Morgunblaðið - 20.08.2005, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 20.08.2005, Qupperneq 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞÉR FINNST ÉG HEIMSKUR ER ÞAÐ EKKI? ÞESSI STARA SEGIR: „ÉG ER SAMMÁLA“ AF HVERJU HORFIR ÞÚ SVONA Á MIG? ÉG HEF ALDREI VERIÐ SVONA NIÐURDREGINN ÉG ÆTLAÐI AÐ STINGA UPP Á ÞVÍ AÐ HANN SPANGÓLAÐI Í TUNGLSKININU ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ REKA KENNARANN MINN NÚ ER ÉG ORÐINN VIRKI- LEGA SVALUR. SJÁÐU BARA ÞESSAR STÓRU GULU TÖLUR ÞÚ ERT EKKI SVALUR. ÞÚ LÍTUR ÚT EINS OG FÁVITI! KANNSKI ER ÞETTA NÝ TÍSKA KANNSKI ERT ÞÚ HEIMSKUR SJÁÐU KALVIN. ÉG FANN MIKKA MÚS BUXUR VIÐ VORUM Á ATKINSKÚRNUM EN SKIPTUM SVO NÝLEGA YFIR Í SOUTH PARK KÚRINN ERUÐ ÞIÐ BÚNIR AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HVAÐ ER AÐ BÁTNUM MÍNUM? NEI, EKKI ALVEG. EN OKKUR GRUNAR AÐ HANN LEKI ÞARFTU AÐ TYGGJA MATINN SVONA? SVARAR ÞESSI SPURNING SÉR EKKI SJÁLF? AF HVERJU SKAUSTU GAT Á DEKKIÐ? HANN MISSTI STJÓRN Á BÍLNUM VEGNA ÞÍN HANN VAR NÆSTUM BÚINN AÐ KEYRA ÞAU NIÐUR, ÁN ÞESS AÐ STOPPA ÉG LEYFI MÖNNUM EKKI AÐ KOMAST UPP MEÐ SLÍKT Dagbók Í dag er laugardagur 20. ágúst, 232. dagur ársins 2005 Vinkona Víkverjalagði á dögunum land undir fót og heimsótti ættingja sína í útlöndum. Hún dvaldi þar í góðu yf- irlæti um allnokkra hríð eða uns komið var að því að halda aftur heim á klakann til að takast á við hversdaginn að nýju. Vinkona Víkverja notar tóbak, hún sumsé reykir. Sem hún ætti auðvitað ekki að gera. En hverju sem því líður hugðist hún í Leifsstöð spara sér nokkrar krónur með því að kaupa sér sígarettur í Fríhöfninni, því eins og allir vita fæst þar tóbak á talvert lægra verði en annars staðar á Ís- landi. Vinkona Víkverja er hins- vegar ekki mikið á faraldsfæti, a.m.k. ekki í útlöndum, og eitthvað hafði hún misskilið lög og reglur um það magn sem hún mátti taka með sér af tóbaki inn í landið. Hún greip þannig með sér tvær lengjur, eða karton, af sígrettum í stað eins, eins og lög kveða á um. Með þetta í farteskinu og vitandi ekki betur rann hún beinustu leið að græna hliðinu, enda hugði hún ekkert toll- skylt í sínu farteski. Þar varð á vegi henn- ar tollvörður einn mikill. Hann rak aug- un samstundis í „smyglið“ og stöðvaði för „smyglarans“ með það sama. Það var svo sem í góðu lagi, lag- anna vörður var þar aðeins að sinna skyld- um sínum. En vin- kona Víkverja, hinn meinti glæpamaður, játaði strax á sig glæpinn, skammaðist sín fyrir þessi kjána- legu mistök og sagðist myndu taka út þá refsingu sem henni bæri. En það sem henni hins- vegar hugnaðist ekki var viðmót tollvarðarins. Varð hún í drykk- langa stund að sitja undir skætingi og dónaskap af hendi tollvarðarins sem hún taldi sig ekki eiga skilið. Burtséð frá þeim skertu mannrétt- indum að mega ekki grípa með sér tvær sígarettulengjur, fannst vin- konu Víkverja í góðu lagi að borga dýru verði fyrir lesti sína og taldi það ekki eftir sér greiða 3.900 krón- ur fyrir mistökin. En það fannst henni heldur hátt verð fyrir ónotin sem hún varð fyrir. Kurteisi kostar nefnilega ekki neitt. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Listasýning | Í Listasafni ASÍ verða opnaðar í dag kl. 16, sýningar Huldu Stefánsdóttur og Kristínar Reynisdóttur. Sýning Huldu er í Ásmundarsal og nefnist „Yfirlýstir staðir“. Þar sýnir hún málverk og ljósmyndir og má sjá eitt verka hennar hér að ofan. Þetta er þriðja einkasýning Huldu sem lauk námi frá School of Visual Arts í New York árið 2000. Kristín sýnir í Gryfju og Arinstofu sýninguna „Yfirborð“. Kristín stundaði listnám á Íslandi og í Þýskalandi og hefur sýnt bæði hérlendis og erlendis. Síðast hélt hún einkasýningu í Galleríi Sævars Karls fyrir ári. Sýningarnar standa til 11. september og er aðgangur ókeypis. Listasafn ASÍ er opið þri.–sun. frá 13 til 17. Yfirlýst og yfirborð MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. „Trú þú á Drottin Jesú, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.“ Og þeir fluttu honum orð Drottins og öllum á heimili hans. (Post. 16, 31.–33.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.