Morgunblaðið - 07.09.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.09.2005, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FYRSTU tónleikar vetrarins í tón- leikaröðinni Tíbrá verða haldnir í Salnum í kvöld, á afmælisdegi Sig- fúsar Halldórssonar tónskálds og heiðursborgara Kópavogs sam- kvæmt venju, og hefjast þeir kl. 20. Æskan varð fyrir valinu Þar sem þessir fyrstu tónleikar vetrarins eru á fimmtugasta afmæl- isári Kópavogs þótti við hæfi að kalla til nokkra af þeim úrvals tónlist- armönnum sem bæinn byggja til að syngja og leika í Salnum, og verða lög Sigfúsar sjálfs heldur ekki langt undan á efnisskránni. „Við völdum þessu sinni að biðja listamenn úr Kópavogi að koma fram á opn- unartónleikunum. Þar er auðvitað af svo miklu að taka að það væri hægt að halda röð tónleika bara með þeim! En við völdum æskuna,“ segir Vigdís Esradóttir, forstöðumaður Salarins í Kópavogi, um opnunartónleikana í ár. Tónleikarnir hefjast með leik Skólahljómsveitar Kópavogs undir stjórn Össurar Geirssonar, sem er nýsnúin heim úr tónleikaferðalagi um Norðurlönd. Í ferðinni vann sveitin meðal annars til fyrstu verð- launa á hljómsveitamóti í Gautaborg, í efsta styrkleikaflokki. Sveitin mun spila tónlist í léttari kantinum. Þá mun Ólafur Kjartan Sigurð- arson baritón flytja einsöngslög og aríur ásamt Peter Máté píanóleikara, Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau flautuleikarar flytja Fant- asíu við lög úr óperunni Rigoletto eft- ir Giuseppe Verdi eftir þá Karl og Franz Doppler og Jóhann Nardeau trompetleikari og sonur Guðrúnar og Martials flytja Tilbrigði við stef úr óperunni Norma eftir Vincenzo Bell- ini eftir Jean-Baptiste Arban. Peter Máté leikur undir hjá Nardeau- fjölskyldunni. Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur lýkur dag- skránni með tónlist frá ýmsum heimshornum; þar á meðal hluta af efnisskrá sinni úr nýafstöðnu tón- leikaferðalagi um Japan, en einnig tveimur lögum eftir Ragnhildi Gísla- dóttur við texta Sjóns. Þá flytur kór- inn syrpu með vinsælum lögum Sig- fúsar Halldórssonar ásamt Jazzkvartett Reykjavíkur. Skemmtilegt upphaf að vetrinum Tónleikunum í kvöld lýkur síðan með flutningi lagsins Hér á ég heima eftir Þóru Marteinsdóttur við texta Steinunnar Sigurjónsdóttur, en lagið bar sigur úr býtum í samkeppni sem haldin var í tilefni 50 ára afmælis Kópavogsbæjar í maí síðastliðnum. „Þetta er óskaplega fallegt lag,“ segir Vigdís um þessa nýju tónsmíð og bætir við að opnunartónleikarnir verði án efa skemmtilegt upphaf að tónleikaröðinni Tíbrá í vetur. „Dag- skráin hefur sjaldan verið eins glæsi- leg hjá okkur; þar munu meðal ann- ars koma fram 15 einsöngvarar, á annan tug píanóleikara og þunga- vigtarfólk úr tónlistarheiminum á borð við Erling Blöndal Bengtsson og Ivan Klánský, svo dæmi séu nefnd. Við erum því full tilhlökkunar og vonum að fólk komi sem oftast í Salinn og njóti þess sem fólk hefur verið að undirbúa fyrir veturinn.“ Tónlist | Fyrstu tónleikar vetrarins í Tíbrár-röðinni í Salnum Æskan varð fyrir valinu Morgunblaðið/Golli Skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Össurar Geirssonar leikur í kvöld. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kemur fram á opnunartónleikum Tíbrár- raðarinnar í kvöld. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is duate-gráðu frá Royal Academy of Music í London í júní síðastliðnum. Íslenskum áheyrendum gefst næst tækifæri til að heyra Jónas syngja á einsöngstónleikum í Salnum ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleik- ara, sem haldnir verða 11. febrúar næstkomandi. Þetta er í fjórða sinn sem styrk- urinn er afhentur í Salnum á fæðing- ardegi Önnu, en sjóðnum er ætlað að styrkja efnilega tónlistarnema í „söng og fíólínspili“ eins og Anna sjálf orðaði það. Áður hlutu styrkinn þau Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran árið 2002, Eyjólfur Eyjólfsson tenór árið 2003 og Ari Vilhjálmsson fiðluleikari árið 2004. VEITT var viðurkenning úr Styrkt- arsjóði Önnu Karólínu Nordal við hátíðlega athöfn í Salnum í gær. Það var Jónas Guðmundsson ten- órsöngvari sem tók við styrknum að upphæð 500.000 kr. og flutti við til- efnið þrjú lög við lofsamlegar und- irtektir áheyrenda. Stjórn sjóðsins er skipuð þeim Jónasi Ingimundarsyni, Vigdísi Esradóttur og Þórði Júlíussyni og hafði þetta um styrkþegann að segja: „Jónas hefur háa, blæfagra tenórrödd sem vekur athygli þá hún heyrist. Hann syngur af smekkvísi og kunnáttu, og er gæddur þeim eig- inleikum sem gera honum mögulegt að takast á við margvísleg viðfangs- efni. Það er vissa sjóðsstjórnar Styrktarsjóðs Önnu Karólínu Nordal að hans bíði söngferill – vonandi far- sæll.“ Í hlutverki Lindoro Í samtali við Morgunblaðið sagðist Jónas hissa en jafnframt ánægður að hafa hlotið styrkinn. Aðspurður hvers konar tónlist honum þætti skemmtilegast að syngja, sagði hann erfitt að svara, enda kæmi margt í hugann. „En ætli ég nefni ekki fyrst óperu, þá ítalska og franska helst. Hún á hug minn og hjarta,“ sagði hann, en hann hafði einmitt sungið tvær aríur, eftir Lehár og Puccini, við athöfnina. Um þessar mundir tekur Jónas þátt í masterklassa á Ítalíu, og snýr því aftur þangað í dag til að syngja með á lokatónleikum þeirra á föstu- dag og laugardag. Næsta stóra verk- efni hans verður ennfremur á Ítalíu, en þá syngur hann hlutverk Lindo- ros í uppfærslu á Ítölsku stúlkunni í Alsír í Treviso á Norður-Ítalíu. Jón- as hefur verið búsettur í Englandi undanfarin tvö ár og lauk postgra- Tónlist | Jónas Guðmundsson hlýtur styrk úr sjóði Önnu Karólínu Nordal „Hefur háa, blæ- fagra tenórrödd“ Morgunblaðið/Golli Jónas Guðmundsson tenórsöngvari söng við styrkveitinguna við góðar undirtektir áheyrenda í Salnum. ÞEIR Gunnar Þórðarson, Jón Rafnsson og Björn Thoroddsen, sem skipa tríóið Guitar Islancio, eru nýkomnir heim úr Japansferð. Tríóið lék á heimssýningunni, Expo 2005, og hélt daglega tónleika í um vikutíma í nor- ræna skálanum á norrænum dögum í borg- inni Nagoya. Í ferðinni undirbjó tríóið einnig útgáfu geisladisksins Scandinavian Songs í Japan 27. september, en diskurinn kom út hér heima í vor. Gunnar Þórðarson segir að listamenn frá öllum Norðurlöndunum hafi spilað í norræna skálanum, og að þeir hafi þar verið fulltrúar Íslands. Og Japanir tóku Guitar Islancio firna vel. „Já, við vorum þarna eins og rokk- stjörnur. Ég hef aldrei haft jafn mikið að gera við að gefa eiginhandaráritanir. Annars voru Japanirnir afskaplega kurteisir – ég held að þetta sé kurteisasta þjóð sem ég hef komið til.“ Búið var að prenta auglýs- ingaspjöld um Guitar Islancio, og það var á þau sem gestirnir vildu að tríóið kvittaði. „Okkur var ótrúlega vel tekið. En ég hef samt ekki hugmynd um hvað þetta hefur að segja fyrir útgáfu plötunnar – og sennilega borgar sig ekkert að vera með yfirlýsingar um það.“ Gunnar segir að ef vel ætti að vera þyrfti tríóið að vera á staðnum í lengri tíma til að kynna plötuna. Þegar þeir heimsóttu Kína í fyrra var þeim sagt, að þeir þyrftu að ferðast og spila í ár til að eiga von um frama. „En það væri gaman að fara aftur einhvern tíma, og það gerist kannski.“ Björn Thoroddsen tekur undir það að ferð- in til Japans hafi lukkast vonum framar. „Þeir tóku okkur svo vel – og það kom mér á óvart, að þótt menningarsamfélögin séu ólík, þá virtumst við hitta á einhverja taug í Jap- önunum. Ég er sammála Gunnari um að það verði ekkert á vísan að róa með plötuna, en eftir ferðina er ég miklu bjartsýnni en ég var.“ Björn segir að munurinn á Japönum og Kínverjum hafi verið sá að Japanirnir hafi augljóslega þekkt músíkstefnu tríósins – vesturevrópskan þjóðlagadjass. „Í eyrum Kínverjana vorum við hins vegar framandi. Það er meiri hefð fyrir vestrænni tónlist í Japan. Fólk var að koma aftur og aftur alla dagana að hlusta á okkur, og við vorum myndaðir í bak og fyrir á vídeóvélar.“ Björn segir að ásóknin í eiginhandarárit- anir hafi verið mjög sérstök uppákoma, og að á endanum hafi þurft að taka frá sérstakan tíma í dagskrá tríósins til að sinna því verki. Jón Rafnsson segir að stefnan sé að fara út aftur og fylgja plötunni eitthvað eftir þegar hún kemur út. Hann er jafn ánægður með túrinn og félagar hans, og segir að ein- staklega vel hafi verið staðið að öllu skipu- lagi, eins og með útgáfu kynningarefnisins sem Japanirnir sóttu svo í að fá áritað. „En aðsóknin var líka góð. Við spiluðum á hverj- um degi frá fimmtudegi til sunnudags – bæði í skálanum sjálfum, og svo að minnsta kosti tvenna tónleika á dag að auki á svæðinu fyrir utan. Það var að koma allt upp í tugi þúsunda gesta á dag að skoða skálann, og oft allt að hálftíma biðraðir við skálana að komast inn. Þá var fínt að spila þar fyrir þá gesti sem biðu. Á laugardaginn var svo metaðsókn á svæðið, og mjög gaman að hafa verið þarna þá. Við byrjuðum alltaf og enduðum hverja tónleika á íslenskum þjóðlögum, en spiluðum svo líka lög af diskinum, norræn þjóðlög, og svo bara allt mögulegt annað – eigið efni þar á meðal. Þetta féll allt í kramið, ferðin í alla staði mjög ánægjuleg, og maturinn í Japan góður,“ segir Jón og hlær. Tónlist | Japanir kunnu vel að meta þjóðlagadjass tríósins Guitar Islancio „Við vorum eins og rokkstjörnur“ „Aldrei haft jafn mikið að gera við að gefa eiginhandaráritanir,“ segja þeir félagar. Japanirnir þekktu evrópska þjóðlagadjassinn og kunnu vel að meta hann. Gunnar Þórðarson, Jón Rafnsson og Björn Thoroddsen á Expo 2005. „Okkur var ótrúlega vel tekið.“ Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.