Morgunblaðið - 07.09.2005, Síða 38

Morgunblaðið - 07.09.2005, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Taktu það rólega í dag. Bjartsýnin er enn til staðar en eftir því sem líður á daginn fjölgar hindrunum. En þær eru minniháttar. Slakaðu á. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið gæti komið miklu í verk í dag, en líklega fer best á því að fresta mik- ilvægum ákvörðunum þangað til á morg- un. Samstarfsmaður þarf á aðstoð þinni að halda. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn er enn í stuði til þess að leika sér, álagið í vinnunni fer hins vegar vax- andi. Búðu þig undir hefðbundnar skyld- ur, maður sleppur aldrei undan þeim of lengi í einu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú væri ekki vitlaust að sýsla aðeins á heimilinu. Láttu innkaup alveg eiga sig þar til seinnipartinn í dag og forðastu al- veg mikilvægar ákvarðanir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ábyrgð á einhverju sem þú gleymdir blasir skyndilega við þér á ný. Þú getur ekki látið sem ekkert sé. Þetta er minni- háttar, en óleyst. Brettu upp ermarnar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu búðaferðir alveg eiga sig í dag (nema þú sért uppiskroppa með mat) og taktu engar ákvarðanir í peningamálum fyrr en seinnipartinn. Annars sérðu eftir því. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dagurinn í dag verður að sumu leyti dá- lítið klikkaður. Ekki reyna að koma of miklu í verk fyrir hádegi. Vinnusemin heltekur þig þegar á líður. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Láttu ekki efasemdir um sjálfan þig slá þig út af laginu. Upp úr hádeginu eflist þú allur og verður staðráðinn í því að ná settu marki. Einhver reynir kannski að spilla fyrir þér, en tekst það ekki. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ræddu framtíðarplön þín við vinina. Það er allt í lagi að leggja spilin á borðið. Reyndar á bogmaðurinn mjög gott með að vera hreinskilinn. Viðbrögð þeirra koma þér á óvart. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki bjóðast til þess að gera eitthvað eða taka að þér mikilvæg verkefni fyrri- part dagsins. Frestaðu ákvörðunum þar til á morgun. Segðu að þú þurfir um- hugsunarfrest. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er mjög opinn fyrir fram- andi hugmyndum í dag. Það er í góðu lagi og reyndar fínt að vera umburð- arlyndur og móttækilegur fyrir nýj- ungum. Hins vegar skaltu halda að þér höndum þar til á morgun. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú er ekki rétti tíminn til þess að gera fjárhagsáætlanir eða taka ákvarðanir um skiptingu eigna. Hugsun þín er reik- ul. Bíddu þar til á morgun. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbarn dagsins: Árangurinn sem þú nærð kemur mikið til vegna meðfæddrar seiglu. Þú lætur hindranir ekki á þig fá. Þeir sem eiga af- mæli í dag eru oft sérfræðingar á ein- hverju tæknilegu sviði. Þú býrð yfir ákefð, fjöri og endalausri orku. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Sudoku © Puzzles by Pappocom Lausn síðustu gátu Þrautin felst í því að fylla út í reit- ina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 stygg, 4 kasta, 7 þjóðhöfðingja, 8 gugg- in, 9 greinir, 11 eyði- mörk, 13 fugl, 14 end- urtekið, 15 heit, 17 nóa, 20 ílát, 22 malda í móinn, 23 með öndina í háls- inum, 24 dreg í efa, 25 digri. Lóðrétt | 1 verða færri, 2 léreftið, 3 tanga, 4 lögur, 5 kuskið, 6 korns, 10 skjálfa, 12 tók, 13 heiður, 15 skyggnist til veðurs, 16 blauðan, 18 lærdóms- setur, 19 náði í, 20 biðji um, 21 tala. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 himinhvel, 8 féllu, 9 álfta, 10 Níl, 11 sárin, 13 mæður, 15 úrann, 18 staka, 21 enn, 22 starf, 23 útlit, 24 limaburði. Lóðrétt: 2 illur, 3 Iðunn, 4 hjálm, 5 erfið, 6 ofns, 7 maur, 12 inn, 14 ætt, 15 únsa, 16 ataði, 17 nefna, 18 snúru, 19 aflið, 20 atti. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Bar 11 | Tilburi, Hellvar og Hanoi Jane halda tónleika á Bar 11, kl. 22. Frítt inn. Salurinn | Opnunartónleikar í Tíbrá 2005 – 2006 hefjast kl. 20. Meðal fjölmargra flytjenda eru Ólafur Kjartan Sigurðarson, bariton, Guðrún Birgisdóttir, flauta, Mart- ial Nardeau, flauta, Jóhann Nardeau, trompet, Peter Máté, píanó, Skóla- hljómsveit Kópavogs, stjórnandi Össur Geirsson, og loks Skólakór Kársness und- ir stjórn Þórunnar Björnsdóttur ásamt kærkomnum gestum úr höfuðborginni, Jazzkvartett Reykjavíkur. Listasafn Íslands | Margaret Leng Tan pí- anóleikari flytur tónlist eftir John Cage. Kl. 20. Myndlist Café Karólína | Arnar Tryggvason. Húsin í bænum. Til. 30. september. Gallerí BOX | Darri Lorenzen. Stað sett. Hljóðverk, ljósmyndir og teikning. Til 17. sept. Gallerí Sævars Karls | Sólveig Hólm- arsdóttir – Hamskipti til 8. sept. Grafíksafn Íslands | Margrét Guðmunds- dóttir til 11. sept. Fim.–sun. frá 14 til 18. Hafnarborg | Eiríkur Smith til 26. sept- ember. Hrafnista Hafnarfirði | Sesselja Halldórs- dóttir sýnir í Menningarsal til 4. okt. Iða | Guðrún Benedikta Elíasdóttir. Und- irliggjandi. Kaffi Sólon | Víðir Ingólfur Þrastarson. Olíumálverk á striga. Til 24. sept. Listasafn ASÍ | Hulda Stefánsdóttir og Kristín Reynisdóttir. Til 11. sept. Listasafnið á Akureyri | Jón Laxdal til 23. október. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1945–1960 Frá abstrakt til raunsæis. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Meist- ari Kjarval 120 ára. Afmælissýning úr einkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar. Til 2. októ- ber. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Sýning á úrvali verka úr safneign. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Úrval verka frá 20. öld til 25. september. Listasetrið Kirkjuhvoll, Akranesi | Sýn- ing Björns Lúðvíkssonar til 18. september. Opið alla daga nema mánudaga kl. 15-18. Menningarmiðstöðin Gerðuberg | Stefnumót við safnara II. Sýningin stend- ur til 11. sept. Sýning Lóu Guðjónsdóttur í Boganum á vatnslita– og olíuverkum stendur til 11. sept. Ókeypis aðgangur. Sýningar eru opnar virka daga frá kl. 11– 17. Helgar frá kl. 13–16. Norræna húsið | Sýning 17 danskra lista- kvenna á veggteppum í anddyri. Skaftfell | Listamaðurinn Carl Boutard – „Hills and drawings“ í sýningarsal Skaft- fells. Listamaðurinn Dodda Maggý með sýningu sína „verk 19“ á vesturvegg Skaftfells. Til 18. sept. Skriðuklaustur | Helga Erlendsdóttir sýnir 13 olíumálverk. Suðsuðvestur | Gjörningaklúbburinn/ The Icelandic Love Corporation. Til. 25. sept. Opið fim. og fös. 16–18 og helgar 14– 17. Thorvaldsen Bar | Skjöldur Eyfjörð – „Töfragarðurinn“ til 9. sept. Listasýning Bæjarbókasafn Ölfuss | Ágústa Ágústs- dóttir, söngkona og listamaður, sýnir verk sín á Bæjarbókasafni Ölfuss, Þorlákshöfn. Listaverkin eru m.a. búin til úr hlutum sem Ágústa hefur fundið í fjörunni. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn kl. 10–17 alla daga nema mánudaga í vetur. Hljóðleiðsögn um hús- ið, margmiðlunarsýning og gönguleiðir. Nánar á www.gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið – fyrstu Vestur-Íslendingarnir, Bókminja- safn. Auk þess veitingastofa með hádeg- is- og kaffimatseðli og lítil en áhugaverð safnbúð. Mannfagnaður Maður lifandi | Fyrsta hláturæfing Hlát- urkætiklúbbsins í vetur verður kl. 17.30 í fundarsal á neðri hæð Maður lifandi – heilsumiðstöð, Borgartúni 24. Leiðbein- endur eru Ásta Valdimarsdóttir og Krist- ján Helgason. Aðgangseyrir er 300 kr. og eru allir velkomnir. Fréttir Björgunarsveitin Ársæll | Björg- unarsveitin Ársæll leitar að nýju fólki til að hefja störf. Nýliðakynning verður í dag kl. 19.30. Kynningin verður haldin í Gróu- búð, að Grandagarði 1 í Reykjavík. www.bjorgunarsveit.is. Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður í Stykkishólmi kl. 9.30–17. Allir velkomnir. Fundir ADHD samtökin | Sjálfshjálparhópur full- orðinna með athyglisbrest með eða án ofvirkni (adhd) heldur fund í dag að Háa- leitisbraut 11, 4. hæð kl. 20. Geðhjálp | Félagsfælnihópur Geðhjálpar heldur sinn vikulega fund kl. 20–22. Allir sem orðnir eru 16 ára og eldri og eiga við félagsfælni að stríða eru velkomnir. Krabbameinsfélagið | Góðir hálsar, stuðningshópur um krabbamein í blöðru- hálskirtli, verða með rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, kl. 17. Kaffi á könnunni. Fyrirlestrar Háskóli Íslands | Hartmut Lutz prófessor heldur fyrirlestur um afdrif inúíta í sýn- ingum í Evrópu á 19. öld. Fyrirlesturinn er á morgun, kl. 12.20 í stofu 311, í Árna- garði í HÍ og fer fram á ensku. Fyrirlest- urinn er í boði Hugvísindadeildar Háskóla Íslands og Íslandsdeildar Norræna félags- ins um kanadísk fræði. Allir velkomnir. Háskólinn á Akureyri | Á Félagsvís- indatorgi fjallar Alma Oddgeirsdóttir um Mentorverkefnið Vináttu sem hóf göngu sína á Íslandi árið 2001 og er rekið af Vel- ferðarsjóði barna. Alma ræðir um þá hug- myndafræði sem verkefnið byggist á og reynslu af starfrækslu þess á liðnum ár- um. Fyrirlesturinn er í stofu L201 á Sól- borg og hefst kl. 16.30. Sólheimar | John Wilkes frá Emerson College verður með fyrirlestur á Sól- heimum 9. september kl. 14. Fjallað verð- ur m.a. um rennslifræði vatns og orku- breytingar í vatni og umhverfi og hvernig nýta má þessa þætti í umhverfislegum tilgangi, landslags- og listhönnun, við ræktun og matvælavinnslu. Málstofur Verkfræðideild HÍ | Umhverfis- og bygg- ingarverkfræðiskor Háskóla Íslands verð- ur með málstofu í stofu 132, í Öskju kl 16. Jónas Elíasson prófessor og Sigurður M. Garðarsson dósent flytja fyrirlestra um náttúruhamfarirnar í New Orleans. Lýst verður hvaða vitneskja var fyrir hendi um hamfarir sem þessar. Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Fyrsta málstofa vetrarins verður haldin í dag, kl. 12.15. Gylfi Zoëga prófessor mun halda erindi sem hann nefnir „Tekjujöfnun inn- an fyrirtækja: Er gengið á hag hæfustu starfsmannanna? Málstofan er haldin í Odda, stofu 101. Allir velkomnir. Námskeið Alþjóðahúsið | Námskeið í arabísku fyrir byrjendur verður haldið 8. sept. til 10. nóv. Kynnst er arabískum bókstöfum, tek- in fyrstu skref við að tala og skrifa arab- ísku, og fjallað um menningu tengda ar- abískri tungu. Námskeiðið verður í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, 3. hæð, á fimmtudögum kl. 17–19. Kennari er Amal Tamimi félagsfræðingur. Verð 25.000 kr. skráning: amal@ahus.is, eða í síma 530 9308. Börn Dansskóli Jóns Péturs og Köru | 4 til 5 ára börnum er boðið upp á dans, söng og leik. Hjá eldri börnum og unglingum er boðið upp á námskeið í samkvæm- isdönsum og freestyle. Innritun daglega kl. 12–19 í síma 553 6645 eða á heima- síðu dansskólans www.dansskoli.is. Kennsla hefst 12. sept. Hlutavelta | Þær Sylvía Rún Hálfdan- ardóttir og Matthildur Amelía Mar- vinsdóttir héldu tombólu og söfnuðu 3.600 kr. til styrktar Rauða krossi Ís- lands. Morgunblaðið/Ásdís Brúðkaup | Gefin voru saman 20. ágúst sl. í Árneskirkju á Ströndum þau Bryndís Guðmundsdóttir og Bjarni Georg Einarsson. Prestur var séra Sigríður Óladóttir. Fréttasíminn 904 1100 Árnaðheilla dagbók@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.