Morgunblaðið - 07.09.2005, Side 19

Morgunblaðið - 07.09.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 19 MINNSTAÐUR Vörumarkaður í Perlunni 3.-11. sept. - Opið milli 14-18 virka daga, 12-18 um helgar! Standlampar Verð frá: 12.500 kr! Algengt verð: 35.000 kr. Stór lampi Verð aðeins: 9.000 kr! Algengt verð: 19.900 kr. Stór lampi Verð aðeins: 6.500 kr! Algengt verð: 19.800 kr. Global Art House postúlín Eldfastir og slitsterkir diskar, skálar og fleira! Libbey’s glervörur Hágæða glervörur af öllum gerðum! Nuddstóll með skemli! Verð aðeins: 19.900 kr! Algengt verð: 38.000 kr. Skrifstofustóll! Verð aðeins: 8.000 kr! Algengt verð: 16.000 kr. Stórir og fallegir vasar Háir, lágir djúpir og grunnir. á húsgögnum og húsbúnaði!Ótrúle gt verð ... og margt margt fleira! Verð frá 1.900 kr! EKTA LEÐUR! EKTA LEÐUR! Verð frá 100 kr! Mögnuð útsala! Blönduós | Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi er ekki frábrugðin öðrum sambærilegum heilbrigðisstofnun- um á landsbyggðinni þegar horft er til skilvirkni þeirra og þess ráðstöf- unarfjár á íbúa sem þær fá til að sinna hlutverki sínu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoð- unar. Þá hefur stjórnendum stofn- unarinnar tekist að laga starfsemina að þeim fjárhagsramma sem henni er settur og breyttum aðstæðum heilbrigðisstofnana á landsbyggð- inni. Úttektin var gerð að beiðni stjórn- enda stofnunarinnar sem telja ekki nægilega skýrt samband milli fjár- framlaga til hennar og þess sem ætl- ast er til af henni. Telja þeir stofn- unina vera vanfjármagnaða og að auka þurfi framlög til hennar. Í úttektinni var Heilbrigðisstofn- unin á Blönduósi borin saman við þrjár sambærilegar heilbrigðisstofn- anir á landsbyggðinni og eina sem er bæði mun stærri og sinnir fjölbreytt- ari verkefnum. Í ljós kom að starf- semi hennar er álíka skilvirk og starfsemi viðmiðunarstofnana af svipaðri stærð. Úttektin sýnir einnig að utanaðkomandi þjónusta skýrir ekki mun á heildarkostnaði íbúa ein- stakra þjónustusvæða. Árið 2004 var reglubundinn rekst- ur Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi nánast í jafnvægi eftir hallarekstur undangenginna ára. Stjórnendum hefur tekist að laga starfsemina að fjárhagsramma sem þeim er settur og virðast fá mikið út úr fjármunum sem stofnunin fær til ráðstöfunar. Munur milli stofnana Í ljós kom umtalsverður munur milli stofnana sem ekki verður skýrður með efnislegum aðstæðum en skv. niðurstöðum úttektarinnar virðist þó ekki liggja beint við að Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi eigi að fá leiðréttingu umfram ýmsar aðrar sambærilegar stofnanir. Áður en slík leiðrétting er gerð þarf að endurskoða forsendur fjár- veitinga til þessara heilbrigðisstofn- ana svo að tryggja megi sem best jöfnuð milli þeirra. Í úttektinni er bent á ýmsa kosti þess að heilbrigðisþjónustunni sé fremur stýrt á miðlægan hátt en á sveitarstjórnarstigi. Slíkt veiti bæði betri yfirsýn yfir málaflokkinn í heild og auðveldi stöðlun, svo sem að veita sambærilega þjónustu alls staðar á landinu. Ríkisendurskoðun leggur þó áherslu á að miðlæg stýring megi ekki koma í veg fyrir að einstakar stofnanir geti lagað þjónustu sína að aðstæðum og þörfum hvers staðar. Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi Tekist hefur að laga starfsemina að fjárveitingum LANDIÐ Laxamýri | „Stór þessi,“ heyrist sagt úr nemendahópnum þegar 4.–7. bekkur Hafralækjarskóla fékk að líta augum 20 punda hæng í vett- vangsferð sinni á Laxárbökkum á dögunum. Það var Jón Helgi Vigfús- son hjá Norðurlaxi sem tók fiskinn upp úr laxakassanum og hafði verið að sækja hann upp í Aðaldal. Þetta fannst þeim mjög gaman enda mikil tilbreyting í skólastarfinu að fá leið- sögn um sína heimabyggð til þess að sjá og fræðast um það sem þau höfðu ekki séð mikið af áður. Þema haustsins í skólanum er líf- ríki Laxár í Aðaldal og hafa krakk- arnir verið að kynna sér bæði fugla og fiska, auk þess gróður, mannlíf og annað það sem lifir við ána og í henni. Dagurinn hjá þessum fjórum bekkjum hófst hjá Norðurlaxi þar sem skoðuð voru bæði lítil og stór seiði auk nokkurra stórlaxa. Þá fengu þau einnig að sjá regnbogasil- ung sem vakti töluverða athygli enda stór og gráðugur fiskur sem buslaði mikið þegar þeim var gefið. Að því loknu var farið niður að ánni og skoðað í skordýragildru sem þar er á vegum Náttúrurannsókn- arstöðvarinnar við Mývatn og kíkt í fuglakíki á svanafjölskyldu sem var á ánni. Þá voru einnig tekin gróðursýni í plastpoka og síðan var gengið niður að Mjósundi og Æðarfossum. Eftir það lá leiðin út að ósum árinnar og farið var í fjöruferð við Ærvík- urbjarg og þar borðað nesti í blíð- skaparveðri. Þangað höfðu fáir kom- ið áður og nutu þess að hlaupa í fjöruborðinu og sjá öldurnar koma að landi. Mest gaman að sjá stóru laxana „Mér brá þegar ég sá hvað seiðin voru mörg í kerunum,“ segir Guð- mundur Helgi Bjarnason sem er í 6. bekk. Hann á heima á Aðalbóli í Að- aldal og er áhugasamur um stang- veiðar. „Ég var ekki búinn að átta mig á því að þetta væri svona mikið. Ég hafði mjög gaman af að sjá þetta og það er allt öðru vísi að sjá fossa í al- vörunni heldur en á mynd. Ég hafði ekki komið að Æðarfossum áður og mér fannst sérlega skemmtilegt að komast í fjöruna við Ærvíkurbjarg.“ Að sögn Guðmundar fer nú fram verkefnavinna í skólanum sem teng- ist vettvangsferðunum og finnst hon- um gaman að kynna sér veiðitölur sumarsins bæði hvað varðar silung og lax. Hann er t.d. í hópi sem fjallar um þá atvinnu sem áin skapar og gerðar eru bækur þar sem teiknaðar eru myndir af lífinu við ána. „Sjálfur er ég búinn að læra að veiða á flugu og hef farið upp að Kringluvatni þar sem ég hef veitt bleikjur. Ég hef gaman af veiðum og hafði þess vegna mest gaman af að sjá stóru laxana.“ Hóparnir gera kort af ánni og lík- lega verður afrakstur vinnunnar inn- an tíðar kominn upp á veggi á göng- um Hafralækjarskóla gestum og gangandi til fróðleiks og skemmt- unar. Guðmundur segir að fleiri ferð- ir séu eftir og t.d. muni þau heim- sækja Laxárvirkjun og kynna sér þá starfsemi sem þar fer fram. Þemadagar um lífríki Laxár í Aðaldal Morgunblaðið/Atli Vigfússon Lax á lofti Stórlaxinn vakti athygli nemenda þegar Jón Helgi Vigfússon tók hann upp úr kassanum, enda er hann um 20 punda flykki. Eftir Atla Vigfússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.