Morgunblaðið - 07.09.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.09.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 15 ERLENT MÁLIÐ MOGGANU M Á MOR GUNMÁLIÐ FY LGIR MEÐ ÚTDAUÐ T ÓNLIST Í TAKT VIÐ TÍÐARAN DANN; FREYR Í P OPPLAND I FELLIBYLURINN Nabi fór yfir Suður-Japan í gær og olli víða miklu tjóni. Varð hann rúmlega 20 mönnum að bana og meira en 50 slösuðust. Um 100.000 manns leit- uðu hælis í sérstökum neyð- arskýlum þegar veðurhamurinn var mestur. Gífurleg úrkoma fylgdi fellibylnum, um 1.300 mm frá því á sunnudag, og olli hún víða flóðum og skriðuföllum. Eins og venjulega voru yfirvöld með mikinn viðbúnað vegna veðursins og ekki dró það úr, að Japanir eins og aðrir hafa fylgst með afleiðingum fellibylsins Katr- ínar í Bandaríkjunum og eft- irleiknum þar. Jústsjenko í vanda VÍKTOR Jústsjenko, forseti Úkr- aínu, er í vanda eftir að fyrrverandi aðstoðarmaður hans og kosn- ingastjóri á síð- asta ári, Ol- exander Zíntsjenko, sak- aði nokkra valda- mikla embætt- ismenn um spillingu. Segir hann, að Petro Poroshenko, yf- irmaður þjóð- aröryggisráðs- ins, og Olexander Tretjakov, einn helsti ráðgjafi Jústsjenkos, séu á kafi í spillingu og noti sér aðstöð- una miskunnarlaust. Eru þessi mál helsta umræðu- og fréttaefnið í Úkraínu og koma á slæmum tíma fyrir forsetann. Hafa fyrri vinsæld- ir hans að mestu gufað upp og hvorki gengur né rekur með um- bætur í efnahagslífinu. Segja fréttaskýrendur, að vinni Jústsj- enko og bandamenn hans ekki mik- ilvægar kosningar eftir sjö mánuði, sé eins líklegt, að tilraunir hans til að færa Úkraínu í vesturátt verði þar með farnar út um þúfur. Írak verra en Afganistan KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í fyrra- dag, að Írak væri orðið að meiri miðstöð fyrir hryðjuverkastarfsemi en Afganistan hefði verið í tíð talíb- anastjórnarinnar. Kom þetta fram í viðtali Annans í BBC, breska rík- isútvarpinu, en þar sagði hann, að margir múslímar ættu í sál- arkreppu. Þeim fyndust þeir ofsótt- ir í sínu eigin samfélagi og nið- urlægðir af vestrænum ríkjum. Hefði Íraksstríðið ekki hjálpað til í því efni. „Við höfðum einu sinni áhyggjur af Afganistan sem miðstöð alþjóð- legrar hryðjuverkastarfsemi en ég held, að Írak sé orðið verra,“ sagði Annan. Fjarar undan Fazio MARGT bendir til, að Antonio Faz- io, seðlabankastjóri á Ítalíu, neyðist til að segja af sér en svo virðist sem helstu samherjar hans hafi snúið við honum bak- inu. Fazio er sak- aður um að hafa beitt áhrifum sínum til að boði ítalsks banka í tvo aðra ítalska banka var tekið en ekki boði frá hollenskum banka og spænskum. Með því hafi hann gróflega brotið gegn hlutleys- isskyldu sinni sem seðlabankastjóri. Domenico Siniscalco, efnahags- málaráðherra Ítalíu, sagði fyrir fáum dögum, að Fazio ætti að vera búinn að leggja fram lausnarbeiðni og Silvio Berlusconi forsætisráð- herra sagði í fyrradag, að þótt Sin- iscalco hefði bara verið að tjá sína skoðun, þá væri alveg hægt að taka undir hana með honum. Manntjón í fellibyl í Japan Víktor Jústsjenko Antonio Fazio Berlín. AFP. | Angela Merkel, sem þykir líkleg til að verða næsti kanslari Þýskalands, var sökuð um það í gær að hafa afritað ræðu Ronalds heitins Reag- ans Bandaríkjafor- seta frá árinu 1980 og notað hana sem loka- orð sín í kappræðun- um við Gerhard Schröder kanslara síðastliðinn sunnu- dag. Lokaorð Merkel þykja sláandi lík lokaorðum Reagans í kappræðunum við Jimmy Carter í október 1980. Voru þau sögð hafa ráðið nokkru um sigur Reagans í kosningunum og þýskir jafn- aðarmenn segja, að Merkel hafi einfaldlega afritað þau. Talsmenn kristilegra demókrata, flokks Merkel, viðurkenndu í gær, að Merkel kynni að hafa sótt eitthvað til Reagans. Efnislega eins Lokaorð Reagans í kappræðunum við Carter voru þessi: „Næsta þriðjudag munu kjósendur ganga að kjörborðinu og þá er ekki óeðlilegt, að þeir spyrji sig þeirrar spurningar hvort þeir hafi það betra nú en fyrir fjórum árum. Hefur kaupmátturinn aukist, hefur atvinnuleysið minnkað? Ef svarið er já, er augljóst hvað þeir munu kjósa. Ef svarið er nei, þá get ég bent þeim á annan kost.“ Lokaorð Merkel voru þessi: „Kæru kjósendur. Eftir tvær vikur verður gengið að kjörborðinu og þá er ekki úr vegi að velta nokkrum spurningum fyrir sér. Er ástandið betra nú en fyrir sjö árum (þegar Schröder komst til valda). Er hagvöxturinn meiri? Hefur dregið úr atvinnuleysi? Hefur skriffinnskan minnkað? Er betur séð fyrir eftirlaunum og heilsugæslu? Ef svarið við þessum spurningum er já, þá vitið þið líklega hvað þið ætlið að kjósa. Ef svo er ekki, þá eig- ið þið annan kost.“ Sögð hafa afritað orð Reagans Angela Merkel ALMENNAR þingkosningar verða í Afganistan 18. þessa mánaðar og kosningabaráttan á fullu eftir því, sem hún gerist í þessu stóra landi, sem byggt er mörgum þjóðum. Myndin er frá höfuðborginni, Ka- búl, og ekki ólíklegt, að á stóru myndinni á veggnum sé verið að reka áróður fyrir skógrækt. Á hana hafa síðan frambjóðendur hengt sín aug- lýsingaspjöld. AP Kosningar í Afganistan BRESKIR vísindamenn hafa nú gert út af við lífseiga kenningu um að karlar muni eftir nokkrar milljónir ára deyja út vegna þess að Y-litningurinn, sem ákvarðar karlkyn, sé að tapa genum og muni loks hverfa. Hafa menn jafnvel rætt um að ef ekki fynd- ist annað ráð yrði að frysta mikl- ansa sýnir á hinn bóginn að Y hefur ekki misst nein gen síðan menn og simpansar greindust í tvær ólíkar dýrategundir fyrir um sex milljónum ára. Karlar eru því varla í útrýmingarhættu. En Y-litningur simpansa hefur hins vegar tapað fimm genum á þessu tímabili. ar birgðir af sæði til að tryggja að tegundin maður dæi ekki út. Skýrt er frá nýjum rannsókn- um á þessu sviði í vísindatímarit- inu Nature í vikunni. Aðeins 27 gen eru í Y-litningn- um en um þúsund í X-litningnum sem einkennir frumur kvenna. Ný rannsókn á genamengi simp- Karlar ekki að deyja út

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.