Morgunblaðið - 20.08.2005, Page 60
STURLA Böðvarsson sam-
gönguráðherra segir sjálfsagt
að skoða flugvöll við Löngu-
sker sem einn kost til fram-
tíðar ef það er mögulegt út frá
kostnaðarlegu og umhverf-
islegu sjónarmiði, og telji
stjórnvöld fært að fara þá leið.
Á fundi fulltrúa FL Group og
Flugfélags Íslands með borg-
aryfirvöldum í síðustu viku
kom fram að flugfélögin telja
Álftanes og Löngusker álit-
legustu kostina fyrir nýjan
innanlandsflugvöll ef Reykja-
víkurflugvöllur verður færður
úr Vatnsmýrinni.
Sturla bendir á að sam-
gönguráðuneytið sé í stöð-
ugum viðræðum við flug-
félögin um flugvallarmálin og
ráðuneytið reyni að uppfylla
óskir þeirra. „Fulltrúar flug-
félaganna telja að Reykjavík-
urflugvöllur í Vatnsmýrinni sé
besti kosturinn,“ tekur hann
fram. Sturla segist hins vegar
vera „að láta meta flugtækni-
legar aðstæður, bæði hvað
varðar flugvöllinn eins og
hann er nú, eða láta meta flug-
völl á Lönguskerjum. Þetta er
nú verið að vinna á mínum
vegum“.
Dagur B. Eggertsson, for-
maður skipulagsráðs Reykja-
víkurborgar, tekur í sama
streng hvað varðar þann stað
sem flugrekstraraðilarnir
kjósi helst. Hann bendir á að
þeir hafi jafnframt sagt á
fundinum með borgaryf-
irvöldum að óvissan sé mjög
slæm fyrir atvinnurekstur
þeirra.
Spurður um kostnað vegna
framkvæmda við innanlands-
flugvöll segir Dagur að hann
gæti orðið á bilinu 8–10 millj-
arðar. Hann bendir á að gróf
kostnaðaráætlun hafi verið
gerð fyrir um fimm árum
vegna millilandaflugvalla, og
hljóðaði hún upp á 13 millj-
arða. Hann segir að kostn-
aðurinn vegna landfyllinga
væri 9 milljarðar. „Það sem
breytist þegar þú ferð frá
millilandaflugvelli með
löngum brautum í innanlands-
flugvöll er að brautirnar stytt-
ast og helgunarsvæðin helm-
ingast,“ segir Dagur og bætir
því við að gera megi ráð fyrir
að fyllingarkostnaðurinn
myndi lækka um helming.
„Það fer allt eftir hönnun og
öðru slíku en það er allt saman
eftir. Maður fer því varlega í
allar fullyrðingar.“
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra vill skoða nýja kosti í flugvallarmálum í Reykjavík
Löngusker sem framtíðarkostur?
Kostnaður við nýjan innanlandsflugvöll á Lönguskerjum gæti verið 8–10 milljarðar
Útilokar ekki | 31Tillaga um flugvöll á Lönguskerjum.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
HÁLFUM mánuði áður en tenniskappinn
Arnar Sigurðsson innbyrti sinn níunda Ís-
landsmeistaratitil í röð um síðustu helgi
lenti hann í miklum lífs-
háska.
Arnar lýsir því í viðtali
í íþróttablaði Morgun-
blaðsins í dag er hann
var nærri drukknaður í
flúðasiglingu sem hann
fór í ásamt fleirum um
jökulárnar í Skagafirði.
„Þetta var hrikalegt
og ég komst að því af eig-
in raun hve lítið má út af
bera og hve skammt er á milli lífs og dauða,“
segir Arnar, sem féll úr bátnum sem hann
sigldi með, lenti í þungum straumi og var
hátt í mínútu í kafi. Arnar missti meðvitund
og segist í raun hafa verið búinn að gefast
upp, tilfinningin hafi verið sú að nú væri allt
búið. Hann rakst að auki utan í kletta og
hlaut nokkra áverka á baki.
„Það var hrein heppni að þeir skyldu ná
mér upp og þegar ég komst til meðvitundar
var ég ekki með neinn mátt í fótunum.
Verkurinn var mikill og ég hélt að ég væri
brotinn,“ segir Arnar en hann náði fljótt
áttum og læknisrannsókn leiddi í ljós að
hann var óbrotinn og öll líffæri sluppu.
Hann harkaði af sér og þrátt fyrir ráðlegg-
ingar sjúkraþjálfarans um að keppa ekki
skráði hann sig á Íslandsmótið tveimur vik-
um eftir slysið. Þar upplifði hann sinn sæt-
asta sigur á ferlinum. | Íþróttir
Tennismeist-
ari í lífsháska
Arnar Sigurðsson SJÖ slösuðust, þar af einn alvarlega,
í árekstri vörubíls og strætisvagns á
mótum Suðurlandsbrautar og
Kringlumýrarbrautar við Laugaveg
laust eftir klukkan níu í gærmorgun.
Vagnstjóri strætisvagnsins slasaðist
mest. Hann kastaðist út úr vagnin-
um og hlaut einnig alvarleg meiðsl á
fæti. Hann gekkst undir aðgerð á
skurðdeild Landspítalans og átti að
flytja hann yfir á gjörgæsludeild að
henni lokinni.
Sex farþegar strætisvagnsins,
mest roskið fólk, voru fluttir á
slysadeild og fengu allir að fara
heim að lokinni skoðun nema einn
sem var lagður inn á spítalann.
Að sögn læknis á slysadeild var
ekki talið að slysið hefði verið það
alvarlegt að setja þyrfti í gang hóp-
slysaáætlun.
Vettvangur slyssins var girtur af
á meðan lögregla og sjúkralið unnu
á vettvangi og var öllum aðkomu-
leiðum að gatnamótunum lokað.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar voru tildrög slyssins þau
að strætisvagninum var ekið vestur
Suðurlandsbraut og vörubifreiðinni
norður Kringlumýrarbraut. Sam-
kvæmt skýrslu vitna bendir allt til
þess að vörubifreiðinni hafi verið
ekið yfir gatnamótin gegn rauðu
ljósi. Upplýsingar úr ökurita vöru-
bílsins segja hraðann hafa verið 80
km/klst. Mun strætisvagninn hafa
verið nýlagður af stað á grænu ljósi
þegar vörubíllinn skall á honum.
Lögreglumaður og gatna-
gerðarmenn veittu hjálp
Fyrir tilviljun var ómerktur bíll
frá tæknideild lögreglunnar í
Reykjavík staddur næst á eftir
strætisvagninum þegar bílalestin
lagði af stað yfir gatnamótin. Við-
komandi lögreglumaður brást strax
við eftir áreksturinn og hlúði að
slösuðum á meðan beðið var eftir
sjúkraliði. Starfsmenn verktaka-
fyrirtækis sem unnu við fram-
kvæmdir á gatnamótunum brugð-
ust einnig við og veittu hjálp.
Við áreksturinn snerist strætis-
vagninn um 45 gráður og kastaðist
upp á umferðareyju sem starfs-
mennirnir voru að vinna við. Aðeins
örstuttu fyrir slysið höfðu þeir verið
nákvæmlega á þeim stað þar sem
strætisvagninn lenti. Þeir höfðu
fært sig úr stað og segir lögregla
það mikla mildi að enginn skyldi
vera fyrir þegar vagninn fór stjórn-
laust upp á eyjuna.
Sjö slasaðir eftir að vörubíll fór yfir á rauðu ljósi á gatnamótum
Skall á strætisvagn-
inum á 80 km hraða
Morgunblaðið/Júlíus
Við áreksturinn kastaðist vagnstjórinn út úr vagninum. Var hlúð að honum af fjölmennu sjúkraliði.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Harmi slegin | 4
ÞETTA er dæmi um alvarleg-
ustu slysin í þéttbýli sem geta
orðið á gatnamótum sem þess-
um,“ segir Óli H. Þórðarson,
formaður Umferðarráðs.
„Þarna hefði getað farið mun
verr og þetta sýnir okkur líka
hvað slysin eru fljót að gerast.
Á umferðarljósum er hættan
jafnvel enn meiri en ella því
ökumenn á grænu ljósi eiga
allajafna ekki von á því að
keyrt sé á þá.
Í þessu tilviki eiga ennfremur
tveir atvinnubílstjórar í hlut og
við gerum mjög ríkar kröfur til
þeirra á grundvelli þess að þeir
hafa aukin ökuréttindi.“
Alvarlegasta tegund
bílslysa í þéttbýli
HÖSKULDUR Jónsson, forstjóri ÁTVR,
skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem
hann segir að þess misskilnings gæti að
nær ómögulegt sé að koma svokölluðum
„gæðavínum“ fyrir í hillum vínbúðanna
þannig að þau standi neytendum til boða.
Hann bendir á að birgjum standi til boða
að koma þeim vínum í sölu sem þeir óska.
Hann segir að framboð á betri rauðvíns-
tegundum sé gott. Það láti nærri að vín-
áhugamaður geti valið sér nýja gæðateg-
und í vínbúðunum nánast á hverjum degi.
„Þyki þetta lélegt úrval getur vín-
áhugamaðurinn óskað að ÁTVR sérpanti
vín úr því safni sem heildsalar halda fyrir
veitingahúsin. Venjulega tekur það vín-
búðirnar einn dag að afgreiða slíka pönt-
un til viðskiptavina á höfuðborgarsvæð-
inu,“ segir Höskuldur og bætir því við að
hugsanlega gæti vínáhugamaðurinn
drukkið tvær nýjar tegundir gæðavíns á
dag. | miðopna
Framboð gott á
betra rauðvíni
♦♦♦