Morgunblaðið - 20.08.2005, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 20.08.2005, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 49 DAGBÓK Lifun hefur fest sig í sessi sem nýstárlegt tímarit Blaðið er unnið á faglegan hátt þar sem samspil fallegra mynda og áhugaverðra efnistaka um hönnun og híbýli opnar auglýsendum nýja leið að mikilvægum markhópi. Lifun er dreift í 60.000eintökum og mun sjötta tölublaðið koma út 27. ágúst næstkomandi. Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16 miðvikudaginn 24. ágúst Auglýsingar: Sif Þorsteinsdóttir, sími 569 1254. – auglýsingar 569 1111 Ámorgun, sunnudag, verður undirrit-aður samstarfssamningur milli fyr-irtækisins Marels og Fjölskyldu- oghúsdýragarðsins um fjármögnun Vís- indaveraldarinnar sem starfrækt er í garðinum. Verður af þessu tilefni efnt til nokkurs konar hátíðar í garðinum, m.a. munu tölvunarfræði- nemar frá Háskólanum í Reykjavík sýna vél- menni og kenna ungu fólki að búa til vits- munaverur úr gömlum heimilistölvum. Stella Björg Kristinsdóttir, kynningarfulltrúi hjá Marel, segir stuðninginn við Vísindaveröld- ina hluta af stefnu fyrirtækisins að stuðla að ný- sköpun og vekja áhuga ungs fólks á málefnum rannsókna og vísinda. „Við styrkjum þetta fjár- hagslega en leggjum líka mikla vinnu í þetta sjálf, komum t.d. að hönnun og hugmyndamótun tækjanna sem sýnd eru í Vísindaveröldinni, tök- um þátt í að útbúa þau og framleiða,“ segir hún. Stella Björg segir að verið sé að loka útitækj- unum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrir veturinn, Parísarhjólinu sem þar hefur verið starfrækt og öðru þess háttar, og því hafi verið ákveðið að halda eins konar þemadag nú á sunnudag; hefur þemað á sunnudag yfirskriftina Bílskúrsgervigreind. Hafa nokkrir háskólanemar verið fengnir til að koma með hugmyndir og búa til tæki úr gömlum heimilistækjum. „Á sunnu- dag er jafnframt fjölskyldudagur Marel og við ætlum að nota þetta tilefni til að ganga frá und- irskrift samstarfssamningsins,“ segir Stella Björg. Munu þeir Lárus Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Marels, og Tómas Óskar Guðjónsson, for- stöðumaður Húsdýragarðsins, skrifa undir samninginn upp úr klukkan tólf á sunnudag en Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er annars op- inn á milli tíu og sex eins og aðra daga nú í sumar. Þú segir Marel leggja áherslu á að stuðla að auknum áhuga ungs fólks á rannsóknum og vís- indum. Hvers vegna? „Við erum þekkingarfyrirtæki og erum að reyna að skapa og viðhalda þessari ímynd, að Marel búi yfir mikilli þekkingu. Við leggjum líka mikið upp úr starfsmannaþróun og okkur er mikið í mun að fá til okkar nægilegt vinnuafl hér á Íslandi, vinnuafl sem hefur áhuga á þess- um greinum sem við vinnum í. Við erum auðvit- að að vinna að hátækniverkefnum og það er þörf á slíku fólki í íslensku atvinnulífi.“ Þannig að þessi áhersla sem þið leggið á að vekja áhuga ungs fólks á vísindum er að hluta til langtíma starfsmannastefna? „Já, það má alveg líta á það þannig. Við erum einfaldlega að fjárfesta í framtíðinni með þess- um hætti,“ sagði Stella Björg. Vísindi | Þemadagur í Vísindaveröldinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á sunnudag Marel fjárfestir í framtíðinni  Stella Björg Krist- insdóttir fæddist í Reykjavík árið 1966. Hún er nýflutt aftur til Íslands eftir nítján ára búsetu erlendis, fyrst í Þýskalandi og svo í Danmörku. Hún lagði stund á nám í við- skiptafræðum og ferða- málafræði í Þýskalandi og bætti svo við sig gráðu frá Copenhagen Business School nýver- ið. Hún hóf störf hjá Marel í vor. Stella er frá- skilin, á þrjú börn, Leon Arnar, 8 ára, Eddu Björg, 5 ára, Sunnu Dís, 3 ára. Stella Björg býr í Hafnarfirði. Ferð í Fjörður 23.–26. júlí VIÐ vinkonurnar höfðum lengi haft áætlun um að komast í Fjörð- ur, tækifærið kom nú í sumar. Þessi ferð fór langt fram úr björtustu vonum okkar. Ótrúlega fjölbreytt og fallegt landsvæði. Ekki spilla mennirnir sem um ferðina sjá. Fyrir hönd okkar beggja vil ég senda Fjörðungum okkar allra bestu kveðjur með þakklæti fyrir yndislega ferð. Birni Ingólfssyni fyrir allan fróðleikinn, vonandi toll- ir eitthvað eftir í kollinum. Hesta- strákum og matsveinum, konum og körlum. Forréttindi að þurfa ekki að sjá um matinn þegar komið var úr göngu. Heimi fyrir að vera það náttúrubarn sem hann er. Harð- fiskinn Eyjabita sem er einn sá besti sem við höfum lengi smakk- að. Jónsa fyrir lúmska kímni og lipurð. Elínu fyrir hressilega fram- komu. Og öllum fjórum fyrir ein- staka þjónustulund, og ekki síst hestunum fótvissu fyrir að bera allt dótið okkar, stóla sem og ann- að. Með kveðju, Helga Jörgensen og Torfhildur Rúna Gunnarsdóttir. Deilur í Garðabæ SÓKNARBARN í Garðabæ sendi línu til Velvakanda föstudaginn 12. þ.m. varðandi upplifun sína á fundi, sem svokallaðir stuðnings- menn sóknarprestsins gengust fyr- ir. Ég get tekið heilshugar undir hvert orð, sem þar stendur, því að allt þetta upphlaup varðandi sókn- arprestinn og málsmeðferð hans og stuðningsfólks hans er með slíkum endemum að engu tali tek- ur. Ég vil nota þetta tækifæri og benda á mjög góða grein eftir gjaldkera Garðasóknar í Frétta- blaðinu föstudaginn 5. ágúst. sl., þar sem rangfærslur í skrifum um prestamál Garðasóknar eru teknar til umfjöllunar. Þar segir m.a.: Í umræðu stuðn- ingsmanna sr. Hans Markúsar Hafsteinssonar er sannleikanum snúið við. Staðreynd málsins er sú að það var sóknarpresturinn, sr. Hans Markús Hafsteinsson, sem kærði samstarfsfólk sitt og það var hann, sem krafðist þess að djákn- inn yrði rekinn þegar djákninn kallaði á hjálp og bað sóknarnefnd- ina um aðstoð eftir að sóknarprest- urinn hafði ítrekað hindrað djákn- ann í störfum sínum og gripið fram fyrir hendurnar á djákn- anum. Allir aðilar, sem að málinu hafa komið til þess að leysa það, hafa komist að sömu niðurstöðu, þ.e. að öll sök sé hjá sóknarprest- inum og að eina lausnin sé sú að hann verði fluttur til í starfi. Þetta vill sóknarpresturinn ekki fallast á og kærir alla sem leyfa sér að leggja slíkt til og er jafnvel svo forhertur að segja að Biskup Ís- lands, sem hann hefur líka kært, hafi ekkert með málið að gera, þar sem hann (sóknarpresturinn) sé skipaður af ráðherra. Þvílíkt og annað eins rugl held ég að sé vart finnanlegt og hafi allir skömm af, sem með framferði sínu eru að eyðileggja gott safnaðarstarf í Garðasókn til margra ára. Sóknarbarn í Garðasókn. Veski týndist ÍSLENDINGUR búsettur í Þýskalandi týndi veski sl. fimmtu- dag, annað hvort í Reykjavík eða á Álftanesi. Í veskinu eru skilríki o.fl. Skilvís finnandi hafi samband í síma 892 4145. Farsími í óskilum FARSÍMI fannst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sunnudaginn 31. júlí sl. Nánari upplýsingar í síma 897 9523. Gullhringur týndist GULLHRINGUR með rúbínsteini týndist 9. ágúst, sennilega í eða við Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 555 0970. Fundarlaun. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.