Morgunblaðið - 07.09.2005, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
FORSVARSMENN Strætó bs. eru með til
athugunar að koma upp rauntímaupplýs-
ingum á öllum viðkomustöðum Strætó þar
sem áætlaður komutími á viðkomandi bið-
stöð er reiknaður út frá staðsetningu vagn-
anna hverju sinni.
Þetta kemur fram í grein Ásgeirs Eiríks-
sonar, framkvæmdastjóra Strætó bs., í
Morgunblaðinu í dag þar sem hann er að
svara grein Ian Watson prófessors í blaðinu
í gær. Ásgeir segir tæknilegar forsendur
fyrir þessari þjónustu vera fyrir hendi þar
sem flestir strætisvagnar séu útbúnir með
GPS-staðsetningartækjum. Með hjálp staf-
rænna fjarskipta, sem einnig séu í flestum
vögnum, megi jafnharðan senda upplýs-
ingar um staðsetningu vagnanna. | 27
Komutímar hjá
Strætó með hjálp
GPS-tækja
REKSTUR samstæðu Baugs Group á fyrri
helmingi ársins skilaði 10,6 milljarða króna
hagnaði. Þetta er langbesta hálfsárs afkom-
an í sögu félagsins.
Stefán Hilmarsson, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Baugs Group, segir að vænt-
ingar stjórnenda félagsins séu þær, að hagn-
aður seinni hluti ársins verði jafngóður og á
þeim fyrri, ef ekkert óvænt kemur upp.
Hann gæti því orðið í kringum 20 milljarðar.
Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að
heildareignir þess nemi um101 milljarði
króna og eigið fé þess sé um 46 milljarðar.
Arðsemi eigin fjár sé 60%. Velta félaga, sem
Baugur er kjölfestufjárfestir í, nam á tíma-
bilinu 866 milljörðum króna. | 13
Methagnaður
hjá Baugi
ÍSLENSKA sjávarútvegssýningin
er umfangsmeiri nú en áður en að
sögn Bjarna Þórs Jónssonar, full-
trúa sýningarhaldarans Nexus, er
talið að uppsetning sýningarinnar
kosti meira en 100 milljónir króna.
Árni M. Mathiesen sjávar-
útvegsráðherra opnar íslensku
sjávarútvegssýninguna í Smár-
anum og Fífunni klukkan 10 ár-
degis í dag og í kvöld verða Ís-
lensku sjávarútvegsverðlaunin
afhent í Gerðarsafni í Kópavogi.
Sýningin stendur yfir dagana 7.
til 10. september.
Sýningarsvæðið í Smáranum og
Fífunni er um 13.000 fermetrar.
Bjarni Þór Jónsson segir að
grunnverðið sé um 17.000 kr. á
fermetra og meðalbásinn sé níu til
10 fermetrar. Sýnendur þurfi jafn-
framt að greiða fyrir veggi, teppi,
rafmagn og fleira og þegar allt sé
talið megi ætla að fermetrinn
kosti um 25.000 til 30.000 krónur.
Morgunblaðið/Kristinn
Umfangsmesta sjávarútvegssýningin
Kostnaður | B1
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að einum
milljarði króna af söluandvirði Símans verði
varið til þess að hefja nú þegar uppbyggingu bú-
setuúrræða og þjónustu fyrir geðfatlaða. Gert
er ráð fyrir kaupum eða byggingu á húsnæði og
uppbyggingu dagvistunar og/eða endurhæfing-
arúrræða fyrir geðfatlaða um land allt frá árinu
2006 til 2010.
Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu seg-
ir að markmiðið sé að eyða biðlistum og tryggja
að geðfatlaðir búi við viðunandi aðstæður og
mannréttindi þeirra séu tryggð. Heildarfjár-
þörf vegna stofnkostnaðar við uppbyggingu á
fimm árum er 1,5 milljarðar króna, en gert er
ráð fyrir því að Framkvæmdasjóður fatlaðra
verji 500 milljónum króna til kaupa eða bygg-
Árni segir þarna stigið mjög stórt skref fram
á við. „Þetta byggist á úttekt sem við heilbrigð-
isráðherra létum gera á seinni hluta síðasta árs
og fyrri hluta þessa, sem leiddi í ljós að hluti
geðfatlaðra býr við ófullnægjandi aðstæður,“
segir Árni.
„Við höfum að mínu mati verið að gera mjög
vel í þjónustu við fatlaða undanfarin ár og bæta
búsetuúrræði en við teljum að geðfatlaðir séu sá
hópur sem þarf að bæta við þjónustuna núna og
hefur komið fram í máli bæði mín og heilbrigð-
isráðherra.“
Aðspurður segir Árni það mjög skýrt að hér
sé um að ræða hreina viðbót við þennan mála-
flokk frá hendi ríkisins og sé henni ætlað að fara
í uppbyggingu þjónustunnar.
ingar húsnæðis fyrir geðfatl-
aða, til viðbótar framlagi rík-
isins.
Árni Magnússon félags-
málaráðherra segir það vera
ætlun ríkisstjórnarinnar að
gera á næstu fimm árum
stórátak í uppbyggingu bú-
setuúrræða fyrir geðfatlaða.
„Í því fylgja bæði úrræði í
dagþjónustu og endurhæf-
ingu,“ segir Árni. „Sumt af þessu fólki sem um
ræðir er vistað í heilbrigðiskerfinu, en getur að
okkar mati nýtt sér úrræði sem við teljum betur
fallin til að mæta þörfum þess eins og t.d. sam-
býli og sjálfstæða búsetu.“
Hluti ágóða af sölu Símans nýttur til að bæta þjónustu við geðfatlaða
Milljarður í uppbyggingu
á árunum 2006 til 2010
Árni Magnússon
STOFNA á þverpólitísk samtök á Suður-
nesjum, að frumkvæði flokkanna þriggja í
meiri- og minnihluta bæjarstjórnar Reykja-
nesbæjar, sem ætlað er að berjast fyrir
flutningi innanlandsflugs til Keflavíkurflug-
vallar og gerð samgöngumannvirkis milli
Straumsvíkur og Vatnsmýrarinnar.
Þetta kemur fram í grein í Morgun-
blaðinu í dag sem þeir rita sameiginlega,
Eysteinn Eyjólfsson, formaður Samfylk-
ingarinnar í Reykjanesbæ, Eysteinn Jóns-
son, formaður fulltrúaráðs Framsóknar-
félaganna í Reykjanesbæ, og Viktor B.
Kjartansson, formaður fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjanesbæ.
Þeir telja að „rödd skynseminnar“ eigi að
ráða við flutning innanlandsflugsins og auð-
veldlega megi leysa vandkvæði sem fylgja
flutningnum. Lögð er fram hugmynd um
vegtengingu úr Vatnsmýri yfir í Straums-
vík með gerð brúar og/eða jarðganga. Á
meðfylgjandi korti er skissa að vegtenging-
unni, sem hugsuð er með brú og/eða jarð-
göngum. Með þessu megi ná ferðatíma til
Keflavíkur niður í 25-30 mínútur. | 28
" # $ % & ' ( $
$)*
+
,
' '
- .
./
Þverpólitísk
samtök á
Suðurnesjum
DÓMARAR við Héraðsdóm
Reykjavíkur í Baugsmálinu telja
að „slíkir annmarkar kunni að vera
á ákærunni að úr þeim verði ekki
bætt undir rekstri málsins og að
dómur verði því ekki kveðinn upp
um efni þess“ eins og segir í bréfi
dómsins frá 26. ágúst síðastliðnum.
Í bréfinu er gerð grein fyrir
þeim annmörkum sem dómurinn
sér við 18 af 40 liðum ákærunnar.
Þessir liðir eru í II., III., og IV.
kafla ákærunnar þar sem sakborn-
ingar eru sakaðir um umboðssvik,
fjárdrátt og/eða umboðssvik og
brot gegn lögum um hlutafélög.
Sérstakt þinghald verður í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur næstkom-
andi þriðjudag þar sem ákærandi
og verjendur fá að tjá sig um málið.
framhjá, þá getur dómurinn vísað
málinu frá hvað varðar einstaka
liði eða í heild sinni af praktískum
ástæðum. Þá gefst ákæruvaldinu
kostur á að bæta úr þessum ann-
mörkum í samræmi við niðurstöðu
héraðsdóms og leggja fram endur-
bætta eða nýja ákæru,“ sagði Jón.
Miklar takmarkanir
á að hefja nýtt mál
Gestur Jónsson, hrl. og verjandi
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði
að ef svona máli væri vísað frá
dómi að hluta þá væru þeir hlutar
málsins einfaldlega úr sögunni
hvað þetta mál varðaði. Taldi Gest-
ur verulegar takmarkanir á því að
ákæruvaldið gæti farið aftur af
stað með eitthvert annað mál út af
því sem væri vísað frá. Aðspurður
sagðist Gestur ekki vita til þess að
bréf dómara ætti sér fordæmi.
Gestur benti á að heimildir
ákæruvaldsins til að útskýra nánar
ákæruliði væru í 118. grein laga um
meðferð opinberra mála. Sam-
kvæmt henni geti ákærandi breytt
eða aukið við ákæru með útgáfu
framhaldsákæru „til að leiðrétta
augljósar villur eða ef nýjar upp-
lýsingar gefa tilefni til“. Gestur
sagði að í þessu máli væri ekki um
nein ný gögn að ræða, svo að
ákæruvaldið gæti einungis leiðrétt
það sem það teldi vera augljósar
villur í ákærunni.
Bréfið var sent til Jóns H.B.
Snorrasonar, saksóknara, og verj-
enda sakborninganna sex. Undir
það ritaði Pétur Guðgeirsson hér-
aðsdómari en auk hans munu Arn-
grímur Ísberg og Garðar Valdi-
marsson dæma í málinu.
Í framhaldi af því er að vænta
ákvörðunar dómsins um hvort
ákæran verður samþykkt í heild
sinni, eða einstökum ákæruliðum
eða málinu í heild verður vísað frá
dómi.
Dómarar kanni ákærur
Jón H.B. Snorrason, saksóknari
og yfirmaður efnahagsbrotadeild-
ar ríkislögreglustjóra, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að rétt-
arkerfið gerði ráð fyrir því að
dómarar könnuðu ákærur svo að
ákæruvaldinu gæfist kostur á að
skýra nánar eða bæta úr annmörk-
um ef þeir væru taldir geta hindrað
framgang máls.
Jón sagði að í þessari stöðu ætti
ákæruvaldið þann kost að skýra
mál sitt betur. „Ef dómurinn telur
að þetta séu raunverulegir ann-
markar, sem ekki verði litið
Dómendur í Baugsmálinu rita ákæruvaldinu og lögmönnum bréf
Annmarkar taldir á 18
af 40 liðum ákærunnar
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Ákæruliðir | 11
♦♦♦
♦♦♦