Morgunblaðið - 07.09.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 07.09.2005, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frábær vikuferð þar sem við kynnumst mörgum helstu perlum þessara tveggja landa. Bæði eru þau einstök og bjóða upp á mikla fjölbreytni í upplifun. Náttúrufegurðin er engu lík og fjölbreytileikinn er mikill. Borgir og bæir eru töfrandi og í heild má segja að þessi lönd skapi einstakan ramma utan um stórkostlega ferðaupplifun. Ferðatilhögun: Flogið er til Trieste og lent um hádegi. Ekið til perlunnar Bled í Slóveníu. Gist í 3 nætur. Á föstudegi er farið í kynnisferð um Bled og að Bohinj vatni. Á laugardegi er farið til Ljubljana, hinnar fallegu höfuðborgar Slóveníu. Á sunnudegi er ekin fögur fjallaleið um Vrsic skarð til hins fallega strandbæjar Izola við Adríahafið. Þar er gist í fjórar nætur. Á mánudegi er í boði hálfsdags bátsferð til Piran, á þriðjudegi dagsferð til Króatíu; Ístríuskaginn Porec - Rovinj og Limfjord, og á miðvikudegi er í boði hálfs dags ferð til Trieste. Á fimmtudegi er flogið heim. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Ævintýri í Slóveníu og Króatíu 22. september Munið Mastercard ferðaávísunina Einstök ferð á frábæru verði kr. 59.990 • Bled • Júlíönsku alparnir • Ljubljana • Izola • Piran • Porec • Rovinj • Trieste Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli. Aukagjald fyrir einbýli er kr. 10.000. Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hótelum, morgunverður og kvöldverður allan tímann, ferðir milli staða, kynnisferðir 23. og 24. sept. og íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Valfrjálsar kynnisferðir og aðgangseyrir. Takmarkaður fjöldi sæta er í boði á þessu verði. „NÚ eru komnar til umræðu raun- hæfar lausnir þar sem hagsmunir höfuðborgarinnar, innanlands- flugsins og þar með landsbyggð- arinnar geti farið saman. Vonandi munu menn bera gæfu til þess að vinna hratt og vel að útfærslu þeirra hugmynda á næstunni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, for- maður skipulagsráðs, varðandi framtíð Vatnsmýrarinnar á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði fátt virðast benda til annars en að í þessa vinnu verði farið og vísaði til þess að Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra hefði sagt að hann útilokaði ekkert. Sömuleiðis hafi minnihlutaframboðin í borg- arstjórn lýst yfir þeirri skoðun sinni að Vatns- mýrin verði tek- in til annarra nota en flug- starfsemi í fram- tíðinni. Dagur sagði umræðuna vera komna upp úr skotgröfunum og nú væri leitað sameiginlegra lausna. Þetta væri merkilegt í ljósi þess að fyrir um þremur mánuðum hefði umræðan í borgarstjórn ver- ið í hnút. „Það er mikilvægt að við áttum okkur á því hér í borgarstjórn hvar við erum stödd í ferlinu og hvar ekki. Við höfum náð árangri í því að leita raunhæfra lausna til þess að höggva á þennan hnút og það er orðið brýnt, og það eru allir sammála um það,“ sagði Dagur og bætti því við að það væri líka mik- ilvægt að borgarbúar gætu komið að framtíðarskipulagi Vatnsmýr- arinnar. Það verði gert nk. föstu- dag þegar sýning um skipulag í borginni og sérstaklega skipulag í Vatnsmýrinni verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur. Hann sagði tillögu um hug- myndasamkeppnina verða lagða fram á morgun á fundi borgarráðs. Formaður skipulagsráðs um framtíð Vatnsmýrarinnar Umræðan komin upp úr skotgröfunum Dagur B. Eggertsson BJÖRN Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi á fundi borgarstjórnar í gær þá ákvörðun R-listans að halda hug- myndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar, sem kosti á bilinu 80–100 milljónir kr. Hann sagði samkeppnina vera til- gangslausa. Málið ætti eftir að skoða vel og vandlega. Það ætti eft- ir að fara í gegnum svipað ferli með flugvöllinn líkt og gert var með Sundabrautina. Hann sagði að þótt þverpólitísk samstaða virtist vera um það að flugvöllurinn færi þá væri afstaðan ekki hin sama þegar litið sé til hvert hann skuli fara. Deilt sé um stærð höfuðborg- arsvæðisins. Sumir segja að hann megi ekki fara lengra en á Álftanes en aðrir segi að hann megi fara til Keflavíkur. „Þetta er ákveðin viðleitni til þess að segja sem svo að við séum öll sammála um það að flugvöll- urinn fari en við erum ekki sam- mála um hvert hann skuli fara. Ef hann á að fara eitthvað lengra held- ur en út á Álftanes þá erum við ekki sammála því að það fari fram hér alþjóðleg samkeppni um það sem formaður skipulagsráðs hefur boðað,“ sagði Björn og vísaði til ræðu sinnar frá 3. maí sl. varðandi Vatnsmýrina þar sem hann sagði að það sé nauðsynlegt að borgarstjórn Reykjavíkur taki ákvörðun um hvað felist í alþjóðlegri hugmynda- samkeppni. Björn Bjarnason, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna Menn ekki sammála hvert fara eigi með flugvöllinn Björn Bjarnason FYRSTI fundur borgarstjórnar Reykjavíkur að loknu sumarleyfi var í Ráðhúsinu í gær. Steinunn Valdís Óskarsdóttir er hér í umræðu um sam- einingu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og með fylgist forseti borg- arstjórnar, Alfreð Þorsteinsson. Morgunblaðið/Þorkell Borgarstjórn komin í gang eftir sumarfrí FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn lögðu fram tillögu á borgarstjórnarfundi í gær, þess efnis að komið verði á fót gjaldfrjálsum bif- reiðastæðum í miðborginni. Lagt er til að stæðin verði gjald- frjáls en notkun þeirra áfram stýrt með tímatakmörkunum samkvæmt svonefndu skífukerfi að erlendri fyr- irmynd. Samkvæmt tillögunni á starfshópur að endurskoða gjaldtöku á bifreiðastæðum og koma með tillög- ur að breyttu fyrirkomulagi. Samþykkt var í einum róm tillaga borgarstjóra um að borgarstjórn feli framkvæmdaráði að kanna hvort koma eigi á fót gjaldfrjálsum bifreiða- stæðum í miðborginni. Stæðin verði gjaldfrjáls en notkun þeirra áfram stytt með tímatakmörkunum sam- kvæmt svonefndu skífukerfi að er- lendri fyrirmynd. Ráðið skipi starfs- hóp með þátttöku hagsmunaaðila sem muni kanna kosti og galla breytt fyr- irkomulags. Kaupmenn verið ósáttir Í greinargerð með tillögunni segir, að frá árinu 1994 hafi tekjur Bíla- stæðasjóðs Reykjavíkur af bifreiða- stæðum og stöðubrotum í miðborg- inni vaxið gífurlega og sé áætlað að þær muni nema um 450 milljónum króna á þessu ári. Þessir fjármunir komi úr vösum viðskiptavina í mið- borginni og hljóta að hafa áhrif á að- sóknina þar. Kaupmenn í miðborginni séu flestir ósáttir við núverandi fyr- irkomulag og bendi á ójafna sam- keppnisstöðu þar sem viðskiptavinir þeirra séu skattlagðir. Verslanir í öðr- um hverfum auglýsi óspart að hjá þeim séu næg ókeypis bílastæði og engar sektir. Þá kemur fram, að erlendis hafi hins vegar verið ör þróun í bílastæða- málum og þar hafi víða náðst góður árangur við að samræma styrka stýr- ingu og almenna ánægju viðskipta- vina. Ein helsta breytingin felist í upptöku svonefnds skífukerfis en með því sé bíleigendum gert kleift að leggja ókeypis í tiltekin stæði í ákveð- inn tíma gegn því að þeir setji skífu eða miða í framrúður bifreiða sinna sem gefi til kynna komutíma þeirra á viðkomandi stæði. Virði þeir ekki sett tímatakmörk, eiga þeir á hættu á að þurfa að greiða aukastöðugjald. Í greinargerð sjálfstæðismanna segir ennfremur að umrætt skífukerfi hafi gefist vel á Norðurlöndunum, Þýskalandi og víðar um heim. Fyrir skömmu var slíkt kerfi tekið upp í miðbæ Akureyrar og segir í greinar- gerðinni, að viðtökurnar hafi verið góðar. Tími sé til kominn að Reykja- vík bætist í hóp framsækinna sveitar- félaga og prófi slíkt kerfi. Tillaga á borgarstjórnarfundi í gær Bifreiðastæði verði gjaldfrjáls í miðborginni Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is SAMÞYKKT var á fundi borgar- stjórnar í gær tillaga borgarstjóra um að tillaga Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins, varðandi sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, verði kynnt fyr- ir stjórn samtaka sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu. Var tillagan sam- þykkt með 14 af 15 borgarfulltrúum. Ólafur sat hjá og fékk bókað að tillaga borgarstjóra sé ekki til þess fallin að fá fram þá umræðu sem þurfi til að flýta nauðsynlegri sameiningu sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri segir að hægt sé að taka undir margt í tillögu Ólafs, t.d. að í samein- ingunni geti falist mikið hagræði. Hún benti jafnframt á að sveitarfélög- in á svæðinu ættu nú þegar með sér samstarf á mörgum sviðum. T.d. á sviði almenningssamgangna, slökkvi- liðsmála, svæðisskipulags, almanna- varna, frárennslismála svo dæmi séu tekin. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki rétt að gera allt þetta svæði að einu sveitarfélagi. Sumum þykir nóg að í einu sveitarfélagi búi 40% ís- lensku þjóðarinnar og að á höfuð- borgarsvæðinu og að í Reykjavík búi 60% íbúa alls höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Steinunn. Ekki áhugi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sagðist ávallt vera hlynntur samein- ingu sveitarfélaga enda hafi náðst töluverður árangur á þeim vettvangi sl. 13 ár. Hann sagði þó að hvað Reykjavíkurborg varði þá lægi ljóst fyrir að ekki væri áhugi til staðar hjá forystumönnum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á samruna. Ekki eitt sveit- arfélag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.