Morgunblaðið - 20.08.2005, Page 54

Morgunblaðið - 20.08.2005, Page 54
54 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ 3 bíó í miðbænum Miðaverð 400 kr.* Sýnd kl. 4 og 6 Miðasala opnar kl. 12.30 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 10.30 B.i 16 ára kl. 1, 3.20 og 5.40 kl. 1.30, 3.40 og 5.50 Í þrívídd VINCE VAUGHN OWEN WILSONVINCE VAUGHN OWEN WILSON Sýnd kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.30 Sýnd kl. 3.50, 8 og 10.20Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i 10 ára OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS WWW. XY. IS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG ÍSLANDI OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG ÍSLANDI ÞRIÐJA STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA Sýnd kl. 1, 2, 3.20, 4.20, 5.40, 6.40, 8, 9, 10.20 og 11.20 B.i 10 árawww.borgarbio.is Sími 564 0000  KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS  BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. kl. 8 og 10.30 WWW. XY. IS WWW. XY. IS ÞRIÐJA STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS   H.J. / Mbl.. . l.  H.J. / Mbl.. . l.  TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU      KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS  BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. UPPLIFÐU 3 BÍÓ Í MIÐBÆNUM FJÖLSKYLDUTILBOÐ AÐEINS 400 KR. KLUKKAN. 3 MEXÍKÓSKI leikstjórinn Rodrig- uez er kunnastur fyrir ofbeldisfullar hasarmyndir (El Mariachi, Sin City) og kom aðdáendum sínum í opna skjöldu með þremur fjölskyldu- myndum kenndum við Spy Kids. Þær leiddu í ljós að Rodriguez átti ekki í neinum vandræðum með að skapa skemmtilegan og spennandi ævintýraheim fyrir börn jafnt sem fullorðna og reyndust myndirnar slík gullnáma að nú, þegar þrenn- unni um Njósnakrakkana er lokið með pomp og pragt, hefur hann end- urvakið hugmyndina með nokkrum breytingum. Söguhetjurnar í Ævintýri hákarlasnáðans og hraunstúlkunnar eru tilbúningur í kolli Max (Boyd), tíu ára gamals Texasbúa sem á í vandræðum í skólanum þar sem hann verður fyrir einelti. Max flýr raunveruleikann með því að halda dagbók um hetjurnar sem myndin dregur nafn sitt af. Kennarinn hans og krakkarnir reka nefið í skáld- skapinn sem verður Max ekki til framdráttar. Það kemur annar svipur á skóla- systkinin þegar hákarlasnáðinn og hraunstelpan mæta í allri sinn dýrð í bekkinn. Í samanburði við Njósnakrakkana tekst Rodriguez engan veginn jafn ásættanlega að móta leirinn að þessu sinni. Ævintýrið nær sjaldan flugi, brellurnar boða fátt nýstárlegt og að þeim Boyd og Dooley und- anskildum eru flestir leikararnir eft- irbátar þeirra sem drógu vagninn í þrennunni. Það er heldur enginn karakter að finna á borð við Bander- as til að hressa upp á atburðarásina og illinginn er ekki í sannfærandi höndum George Lopez. Veikasti hlekkurinn er þó höfuðpaurinn Rodriguez, því slitin hugmyndin og leikstjórnin valda vonbrigðum miðað við fyrri afrek. Njósnakrakkar í nýjum fötum KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Robert Rodriguez. Aðalleik- arar: Cayden Boyd, Taylor Dooley, David Arquette. 90 mín. Bandaríkin. 2005. Hákarlasnáðinn og hraunstúlkan (The Ad- ventures of Sharkboy and Lavagirl in 3-D)  „Ævintýrið nær sjaldan flugi og brellurnar boða fátt nýstárlegt,“ segir Sæ- björn meðal annars í umsögn sinni um Hákarlasnáðann og hraunstúlkuna. Sæbjörn Valdimarsson Rapparinn Kanye West segir aðstöðva verði fordóma gagn- vart samkynhneigðum meðal fólks í heimi rappsins. West, sem er 27 ára, talaði um rapp og samkyn- hneigð í umræðum um nýja lagið sitt „Hey mama“ í viðtali við MTV-sjónvarpsstöðina á dögunum. West sagði að þegar hann var ungur drengur hefði fólk kallað hann „mömmustrák“ og það hefði valdið því að hann hefði orðið fordóma- fullur gagnvart sam- kynhneigðum. Hann sagði það hins vegar hafa breyst þeg- ar hann komst að því að frændi hans væri samkynhneigður. „Það breytti öllu því ég hugsaði sem svo að hann væri jú frændi minn. Ég elska hann en hef samt verið með fordóma í garð samkyn- hneigðra,“ sagði West. „Rappið hefur alltaf snúist um að segja það sem manni býr í brjósti og að stöðva fordóma, en samt sem áður eru allir í heimi rappsins með fordóma gagnvart sam- kynhneigðum,“ segir West. „Það er samt ekki bara í rappinu sem fólk er með fordóma. Það eru fordómar um öll Bandaríkin. Ég vildi bara koma í sjónvarpið og segja við rapparana mína og aðra vini mína að hætta þessu,“ sagði West að lokum. Fólk folk@mbl.is Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.