Morgunblaðið - 07.09.2005, Page 9
FORSETI Alþingis, Halldór
Blöndal, sækir 2. alþjóðaráð-
stefnu þingforseta sem Al-
þjóðaþingmannasambandið og
Sameinuðu
þjóðirnar
standa fyrir
í New York
dagana 7.–9.
september.
Munu þing-
forsetarnir
m.a. ræða
samstarf
þjóðþinga
og Samein-
uðu þjóðanna og um hlutverk
þjóðþinga til eflingar friðar,
öryggis og lýðræðis í heimin-
um.
Fundurinn er haldinn í að-
draganda leiðtogafundar Sam-
einuðu þjóðanna og munu
þingforsetarnir væntanlega
samþykkja ályktun til leiðtoga-
fundarins. Ýmsir aðrir fundir
verða haldnir í tengslum við
ráðstefnuna, t.d. mun forseti
Alþingis sækja fund þingfor-
seta Norðurlanda og Eystra-
saltsríkja sem og fund þing-
forseta smáríkja í Evrópu.
Í för með forseta Alþingis
eru, auk eiginkonu hans, Einar
K. Guðfinnsson þingmaður
ásamt skrifstofustjóra Alþingis
og forstöðumanni alþjóðasviðs.
Alþjóða-
ráðstefna
þingfor-
seta í New
York
Halldór Blöndal
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• sími 581 2141
Nýir samkvæmiskjólar
Flauelsbuxurnar
og betri buxur í
þremur litum
Laugavegi 84 ● sími 551 0756
H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9
H V E R A F O L D 1 - 3 , G R A F A R V O G I • S Í M I 5 7 7 4 9 4 9
NÝJAR
HAUSTVÖRUR
Í I
, I Í I
Innigallar - heimagallar
fyrir konur á öllum aldri
Ný sending af velúrgöllum
Nokkir litir
Stærðir 10-20
Verið velkomin
Sími 568 5170
Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • fax 517 6565
www.belladonna.is
Bjóðum frábært tilboð til Costa del
Sol. Þú bókar og tryggir þér síðustu
sætin og 4 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Costa del Sol
14. eða 21. sept.
frá kr. 29.990 m.v. 2
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 29.990 í viku
Verð kr.39.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. a.m.k. 2 í herbergi/stúdíó/
íbúð. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn.
Stökktu tilboð 14. eða 21. sept. í viku.
Lægsta verðið - síðustu sætin
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Ýmislegt áhugavert
fyrir safnara
EVRÓPSKA gervitunglið CryoSat
sem skotið verður á loft á næstunni,
mun meðal annars mæla þykkt jökla
hér á landi. Gervitunglið verður sett
á 720 kílómetra háa braut á milli póla
jarðarinnar og mun mæla þykkt
jökla og hafíss á Suðurskautsland-
inu, Grænlandi, Íslandi og á heim-
skautahafsvæðum.
Það er Evrópska geimferðastofn-
unin (ESA) sem stendur á bak við
hönnun CryoSat. Með því hyggst
hún rannsaka áhrif hækkunar á hita-
stigi jarðar á bráðnun jökla.
Breytingar greindar
í sentimetrum
CryoSat gervitunglið er sérstakt
að því leyti að í því er fullkominn rad-
ar sem senda mun frá sér merki til
jarðar. Að sögn Halldórs Björnsson-
ar, sérfræðings á Veðurstofu Ís-
lands, er mikill munur á að nota slík-
an radar og því að taka venjulegar
myndir eins og flest veðurgervitungl
gera.
„Með radarnum má fylgjast með
þykkt íssins. Þegar horft er á venju-
legar myndir teknar af sömu svæð-
um er aftur á móti erfitt að vita hvort
og hvaða breyting hefur orðið á
þykktinni,“ segir Halldór. Hann seg-
ir radarinn í CryoSat gera vísinda-
mönnum kleift að greina allar slíkar
breytingar nákvæmlega. Radar-
myndir frá tveimur mismunandi tím-
um megi bera saman og greina allt
niður í eins sentimetra mun á þykkt.
„Þarna er um ákaflega sniðuga
tækni að ræða, sem mun gera mönn-
um kleift að fylgjast mjög náið með
breytingum á yfirborðsþykkt jökla,
meðal annars hér á landi,“ segir
Halldór. Hann segir hana þó ekki
auðvelda viðureignar og til dæmis sé
hægara sagt en gert að koma rad-
arnum út í geiminn.
Meiri umhverfisvöktun en áður
Að sögn Halldórs hefur komið á
óvart hversu hratt stóru jökulhvelin
geta breytt um þykkt.
„Það er ein ástæða þess að rétt
þykir að fylgjast mjög nákvæmlega
með þessu. Í dag er almennt miklu
meiri umhverfisvöktun en áður og
mikið af henni fer fram í gegnum
gervitungl. Radar eins og í CryoSat
opnar þar nýjar leiðir,“ segir Hall-
dór.
Íslenskir
jöklar mældir
úr geimnum
Með fullkominni tækni CryoSat-
gervitunglsins verður fylgst með
þykkt íslenskra jökla.
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur
sigridurv@mbl.is
Fréttasíminn
904 1100