Morgunblaðið - 07.09.2005, Page 10

Morgunblaðið - 07.09.2005, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aukin sjálfvirkni er svar Vesturlanda við ódýru vinnuafli Marel og róbótarnir á morgun VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS Endurskoðun laga um lax- og silungsveiði nr. 76/1970 Athugasemdir óskast við frumvarpsdrög Nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði til að endur- skoða gildandi löggjöf um lax- og silungsveiði hefur unnið drög að frumvörpum er þennan málaflokk varða. Þar er um að ræða frumvarp til laga um lax- og silungs- veiði, frumvarp til laga um fiskeldi, frumvarp til laga um fiskrækt, frumvarp til laga um varnir gegn fisksjúkdóm- um og frumvarp til laga um íslenskar vatnarannsóknir. Stefnt er að framlagningu frumvarpanna á komandi haustþingi. Öllum sem þess óska gefst nú kostur á því að koma athugasemdum við frumvörpin til nefndarinnar áður en nefndin skilar frumvarpsdrögunum til landbún- aðarráðherra. Frumvarpsdrögin má finna á vefslóðinni www.landbunadarraduneyti.is Athugasemdir sendist á postur@lan.stjr.is fyrir 20. september. FJALLAÐ verður um náttúruham- farirnar í New Orleans og nágrenni í málstofu sem umhverfis- og bygging- arverkfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands gengst fyrir í Öskju í dag. „Við ætlum að rekja þessa sögu eins og hún blasir við okkur af gögn- um sem við fáum af netinu. Við erum búnir að safna saman því sem við för- um í gegnum og flokka það, og reyn- um að búa til söguna þannig að fólk skilji hvers vegna þetta varð svona al- varlegt,“ segir Sigurður Magnús Garðarsson, dósent við HÍ, sem mun halda fyrirlestur ásamt Jónasi Elías- syni, prófessor við HÍ. En meðal fræðasviða þeirra er straum- og vatnafræði. Aðspurður hvort Íslendingar geti dregið einhvern lærdóm af hamför- unum í New Orleans segir Sigurður ljóst að menn verði að vera tilbúnir undir þá hluti sem búist sé við, eins og t.a.m. Suðurlandsskjálfta eða Kötlugosi svo dæmi séu tekin. „Það var búist við þessu. Þetta kemur í sjálfu sér engum á óvart eftir á. En menn voru annaðhvort ekki með plönin tilbúin eða gátu ekki fram- kvæmt þau af einhverjum ástæðum,“ segir Sigurður. Lýst verður í málstofunni hvaða vitneskja var fyrir hendi um hamfarir sem þessar og hvernig þeim er spáð. Lýst er líkönum sem til eru af afleið- ingunum og borið saman við reynslu af fyrri hamförum. Raktar eru orsak- ir þess að mannvirki gáfu sig og váin varð eins mikil og raun bar vitni. Sigurður segir að það sé vel þekkt í Bandaríkjunum hvernig eigi að bregðast við fellibyljum. Hins vegar hafi varnargarðar brostið í beinu framhaldi af veðurofsanum og svo virðist sem menn hafi ekki verið und- irbúnir undir slíkt, jafnvel þó að margir hefðu spáð því að slíkt gæti gerst. „Af einhverjum ástæðum, sem við getum ekki endilega dæmt um, þá taka viðbragðsáætlanir og fleira ekki tillit til þess að þessir vatnagarðar geti farið,“ segir Sigurður og bætir við að í kjölfarið hrynji hlutir eins og skólp, vatn og rafmagn. Ekki sé hægt að koma því á á nýjan leik og á meðan sé fólk fast í borginni. Málstofan hefst kl. 16 í dag í stofu 132 í Öskju. HÍ með málstofu í dag um hamfarirnar í New Orleans Viðbragðsáætlanir miðuðu ekki við að varnargarðar færu Jónas Elíasson Sigurður Magnús Garðarsson STJÓRN KEA hefur sam- þykkt að ráða Halldór Jó- hannsson í starf framkvæmda- stjóra félagsins í stað Andra Teits- sonar. Halldór Jó- hannsson er 33 ára viðskipta- fræðingur að mennt og hef- ur starfað hjá KEA sem fjár- festingastjóri frá því í nóvember 2004. Á árunum 2002–2004 var hann aðstoðarframkvæmda- stjóri Kaldbaks og þar áður að- stoðarkaupfélagsstjóri KEA. Áður en Halldór kom til starfa fyrir KEA starfaði hann um fimm ára skeið hjá Landsbanka Íslands við fjármögnun, fjár- festingar og samrunaráðgjöf. Halldór er kvæntur Erlu Árnadóttur, upplýsinga- og bókasafnsfræðingi, og eiga þau tvö börn. Nýr fram- kvæmda- stjóri KEA Halldór Jóhannsson SPELLVIRKI voru unnin á minn- ingargarði um þá sem létust í snjó- flóðinu á Flateyri aðfaranótt sunnu- dags, þegar bíl var ekið inn í hann með þeim afleiðingum að djúp hjól- för mynduðust. Hefur atvikið verið kært til lögreglu. Minningargarðurinn hefur verið í vinnslu í nokkur ár og er nokkurs konar samfélagsverkefni Flateyr- inga, en þeir hafa starfað saman að uppbyggingu garðsins og notið m.a. stuðnings sjálfboðaliða frá Veraldarvinum og Landsvirkjun auk fjárhagslegs stuðnings víða að. Sigrún Gerða Gísladóttir hjúkr- unarfræðingur er meðal þeirra sem hafa staðið í fylkingarbrjósti við gerð garðsins. Segir hún tjónið mik- ið og dýrt og tímafrekt að bæta það. Ekið hafi verið inn á svæði þar sem búið var að slétta jarðveg og sá í og líka keyrt inn á nýlagða stétt, en öll stéttalagning var unnin í sjálfboðavinnu. „Við urðum mjög leið og sorgmædd yfir þessu, því að við vorum búin að vanda okkur svo mikið við þetta,“ segir Sigrún. „Við höfum fengið ómetanlega hjálp frá sjálfboðaliðum. Nú tekur hins vegar við að laga þetta, við látum ekkert stoppa okkur.“ Dómgreindarskortur Jóhanna G. Kristjánsdóttir, menntunarfræðingur og annar af skipuleggjendum garðsins, kveðst afar sár yfir þessum aðförum og vonar að þarna hafi verið um að ræða dómgreindarskort frekar en nokkuð annað. „Flateyringar trúa því ekki að nokkur einasta manneskja, sem gerir sér grein fyrir þessu, sé svo skyni skroppin að hún leiki sér að því að særa tilfinningar þeirra sem láta sér annt um minningu náinna vina og ættingja sem létu lífið í hin- um miklu hamförum tuttugasta og sjötta október 1995,“ segir Jó- hanna. Þeim sem kunna að hafa ein- hverjar upplýsingar um verknaðinn er bent á að hafa samband við lög- regluna á Ísafirði. „Erum mjög leið og sorgmædd yfir þessu“ Spellvirki í minningargarði á Flateyri RÚM 64% landsmanna eru frekar eða mjög ánægð með ráðningu Páls Magnússonar í embætti út- varpsstjóra. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Enginn munur er á afstöðu karla og kvenna til ráðningar Páls en tölu- verður munur er eftir aldri svar- enda. Tæp 39% yngstu svarendanna, 16–24 ára, segjast hvorki ánægð né óánægð með ráðningu nýs út- varpsstjóra. Mestrar óánægju gætir meðal svarenda á aldrinum 45–54 ára, en í þeim hópi eru 13,5% sem segjast óánægð með ráðningu hans. Þegar þeir sem sögðust óánægðir með ráðninguna voru inntir eftir því hvað þeim mislíkaði nefndu flestir að þeim líkaði ekki við Pál og hans starfshætti, að aðrir umsækjendur hefðu verið hæfari, að þeir hefði heldur viljað fá konu í starfið eða þeir væru ósáttir við hvernig stað- ið hefði verið að ráðningunni. Eng- inn munur er á afstöðu svarenda eftir búsetu, menntun, tekjum eða fylgi við stjórnmálaflokka. Könnunin var gerð dagana 10.– 22. ágúst. Úrtakið var 1.218 manns og svarhlutfall 62%. Ánægja með ráðningu nýs útvarpsstjóra RÉTTARHÖLDUM yfir karli og konu, sem ákærð eru fyrir að bana Gísla Þorkelssyni í bænum Boks- burg í Suður-Afríku í sumar, hefur verið frestað þar til í næstu viku. Að sögn suður-afrískra fjölmiðla var það gert að ósk ákærðu. Sakborningarnir, Willie Theron, 28 ára, og Desree Louise Oberhol- zer, 43 ára, komu síðast fyrir dóm 23. ágúst og auk manndrápsákæru sæta þau einnig ákæru fyrir fjársvik og að hindra framgang réttvísinnar. Ober- holzer hefur játað aðild sína að mál- inu. Mann- drápsmáli í S-Afríku frestað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.