Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 43 UMRÆÐAN Kosningaskrifstofan opnar í dag kl. 14 gamla moggahúsinu - aðalstræti 6 www.gislimarteinn.is Það verður skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Aðalstrætinu í dag. Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson taka meðal annars góða syrpu, Lilli klifurmús og Mikki refur skemmta börnunum. Boðið verður upp á kaffi og með því. Allir velkomnir. HÖFUNDUR Staksteina veltir í blaðinu fimmtudaginn 15. sept. upp ýmsum spurningum í tilefni af ræðu minni á morgunverðarfundi Við- skiptaráðs hinn 13. sept. Fagna ég þeim áhuga sem höfund- urinn sýnir á viðfangs- efninu og þessari ræðu. Meginvandinn sem við er að glíma nú í hagstjórninni er að væntingar fyrirtækja og almennings eru komnar úr takt við raunveruleikann og þau takmörk sem efna- hagslífið býr við. Al- menningur og fyr- irtæki eru tilbúin til þess að fjárfesta og eyða og taka á sig skuldir langt umfram framleiðslugetu hagkerf- isins. Fyrir nokkrum mánuðum horfði þetta ekki svona við. Þá virtist svo sem að hagstjórnaraðgerðir rík- isins og Seðlabankans myndu duga til þess að fleyta efnahagslífinu í gegnum þetta ár og það næsta. Sjálfvirkir sveiflujafnarar í ríkis- búskapnum hafa virkað á fullu á þessu ári. Skatttekjur ríkissjóðs hafa aukist á fyrstu sjö mánuðum ársins um 18,7% milli ára og Seðla- bankinn hefur með vaxtahækkunum haldið gengi krónunnar mjög háu og þar með verðlaginu niðri. Hag- stjórnin hefur því verið í eðlilegum og fyrirsjáanlegum farvegi og vissu- lega hafa fyrirtæki í útflutnings- og samkeppnisgreinum þurft að búa við erfið rekstrarskilyrði. Hækkun neysluverðsvísitölunnar í byrjun september og vísbendingar um miklar hækkanir á launa- greiðslum og tekjum (12% hækkun á tekjum af tryggingagjaldi á fyrstu sjö mánuðunum) ásamt samfelldum fréttum af nýjum metum í neyslu og fjárfestingum benda hins vegar til hins sama. Væntingarnar eru úr takt við raun- veruleikann. Fyrstu viðbrögð við þessu ástandi hljóta að vera að skynja rétt hvað er raunverulega að gerast og hvernig mál þróast ef svo held- ur áfram sem horfir. Að mínu áliti er enginn kostur að neyslan og fjárfestingin haldi áfram með þessum hætti og verðbólgan fari á nýtt stig. Það setur alla afturábak ef verðbólg- an festist í hærri tölu en nemur 2,5% markmiði Seðlabankans. Á und- anförnum árum hafa verið gerðar miklar breytingar á skattkerfinu og fjármagnskerfinu sem einmitt byggjast á lágri verðbólgu sem for- sendu og hærri verðbólga yrði því mjög dýr og skemmandi fyrir það uppbyggingarstarf sem unnið hefur verið. Seðlabankinn neyðist því til þess að hækka vexti enn frekar og ljúka veislunni í efnahagslífinu með látum ef væntingarnar breytast ekki. Og veislunni lýkur þegar gengið hækk- ar enn frekar í kjölfar vaxtahækk- ana. Ég sé atvinnulífið ekki ganga á til lengdar á gengisvísitölu 100. Á ákveðnum tímapunkti hætta bank- arnir að lána til fyrirtækja í útflutn- ings- og samkeppnisgreinum vegna þess að rekstur þeirra er kominn í tap og þá brestur gengið og hríð- lækkar. Eftir það tekur nokkurn tíma að ná nýju jafnvægi með lágri verðbólgu en það sem ruglar þá mynd er að á næsta ári verður enn umtalsvert innstreymi af fjármagni inn í landið vegna stóriðjufram- kvæmda. Ég tel að með því að skynja rétt stöðuna og koma henni rækilega á framfæri sé hægt að hafa áhrif á væntingarnar og stilla þær betur af. Ef almenningur og fyrirtæki vita hvað í vændum er með óbreyttri neyslu og fjárfestingum getur hver og einn reiknað út sinn eigin skell sem kemur ef ákvarðanir byggjast á vitlausum forsendum um framtíðina. Það eitt og sér getur haft mikil áhrif á ákvarðanir um fjárfestingar og neyslu og hefur t.d. komið fram í þróun hlutabréfaverðs síðustu daga. Ef væntingarnar breytast hins veg- ar ekki og allir halda áfram neyslu og fjárfestingum eins og ekkert sé er næsta víst að skellurinn og timburmennirnir eru ekki langt und- an. Veislulok og viðbrögð Vilhjálmur Egilsson svarar Staksteinum Morgunblaðsins ’Ég tel að með því aðskynja rétt stöðuna og koma henni rækilega á framfæri sé hægt að hafa áhrif á vænting- arnar og stilla þær bet- ur af.‘ Vilhjálmur Egilsson Höfundur er ráðuneytisstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.