru þó ekki hafin yfir gagnrýni frekar en annarra, sem taka þátt í stjórnmálum og þeim vandasömu verkefnum sem þeim fylgja. Áhrif á stjórnmálasöguna Við upphaf Reykjavíkurlistans árið 1994 einkenndist íslenska flokkakerfið af stórum hægri flokki og mörgum fremur litlum vinstri flokkum. R-listinn sýndi þeim síð- arnefndu frá upphafi hvaða árangri er hægt að ná með samvinnu. Á árinu 1996 hófust margs konar til- burðir A-flokkanna, Kvennalista og Þjóðvaka til samstarfs, sem endaði með sameiginlegu framboði í Sam- fylkingu þessara flokka í alþing- iskosningum 1999. Til varð öflugur stjórnmálaflokkur jafnaðar og kvenfrelsis, sem í alþingiskosn- ingum 2003 fékk 31% atkvæða. Það var í annað skipti í íslenskri stjórn- málasögu sem annar flokkur en Sjálfstæðisflokkur fékk yfir 30% atkvæða í almennum þingkosn- ingum. Vinstri-grænir, mun minni flokkur með þrengri skírskotun, varð einnig til í þessari upp- stokkun. Það er bjargföst skoðun mín sem þátttakandi í uppstokkun íslenska flokkakerfisins sl. 15–20 ár að R- listinn átti stærstan þátt í að losa um pólitíska átthagafjötra úrelts flokkakerfis með því að tengja vinstra fólk saman og sýna í verki að samstarf, byggt á heilindum, stefnufestu og gildum nútíma vinstri manna, skilar miklum ár- angri. Íslenska flokkakerfið hefur frá árinu 1994 gjöbreyst til hins betra fyrir íslenska jafnaðarmenn. Við skulum vera þakklát Reykjavík- urlistanum og þeim sem þar hafa starfað fyrir þeirra hlut í þeim ár- angri og sýna störfum þeirra til- hlýðilega virðingu. Sögulegt hlutverk Reykjavíkurlistans Margrét S. Björnsdóttir fjallar um Reykjavíkurlistann ’Reykjavíkurlistinn áttistærstan þátt í að losa um pólitíska átthaga- fjötra úrelts flokkakerf- is og skapa forsendur fyrir breiðan og öflugan jafnaðarmannaflokk. ‘ Margrét S. Björnsdóttir Höfundur er félagi í Samfylkingunni. Á ÁRI komanda eru 100 ár liðin frá fæðingu eins okkar fremstu listamanna, Egg- erts Guðmundssonar. Hann var þjóðlegur listamaður sem leit á það sem hlutverk sitt að varðveita íslenskan menningararf. Hann nam list sína víða, m.a. hjá Ein- ari Jónssyni myndhöggvara, Muggi og síðar mótun hjá Ríkharði Jónssyni, bróður Finns Jónssonar. Eftir sína fyrstu sýningu árið 1927 hélt hann utan til listnáms og tókst þar einum íslenskra málara að stand- ast próf inn í listháskólann í München þar sem hann varði fjórum árum. Árið 1935 styrkti Berl- ingske Tidende í Kaup- mannahöfn málverkasýn- ingu hans í London. Stórblaðið The Times lofar myndir Eggerts og endar gagnrýni sína með því að kalla teikningar og svartlistarmyndir Eggerts „Excell- ent“. Sýningar Eggerts í London tók- ust einstaklega vel. Þegar hann kom heim frá London gekk banka- stjóri Landsbankans á fund hans og þakkaði honum fyrir að hafa skilað þjóðbankanum meiri gjald- eyri en togarar gerðu yfirleitt eftir söluferðir. Eggert dvaldi langdvölum víða um heim, var vinsæll málari og átti að baki um fimmtíu myndlistarsýn- ingar á Íslandi og erlendis. Mál- verk hans er víða að finna og hafa bæði komist í eigu þjóðhöfðingja og allt til þess að prýða veggi lista- safna í Ástralíu og víðar. Síðasta sýning hans var sumarið 1983. Þá sýningu sóttu um tuttugu þúsund manns. Hann lést mánuði síðar. Meðfylgjandi mynd er portrett af Guðmundi Kamban, máluð í olíu árið 1947. Þar hefur Eggert Guð- mundsson farið á kostum í mynd- túlkun sinni á okkar fræga skáldi og rithöfundi fyrri tíma og gert hann ódauðlegan í list sinni. Mál- verkið hefur ætíð verið í einkaeign en ætti e.t.v. að hanga í sölum Listasafns Íslands eða öðrum þjóð- arstofnunum. ÁSTA G. THORSTEINSSON, Bandaríkjunum, astagt@cox.net. Portrett af Guðmundi Kamban eftir Eggert Guðmundsson Frá Ástu G. Thorsteinsson: Umrætt portrett af Guðmundi Kamban, mál- að í olíu árið 1947. LAUGARDAGINN 13. ágúst safn- aðist fólk saman á Austurvelli. Þetta var útlenda fólkið sem hefur und- anfarið mótmælt fyrirhugaðri virkj- un að Kárahnjúkum. Örfáir Íslend- ingar slæddust með. Mótmælendur stilltu upp árituðum spjöldum, klæddust búningum og skemmtu sjálfum sér og vegfarendum sem áttu leið hjá. Þetta var viðkunn- anlegt fólk, flest ungt að árum. Eitt vakti sérstaka athygli: Að þriggja stunda mótmælastöðu lok- inni var sá hluti Austurvallar, þar sem útlendingarnir höfðu komið sér fyrir, hreinni en þegar þeir komu þar að. Þetta veldur heilabrotum þeim sem þekkir til sóðaskapar inn- fæddra og hefur séð viðskilnað þeirra á þessum sama Austurvelli. Íslensk stjórnvöld gætu líka af þessu lært að umgangast landið. Skömm þeirra mun uppi Að láta sem hér sé á ferð hættulegt fólk, sem hafi flutt með sér áður óþekkt ofbeldi frá útlöndum inn í hið saklausa íslenska samfélag, er í besta falli hlægilegt. Enda gleypa ekki nema einföldustu sálir við því. Alvarlegar ryskingar milli íslenskra mótmælenda og lögreglu þekkjum við vel. Mótmæli þessa fólks hafa verið friðsamleg og gleðileg. Ríkislögreglustjóra og Útlend- ingastofnun er kunnugt um útlent fólk búsett á Íslandi sem árum sam- an hefur ofsótt íslenska ríkisborgara með hótunum, líkamsmeiðingum og eignaspjöllum. Ekki hefur þótt ástæða til að vísa því úr landi, enda kemur það ekki við kaunin á stjórn- völdum. Vísi þessar stofnanir frið- sömum mótmælendum úr landi, mun skömm þeirra og und- irlægjuháttur uppi um ókomin ár. HJÖRTUR HJARTARSON, Hringbraut 87, Reykjavík. Gleðileg mótmæli Frá Hirti Hjartarsyni: Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum til- vikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppn- islög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á hon- um. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hags- muni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrver- andi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.