Morgunblaðið - 07.09.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 241. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Japansför
Guitar Islancio
Var fagnað eins og rokkstjörnur
væru þar á ferð | Menning
Úr verinu og Íþróttir í dag
Úr verinu | Sjávarútvegssýningin hefst í dag Kostnaður meira
en 100 milljónir Íþróttir | Góður sigur hjá ungmennalandsliðinu
Byrjaðir að undirbúa næstu keppni Ólafur Már í feikna formi
Sameinuðu þjóðunum. AFP. | Ljóst er að Kofi
Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna (SÞ), er ekki sekur um siðferð-
isleg brot í tengslum við
áætlun Sameinuðu þjóð-
anna um sölu á íraskri ol-
íu fyrir mat í tíð Sadd-
ams Husseins í Írak, að
því er fram kemur í
skýrslu um spillingu í
málinu. Sonur Annans,
Kojo, hefur verið sakað-
ur um að hafa misnotað
tengslin við föðurinn til
að hagnast á áætluninni.
Óháð rannsóknanefnd undir formennsku
Paul Volckers, fyrrverandi seðlabanka-
stjóra Bandaríkjanna, gerði skýrsluna að
beiðni Annans og var formáli að henni birt-
ur í gær en sjálf skýrslan verður opinber-
lega afhent öryggisráði SÞ í dag. Yfirmaður
olíusöluáætlunarinnar, Benon Sevan, er tal-
inn hafa þegið mútur frá Írökum. Í formál-
anum segir að Annan hafi ekki brotið siða-
reglur en gert alvarleg stjórnunarmistök.
„Óumflýjanleg niðurstaða starfs nefndar-
innar er að Sameinuðu þjóðirnar þurfa á
róttækum umbótum að halda – og þörfin er
afar brýn,“ segir í formálanum.
Annan
gerði slæm
mistök
Kofi Annan
LÖGREGLAN í New Orleans í Bandaríkjunum
sagðist í gær vera búin að fara í um 75% allra
íbúðarhúsa til að leita að fólki sem varð innlyksa
og hefur stundum þurft að þvinga fólk til að yfir-
gefa húsin. Hætta er nú talin á miklu umhverfis-
tjóni á New Orleans-svæðinu. Þar er enn fjöldi
líka á götunum, einnig húsasorp, brak og eitur-
efni úr verksmiðjum. Sagt er að rotnandi úr-
gangur og olía liggi yfir öllu eins og slikja í hit-
anum sem oft fer yfir 30 stig. Dæla þarf menguðu
vatninu af götum borgarinnar yfir í Pontchartr-
ain-stöðuvatnið og Mississippi-fljót næstu mán-
uði og er óttast að ýmis eiturefni geti valdið þar
stórtjóni á lífríkinu.
George W. Bush Bandaríkjaforseti, sem sætt
hefur harðri gagnrýni vegna seinna viðbragða al-
ríkisyfirvalda við náttúruhamförunum, hét því í
gær að hann myndi sjálfur hafa umsjón með ít-
arlegri rannsókn á því hvað hefði farið úrskeiðis
við björgunaraðgerðir.
Yfir 90 ríki hafa boðið Bandaríkjamönnum að-
stoð vegna hamfaranna. Hafa Þjóðverjar að sögn
AP-fréttastofunnar boðist til að senda hraðvirkar
dælur til að fjarlægja vatn af götum New Orleans
og var boðinu tekið með þökkum. Þyrlur frá
Singapúr og Kanada eru þegar að störfum á
flóðasvæðinu, Mexíkó sendi í gær af stað lest 15
herbíla með hjálpargögn yfir landamærin til
grannans í norðri.
Enn er óljóst hve margir létu lífið í fellibylnum
og flóðunum en óttast að um þúsundir manna sé
að ræða. Talið er að allt að 160.000 íbúðarhús á
New Orleans-svæðinu hafi gereyðilagst, útvega
þarf heimilislausu fólkinu nýjan samastað.
Fjöldi fólks um öll Bandaríkin hefur boðist til
að hýsa fólk af hamfarasvæðinu. „Allir eiga rétt á
öruggum stað til að sofa, fólk á ekki að þurfa að
búa við þessar aðstæður,“ sagði Beth Blanch, 34
ára kona í Virginíu. Hún sendi út skilaboð á Net-
inu og bauðst til að taka við heimilislausum.
Hætta á miklu um-
hverfistjóni vofir yfir
Reuters
Slökkviliðsmaður hjálpar New Orleans-búa við að komast á brott, í baksýn brennandi íbúðarhús.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Hjara innan um rústirnar | 14
Strassborg. AFP. | Hart var deilt á
þingi Evrópusambandsins (ESB) í
Strassborg í gær um tillögur fram-
kvæmdastjórn-
arinnar í Brussel
sem miða að því
að draga úr tíðni
húðkrabba með
því að setja reglur
um klæðaburð
starfsmanna sem
geta sólbrunnið í
vinnunni.
Andstæðingar
tillagnanna segja
að um ofstjórn-
aráráttu sé að
ræða og svo geti
farið að þrýstnum afgreiðslustúlkum
á bjórkrám í Bæjaralandi verði bann-
að að ganga í flegnum kjólum sem af-
hjúpa brjóstaskoruna. Bresk dagblöð
hafa gert gys að því að með nýju lög-
unum verði verkamönnum þar í landi
bannað að vinna berir að ofan.
„Ættu vinnuveitendur að útvega
[starfsmönnum] sólarolíu? Ættu þeir
að útvega þeim sólgleraugu? Þetta er
ekki eitthvað sem ESB á að fást við,“
sagði Liz Lynne sem er bresk og
þingmaður frjálslyndra demókrata.
Stuðningsmenn, sem flestir eru úr
röðum vinstriflokka, benda á að tíðni
húðkrabba fari ört vaxandi í sumum
löndum ESB. Breski þingmaðurinn
Roger Helmer sagði að þingið héldi
áfram að láta hlæja að sér fyrir að
samþykkja öfgafullar tillögur. „Hve-
nær förum við að meðhöndla evr-
ópska borgara eins og fullorðið fólk
sem getur sjálft tekið ákvarðanir?“
spurði Helmer.
Holdið verði
varið fyrir sól
Þýsk þjónustustúlka
með bjór.
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið
að leggja fram frumvarp á Alþingi í
haust, þar sem m.a. verður gert
ráð fyrir því að 18 milljörðum af
söluandvirði Símans verði varið til
fyrstu áfanga hátæknisjúkrahúss á
Landspítalalóðinni við Hringbraut
árin 2008 til 2012 og að 15 millj-
örðum verði varið til vegafram-
kvæmda á árunum 2007 til 2010,
m.a. til Sundabrautar.
Ríkissjóði barst í gær 66,7 millj-
arða króna greiðsla frá Skipti ehf.
fyrir Landssíma Íslands hf. Þar af
voru 34,5 milljarðar greiddir í ís-
lenskum krónum en 32,2 milljarðar
í erlendri mynt. Ríkisstjórnin hef-
ur ákveðið að þeim hluta, sem
greiddur var í erlendri mynt, verði
varið til þess að greiða niður er-
lendar skuldir ríkissjóðs á þessu
ári.
Fyrrnefndi hlutinn verður að
mestu lagður inn á reikning í
Seðlabanka Íslands fram til ársins
2007. Hann muni skila ríkissjóði
umtalsverðum vaxtatekjum og
koma í veg fyrir þensluáhrif á sama
tíma og stóriðjuframkvæmdirnar
eru í hámarki.
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra segir að erlendar skuldir
ríkisins hafi verið um 160 milljarð-
ar í árslok 2004 en þær verði 100 til
110 milljarðar í lok þessa árs. Það
hefði aldrei fyrr gerst í sögu þjóð-
arinnar að erlendar skuldir ríkisins
væru borgaðar niður með öðrum
eins hætti og nú.
Davíð Oddsson utanríkisráð-
herra segir að 25 milljarða afgang-
ur verði á fjárlögum þessa árs í
stað tíu, eins og áður var spáð. Það
þýði að hægt verði að greiða niður
erlendar skuldir á þessu ári um
samtals 50–60 milljarða. „Þegar
því verður lokið verðum við skuld-
laus við útlönd, [sem ríki], þegar
við tökum á móti eign Seðlabank-
ans í gjaldeyrisvarasjóði“.
Formenn stjórnarandstöðu-
flokkanna eru ánægðir með margt
í hugmyndum stjórnvalda. Þeir
gagnrýna þó ýmislegt. Steingrím-
ur J. Sigfússon, formaður VG,
sagði m.a. gagnrýnisvert að fram-
kvæmdavaldið skyldi taka að sér
að tilkynna hvernig söluandvirði
Símans yrði ráðstafað mörg ár
fram í tímann.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar, tók í
sama streng. „Mér finnst dálítið
verið að strá silfrinu um landið áð-
ur en það er tímabært,“ sagði hún.
Þá sagði Guðjón A. Kristjáns-
son, formaður Frjálslynda flokks-
ins, m.a. nauðsynlegt að skoða mál-
efni Hvalfjarðarganganna ef fara
ætti með Sundabraut í einkafram-
kvæmd með tilheyrandi gjaldtöku.
18 milljörðum varið í
nýtt hátæknisjúkrahús
Morgunblaðið/Þorkell
Forystumenn stjórnarflokkanna kynntu ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
Erlendar skuldir | 24–25
Eftir Örnu Schram
og Svavar Knút Kristinsson