Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 251. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Örlög í marg- ræðu verki Manntafl Stefans Zweig frumsýnt í Borgarleikhúsinu | Menning Lesbók, Börn og Íþróttir í dag Lesbók | Skrifaðu aldrei líbrettu  Það eru engir fuglar í helvíti Börn | Hvaða galdrastelpa ert þú?  Kanntu að teikna hús? Íþróttir | Víkingar í úrvalsdeildina  Hermann leikur 200. leikinn Enski | Nick Hornby heldur með Arsenal Seyðisfjörður | Í gær voru nýir snjóflóðavarnargarðar vígðir í Bjólfinum ofan við Seyðisfjörð. Eru þeir í um 620 metra hæð yf- ir sjávarmáli og reistir á svokall- aðri Brún. Um er að ræða 450 metra langan þvergarð og 200 metra langan leiðigarð, net- grindur úr 6.000 fermetrum stáls eru í efstu 10 metrum garðanna og grjótfylling hlaðin upp undir grindurnar. Tilgangur varn- argarðanna er að hægja á eða stöðva snjóflóð efst úr Bjólfinum, sem er aurflóðavarnir. Þar er hætta á aurflóðum þegar gerir asarigningar og menn hafa verið að skoða að búa til e.k. drenskurði ofan byggðarinnar svo að vatns- söfnunin verði leidd í burtu. Við höfum gengið frá útsýn- ispöllum og göngustígum um- hverfis varnargarðinn þannig að þetta er líka hugsað þannig að fólk geti komið og bæði skoðað varnarmannvirkin og notið útsýn- isins yfir fjörðinn, sem er ægi- fagurt uppi á brún Bjólfsins.“ hefur tekið á þriðja ár í fram- kvæmd og var unnið að sum- arlagi. Ofanflóðasjóður greiðir 90% kostnaðar við garðinn, en Seyðisfjarðarkaupstaður 10%. „Varnarmannvirkin verja Öld- una og Bakkana þannig að mjög fá íbúðarhús í bænum verða enn á mesta hættusvæðinu,“ sagði Tryggvi. „Ég reikna ekki með að farið verði í frekari varnaraðgerðir þarna megin fjarðar, en hinum megin erum við í öðru verkefni þannig að þau fari ekki fram af Brún og taki með sér meiri snjó úr stórum og miklum brekkum ofan við byggð á Seyðisfirði. Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, sagði að heild- arkostnaður við mannvirkið væri undir 320 milljónum króna, en hann var upphaflega áætlaður hundrað milljón krónum hærri. Skýring mismunarins eru hag- stæð útboð í upphafi, en Íslenskir aðalverktakar önnuðust verkið ásamt undirverktökum. Verkið Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Snjóflóðavarnargarður í Bjólfi tilbúinn Berlín. AFP, AP. | Gerhard Schröder, kansl- ari Þýskalands, reyndi til hins ýtrasta að vinna kjósendur á sitt band í gær, tveimur dögum fyrir þingkosningar í landinu. Mjög tvísýnt er um úrslit þeirra og samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum hefur fjórð- ungur kjósenda ekki enn gert upp hug sinn. Schröder biðlaði ákaft til óákveðnu kjós- endanna þegar hann kom fram á kosninga- fundi á Gendarmenmarkt-torgi í Berlín í gærkvöldi. Hann lagði áherslu á að efna- hagslegar umbætur hans væru farnar að bera árangur og sakaði Angelu Merkel, kanslaraefni kristilegu flokkanna, um að stefna að skattabreytingum sem myndu minnka byrðar tekjuhæsta fólksins á kostnað þeirra sem minna mega sín. Merkel flutti ávarp í fjölleikahúsi í Berl- ín í gærkvöldi og sakaði Schröder um svik- in loforð og misheppnaða efnahagsstefnu. Fáir spá því að Schröder haldi kanslara- embættinu en hugsanlegt er að hvorug meginfylkinganna nái meirihluta á þinginu. Ný könnun Forsa-stofnunarinnar bend- ir til þess að kristilegu flokkarnir tveir fái 41–43% fylgi og Frjálsir demókratar 7–8%. Samanlagt gætu þeir því fengið 48–51%. Fylgi Jafnaðarmannaflokksins er um 32–34% og Græningja 6–7%, ef marka má könnunina. Skekkjumörkin voru 2,5%. Reuters Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, á kosningafundi í Berlín í gærkvöldi. Biðlað til óákveðinna kjósenda „ÉG tel að þessi ákvörðun um að Íslendingar sækist eftir setu í Ör- yggisráðinu sem ákveðin var af rík- isstjórn og Alþingi fyrir um sjö ár- um sé núna í miklu uppnámi,“ segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra og varaformaður Framsókn- arflokksins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, segir að málið hafi ekki verið afgreitt úr þingflokknum og hann segist líta svo á að hin formlega ákvörðun um framboð Ís- lands hafi enn ekki verið tekin. Guðni segir að Davíð Oddsson sé efins eða hafi skipt um skoðun varðandi framboð Íslands. Þá hafi Einar Oddur Kristjánsson, vara- formaður fjárlaganefndar, hafið fulla baráttu gegn þessari ákvörð- un. Guðni minnir á að ríkisstjórnin verði að sækja fjármagn vegna framboðsins til Alþingis. „Þess vegna verða stjórnarflokk- arnir að fara yfir málið og meta stöðuna. Ef það eru efasemdar- menn í Sjálfstæðisflokknum þá eru þeir ekkert síður í Framsóknar- flokknum. Efasemdir manna og þar á meðal mínar hafa auðvitað vaxið hvað þetta mál varðar ekki síst þegar veröldin harðnaði. Hún hefur harðnað mikið á síðustu ár- um. Menn eru auðvitað ekki eins sannfærðir og áður um að það séu hagsmunir lítillar friðelskandi þjóðar að blanda sér í ákvarðana- töku með svo afgerandi hætti. Svo hafa auðvitað aðstæður í þessu máli breyst hvað framboðið varðar; bæði sækir Tyrkland málið stíft af sinni hálfu og staðan kannski orðin sú að fjármagnið er meira sem fer í þessa baráttu en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi. Nú eru menn að tala um einn milljarð króna,“ segir Guðni. „Í rauninni kom þetta dálítið á óvart því að það hefur ekki verið tekin formleg ákvörðun um fram- boðið,“ segir Hjálmar Árnason um yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Málið hefur margsinnis verið rætt í þingflokki framsóknarmanna og tínd hafa verið til rök bæði með og á móti. En þetta er mál sem formlega hefur ekki verið afgreitt út úr þingflokknum,“ sagði Hjálm- ar. Guðni Ágústsson segir efasemdaraddir meðal framsóknarmanna „Framboð Íslands núna í miklu uppnámi“ Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is  Ekkert síður | 10 Guðni Ágústsson Hjálmar Árnason Málið hefur ekki verið afgreitt úr þingflokknum, segir Hjálmar Árnason Í DAG kemur út ný og endurort Völuspá fyrir börn á öllum aldri. Kristín Ragna Gunn- arsdóttir hannaði bók- ina og gerði myndir en Þórarinn Eldjárn end- urorti sjálfa Völuspá. „Sá sem tekur sér fyrir hendur að gera svona endursögn hlýt- ur þá að taka afstöðu. Sem rithöfundur, en ekki fræðimaður, þá geri ég það auðvitað á endanum út frá mínu brjóstviti og eftir því hvað hljómar best,“ segir Þórarinn. Kristín Ragna fékk hugmyndina að bókinni fyrir áratug og hafði síðan samband við Þórarin. Sjálf lagðist hún í mikla fræðivinnu, fyllti hverja skissubókina á fætur annarri og endaði að lokum málandi á gólfinu heima hjá sér. „Það er svo oft sem maður hefur lítinn tíma til að vinna verk en ég ákvað að í þessu tilfelli skyldu ekki gerðar neinar málamiðlanir,“ segir Kristín. 32 | 35 Litrík Völuspá fyrir börn á öllum aldri Kristín Ragna Gunnarsdóttir ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.