Morgunblaðið - 07.09.2005, Page 40

Morgunblaðið - 07.09.2005, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ KÓR LANGHOLTSKIRKJU æfir mánudags- og miðvikudagskvöld kl. 20–22. Yfirleitt er hægt að bæta við í karla- raddir ef góðir söngvarar eru í boði. Fyrstu verk- efni vetrarins verða: Sacred Con- cert eftir Duke Ellington, sem fluttur verður með Stórsveit Reykjavíkur, Kristjönu Stef- ánsdóttur og Ole Koch Hansen á Jasshátíð Reykjavíkur 2. október nk. Nýtt verk eftir Þórð Magnússon við 8. Davíðssálm verður frumflutt 19. nóvember og þá verður einnig endurflutt Requiem eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson sem frumflutt var á Myrkum músíkdögum í febr- úar sl. Á Jólasöngvum kórsins í desem- ber verða einsöngvarar Eivör Pálsdóttir, Garðar Thór Cortes og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Eftir áramót hefjast væntanlega æfingar á Petite Messe solennelle eftir Rossini sem flutt verður á föstudaginn langa. Í vor er síðan fyrirhuguð tón- leikaferð til Prag, Búdapest og Vínar. Stjórnandi er Jón Stefánsson og raddþjálfari Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir. Getur bætt við góðum karlaröddum í vetur Jón Stefánsson Tónlist | Kór Langholtskirkju JOHANNES Matthiesen, arkitekt og landslagslistamaður, mun halda fyrirlestur um endurlífgun land- svæða sem hafa orðið fyrir skemmdum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Hann fjallar um þá sjö meginþætti sem hann vinnur með að endurbyggingu og hönnun garð- anna sem heildræn listaverk. Johannes mun einnig fjalla um verk sín sem hann hefur nýlega lokið með frumbyggjum Ástrala, en hann kemur nú beint þaðan þar sem hann meitlaði sköpunarsögu ástralskra frumbyggja í 18 steina. Hann mun ásamt fyrirlestri sínum sýna myndir af görðunum og vinnu sinni. Johannes starfar mikið með ungu fólki víða um heim að list sinni. Garða eftir Johannes má finna á Grikklandi, Portúgal, Pól- landi, Íslandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Hann vinnur einnig að ræktun skóglendis, endurhönnun skemmtigarða í borgum, leikvöllum fyrir börn og görðum þar sem hægt er að hugleiða. Markmið hans er að endurskapa orku mannsins og náttúrunnar. Johannes lærði arkitektúr í Stuttgart þar sem hann var nem- andi Josef Beuys og vann einnig með honum. Að loknum fyrirlestr- inum, klukkan 21, mun Gesa Nien- dorf ásamt danshóp sínum frá Freiburg flytja dansverk eftir sögu Ibsen um Pétur Gaut við tónlist eftir Edward Grieg. Tónlistarstjórn er í höndum Bernhard Ruser. Að lokum mun Albert Roman spila nútímaverk á Stradivaríus Selló. Albert Roman kemur frá St. Moritz í Sviss. Hann hefur spilað með mörgum þekktum tónlist- armönnum m.a. Rostropovic frá Rússlandi og Janus Starker frá Bandaríkjunum. Húsið verður opnað klukkan 19.30 og er miðaverð 1000 kr. en 500 kr. fyrir nemendur Háskóla Ís- lands. Hönnun | Johannes Matthiesen arkitekt og landslagslista- maður heldur fyrirlestur í Norræna húsinu í kvöld Morgunblaðið/ÞÖK Arkitektinn og landslagslistamaðurinn Johannes Matthiesen að störfum. Endurlífgun landsvæða MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi ályktun: „Opinn fundur haldinn 5. sept- ember í húsnæði Listaháskóla Ís- lands, mótmælir harðlega einhliða ákvörðun menntamálaráðherra um lokun Listdansskóla Íslands og krefst þess að lokun skólans verði frestað þar til framtíð list- dansnáms á grunn- og framhalds- skólastigi hefur verið tryggð í samráði við fagmenn í greininni. Fundurinn var fjölsóttur, en til hans var boðað af Félagi ís- lenskra listdansara og Bandalagi íslenskra listamanna. Framsögu höfðu Þorvaldur Þorsteinsson, forseti BÍL, Irma Gunnardóttir, formaður FÍLD, Karen María Jónsdóttir, umsjónarkennari List- dansbrautar LHÍ og fulltrúi nám- skrárnefndar menntamálaráðu- neytisins, Örn Guðmundsson, skólastjóri Listdansskóla Íslands, og Katrín Hall, listdansstjóri Íslenska dans- flokksins. Kom fram mjög eindreginn samhugur meðal fundarmanna um að bregðast þyrfti af mikilli alvöru við því alvarlega uppnámi sem málefni listdansins væru komin í, í kjölfar einhliða ákvörð- unar menntamálaráðherra um lokun Listdansskólans og ljóst að við svo búið mætti ekki standa. Fundarmenn voru margir úr röð- um dansara, listdanskennara og núverandi nemenda í Listdans- skólanum auk nýstofnaðrar List- dansdeildar Listaháskólans, en einnig stjórnendur menning- arstofnana, embættismenn, for- eldrar barna í listdansnámi og stjórnmálamenn auk áhugafólks um málefni lista almennt. Fundarstjóri var Ólöf Ingólfs- dóttir.“ Ályktun opins fundar um mál- efni Listdansskóla Íslands Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn 13. sýn. fim. 8/9 kl. 19 nokkur sæti laus 14. sýn. sun. 11/9 kl. 14 nokkur sæti laus 15. sýn. sun. 18/9 kl. 14 sæti laus Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN Nýja svið / Litla svið KYNNING LEIKÁRSINS Leikur, söngur, dans og léttar veigar Su 11/9 kl 20 - Opið hús og allir velkomnir HÖRÐUR TORFA LENGI LIFI Ýmsir listamenn leika lög eftir Hörð í tilefni 60 ára afmælis listamannsins Lau 10/9 kl. 21 KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 11/9 kl 14, Su 18/9 kl 14, Lau 24/9 kl. 14, Su 25/9 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 8/9 kl. 20, Fö 9/9 kl 20, Lau 10/9 kl 20, Su 11/9 kl 20, Fi 15/9 kl. 20, Lau 17/9 kl. 20 ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN! Ef þú gerist áskrifandi fyrir 20. september færðu að auki gjafakort á leiksýningu að eigin vali - Það borgar sig að vera áskrifandi - MANNTAFL Su 18/9 kl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT Su 25/9 kl. 20, Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20 HÖRÐUR TORFA Hausttónleikar Fös 16/9 kl. 19:30, Fös 16/9 kl. 22:00 WOYZECK – 5 FORSÝNINGAR Í SEPTEMBER Frumsýnt í London 12. okt og á Íslandi 28. okt Su 18/9 kl. 21, Fö 23/9 kl. 20, Fi 29/9 kl. 20 - UPPSELT Fö 30/9 kl. 20 Lau 1/10 kl. 20 (Sýning á ensku) Miðasalan er opin kl. 12:30-18:00 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl.12:30- 20:00. Símapantanir frá kl. 10:00 virka daga. midasala@leikhusid.is. Sími 551-1200. Miðasala á netinu: www.leikhusid.is Klaufar og kóngsdætur KoddamaðurinnGestaleikur STÓRA SVIÐIÐ KL. 20:00 Kirsuberjagarðurinn - gestasýning fim. 8/9, fös. 9/9 Að eilífu - gestasýning lau. 10/9, sun. 11/9 Velkomin í Þjóðleikhúsið! fös. 16/9, lau. 17/9, Klaufar og kóngsdætur sun. 18/9 kl. 14:00, Edith Piaf sun. 18/9. LITLA SVIÐIÐ KL. 20:00 Koddamaðurinn fim. 8/9, fös. 9/9, lau. 10/9. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20:00 Rambó 7 fös. 9/9. Pakkið á móti Örfáar aukasýningar: Fös. 9. sept kl. 20 Lau. 10. sept kl. 20 Lau. 17. sept kl. 20 Fös. 23. sept kl. 20 Áskriftar- kortasala stendur yfir Kabarett í Íslensku óperunni Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. Næstu sýningar Föstudaginn 9. september kl. 20 Laugardaginn 10. september kl. 20 Laugardaginn 17. september kl. 20 Föstudaginn 23. september kl. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.