Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 11
halleyja, Tonga, Papúa Nýju Gín- eu, auk starfandi forsætisráðherra Túvalú og varaforseta Palá. Um- ræðuefni þessara funda hefur ver- ið samstarf ríkjanna, möguleikar á frekari samvinnu og viðfangsefni svæðasamtaka smáeyjaþróunar- ríkja (SIDS). Jafnframt hefur ráð- herrann kynnt framboð Íslands til Öryggisráðsins 2009–2010 með það fyrir augum að afla stuðnings við framboðið. Tvíhliða fundir með utanríkisráðherrum Salómonseyja, Suður-Afríku, Vanúatú, Nepal og Míkrónesíu eru fyrirhugaðir á mánudag.“ Reuters Málefni Íraks rædd í Öryggisráði Sameinuðu þj́óðanna í mars 2003. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 11 FRÉTTIR TEPPABÚÐIN - LITAVER, Grensásvegi 18, „við eru sérfræðingar í gólfteppum“, símar 568 1950 og 581 2444. Gólfteppin eru allt þetta og meira til. Mikið úrval af gólfteppum á góðu verði. Líttu við, því það hefur alltaf borgað sig. Mýkt - Hlýleiki - Þægindi Nýjar vörur frá og Laugavegi 51, sími 552 2201 frábært úrval ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, sem bæði eiga sæti í utanríkismálanefnd, segj- ast líta svo á að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi tekið af skarið varðandi framboð Íslands til Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna á leið- togafundi samtakanna í fyrradag. Framgangur ríkisstjórnarinnar í málinu sé hins vegar vandræðalegur og ekki til þess fallinn að auka líkur á að Ísland sigri í kosningunum. „Forsætisráðherra hefur ákveðið að taka af skarið hvað sem líður mót- mælum innan Sjálfstæðisflokksins. Þar með er þessum vandræðagangi væntanlega lokið,“ sagði Þórunn. „Frá því að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson skiptust á ráð- herraembættum hefur verið ljóst að Davíð hefur mun minni áhuga á þessu en Halldór. Ýmsir hafa verið sendir út af örkinni af Sjálfstæðis- flokknum til að koma því til skila og síðan Davíð sjálfur. Í mínum huga var þetta alltaf spurning um hvort ríkisstjórninni hefði verið einhver al- vara í því í upphafi að fara í þetta framboð. Það segir sig sjálft að ef ís- lensk stjórnvöld ákveða að bjóða fram til Öryggisráðsins þá annað hvort gera þau það í fullri alvöru eða ekki.“ Friðargæslan kostar hálfan milljarð á ári Þórunn sagðist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að þetta framboð væri ferðarinnar virði þrátt fyrir að því fylgdi talsverður kostnaður. „Þetta má auðvitað ekki kosta hvað sem er. Framboðið þarf að vera fag- legt og vel skipulagt. Ég er þeirrar skoðunar að þetta gæti verið mjög verðmæt reynsla, ekki síst fyrir ís- lenska utanríkisþjónustu, en það verður að segja það eins og er að hún er að mörgu leyti föst í gömlum tíma og gömlum starfsaðferðum. Þetta gæti blásið nýju lífi í það starf.“ Þórunn var spurð hvað henni fyndist að framboðið mætti kosta. „Þegar Davíð kynnti kostnaðaráætl- un vegna framboðsins hljóðaði hún upp á 600 milljónir á u.þ.b. fimm ár- um. Það eru vissulega mjög miklir peningar, en við erum að eyða mjög háum upphæðum í utanríkisráðu- neytið, sendiráðin okkar og annað starf sem Ísland hefur ákveðið að taka þátt í. Ég hef nefnt það sem dæmi til samanburðar, ef fólk vill velta fyrir sér háum upphæðum, að við erum núna að eyða hálfum millj- arði á ári í friðargæsluverkefni, sem hafa verið umdeild. Það eru mjög miklir peningar sem fara úr ríkis- kassanum í utanríkisráðuneytið og það getur verið spurning um að draga saman í einhverri annarri starfsemi ef það er vilji til þess. Það er svigrúm til þess.“ Eru varla að gera í því að niðurlægja sjálfa sig Steingrímur J. Sigfússon sagðist líta svo á að með þessari yfirlýsingu forsætisráðherra væri komin endan- leg niðurstaða í málið. „Ekki nema menn séu að gera í því að niðurlægja sjálfa sig. Þetta er nú orðið nægilega vandræðalegt eins og það er, að vísu aðallega heima fyrir og gagnvart hinum Norðurlöndunum. Ég er ekki viss um að heimsbyggðin standi á öndinni yfir því hvað Ísland gerir í þessum efnum. Það er nú ekki sig- urstranglegt að vandræðast og velkjast með þetta mánuðum og misserum saman.“ Steingrímur sagði að það lægi fyr- ir að þetta væri búið að vera metnaðarmál Halldórs lengi. „Ég held líka að það geti ekki verið skemmti- legt fyrir Geir H. Haarde ef það á að verða hans fyrsta embættisverk sem utanríkisráðherra að tilkynna kollegum sínum á hinum Norð- urlöndunum að hann sé hættur við. Þeim mun undarlegri verða þessi ummæli Davíðs í Tókýó. Ég skil ekki hvers vegna hann lét ekki kyrrt liggja og leyfði ekki málinu að vera í þeim farvegi sem það var. Það dylst engum hvað Davíð hefði viljað gera og heldur ekki hvað margir aðrir í Sjálfstæðisflokknum virðast vilja gera. Það var ekki að heyra á Einari Oddi Kristjánssyni í Kastljósþætti í sjónvarpinu að það væri mikil vitglóra að halda þessu máli til streitu. Málið er því ákaflega klúðurslegt og það klúður verður al- farið að skrifast á reikning ríkis- stjórnarinnar. Hún fer alfarið með þetta framboð. Þó að utanríkismála- nefnd hafi verið upplýst um stöðu mála þá er framkvæmdin alfarið í höndum framkvæmdavaldsins.“ Steingrímur sagði að sín afstaða til málsins hefði verið að það væri óeðlilegt að Ísland sæti alltaf hjá og það hlyti að koma að því að menn vildu takast á við þetta verkefni. „Ég lagðist ekki gegn þessu verkefni á sínum tíma þegar frá því var skýrt. Ég hef að vísu alltaf haft einn fyr- irvara og hann lýtur að þeirri stefnu sem Ísland kemur til með að hafa í Öryggisráðinu. Framan af hafði ég meiri áhyggur af þeim þætti en kostnaðinum. Ég viðurkenni það hins vegar að mér brá í brún eins og fleirum þegar farið var að tala um fleiri hundruð milljónir í kostnað við framboðið.“ Búið að taka af skarið um framboð Íslands Steingrímur J. Sigfússon Þórunn Sveinbjarnardóttir egol@mbl.is FLUGMÁLAFÉLAG Íslands, sem eru regnhlífarsamtök félagasam- taka og klúbba tengdum flugi á Ís- landi, bendir á að hvorki borgar-, sam- göngu- né flugmálayfirvöld hafi haft samráð eða leitað álits stærsta hluta flugrekenda á Reykjavík- urflugvelli. Flugrekendur á Reykjavíkurflugvelli fyrir utan Flugfélag Íslands séu vel á þriðja tug og sinni þeir m.a. útsýnisflugi, leiguflugi, sjúkraflugi, verkflugi, flugkennslu, viðhaldi og þjónustu. „Þessa aðila hefur ekki verið rætt við eða haft samráð við, þó annað mætti ætla af ummælum,“ segir í tilkynningu. Flugmálafélagið leggur áherslu á það að vilji hagsmunaaðila í flug- inu til viðræðna um aðra kosti fyrir flugið, í eða við borgina, sé virtur og nægjanlegur tími og ráðrúm gefin í þeim efnum. Skortur sé á framtíðarsýn fyrir skipulag í Vatnsmýrinni og það megi jafn- framt heimfæra á framtíð flugmála á Íslandi. „Ef vega á framtíðarhlutverk Vatnsmýrarinnar með réttu telur Flugmálafélagið rétt og eðlilegt að vinna sé lögð í mat á framtíðarsýn og hlutverk flugsins í landinu. Nú- verandi stöðu hefur ekki verið gef- inn nægjanlegur gaumur, hvað þá framtíðinni.“ Flugmálafélagið tekur undir með þeim aðilum sem vilja kanna hag- kvæmni annarra valkosta fyrir inn- anlandsflugið en leggur áherslu á að allir áhrifavaldar og jaðaráhrif verði könnuð til hlítar og litið verði til lengri tíma en næstu ára í því samhengi. Jafnframt telur Flug- málafélagið að rétt væri að kanna samhliða þessari könnun hag- kvæmni þess að millilandaflugið yrði flutt til Reykjavíkur eða nær höfuðborgarsvæðinu. Félagið telur mikilvægt að um- ræða um staðsetningu flugvallar í Vatnsmýrinni snúist ekki eingöngu um innanlandsflugið. Fjölmargir flugrekendur byggi starfsemi sína á nálægð við Reykjavík. Þar megi nefna útsýnis-, viðskipta-, kennslu- og einkaflug. Þó innanlandsflug gæti hugsanlega þolað flutning fjær Reykjavík, þá væri sá flutn- ingur líklegur til þess að draga verulega úr annarri starfsemi sem fylgir flugvellinum og jafnvel gera út af við hana. Flugmálafélagið kveðst óska eft- ir upplýsingum um þær upphæðir sem hafa verið greiddar fyrir það landsvæði í Vatnsmýrinni sem nú þegar hefur verið úthlutað. „Ef samræmis á að gæta í málflutningi þeirra sem benda á verðmæti lands- ins þá ætti að vera ljóst að tugir milljarða hafa fengist fyrir það. Ef svo er ekki, hefur verðmæti þess lands sem eftir er hækkað umtals- vert, ef standa á við upphaflegar fjárhæðir sem eiga að fást fyrir Vatnsmýrina.“ Ekkert samráð haft við stærsta hluta flugrekenda Morgunblaðið/Sverrir EKKERT er að finna í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar segir hins vegar að ríkisstjórnin leggi áherslu á að efla íslensku frið- argæsluna og Þróunarsam- vinnustofnun. Framboð Íslands hefur aldrei verið samþykkt með formlegum hætti á Alþingi, en það hefur ítrekað verið rætt þar og utanrík- ismálanefnd hefur fylgst vel með málinu. Sú hugmynd að Ísland sæktist eftir setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verið rædd af ýms- um stjórnmálamönnum í allmörg ár, en hún var fyrst kynnt af hálfu Íslands fyrir Norðurlöndunum haustið 1998. „Þessi mál voru rædd á síðasta fundi utanríkisráðherra Norður- landanna, sem fór fram í New York í tengslum við allsherj- arþingið [23. september 1998]. Þá lýsti ég því yfir að Íslendingar vildu vera með í þessari mynd og taka þátt í störfum öryggisráðsins eins og aðrar Norðurlandaþjóðir. Það fékk undirtektir á þessum fundi,“ er haft eftir Halldóri Ás- grímssyni, fyrrverandi utanrík- isráðherra, í Morgunblaðinu í október 1998. Í fréttinni kemur fram að stuðningur Norð- urlandaþjóðanna við framboð Ís- lands sé tryggður. Ekki nefnt í stefnuyfirlýsingunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.