Morgunblaðið - 07.09.2005, Síða 21

Morgunblaðið - 07.09.2005, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 21 DAGLEGT LÍF DÖNSK HÚSGAGNAHÖNNUN Ef þú hefur áhuga á danskri húsgagnahönnun í hæsta gæðaflokki, skoðaðu þá heimasíðu okkar á www.soeborg-moebler.dk og fáðu nánari upplýsingar eða bæklinga og tilboð frá fyrirtæki okkar. Næst þegar þú ert í Kaupmannahöfn, ertu velkomin/n að heimsækja okkur í sýningarsal okkar (800 m2), sem er í aðeins 6 km fjarlægð frá miðbænum. A/S Søborg Møbelfabrik, Gladsaxevej 400, 2860 Søborg, sími +45 39 69 42 22, www.soeborg-moebler.dk Opnunartímar: mánudag-þriðjudag 8.30-16.30, föstudag 8.30-15 MANNESKJA sem notar gleraugu er líklegri til að fá eftirsótt starf eft- ir atvinnuviðtal en manneskja án gleraugna, samkvæmt nýrri könnun sem greint er frá á vef Svenska Dagbladet. Líkurnar á því að starfs- mannastjóranum þyki viðkomandi gáfulegur og jafnvel greindur eru meiri ef hann eða hún er með gler- augu, samkvæmt könnuninni. Á bilinu 39–44% þátttakenda í könn- uninni þótti gleraugnafólk líta út fyrir að vera gáfaðra en aðrir. Fjórir af hverjum tíu yfirmönnum sem tóku þátt í könnuninni telja að gler- augu geti hjálpað viðkomandi í at- vinnuleit. Þátttakendurnir voru einnig spurðir hvernig þeir upplifðu fólk með gleraugu. 11% töldu gler- augnagláma leiðinlega, 15% fannst þeir venjulegir og 19% taldi viðkom- andi áhugaverðan í útliti. Yngri þátttakendur höfðu mesta trú á að gleraugun hjálpi fólki í atvinnuleit. Ekki fylgir sögunni hverjir standa að baki umræddri könnun eða hve margir tóku þátt í henni. Christina Hammer, stofnandi ráðningarþjón- ustunnar Hammer & Hanborg, segir við SvD að vissulega geti gleraugu, rétt eins og klæðnaður, haft áhrif á það hvernig fólk kemur öðrum fyrir sjónir. „Maður ætti þó ekki að treysta bara á gleraugun í atvinnu- viðtalinu,“ segir hún. Með gleraugu í launaviðtalið Morgunblaðið/Þorkell Líkurnar á því að starfsmannastjóranum þyki viðkomandi gáfulegur og jafnvel greindur eru meiri ef hann eða hún er með gleraugu, samkvæmt könnuninni, sem nýlega var greint frá á vef Svenska Dagbladet.  KÖNNUN ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem þessi blaðamaður vaknar upp fyrir allar aldir. Í þessu tilfelli var lítið annað hægt þar sem borist hafði til eyrna minna að kynlegur karlahópur hittist daglega milli klukkan 8 og 9 á litlu kaffihúsi í Hafnarfirði. Myndu þeir taka snuðrandi kven- snift þegjandi inn í hópinn eina morg- unstund? Um leið og gengið var inn í Kæn- una var blaðamanni bróðurlega tekið og boðið til sætis meðal bakkalóm- anna. Óformlegur félagsskapur sem styður FH „Eins og svo margt annað sprettur þetta upp úr engu,“ verður svarið þegar spurt er um uppruna hópsins sem kýs að ganga undir nafninu bak- kalóklúbburinn. Um 30 karlmenn á besta aldri hittast þegar þeir eru ekki annars staðar, milli klukkan 8 og 9 á morgnana á hverjum degi nema á sunnudögum og svona hefur þetta verið í 20 ár. Sumir koma eftir sund- ið, aðrir áður en þeir fara í vinnunna og svo verður einhverjum á að segja að ástæðan fyrir góðri mætingu sé sú að konurnar séu ekki það heitar svona snemma á morgnanna að mennirnir komist til að hitta fé- lagsskapinn. Það er skellt uppúr enda mikið af því sem sagt er hér meira í gamni en alvöru. Þeir eru nú fyndnir líka fé- lagarnir. Halda allir með FH Það sem hópurinn á sameiginlegt er fyrst og fremst stuðningur við ný- bakaða Íslandsmeistara í fótbolta, FH. Hér fylgjast allir vel með og vill svo til að fyrsta frétt sem lesin er upp úr blaðinu er um brotthvarf danska FH-ingsins frá félaginu. „Það er mik- ill missir,“ heyrist af borðinu. Aðrir samsinna því. „Þarna fer skemmti- legasti leikmaðurinn“ og ekki er laust við að tregablandinn tónn fylgi orð- unum. Nýfundnir félagar mínir segja mér frá mánaðarlegum veisluhöldum sem þeir halda til styrktar FH og öruggt að segja að þarna eru á ferð einir dyggustu stuðningsmenn fé- lagsins. En áhuginn á fimleikafélag- inu er væntanlega það eina sem þess- ir menn eiga sameiginlegt ásamt því að drekka kaffi. (Reyndar er því hvíslað að mér að sessunautur minn sé KR-ingur í hjáverkum en hann er ekki lengi að þagga niður þá um- ræðu.) Allir sem einn eru fyrirmenni Hér er að finna menn úr öllum stéttum, stjórnarformenn, verslunar- eigendur, iðnaðarmenn, slæpingja, bæjarfulltrúa, fasteignasala, landliðs- þjálfara, endurskoðanda, lögfræðing og jafnvel ráðherrar kíkja í kaffi þeg- ar þannig liggur á þeim til að ræða málefni dagsins. „Stundum koma fyr- irmenni hingað,“ segir einn en annar er fljótur að bæta við „erum við ekki allir fyrirmenni sem hér erum?“ Það er hlegið dátt og ef það er satt það sem sagt er, þá eiga þessir menn eftir að vera langlífir við svona líflega fundi. Íþróttir, jeppar og útivist Vinalegur maður, sem heitir Auð- unn kemur og býður mér kaffisopa og mennirnir eru fljótir að bjóða með mjólk eða sykur, sem einn þarf reyndar að ná í á annað borð. Þetta eru sannir herramenn sem hittast hér á Kænunni, hugsa ég með mér. En aftur að málefnum dagsins, hver eru þau svona venjulega? „Hér er minnst rætt um alvarlega hluti,“ seg- ir bakkalómaður. Ég fæ að heyra að pólitík, íþróttir, útivist, jeppar, hesta- mennska og kvenfólk séu vinsæl um- ræðuefni. „Þú mátt nú sleppa því síð- asta,“ segir einn og annar svarar að bragði „já já, menn eru misjafnlega háttvísir við borðið“ og aftur er skellt upp úr. Hestamennskan er mönnunum reyndar kær. Fyrst voru það víst snjósleðarnir en svo tók einn bak- kalómaður upp á hestamennskunni fyrir mörgum árum og margir fylgdu á eftir. „Sem betur fer fékk hann áhuga á hestamennsku en gekk ekki í trúfélag.“ Það er líka nokkuð ljóst að ef einn af hópnum misstígur sig fær hann seint að gleyma því. Þeir eiga sér mörg leyndarmál, bakkalómenn og þeim hefur tekist að varðveita þau vel í 20 ár. Því er ekki við hæfi að fara að ljóstra upp um þau nú á síðum dagblaðanna. Ég þakka fyrir kaffið og kveð herramennina enda er klukkan orðin 9. Það má nú ekki fréttast að þeir hafi verið seinir í vinnuna af því að þeir áttu fund með ungri dömu.  VINÁTTA | Bakkalóklúbburinn hefur hist á Kænunni á hverjum morgni nema á sunnudögum í tuttugu ár Þeir halda allir með FH Morgunblaðið/Árni Sæberg Fótbolti, stjórnmál, jeppar og útivist var meðal þess sem bar á góma þennan morgun. Þeir sem mættu að þessu sinni galvaskir voru, frá vinstri: Guð- laugur, Kári, Steingrímur, Haraldur, Stefán, Helgi Jón, Páll, Sigurður, Benedikt, Reynir og Jón Auðunn. Morgunblaðið/Sverrir Eftir Söru M. Kolka sara@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.