Morgunblaðið - 07.09.2005, Page 24

Morgunblaðið - 07.09.2005, Page 24
Ríkisstjórnin hefur ákveðiðað leggja fram frumvarpá Alþingi í haust, þarsem m.a. verður gert ráð fyrir því að 18 milljörðum af söluandvirði Símans verði varið til uppbyggingar hátæknisjúkrahúss á Landspítalalóðinni við Hring- braut í Reykjavík á árunum 2008 til 2012 og að 15 milljörðum verði varið til framkvæmda í vegamál- um á árunum 2007 til 2010, m.a. til Sundabrautar. Ríkissjóði barst í gær 66,7 millj- arða króna greiðsla frá Skipti ehf. fyrir Landssíma Íslands hf. Þar af voru 34,5 milljarðar greiddir í ís- lenskum krónum en 32,2 milljarð- ar í erlendri mynt. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að síðarnefndi hluti söluandvirðis Símans, þ.e. sá hluti sem greiddur var í erlendri mynt, verði varið til þess að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs á þessu ári. Fyrrnefndi hlutinn verður að mestu lagður inn á reikning í Seðlabanka Íslands fram til ársins 2007. Það mun, skv. fréttatilkynn- ingu frá forsætisráðuneytinu, skila ríkissjóði umtalsverðum vaxta- tekjum og koma í veg fyrir þensluáhrif á sama tíma og stór- iðjuframkvæmdirnar eru í há- marki. Erlendar skuldir greiddar niður Fjórir ráðherrar ríkisstjórnar- innar kynntu þessi áform á blaða- mannafundi í gær. Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra sagði þar m.a. að full sátt væri um þessa afgreiðslu innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna. Hann kvaðst einnig gera sér vonir um að góð samstaða yrði um þetta mál á Alþingi. Fjármununum sem færu til ýmissa verkefna, þ.á m. til há- tæknisjúkrahúss og Sundabrautar, yrði ekki ráðstafað fyrir alvöru fyrr en árið 2007 og árin þar á eft- ir. Það væri í samræmi við efna- hagsspá. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra benti m.a. á að 25 milljarða afgangur yrði á fjárlögum þessa árs í stað tíu, eins og áður var spáð. Það þýddi að hægt yrði að greiða niður erlendar skuldir á þessu ári um samtals fimmtíu til sextíu milljarða. „Þegar því verður lokið verðum við skuldlaus við út- lönd, [sem ríki], þegar við tökum á móti eign Seðlabankans í gjaldeyr- isvarasjóði“. Halldór bætti því við að erlend- ar skuldir ríkisins hefðu verið um 160 milljarðar í árslok 2004 en skv. þessum áætlunum, yrðu þær um 100 til 110 milljarðar í lok þessa árs. Hann sagði að það hefði aldrei fyrr gerst í sögu þjóðarinn- ar að erlendar skuldir ríkisins væru borgaðar niður með öðrum eins hætti og nú. Ný mjólkurkýr Í fyrrgreindu frumvarpi, sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á Alþingi í haust, verða lagðar fram tillögur um það hvernig tekjum af sölu Símans verði ráðstafað. Þar verður m.a. gert ráð fyrir fjár- munum til byggingar Sundabraut- ar og hátæknisjúkrahúss spítalalóðinni, eins og áð en einnig verður gert ráð 3 milljarðar fari til kaupa Forystumenn stjórnarflokkanna kynntu í gær áæ Erlendar sk niður um 32, Átján milljarðar til hátækni- sjúkrahúss og 15 milljarðar til vegamála Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna kynntu ráðstöfun S Oddsson og Geir H. Haarde. „Höfum eignast nýja mjólkurkú,“ sa Eftir Örnu Schram arna@mbl.is *  #" /01  /&') P.=1&. ) >. "&' ;/"&'  >. 1.# &"'" Q. 1"" .# 7 .# %&1"16 5&#.# / &'.# /01   !" 21  &" /  3 04 2 +" 567 8  )"  8  $" 0" 0"   %" 2 " 28     #" . %" 24 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STEINUNN Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á fundi borgarstjórnar í gær og greindi borgarstjórn frá þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var sídegis í gær, að ráð- ast í umfangsmikla uppbyggingu innviða í höfuðborginni og á höfuð- borgarsvæðinu. Í umræðum utan dagskrár fögnuðu borgarfulltrúar framtakinu og samþykktu svo- hljóðandi samhljóða bókun: „Borgarstjórn Reykjavíkur fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að leggja áherslu á sam- göngubætur í höfuðborginni við ráðstöfun söluandvirðis Landssíma Íslands. Sérstaklega er því fagnað að átta milljarðar króna skulu lagð- ir til fyrsta áfanga Sundabrautar á árunum 2007–2010 og að ekki séu uppi áform um gjaldtöku af umferð. Að því gefnu að umhverfisráð- herra telji báðar leiðir yfir Klepps- vík færar og viðunandi lausn fáist á tengingu Sundabrautar við Sæ- braut m.t.t. hagsmuna mið innar og nærlægrar byggð verða ráðist í breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíku það fyrir augum að fara s leið. Borgarstjórn fagnar sérstakri áherslu á efling brigðisþjónustu, vísinda o með byggingu hátæknisjú og stofnunar íslenskra fr Háskóla Íslands, sem stuðl að því að framtíðarsýn um þekkingarþorp á háskólasv Áhersla lögð á leið yfir Klepp Fjármunir til Sundabrautar ræddir á fundi borg BÚHNYKKUR Einkavæðing Landssíma Ís-lands hf. er búhnykkurfyrir land og þjóð; það ætti að vera öllum ljóst eftir að ríkis- stjórnin greindi frá því í gær hvernig hún hygðist verja sölu- andvirði fyrirtækisins. Með hinum miklu peningum, sem fást fyrir Símann, verður staða þjóðarbúsins styrkt og mörg þjóðþrifamál, sem sum hver hafa verið lengi til um- ræðu, komast til framkvæmda á næstu árum. Þótt ákvarðanir ríkisstjórnar- innar gleðji marga hefur hún ekki fallið í þá gryfju að verja Símapen- ingunum í rekstur eða til þess að auka umsvif ríkisins, þrátt fyrir nægt framboð af hugmyndum og tillögum um slíkt. Peningunum er fyrst og fremst varið til þess ann- ars vegar að greiða niður skuldir ríkissjóðs og spara þannig vaxta- greiðslur, og ráðast hins vegar í fjárfestingar í innviðum sam- félagsins, sem til lengri tíma litið auka hagkvæmni og framleiðni og geta jafnvel stuðlað að sparnaði í ríkisrekstrinum, eins og Davíð Oddsson utanríkisráðherra benti á í gær. Sömuleiðis er jákvætt að ekki er gert ráð fyrir að það fé, sem fer til framkvæmda, verði greitt út fyrr en því mikla framkvæmdaskeiði, sem nú stendur, verður lokið eftir u.þ.b. tvö ár. Fjármunirnir munu til að byrja með safna vöxtum í Seðlabanka Íslands og vinna þann- ig á móti þenslunni í hagkerfinu. Vandséð er hvernig hefði átt að vera hægt að hefja framkvæmdir við nýtt hátæknisjúkrahús við Hringbraut án þess fjár, sem nú verður ráðstafað til fyrstu áfanga þeirrar uppbyggingar. Bygging nýs hátæknispítala mun valda straumhvörfum í heilbrigðisþjón- ustu á Íslandi. Fjárfestingar í samgöngubótum koma ekki sízt öflugu atvinnulífi til góða, tengja saman atvinnu- svæði og efla ferðaþjónustu. Það var skynsamlegt af ríkisstjórninni að nýta meirihluta þeirra 15 millj- arða af söluandvirði Símans, sem fara til vegamála, á höfuðborgar- svæðinu; til fyrsta áfanga Sunda- brautar og að ljúka breikkun Reykjanesbrautar. Það réttir af, a.m.k. tímabundið, þá slagsíðu, sem verið hefur á fjárveitingum til vegamála, þótt einnig fari talsvert fé til framkvæmda á landsbyggð- inni. Fjárfestingar í fjarskiptakerfinu gegna sömuleiðis mikilvægu hlut- verki. Það var löngu tímabært að ljúka uppbyggingu farsímakerfis meðfram öllum hringveginum og er ekki sízt öryggisatriði. Þá eru öflugar háhraðatengingar úti um land ein forsenda þess að atvinnu- starfsemi geti þrifizt sem víðast og kostir upplýsingabyltingarinnar nýtist sem skyldi. Morgunblaðið hefur stutt þá leið, sem ríkis- stjórnin vill fara í þessu máli, þ.e. að bjóða út þjónustu á ákveðnum svæðum og láta fjarskiptafyrir- tækin keppa um að veita hana á sem hagstæðustu verði, í stað þess að halda áfram ríkisrekstri til þess að tryggja gæði fjarskiptaþjón- ustu á landsbyggðinni. Það átak, sem á að gera í hús- næðismálum og endurhæfingu geðfatlaðra fyrir milljarð af Síma- peningunum, er merkilegt og tímabært og sýnir að ríkisstjórn- inni er alvara með loforðum sínum um að gera betur við hóp, sem allt- of oft hefur orðið útundan í vel- ferðarkerfi okkar. Markmiðið á auðvitað að vera að gera þeim, sem átt hafa við geðræn vandamál að stríða, kleift að búa við sem eðlilegastar aðstæður, stunda at- vinnu og taka þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Ríkisstjórnin hyggst verja þremur milljörðum af söluandvirði Símans til kaupa eða leigu á varð- skipi og flugvél fyrir Landhelgis- gæzluna. Þetta hefur lengi staðið til og er brýnt hagsmunamál, hvort sem horft er til varnarhags- muna Íslands, öryggis sjófarenda eða gæzlu og eftirlits á fiskimið- um. Sala Símans flýtir fyrir því að þetta mál komist í höfn. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að efla Nýsköpunarsjóð, sem hefur liðið fyrir fjárskort á undanförn- um árum, stuðlar að því að efla starfsemi sprotafyrirtækja hér á landi. Það jákvæða við þá út- færslu, sem ríkisstjórnin greindi frá í gær, er ekki sízt að ekki er eingöngu gert ráð fyrir að ríkis- valdið leggi fé til lánastarfsemi sjóðsins, heldur er hluti fjárins háður því skilyrði að aðrir fjár- festar leggi fram fé á móti fram- lagi ríkisins. Ríkisstjórnin boðar sameiningu ýmissa stofnana, sem vinna að rannsóknum á sviði íslenzkra fræða, í eina Stofnun íslenzkra fræða – Árnastofnun og hyggst leggja milljarð króna til nýbygg- ingar hinnar nýju stofnunar á svæði Háskóla Íslands, við hlið Þjóðarbókhlöðunnar. Þar á m.a. að verða aðstaða til að gera handrit Árnastofnunar aðgengilegri al- menningi en verið hefur til þessa. Þetta eru góð áform og vel við hæfi nú þegar aldarafmæli Há- skóla Íslands nálgast og 200 ár verða senn liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Með því að reisa sérstakt hús fyrir Stofnun ís- lenzkra fræða er menningararfi þjóðarinnar tilhlýðilegur sómi sýndur. Það háa verð, sem fékkst fyrir Símann, gerir kleift að ráðast í mörg góð verkefni á stuttum tíma. Þar með eykst auðvitað svigrúm ríkissjóðs þau ár, sem um ræðir. Miklu máli skiptir að það svigrúm verði notað skynsamlega og að stjórnmálamenn falli ekki í þá freistni að auka útgjöld ríkisins varanlega, heldur leitist frekar við að halda áfram að lækka skatta. Það svigrúm, sem sala Símans gef- ur, er að sjálfsögðu aðeins tíma- bundið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.