Morgunblaðið - 07.09.2005, Page 12

Morgunblaðið - 07.09.2005, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NORRÆNA lögfræðingaþingið, hið 37. í röð- inni, var haldið nýverið í Reykjavík. Þátttak- endur voru um 1.100, þar af tæplega 100 frá Íslandi. Fjölbreytileg dagskrá var í boði og fyrirles- arar meðal þekktustu lögfræðinga á Norð- urlöndunum. Af Íslands hálfu fluttu fyr- irlestra þau Aðalheiður Jóhannsdóttir lektor, Berglind Ásgeirsdóttir aðstoðarfram- kvæmdastjóri OECD, Guðmundur Sigurðsson dósent, Jakob Möller hrl., Sif Konráðsdóttir hrl., Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor, Valborg Snævarr hrl. og Viðar Már Matthías- son prófessor. Gunnlaugur Claessen hæsta- réttardómari, Jakob Möller hrl. ogViðar Már Matthíasson prófessor voru meðal fund- arstjóra á þinginu. Réttindi einstaklinga til umræðu Meðal fjölmargra umræðuefna voru ýmis álitaefni sem tengjast grundvallarréttindum einstaklinga, svo sem hvernig standa megi vörð um þau í tengslum við baráttuna gegn hryðjuverkum, hvort og hvernig vernda eigi slík réttindi á vettvangi Evrópusambandsins og hvort svigrúm löggjafans til lagasetningar sé orðið of takmarkað vegna slíkra réttinda. Einnig var fjallað um sönnunarvandamál sem upp koma þegar á reynir hvort einstaklingum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti, um vinnuréttarleg ágreiningsefni sem tengj- ast alþjóðlegum verktökum, um meðferð efna- hagsbrota og refsingar fyrir þau, um stöðu hugverkaréttarins í nútíma samfélagi, um of- beldi gegn konum og um stöðu þagnarréttar lögmanna. Rannsóknastofnunin Institutet för rättsvet- enskaplig forskning, sem stofnuð var af Knut og Alice Wallenbergs Stiftelse, veitti nú í átt- unda sinn verðlaun sjóðsins, 250 þúsund sænskar krónur, auk heiðursskjals, til lög- fræðings sem skarað hefur fram úr með fram- lagi til norrænnar lögfræði. Verðlaunin hafa verið veitt frá 1981 í tengslum við norræna lögfræðingaþingið en að þessu sinni hlaut verðlaunin Leif Sevón, forseti Hæstaréttar Finnlands. Afhenti forseti Íslands, herra Ólaf- ur Ragnar Grímsson, verðlaunin. Einn Ís- lendingur hefur hlotið þessi verðlaun, Ár- mann Snævarr, fyrrverandi prófessor, háskólarektor og hæstaréttardómari. Stjórnarskipti Á þinginu var kjörin ný stjórn Íslands- deildar norrænu lögfræðingaþinganna. Guð- rún Erlendsdóttir hæstaréttardómari vék úr stjórn en hún hafði verið formaður Íslands- deildarinnar frá 1993. Einnig vék Ármann Snævarr úr stjórn eftir að hafa setið í henni í 54 ár, þar af sem formaður til fjölda ára. Hlýtur svo löng stjórnarseta að teljast eins- dæmi og var Ármann Snævarr einróma kjör- inn heiðursfélagi Íslandsdeildarinnar. Ragnar Tómas Árnason var kjörinn nýr formaður stjórnarinnar, en aðrir í stjórn eru Brynhild- ur Flóvenz, Erla Jónsdóttir, Helgi I. Jónsson, Hjörtur Torfason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Thors, Ragnhildur Helgadóttir, Valborg Snævarr og Viðar Már Matthíasson. 100 Íslendingar á norræna lögmannaþinginu Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitir Leif Sevón, forseta Hæstaréttar Finnlands, norrænu lögfræðingaverðlaunin, sem afhent voru í áttunda sinn, 250 þúsund sænskar kr. „VERÐ nýrra bíla hjá Brimborg hef- ur lækkað verulega að raunvirði mið- að við búnað undanfarin ár í samræmi við styrkingu krónunnar og aukna hagkvæmni í innkaupum og rekstri Brimborgar,“ segir m.a. í yfirlýsingu Egils Jóhannssonar, framkvæmda- stjóra Brimborgar, sem borist hefur Morgunblaðinu. Segir hann fyrirtækið hafna þeim fullyrðingum sem fram hafi komið undanfarna daga þess efnis að með sterkari krónu hafi bílverð ekki lækk- að en það hafi hækkað á árunum 2000–2001 þegar krónan veiktist. Í yfirlýsingu framkvæmdastjóra Brimborgar segir einnig að verð á Ford Focus hafi aðeins hækkað um 18,1% á sex ára tímabili en kostnaður hafi á sama tíma aukist um 23,9% að teknu tilliti til búnaðar og gæða. Þá segir einnig í yfirlýsingunni: „Þess má geta að Focus er framleiddur í Þýskalandi og hann því keyptur inn í evrum en evran hefur aðeins lækkað um 1,88% á tímabilinu eins og kemur fram í rannsókninni. Niðurstöðurnar yrðu sambærilegar fyrir aðrar gerðir Ford og einnig bíla frá Volvo og Citroën því Brimborg vinnur eftir skýrri stefnu hvað varðar samræm- ingu verðs við gengi á hverjum tíma. Þó er alltaf einhver munur milli fram- leiðenda og einstakra tegunda hjá hverjum framleiðanda vegna atriða sem nánar er skýrt frá í rannsókninni. Brimborg er stærsti innflytjandi bandarískra bíla til Íslands og þar hefur lækkunin verið enn meiri. Í rannsókninni er tekið dæmi af Ford Explorer sem hefur lækkað um rúm- lega 20% á rúmum tveimur árum. Á þessu sama tímabili lækkaði dollar um 27%. Hækkun á verðlagi og meiri búnaður og gæði skýra auðveldlega muninn. Aðrar gerðir Ford-bíla frá Bandaríkjunum hafa lækkað sam- bærilega í verði sem hefur skilað sér í tíföldun á sölu þessara bíla frá því árið 2003 og sextíuföldun í sölu síðan árið 2002. Ofangreindar niðurstöður taka ein- göngu til breytinga á listaverði en til viðbótar við verðlækkanir sem ofar eru nefndar býður Brimborg ýmis til- boð sem lækka verð enn frekar og sterk króna hefur auðvitað áhrif á til- boðin á jákvæðan hátt fyrir neytend- ur.“ Bent er á nánari rökstuðning fyrir ofangreindu á vef Brimborgar, www.brimborg.is. Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar Segir raunverð bíla hafa lækkað Morgunblaðið/Golli Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, svarar gagnrýni á þróun bílverðs. GRÍMUR Atlason hefur ákveðið að gefa kost á sér í eitt af þremur efstu sætunum í forvali Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs í Reykjavík til borgarstjórn- arkosninga á komandi vori. Grímur, sem er þroskaþjálfi að mennt, hefur starfað sem slík- ur bæði á Íslandi og í Danmörku. Hefur hann þó undanfarin ár látið meira að sér kveða á sviði tónleika- halds, skipulagningar ýmissa menningarviðburða og bókaútgáfu. Grímur hefur einnig starfað sem verkefnisstjóri hjá félagasamtök- unum Heimili og skóla og einnig hjá Félagsþjónustunni. Þá hefur hann starfað sem ráðgjafi á sviði meðferðar og forvarna vegna áfengis- og vímuefnanotkunar bæði í Reykjavík og í Kaupmannahöfn. Í tilkynningu frá Grími segir að hann líti á þriðja sæti listans sem baráttusæti og raunhæft sé fyrir eina raunverulega félagshyggjuafl- ið í Reykjavík að stefna á þrjá borgarfulltrúa í komandi kosning- um. Grímur kveðst leggja áherslu á að Reykjavík verði skemmtileg borg og þar verði gott að búa sama hvaðan fólk kemur og óháð fjár- hag. Til þess þurfi jöfnuð, m.a. bæði í húsnæðismálum og leik- skóla- og skólamálum. Grímur Atla- son býður sig fram hjá VG Grímur Atlason ÍSLENDINGAR greiða lægstu gjöldin fyrir heimilissíma ef miðað er við kaupgetu, eða um þriðjung af því sem símnotendur greiða almennt í þeim OECD-ríkjum þar sem þessi þjónusta er dýrust. Er þá miðað við meðalnotkun þegar hringt er innanlands, milli landa og í farsíma. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá OECD, sem greint er frá á vefsíðu Póst- og fjarskipta- stofnunarinnar, www.pta.is. Þar segir m.a. að gjöld fyrir farsímaþjónustu séu einnig hvað lægst hér á landi. Sé miðað við þá sem nota farsíma lítið greiða Íslendingar þriðju lægstu gjöldin. Þeir Ís- lendingar sem nota farsímann mest greiða hins vegar hærri gjöld en farsímanotendur almennt í öðrum norrænum ríkjum. Samanborið við önnur OECD-ríki eru gjöld fyr- ir utanlandssímtöl hér á landi undir meðallagi, en þó dýrari en í flestum grannríkjunum. Ræður þar mestu landfræðileg lega landsins. Þá kemur fram að útgjöld íslenskra fyrirtækja vegna talsímaþjónustu eru langlægst eða um helmingi lægri en að jafnaði í OECD-ríkjunum. Ís- lensk fjarskiptafyrirtæki greiða jafnframt lægsta verð fyrir leigulínur til að selja ýmsa virðisaukandi fjarskiptaþjónustu og eru útgjöld þeirra 70% lægri en að jafnaði í öðrum OECD-löndunum. Samkvæmt skýrslu OECD hafa útgjöld vegna fjarskiptaþjónustu lækkað jafnt og þétt í aðild- arríkjunum á síðasta áratug eða að jafnaði um 10% fyrir almenna notendur og 20% hjá fyrirtækjum. Ræður þar mestu að mörg símafyrirtæki hafa brugðist við nýrri talsímaþjónustu á netinu með því að bjóða sama verð fyrir innanlandssímtöl og millilandasímtöl. Þá bjóða stór símafyrirtæki sem áður voru í opinberri eigu nú jafnframt upp á ódýra netsímaþjónustu. Símgjöldin lægst á Ís- landi miðað við kaupgetu EKKERT hefur komið fram sem sýnir og sannar að sam- komulag hafi verið gert við sjónvarpsstöðina Sky í Bret- landi um að hætta að selja Ís- lendingum aðgang að stöðinni. Þetta kemur m.a. fram í bréfi sem lögmaður Neytendasam- takanna hefur sent lögmanni Smáís, samtökum myndréttar- hafa á Íslandi. Tilefni bréfsins var að kanna réttmæti þess að loka fyrir að íslenskir neytendur gætu horft á Sky og þá sérstaklega á Sky sport. Smáís höfðu þá sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að óskað hefði verið eftir því við Sky að hætta viðskiptum við íslenska áhorfendur og loka á öll viðskipti þar sem greitt var með íslenskum greiðslukortum. Í bréfi lögmannsins segir enn fremur að samkvæmt skilmál- um Sky selji sjónvarpsstöðin áskriftir á Bretlandseyjum en fyrir liggi að íbúar víðsvegar í Evrópu séu með aðgang að þessum stöðvum. Engin tilraun hafi verið gerð af hálfu Sky til að loka fyrir þennan möguleika hvort heldur er á Íslandi, Júgó- slavíu, Noregi eða Þýskalandi svo nokkur séu nefnd. Lögmaður Neytendasamtak- anna segir að ekkert liggi fyrir um að lokað verði á íslensk kreditkort og vandséð hvernig það eigi að vera hægt. Um sl. mánaðamót hafi ekkert gerst í þessu efni þrátt fyrir að komið hefði fram í fréttum að svo yrði. Auk þess liggi ekki fyrir neinar upplýsingar um sértækar að- gerðir af hálfu Sky hér á landi. Neytendasamtökin senda myndrétt- arhöfum bréf Ekkert sam- komulag við Sky

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.