Morgunblaðið - 20.08.2005, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 57
KRINGLAN KEFLAVÍKAKUREYRI
KICKING AND SCREAMING kl. 2 - 8.15
MADAGASCAR m/ensku tali kl. 4 - 10.30
MADAGASCAR m/ísl.tali kl. 2 - 4 - 6
Þrælskemmtileg rómantísk
gamanmynd um dóttur sem reynir að
finna draumaprinsinn fyrir mömmuna.
HERBIE FULLY... kl. 12 2.20 -4.20 -6.30 -8.40
DECK DOGZ kl. 6 - 8 - 10
THE ISLAND kl. 10.40 B.i. 16 ára
THE PERFECT MAM kl. 4.20 - 8
MADAGASCAR m/ísl.tali kl. 12-2.10-4-6.15
BATMAN BEGINS kl. 11.30-1.50-10
FANTASTIC FOUR kl. 1.50 - 3.55 - 8
SIN CITY kl.10
HERBIE FULLY... kl. 2 - 4 - 6 - 8
WHO´S YOUR DADDY kl. 6 - 10.10
400 KR. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR
KL. 3 UM HELGAR Í HÁSKÓLABÍÓI.
SKELETON KEY kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
HERBIE FULLY LOADED kl. 2 - 4 - 6 - 8
THE ISLAND kl. 10
MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 2 - 4 m/ensku tali kl. 6
Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.
EWAN McGREGOR SCARLETT JOHANSSON
ÞEIR VILJA EKKI
AÐ ÞÚ VITIR HVAÐ ÞÚ ERT!
Kvikmyndir.is
S.V. Mbl.
DV
Ó.H.T. RÁS 2
Kvikmyndir.is
S.V. Mbl.
HÁDEGISBÍÓ AR MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
SÖNGFLOKKURINN Heitar lummur var
stofnaður nú í sumar. Söngflokkinn skipa
þau Ardís Ólöf Víkingsdóttir, Helgi Þór Ara-
son, Kalli Bjarni og Alma Rut, en þau eru öll
fyrrum þátttakendur í Idol-stjörnuleitinni.
Fyrsta lag þeirra var hljóðritað nú í sumar
og hefur heyrst reglulega á öldum ljósvakans
undanfarið en það er lagið „Vertu ekki að
plata mig“ sem HLH-flokkurinn gerði vin-
sælt árið 1984. Lög frá árunum 1970 til 1990
verða Heitu lummunum einmitt hugleikin en
þær ætla að gera að sínum nokkur af vinsæl-
ustu dægurlögunum frá þeim tíma, lög á
borð við „Ég er á leiðinni“, „Riddari göt-
unnar“, „Gaggó Vest“, „Seinna meir“ og
„Dagar og Nætur“.
Í samtali við Morgunblaðið sagði Alma Rut
hugmyndina að sjálfsögðu komna frá hljóm-
sveitinni Lummunum sem var vinsæl á átt-
unda áratugnum. „Lummurnar sungu lög frá
fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum sem
töldust gömul þá. Við einbeitum okkur að
lögum frá áttunda til tíunda áratugnum og
færum þau til nútímans,“ sagði Alma Rut og
segir söngflokkinn að vissu leyti vera að færa
nýrri kynslóð þessi gömlu lög.
„Við breytum þeim ekkert allt of mikið en
reynum að koma með nýjan vinkil á þau,“
segir hún.
Eru frekar skemmtikraftar
Alma segir Heitu lummurnar líta meira á
sig sem skemmtikrafta en kannski hljóm-
sveit.
„Þetta er einskonar sýning sem við setjum
upp og er sviðsframkoman í stíl við það,“
segir hún.
Þau hyggjast ekki semja ný lög sjálf held-
ur halda sig innan ramma gömlu góðu lag-
anna. Lummurnar heitu ætla svo í hljóðver á
næstunni til að taka upp sína fyrstu plötu en
áætluð útgáfa er í byrjun nóvember á þessu
ári.
Fjórmenningarnir stigu allir á svið í Idol-
stjörnuleitinni. Telur Alma það vera góðan
stökkpall fyrir þá sem vilja fást við söng?
„Já, algerlega. Ég held að við fjögur séum
mjög gott dæmi um það. Við vorum öll að
gera eitthvað allt annað þegar við tókum þátt
í Idolinu þó söngurinn hafi auðvitað innst
inni verið draumurinn,“ segir hún að lokum.
Tónlist | Idol-stjörnur taka höndum saman
Heitar lummur
Þau Kalli Bjarni, Alma Rut, Helgi Þór og Ardís Ólöf eru Heitar lummur.
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
NÝSTÁRLEGT manntafl verður leikið kl.
16 í dag við útitaflið í Lækjargötu. Í stað
hefðbundinna taflmanna verður á taflborð-
inu lúðrasveit af holdi og blóði. Hljóðfæra-
leikararnir færa sig svo um reiti eins og
taflmenn og spila mimunandi tóna eftir því
hvernig þeim er leikið.
Frank Hall, gítarleikari í Ske, vinnur
verkið í samvinnu við Lúðrasveit Reykja-
víkur og Taflfélagið Hrókinn en verkefnið
er hluti af lokaverkefni Franks við Tónlist-
ar- og myndlistarháskólann í Haag.
„Deildin heitir „Interfaculty of Image
and Sound“ og sérhæfir sig í list sem
byggist á hljóði og mynd.
Ég hef hingað til aðallega verið að vinna
með tölvur og var með sýningu um daginn
í Nýlistasafninu sem kallaðist Dægurfluga
en þá var það fluga á skjá sem lék mis-
munandi tónlist eftir því hvernig henni var
stýrt.“
Frank segir að Manntaflið hafi þróast út
frá öðru verki sem hann vann að í Hol-
landi þar sem hann notaði hina vinsælu
myllu.
„Þar framkölluðu þeir sem spiluðu myll-
una raftónlist eftir því hvernig þeir léku
leikinn. Mig langaði síðan að víkka þessa
hugmynd aðeins og datt þá niður á þessa
hugmynd að nota skákina. Lúðrasveit ligg-
ur líka svo beint við því að lúðrasveitir eru
hannaðar til að ganga og svo voru þær líka
notaðar í hernaði hér áður fyrr, léku
marsa hermönnum til dáða. Svo ekki sé
minnst á fagurfræðilegan flöt lúðrasveit-
arbúninga.“
Beðinn að lýsa tónlistinni sem muni
hljóma í Lækjargötu í dag segir Frank að
hún muni sækja lögun sína í skákborðið.
„Það verður leikið eftir stífum en ein-
földum reglum og tónlistin verður eitthvað
í líkingu við það – ef það útskýrir eitthvað.
Skákin verður spiluð alveg til enda, nokk-
uð hratt og það verður ekkert jafntefli.
Taflfélagið Hrókurinn er með mér í þessu
og Höfuðborgarstofa studdi mig einnig,
svo ekki sé minnst á Lárus Grímsson,
stjórnanda Lúðrasveitar Reykjavíkur, sem
reyndist mér ómetanleg hjálp. En sem
sagt, þarna mun namibískur skákmaður
tefla við Grænlandsmeistarann þannig að
það má jafnvel segja að þetta sé lands-
leikur í skák.“
Tónlist | Frank Hall blæs til frumlegrar orustu
Tónlistar-manntafl
í Lækjargötu
Frank Hall, höfundur
Manntaflsins, er einnig
gítarleikari Ske.