Morgunblaðið - 07.09.2005, Page 28

Morgunblaðið - 07.09.2005, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UMRÆÐA um erfðabreyttar plöntur hófst í Evrópu fyrir meira en áratug en er nývakin hér, einkum vegna auglýstra áforma fyrirtækisins Orfs Líftækni um framleiðslu nytjap- rótína (lyfvirkra prótína, iðnaðar- prótína) í erfðabreyttu byggi. En af hverju stafa áhyggjur manna, m.ö.o. hver er ógnin? Margt hefur verið nefnt í því sambandi sem snýr bæði að heil- brigði manna og nátt- úru. Hér verður ekki fjallað um meinta ógn við heilsu manna held- ur þá sem snýr að villtri náttúru og leitast við að setja hana í sam- hengi við notkun ann- arra kynbættra plantna í tæknivædd- um landbúnaði. Í ann- arri grein hyggst und- irritaður beina sjónum sérstaklega að um- hverfisáhættu vegna framleiðslu nytjap- rótína í plöntum og regluverki í kringum slíka ræktun. Geta erfðabreyttar plöntur verið eitr- aðar villtum líf- verum? Með erfðabreyt- ingum er markvisst hægt að flytja í plöntur gen sem stýra fram- leiðslu tiltekinna efna, þ. á m. eitur- efna. Til að auka þol plantna gegn skordýrabeit eru m.a. flutt í þær gen sem stýra myndun svokallaðs Bt- prótíns, sem er náttúrlegt skor- dýravarnarefni framleitt af bakt- eríunni Bacillus thuringensis. Það er ekki um það deilt að Bt-erfðabreyttar plöntur geta verið eitraðar fleiri skor- dýrum en þeim sem valda efnahags- tjóni, þ.e. að því tilskyldu að þau nær- ist á plöntunum. Hér þarf þó að skoða málið í stærra samhengi. Úðun akra með margskonar varnarefnum hefur tíðkast í áratugi og þau drepa bæði „góð“ og „slæm“ skordýr. Sum þess- ara efna hafa reynst þrávirk í um- hverfinu, sbr. DDT, en nýlegt dæmi er t.d. lyfið Atrazine sem til skamms tíma hefur verið notað á maísakra. Í Bandaríkjunum og Kína benda rann- sóknir til að dregið hafi úr notkun tilbúinna varnarefna við ræktun Bt- erfðabreyttra yrkja, sem er jákvætt fyrir umhverfið, og samfara því hafi heilsa smábænda í Kína batnað. Með hefðbundnum plöntukynbót- um er einnig hægt að breyta styrk eiturefna (t.d. náttúrlegra varn- arefna) sem fyrir eru í plöntu eða stuðla viljandi eða óviljandi að tilurð nýrra efnasambanda sem geta verið eitruð tilteknum lífverum. Ekki er þó krafist áhættumats áður en nýjum yrkjum, sem búin eru til með hefð- bundnum kynbótum, er sleppt út í umhverfið, líkt og gert er við erfða- breytt yrki. Geta erfðabreyttar plöntur dregið úr líffræðilegri fjölbreytni? Nýlokið er viðamikilli rannsókn sem Bretar stóðu fyrir á áhrifum ræktunar erfðabreyttra plantna á líf- fræðilega fjölbreytni akra. Rann- sóknin fólst í því að rækta erfðabreytt og hefðbundin afbrigði vetrarrepju, vorrepju, sykurrófu og fóðurmaís í samanburðarreitum hlið við hlið. Öll erfðabreyttu yrkin voru ónæm fyrir tilteknu illgresislyfi. Yfir rækt- unartímann voru nákvæmar skrán- ingar gerðar á öðru lífríki tilraunar- eitanna og hvernig því reiddi af. Niðurstöðurnar vöktu mikla at- hygli því þær sýndu m.a. að líffræði- leg fjölbreytni, mæld í fjölda og magni blómplantna og fjölda frjóbera (býflugna og fiðrilda), minnkaði í reit- um með erfðabreyttri vorrepju og sykurrófum. Þegar niðurstöðurnar voru skoðaðar heildstætt kom þó í ljós að skýra mátti þennan mun með mismunandi notkun varnarefna: Reitir með erfðabreyttum yrkjum voru úðaðir einu sinni með breiðvirkandi ill- gresiseyði, en reiti með hefðbundnum yrkjum þurfti að úða nokkrum sinnum með mismun- andi sérvirkum efnum. Þessi dæmisaga sýnir að ekki má hengja bakara fyrir smið. Erfðabreytt- ar plöntur höfðu ekki áhrif á líffræðilega fjöl- breytni í þessu tilviki, en væntanlega þarf að ráð- leggja ræktendum varð- andi illgresismeðferð. Geta erfðabreyttar plöntur orðið ágeng- ar – einskonar ofurillgresi? Efldar varnir gegn meindýrum og sjúkdóm- um geta fræðilega gert erfðabreyttar plöntur hæfari til að lifa í nátt- úrunni og stuðlað að því að þær verði ágengar (þ.e. að þær breiðist út á kostnað villtra plantna). Þeir sem aðhyllast þessa kenningu benda gjarnan á að reynslan sýni að um 0,1% innfluttra plantna verði ágengar og að gera megi ráð fyrir a.m.k. svipuðu hlutfalli hjá erfðabreyttum plöntum. Því er til að svara að nytjajurtir eru kynbættar til ræktunar á fullunnu landi. Þær þríf- ast illa utan ræktarlanda og þótt þær geti vissulega slæðst út fyrir akra þá fjölga þær sér almennt ekki. Hæfni erfðabreyttra yrkja til að lifa utan ræktarlanda hefur verið metinn í fjölda rannsókna, en engar niður- stöður liggja enn fyrir sem benda til þess að hún sé meiri en hjá hefð- bundnum yrkjum. Jafnvel þótt hið fræðilega ólíklega gerðist, þ.e. að erfðabreyttar nytjaj- urtir slyppu og tækju að fjölga sér ut- an ræktarlanda, þá er eftirlitið með ræktun slíkra plantna það virkt og þekking almennings á flóru landsins það mikil að ólíklegt er að þær næðu að breiðast út að neinu ráði áður en eftir því yrði tekið. Setjum þetta svo í samhengi við þá staðreynd að ekki er krafist áhættumats vegna ræktunar nýrra hefðbundinna nytjategunda eða yrkja. Hér á landi er heldur ekki krafist slíks mats vegna sleppingar framandi tegunda, svo sem trjáteg- unda eða landgræðsluplantna, út í villta náttúru, en dæmin sanna að þær geta breiðst út og haft veruleg áhrif á lífríki landsins. Lokaorð Niðurstöður rannsókna og almenn skynsemi benda ekki til þess að erfðabreyttar nytjajurtir séu hættu- legri villtri náttúru en þær sem búnar eru til með hefðbundnum kynbótum „bara vegna þess að þær eru erfða- breyttar“. Vissulega er fræðilega mögulegt að búa til varasamar erfða- breyttar plöntur, en afar ólíklegt að þær sleppi út í villta náttúru framhjá nálarauga rannsóknar- og eftirlits- stofnana eða að þær geti þrifist þar. Jafnvel þótt það gerðist er nánast óhugsandi að þær gætu valdið mikl- um óskunda áður en mönnum tækist að uppræta þær. Eru erfðabreyttar plöntur ógn fyrir umhverfið? Snorri Baldursson fjallar um erfðabreytt matvæli Snorri Baldursson ’Ekki er þókrafist áhættu- mats áður en nýjum yrkjum, sem búin eru til með hefð- bundnum kyn- bótum, er sleppt út í umhverfið, líkt og gert er við erfðabreytt yrki. ‘ Höfundur situr í Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MIKIÐ hefur verið rætt um flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýr- inni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um nýja staðsetningu innan- landsflugsins. Hagsmunir Suðurnesja eru aug- ljósir í þessum efnum og hefur það lengi verið skoðun flestra Suð- urnesjamanna að það sé einungis spurning um hvenær en ekki hvort innanlandsflugið flytjist til Keflavík- urflugvallar. Hagsmunir höfuðborg- arinnar eru einnig augljósir þegar horft er til þeirra tækifæra sem skap- ast í skipulagsmálum Reykjavíkur við niðurlagningu flugvallarins í Vatns- mýrinni. Við gerum okkur grein fyrir því að það eru hagsmunir lands- byggðarinnar að hafa greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem nauðsynlegt er að sækja til höfuðborgarinnar og eru því greiðar samgöngur milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur nauðsynlegar. Þjóðarsátt um flutning innanlandsflugsins Flutningur innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar mun hafa áhrif á samgöngur milli höfuðborgarinnar og landsbyggðar enda vekja hugmyndir um flutning innanlandsflugsins einatt upp háværar gagnrýnisraddir lands- byggðarfólks. Helst er því haldið fram að flutningurinn verði til þess að innanlandsflugið leggist af sökum þess að fólk muni velja frekar að aka til Reykjavíkur í stað þess að fljúga, vegna þess viðbótartíma sem bætist við ferðalagið, þ.e. frá Keflavík- urflugvelli til Reykjavíkur. Undirritaðir telja hins vegar að rödd skynseminnar eigi að ráða og auðveldlega sé hægt að leysa þau vandkvæði sem fylgja flutningi starf- seminnar. Við fullyrðum að með bættum sam- göngum sé hægt að ná ferðatíma frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur niður í 25–30 mínútur. Flöskuhálsinn á leiðinni milli Keflavíkurflugvallar og miðbæjar Reykjavíkur er ekki kaflinn frá Reykjanesbæ til Hafn- arfjarðar heldur liggur vandinn í samgönguhnútum innan höfuðborg- arinnar. Margar leiðir eru til að bæta úr þessum flöskuhálsum. Við höfum til dæmis velt því fyrir okkur hvort ekki sé hægt að gera beina samgöngutengingu frá Straumsvík í Vatnsmýrina sem mætti leysa með gerð brúar og/eða jarð- ganga. Allar líkur benda til þess að slík samgöngutenging borgi sig og komi til með að stytta ferðatímann veru- lega. Með þessari lausn ætti að vera hægt að skapa þjóðarsátt um málið, Reykvíkingar fá dýrmætt landsvæði til afnota og aðgengi landsbyggð- arfólks að höfuðborginni breytist lítt. Breið samstaða á Suðurnesjum um málið Undirritaðir, formenn þeirra stjórn- málaflokka sem eiga kjörna fulltrúa í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, hafa ákveðið að gangast fyrir stofnun sam- taka sem berjist fyrir flutningi innan- landsflugs til Keflavíkurflugvallar og gerð samgöngumannvirkis milli Straumsvíkur og Vatnsmýrarinnar. Samtökin verða þverpólitísk og bjóðum við alla velkomna sem vilja sýna málefninu stuðning. Hag- fræðilega úttekt á þeim hugmyndum sem fram hafa komið verður meðal fyrstu verkefna samtakanna og í framhaldi af því verður haldið opið málþing þar sem fulltrúum allra sjón- armiða verði boðið til skrafs og ráða- gerða. Hægt er að gerast stofnfélagi með því að skrá sig í samtökin á heimasíðu samtakanna www.flugkef.is en þátt- tökugjald er 1.500 kr. Stofnfundur verður auglýstur fljótlega. EYSTEINN EYJÓLFSSON, formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. EYSTEINN JÓNSSON, formaður fulltrúaráðs Framsókn- arfélaganna í Reykjanesbæ. VIKTOR BORGAR KJARTANSSON, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna í Reykjanesbæ. Frelsum Vatnsmýrina og færum landsmenn nær alþjóðaflugvelli Frá Eysteini Eyjólfssyni, Eysteini Jónssyni og Viktori Borgari Kjartanssyni: ÉG VERÐ að koma skoðun minni á framfæri hvað varðar lýsingar þeirra ágætu manna á sjónvarpstöð- inni Sýn. Eins og svo margir aðrir horfi ég mikið á knattspyrnu í sjón- varpi og einna skemmtilegast þykir mér að horfa á meistarakeppni Evr- ópu sem sýnd er á Sýn. Það hefur þó valdið mér miklum pirringi í langan tíma og hef ég oftar en ekki eftir margan leikinn ætlað að setjast og skrifa bréf um það hvað mér finnst lýsendur tala mikið á meðan á leik stendur. Allt er það hið besta að þessir ágætu menn Sýnar lýsi leikn- um og það sem við kemur atburða- rás hans. En allt of mikið finnst mér að þeir tali um hvað er að gerast ut- an vallar, ef við getum sagt sem svo. Tökum dæmi úr leiknum sem varð til þess að ég skrifa þessa grein, Liv- erpool – CSKA Sofia. Ég settist fyr- ir framan sjónvarpið og beið spennt- ur eftir að leikur hæfist. Kom mér mjög svo á óvart að sá ágæti lýsandi Hörður Magnússon skyldi í upphafi leiks leyfa áhorfendum að hlusta á Gerry og the Pacemakers og áhang- endur Liverpool syngja „You’ll nev- er walk alone“. Mjög svo góð byrjun hjá Sýnarmönnum. Ég hækkaði í tækinu og lét mér líða eins og ég væri inni á vellinum. Svo lauk laginu og vallarþulur byrjaði að kynna leik- menn liðanna, ég með tækið hátt stillt. Byrjaði þá ekki Hörður Magn- ússon að tala um eitthvað allt annað en að kynna leikmenn liðanna. Allt í einu var ég kominn frá Anfield og aftur heim í stofu. Hörður Magn- ússon hélt sem sagt áfram að tala og tala á meðan vallarþulur kynnti leik- mennina. Þegar því svo lauk og áhorfendur klöppuðu og byrjuðu á sínum stuðningssöngvum, þá byrjaði Hörður Magnússon að kynna leik- menn liðanna. Ég spyr, af hverju leyfði hann mér og fleirum ekki bara að halda áfram að vera inni á Anfield og hlusta á vallarþulinn kynna leik- mennina? Það er ekki eins og það þurfi einhverja íslenska þýðingu á nöfnum leikmannanna. Nei, hann þurfti að draga mig frá Anfield með einhverju masi sem ég þurfti frekar að hlusta á inni í stofu en að heyra í vallarþulinum kynna leikmennina. Annað atriði sem varðar tilgangs- laust mas; ég held að ég fari ekki með fleipur ef ég segi að minnst þrisvar ef ekki fjórum sinnum var minnst á að framkvæmdastjóri Liv- erpool væri eða ætti að kaupa Mich- ael Owen frá Real Madrid. Í stuttu máli þá finnst mér að þessir ágætu menn mættu láta fara minna fyrir því hvað þeir þykjast fróðir um knattspyrnu á skjánum þegar þeir eiga að vera lýsa knatt- spyrnuleik. Sínum fróðleik og öðrum hugsunum geta þeir svo auðveldlega komið á framfæri í til að mynda Ol- íssporti. Jafnvel mætti koma með nýjan kjaftaþátt þar sem þeir lýs- endur Sýnar koma allir saman og tala hvern annan í kaf, hver öðrum vitrari. Það gæti bara orðið ágætis skemmtiþáttur. En að öllu gríni slepptu, kæru Sýnarmenn, minnkið masið og höldum besta sætinu áfram á SÝN. HAUKUR HARÐARSON, Ástúni 2, 200 Kópavogi. Lýsingar íþróttafréttamanna Sýnar Frá Hauki Harðarsyni: ÞAÐ ER hreint út sagt frábært að Vinstri græn ákváðu að bjóða fram sér í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor. Mikið lifandis skelfing verður það gott fyrir Reykvíkinga að fá skýran valkost að velja til stjórnar í Reykja- vík. Það er kominn tími til að brjóta upp valdþreytuna sem var farin að einkenna R-listann. Næstu kosn- ingar ættu að leiða til uppstokkunar í borgarmálunum, hleypa nýju fólki inn og gæluverkefnunum út. Þar vísa ég til dæmis til risarækjueldis Al- freðs og þess konar vandræðalegra bletta á stjórn borgarinnar. Ánægju- legt verður að spillingarkarlar fái ekki lengur að skáka í skjóli Vinstri grænna. Ekki hefur Sjálfstæðisflokkurinn ferskan valkost upp á að bjóða. Þar hefur sama mykjan verið í poka í 12 ár og núna lítur út fyrir að skipta eigi um plast utan um mykjupokann, svo- kallað Gíslaplast, rétt fyrir kosn- ingar. Nýr valkostur? Vinstri græn vilja félagshyggju- stjórn í Reykjavíkurborg. Vinstri græn eru alvöru félagshyggjuflokkur – ekki bara með ídýfu. Samfylkingin þarf að fara að spýta í lófana ef fólk á að geta áttað sig á því hvað hún býður upp á annað en vandræðalegt valdabrölt og skoðanir þeirra sem ráða. Vinstri græn eru hugsjónaflokkur þar sem málefnin og hugsjónirnar eru ekki til sölu. Núna hefst öflug málefnavinna með hinu nýja vinstri, þar sem áherslan er á lausnir og framtíðarsýn með félagshyggju og umhverfissjón- armið í brennidepli. Öll málefni verð- ur nálgast á ferskan hátt, sér- staklega með tilliti til þess hve stór hluti Vinstri grænna er ungt fólk. Vinstri græn verða tilbúin til þess að vinna með flokkum sem vilja öfl- uga félagshyggjustjórn þar sem haldið verður áfram að byggja upp einstaklingsmiðað nám af enn meiri krafti, þar sem leikskólar verða gjaldfrjálsir, þar sem umhverfissjón- armið ráða ríkjum, þar sem orðið heimilislaus verður fjarlæg minning, þar sem strætó er raunverulegur val- kostur, þar sem barnafólk er velkom- ið, þar sem fyrirtæki eru velkomin, þar sem jafnrétti er haft að leið- arljósi og þar sem peningum er ekki eytt í vitleysu svo ég telji upp fáein atriði. Ó já, það má ekki gleymast … flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni! DÖGG PROPPÉ HUGOSDÓTTIR, Eggertsgötu 10, 101 Reykjavík. Réttlæti í Reykjavík Frá Dögg Proppé Hugosdóttur:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.