Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Yfirlýsingar George W. Bush,forseta Bandaríkjanna, umað ekkert verði til sparað við að byggja upp New Orleans og önn- ur hamfarasvæði við Mexíkófló hafa mælst vel fyrir meðal bandarísks al- mennings. Á Bandaríkjaþingi hafa menn þó áhyggjur af kostnaðinum, ekki síst flokksbræður hans, repú- blikanar, og margir óttast, að ofan á það stórslys, sem fellibylurinn Katr- ín var, sé að bætast stórslys í fjár- málum ríkisins. Tom Coburn, öldungadeildarþing- maður fyrir repúblikana í Oklahoma, sagði í fyrradag, að hann teldi ekki, að alríkið ætti að axla allan kostn- aðinn í New Orleans, Louisiana-ríki hlyti sjálft að verða að bera hann að einhverju leyti. Og Jim DeMint, öld- ungadeildarþingmaður repúblikana í Norður-Karólínu, hvatti til, að menn gleymdu ekki „heilbrigðri skynsemi“ í þessu máli. Kom þetta fram á fréttavef New York Times í gær. Bandaríkjaþing hefur samþykkt að leggja fram 62 milljarða dollara í þegar áfallinn kostnað og samþykkt- ar hafa verið tilhliðranir í skattamál- um upp á meira en fimm milljarða dollara auk aðgerða í húsnæðismál- um upp á 3,5 milljarða dollara. Virð- ist það liggja í augum uppi, að þetta sé bara byrjunin. „Við verðum að koma til hjálpar en að ausa út fé án þess að fylgjast al- mennilega með því hvernig því er varið mun ekki leysa vandann,“ sagði DeMint. Erfitt að mótmæla Þessi ummæli stinga í stúf við yf- irlýsingar Bush en flestir þingmenn repúblikana veigra sér við að mæla gegn þeim vegna þeirrar hörðu gagnrýni, sem Bush og alríkisstjórn- in hafa sætt fyrir seinleg viðbrögð. Þeim óar samt við útlitinu, gífurleg- um fjárlagahalla, og óttast, að Bush sé að reyna að bæta sína eigin póli- tísku stöðu og skilji síðan vandann eftir í annarra höndum. „Við erum ekki vissir um, að hann viti hvað hann er að fara út í,“ hefur New York Times eftir einum frammámanna repúblikana í öld- ungadeildinni, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Eyðslan aldrei meiri Mikil og vaxandi fjárútlát Bush- stjórnarinnar hafa í alllangan tíma verið að kynda undir vaxandi kurr meðal repúblikana, sem hafa lengi sagst vera fulltrúar heilbrigðrar Óttast stórslys í fjármálum ríkisins Bandarískir þingmenn hafa áhyggjur af loforðum Bush og afleiðingum fellibylsins fyrir ríkissjóð ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 29 44 1 0 9/ 20 05 GRILLPARTÝ GRILLPARTÝ. Glansandi nýir bílar í boði hjá Toyota um helgina. Toyota Nýbýlavegi 4 KÓPAVOGUR Sími 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 AKUREYRI Sími: 460-4300 Toyotasalurinn Njarðarbraut 19 REYKJANESBÆR Sími: 421-4888 Toyotasalurinn Fossnesi 14 SELFOSS Sími: 480-8000 Þau verða glansandi, Toyota grillin, í skemmtilegu grillpartýi hjá Toyota á Nýbýlaveginum um helgina. Á staðnum verður allur Toyota flotinn: Avensis, Corolla, Yaris, RAV4 og Land Cruiser. Eðalvagnar frá Lexus verða líka á svæðinu og flottustu hjólin frá Yamaha kveikja í mönnum. Washington, New Orleans. AFP, AP. | Haldnar voru bænasamkomur í Bandaríkjunum í gær til að minnast fórnarlamba fellibylsins Katrínar sem reið yfir héruð við Mexíkóflóa í lok ágúst. George W. Bush Banda- ríkjaforseti, sem hét á fimmtudag að veita miklu fé til endurreisnar í New Orleans og víðar á flóðasvæðunum, sótti samkomu í höfuðborginni Washington. Forsetinn minnti á að margir af þeim sem harðast hefðu orðið úti væru fátækir blökkumenn. Fátækt þeirra ætti rætur í mismun- un sem staðið hefði yfir í margar kynslóðir. „Um leið og við hreinsum burt brakið skulum við einnig fjarlægja arf misréttisins. Færum samfélög- um sem þjáðust fyrir storminn nýja von,“ sagði Bush í dómkirkjunni í Washington. Tala staðfestra dauðsfalla af völd- um hamfaranna við Mexíkóflóa var í gær komin í 792, að sögn BBC. Bush forseti sagði á fimmtudagskvöld í sjónvarpsávarpi sem hann flutti í franska hverfinu í New Orleans að uppbygging strandhéraðanna við Mexíkóflóa yrði eitt umfangsmesta endurreisnarverkefni sem heimur- inn hefði nokkru sinni séð. Alríkis- stjórnin myndi greiða stærstan hluta af kostnaðinum, sem áætlaður er að minnsta kosti 200 milljarðar Banda- ríkjadala, um 12.500 milljarðar króna. „Það er ekki hægt að ímynda sér Bandaríkin án New Orleans og þessi mikla borg mun rísa á ný,“ sagði for- setinn. Bandarísk stjórnvöld sættu harðri gagnrýni fyrir að bregðast seint við náttúruhamförunum við Mexíkóflóa. Bush sagði það forgangsmál og brýnt fyrir þjóðaröryggi að koma á skilvirku almannavarnakerfi. For- setinn viðurkenndi að mistök hefðu átt sér stað við hjálparstarfið og sagðist sem forseti taka á sig „Fjarlægjum arf misréttisins“ Reuters Flóðvatni dælt af golfvelli í New Orleans í gær. Ray Nagin borgarstjóri segir að umferð verði leyfð á ný um suma hluta borgarinnar um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.