Morgunblaðið - 07.09.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 37
DAGBÓK
Þrír fulltrúar Ungliðahóps Samtakanna78 fór á dögunum á ráðstefnu í Noregi.Þar komu saman fulltrúar frá ýmsumungliðahópum samkynhneigðra á Norð-
urlöndunum og varð afrakstur mótsins meðal
annars myndun norrænna regnhlífarsamtaka
fyrir ungliðahópa af þessu tagi. Verða regnhlíf-
arsamtökin formlega stofnuð í Svíþjóð síðar í
mánuðinum.
Birna Hrönn Björnsdóttir er einn umsjón-
armanna ungliðahópsins og var í hópi þriggja
sem fóru fyrir hönd hópsins á ráðstefnuna:
„Leitað var til Samtakanna 78 og óskað eftir
fulltrúa frá Íslandi. Þar sem við erum eini stóri
starfandi ungliðahópurinn þá fórum við þrjú sem
stjórnum Ungliðahópi Samtakanna 78 á ráð-
stefnuna.“ Auk Birnu voru það Erlingur Óttar
Thoroddsen og Jóhann Karl Hirst sem sóttu
ungliðamótið.
„Ráðstefnan var haldin á eyjunni Riføya. Þar
voru reistar tjaldbúðir og var dagskráin öll
áfengis- og vímuefnalaus. Haldnar voru nokkurs-
konar smiðjur þar sem hægt var að sækja
margskonar námskeið. Mættir voru um 100
krakkar, að mestu Norðmenn en einnig Svíar og
Finnar,“ segir Birna. „Janframt var haldin lítil
ráðstefna með fulltrúum allra félaganna og þar
tekin ákvörðun um að stofna samtök utan um
ungliðahópana á Norðurlöndunum.“
Birna segir að gagnlegt hafi verið að kynnast
öðru ungu samkynhneigðu fólki frá frænd-
þjóðum okkar: „Sömuleiðis var gaman að búa í
tjaldbúðum í viku – nokkuð sem myndi seint
vera hægt á Íslandi – og sömuleiðis gaman að
sjá hversu sjálfsagt það þótti að viðburðurinn
væri áfengislaus. Við græðum síðan vitaskuld á
samstarfi milli ungliðahópanna og af þeirri miðl-
un reynslu sem verður okkar á milli.“
Ungliðahópur Samtakanna 78 hefur starfað í
mörg ár í ýmsum myndum. Hópurinn hittist á
hverju sunnudagskvöldi kl. 8 til 11 í húsnæði
Samtakanna við Laugaveg. Hópurinn er ætlaður
ungmennum frá 14 til 20 ára aldurs en nánari
upplýsingar er að finna á heimasíðunni
www.samtokin78.is/unglidar.
Starfræktur er tölvupóstlisti og veittar upp-
lýsingar gegnum póstfang hópsins en Birna seg-
ir algengt að unglingar hafi samband þá leiðina
ef þeir eru að undirbúa að mæta á sinn fyrsta
ungliðafund eða búa úti á landi og eiga erfitt um
vik að sækja hópinn heim.
Yfirleitt ríkir róleg spjallstemning hjá hópnum
en einnig er farið í keilu og kvikmyndahús auk
þess að aðrir viðburðir eru skipulagðir. Þannig
hefur ungliðahópurinn t.d. undanfarin ár staðið
fyrir eigin vagni í Gay-Pride göngunni.
Ungmenni | Norræn samtök ungmennahópa samkynhneigðra stofnuð
Mynda norræn regnhlífarsamtök
Birna Hrönn Björns-
dóttir fæddist í Reykja-
vík 1984. Hún lauk
stúdentsprófi af nátt-
úrufræðabraut MH vor-
ið 2004 og stundar
nám í mannfræði við
Félagsvísindadeild HÍ
en síðastliðið ár hefur
Birna starfað á Hrafn-
istu í Reykjavík.
Birna hefur starfað
sem leiðbeinandi í Ungliðahópi Samtakanna
78 í rúmt ár og í Samstarfsnefnd Hinsegin
daga síðastliðin 2 ár. Einnig situr hún í trún-
aðarráði Samtakanna 78. Foreldrar Birnu eru
Sigurbjörg Ingimundardóttir og Björn Sig-
urðsson.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Á djúpmiðum.
Norður
♠Á1062
♥K873 V/Allir
♦10983
♣5
Það er sama hversu lengi menn
skoða loftið í spilasalnum, á end-
anum þarf alltaf að spila út. Setjum
okkur í spor norðurs, sem þarf að
velja útspil gegn þremur gröndum
eftir þessar sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
2 grönd Pass 3 grönd Allir pass
Vestur hefur sýnt 20-22 punkta og
austur virðist eiga nóg til að hækka í
geim.
Hvert er útspilið?
Dæmið er úr The Bridge World
og þar á bæ er ekki til siðs að sýna
allar hendur – það flokkast undir
óvísindaleg vinnubrögð. Látum það
vera, það er jafn fróðlegt að sjá álit
sérfræðinganna.
Tígultían naut mestrar hylli (15
atkvæði af 27), en hjartaþristurinn
kom næst á eftir (9 atkvæði). Spaða-
tvisturinn var langt undan (3 at-
kvæði). Og enginn lét hvarfla að sér
að spila út laufi.
Eric Kokish: Tígultía. Þó að ég sé
með einspil í laufi er ekki víst að AV
eigi þar marga slagi vísa, svo það er
ekki sérstök ástæða til djarfrar
sóknar. En tígullinn er öruggasta út-
spilið og gæti líka verið slagaupp-
spretta.
Þetta voru almennt rökin fyrir tíg-
ulútspili; öryggið í fyrirrúmi, en um
leið sóknarmöguleiki. Ekki voru allir
sammála:
John Carruthers: Hjartaþristur.
En sannfæringin er ekki sterk. Það
má færa góð rök fyrir útspili í öllum
fjórlitum. Byrjum á spaðanum: Það
er sterkasti liturinn og þar með þarf
hjálpin frá makker að vera minnst.
Hjartað: Geymum spaðaásinn sem
innkomu og reynum að sækja hjart-
að út á lengdina. Og tígullinn: Ör-
yggið uppmálað, en gæti líka verið
sóknarútspil ef makker á lengd í lit-
inum. Að mínu mati er þetta hrein
ágiskun, en ef einhver sýnir fram á
að lauf sé rétta útspilið tek ég hatt-
inn ofan.
Carl Hudecek: Spaðatvistur. Ekki
þarf mikið frá makker til að þetta
heppnist, gosi þriðji er hugsanlega
nóg. Ef makker stoppar laufið og
slagur fæst á hjartakóng gætu þrír
slagir á spaða dugað.
Phillip Alder: Tígultía. Ég setti
þetta dæmi í tölvuna og niðurstaðan
var ekki afgerandi. Tígullinn virtist
þó oftast bestur, en bæði spaði og
hjarta komu skammt á eftir. Því
miður er engin afgerandi lausn á
þessu vandamáli.
Svona er lífið við bridsborðið.
Fyrst spila menn út og svo kemur í
ljós hvernig það reynist.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
90 ÁRA afmæli. 10. september nk.verður níræð Sigrún Jóns-
dóttir frá Brautarholti. Af því tilefni
tekur hún á móti gestum í salnum að
Borgarbraut 65A, Borgarnesi, frá kl.
15. á afmælisdaginn.
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
Það er gaman
að spila vel!
Framhaldsnámskeið Bridsskólans
hefst 28. september.
Tíu kvöld, einu sinni í viku.
Hringdu og fáðu upplýsingar
í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 daglega.
BRIDSSKÓLINN
♣ ♦ ♥ ♠
Auglýst eftir framboðum
til prófkjörs í Reykjavík
Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir
borgarstjórnarkosningarnar næsta vor fari fram 4. og 5. nóvember næstkomandi.
Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti.
a) Gerð er tillaga til yfirkjörstjórnar innan ákveðins
framboðsfrests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aðeins
gild að hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður
getur staðið að fleiri tillögum en hann má fæst kjósa í prófkjörinu.
Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í
kjördæminu.
b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til
viðbótar frambjóðendum skv. a-lið.
Hér með er auglýst eftir tillögum að framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hér að
ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir
skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur
skulu vera kjörgengir í næstu borgarstjórnarkosningum. 20 flokksbundnir
sjálfstæðismenn, búsettir í Reykjavík, skulu standa að hverju framboði og
enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en 10.
Tillögum að framboðum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu
æviágripi, helst á tölvutæku formi, til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Varðar-
Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi
síðar en kl. 17:00 30. september 2005.
NÝJASTA viðbótin í flóru íslenskra
ljósmyndabóka er komin út: From
the Air - Iceland Original eftir Emil
Þór Sigurðsson myndasmið.
Fyrir hálfu öðru ári kom út bókin
Iceland Original. Þar blandaði Emil
Þór saman loftmyndum og myndum
teknum á jörðu niðri en segja má að
nýja bókin sé framhald þeirrar fyrri
og samanstendur
sú nýja eingöngu
af ljósmyndum
teknum úr lofti.
„Hugmyndin að
verkinu kviknaði
þegar ég sótti
ljósmyndamessu í
Gautaborg fyrir
10 árum síðan.
Þar var mættur
bandarískur ljós-
myndari, Marilyn Bridges, sem hafði
tekið úr lofti svarthvítar myndir víða,
meðal annars í Perú. Ég fékk að líta í
bók hjá henni og sá þar myndir af
gígum og hugsaði með mér að þetta
væri hér um bil hægt að sjá út um
stofugluggann á íslenskum heim-
ilum,“ segir Emil. „Ótrúlegt landslag
leynist út um allt land, en sést oftast
best úr lofti. Til að mynda væri hægt
að aka hringinn í kringum Mývatn án
þess að átta sig á hve mikið er af gíg-
um þar.“
Emil á að baki langan feril við ljós-
myndun, bæði starfrækt ljósmynda-
stofu og ljósmyndað fyrir dagblöð.
Um árþúsundamótin tók Emil að
helga sig meir loftljósmyndun og fór
að vinna verkefni því tengd fyrir fyr-
irtæki og stofnanir.
Alltaf á ferð og flugi
Sumar myndirnar í bókinni vann
Emil meðfram öðrum verkefnum:
„Maður var alltaf að sjá eitthvað
áhugavert og lá beinast við að ljós-
mynda það í leiðinni. Síðan tók ég
rispu síðasta sumar og lagði áherslu á
að ljósmynda vissa staði: fór meðal
annars yfir Ódáðahraun um Hvera-
velli, ljósmyndaði yfir Vestfjörðum og
Hornströndum. Það var oft eins og að
ferðast aftur í tímann, því þessi svæði
virðast mörg vera ósköp svipuð að sjá
og var fyrir 50–60 árum síðan.“
Bók Emils Þórs er ekki hvað síst
ætluð erlendum ferðamönnum enda
hentug bæði sem minjagripur og gjöf
eða landkynningarrit: „Segja má að á
innan við áratug hafi útgáfa af þessu
tagi tekið ákaflega vel við sér,“ segir
Emil Þór. „Ég held að markaðurinn
fari sífellt stækkandi enda fjölgar
ferðamönnum.“
Emil segir að hægt væri að gera
miklu stærri ljósmyndabækur um Ís-
land enda birtist í þeim aðeins lítið
brot af því sem landið býður upp á:
„Einn ferðalangur orðaði það þannig
við mig að það er svo gaman að
ferðast um landið því allt getur
breyst á innan við hálftíma. Svo búum
við við þær aðstæður að hér eru eld-
gos á nokkurra ára fresti, en alltaf er
fengur í slíku fyrir landslags-
ljósmyndara.“
Bók Emils Þórs er komin í versl-
anir. Útgefandi er Ljósmyndastofa
Reykjavíkur en umbrot var í höndum
Hlyns Ólafssonar, grafísks hönnuðar.
Ljósmyndir | Emil Þór Sigurðsson sendir frá sér bók með loftmyndum
Landið úr lofti
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Emil Þór
Sigurðsson
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111