Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
VÍSINDAMENN urðu nýlega vitni
að fjarlægustu sprengingu sem
mælst hefur í geimnum: gamma-
blossa sem kom frá jaðri hins sýni-
lega heims. Rannsóknir á slíkum
blossum geta varpað ljósi á tilurð
alheimsins og myndun fyrstu
stjarnanna, að sögn bandarískra
stjarneðlisfræðinga.
Gammablossar eru hrina orku-
mikilla gammageisla og verða til í
firnafjarlægð frá jörðu. Orkan sem
þeir senda frá sér á nokkrum mín-
útum getur verið jafnmikil og orkan
frá sólinni allan líftíma hennar, sem
er áætlaður um tíu milljarðar ára,
að því er fram kom á fréttavef
BBC.
Swift, gervihnöttur geimrann-
sóknastofnunar Bandaríkjanna,
NASA, og stjörnuathugunarstöðvar
á jörðu greindu gammablossann 4.
september. Hann varaði aðeins í
rúmar þrjár mínútur og er nefndur
GRB 050904 eftir deginum þegar
blossans varð vart.
Í þrettán milljarða
ljósára fjarlægð
Rauðvik gammablossans var 6,29,
sem þýðir að hann varð til í um
þrettán milljarða ljósára fjarlægð
frá jörðu. Rauðvik er mælikvarði
sem vísindamenn nota til að mæla
fjarlægð fyrirbæra í geimnum frá
jörðu og vísar til þess hversu mikið
ljósið „hliðrast“ vegna þenslu
alheimsins í átt að rauða (orku-
minni) hluta rafsegulrófsins á óra-
langri ferð fyrirbærisins um al-
heiminn. Því hærri sem rauðviks-
talan er þeim mun meiri er fjar-
lægðin.
Talið er að gammablossi myndist
þegar risastór stjarna fellur saman,
springur og myndar svarthol.
Aðeins eitt dulstirni hefur mælst
í meiri fjarlægð en gammablossinn.
Dulstirni eru firnamassamikil svart-
hol sem eru talin hafa að geyma
efnismassa milljarða stjarna, en
gammablossi er talinn koma frá
einni stjörnu. Vísindamenn telja
það reyndar sæta furðu að ein
stjarna geti leyst úr læðingi svo
mikla orku að hennar verði vart í
öllum alheiminum, að því er fram
kom í fréttatilkynningu frá NASA.
Vísindamenn telja að gamma-
blossinn hafi orðið til við spreng-
ingu um 500–1.000 árum eftir
Miklahvell. Áætlað er að spreng-
ingin hafi orðið skömmu eftir að
stjörnur og vetrarbrautir tóku að
myndast í alheiminum, að sögn
NASA.
„Við erum nú loksins farin að sjá
leifar af elstu fyrirbærunum í
alheiminum,“ hafði fréttastofan
AFP eftir bandaríska stjarneðlis-
fræðingnum Daniel Reichart.
Annar stjarneðlisfræðingur, Don
Lamb, spáði því að Swift-gervi-
hnötturinn fyndi enn fjarlægari
sprengingar og gammablossa og að
rannsóknir á þessu fyrirbæri gæfu
vísbendingar um tilurð alheimsins.
„Gamanið er rétt að byrja“
„Við getum komist að því hvenær
hulduefnið, sem við vitum að er til í
alheiminum, er orðið nógu þétt og
hefur tekið til sín nógu mikið af
venjulegu efni til að mynda stjörn-
ur,“ hafði AFP eftir Lamb. „Vitn-
eskja um hvenær þetta gerðist í
sögu alheimsins er mjög þýðingar-
mikil fyrir heimsfræðinga til að þeir
geti útskýrt hvernig vetrarbraut-
irnar mynduðust og þróuðust.“
Að sögn Lambs er einnig líklegt
að blossarnir gefi vísbendingar um
allt efnið sem þeir fara um á óra-
langri ferð þeirra. „Gamanið er rétt
að byrja.“
Talið er að aðeins létt frumefni
(tvívetni, helíum og litíum) hafi orð-
ið til við Miklahvell og að frumefni
þyngri en helíum hafi myndast í
fyrstu stjörnunum. Líklegt þykir að
þær hafi verið mjög ólíkar þeim
stjörnum sem prýða nú himingeim-
inn. Til að mynda hefur komið fram
sú tilgáta að fyrstu stjörnurnar hafi
haft miklu meiri efnismassa.
Vísindamenn í fjórum heims-
álfum hafa rannsakað gammabloss-
ann og eftirglampa hans með ýms-
um gerðum sjónauka. Ráðgert er
einnig að nota geimsjónaukann
Hubble síðar í mánuðinum þótt
eftirglampinn verði þá orðinn miklu
daufari.
Blossi sem getur varpað
ljósi á tilurð alheimsins
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
( )! * & +! !+% , ! "!%*%!- .!&
&' & +- +"/""!0 & !
<" . .&# &# &
0 C 0 ""16&0
. - "."" O
.&& . .0 ,8
1"5# & . 0 0 ""1 "16
O &5 1"5# #00C
)" & " ,. /N . #. 0#&C
.0 ".
#00)"
# 05" ,
/"" #00)" . =&' ".#
& #00#. "0 # " . ,.
0=&' ,.# 1& &#
(1234#56
7893:5:;36<
=
>
,6?56@22
@:#62@6
,(A56@22
/.&# &# & "4".#
.#& ' 6
1& . &
7/ /N .&&
..0).
/.&# &# & 6 4 H0
.H&'
) %!
&'(&
)*+((,-
+&.(,/0-
12304&(
5-',-
12304&(
5-.1,
.167-/,-
5-.1,
*+1-0-4-0,1&-
+/6,(+80-
*+1-0-4-0,1&-
()+&3,-
/91230/.
/N
Meira á itarefni/mbl.is
’Talið er að gamma-blossi verði til þegar
risastór stjarna spring-
ur og myndar svarthol.‘
STJÓRNMÁLAMENN og mann-
réttindahópar gagnrýna Pervez
Musharraf, forseta Pakistans,
harkalega fyrir að segja í viðtali við
bandarískt dagblað að nauðganir séu
orðnar eins og hvert annað peninga-
plokk í landinu, að sögn fréttavefjar
BBC. Haft var eftir forsetanum í
bandaríska dagblaðinu The Wash-
ington Post á þriðjudag að fólk léti
nauðga sér til að komast úr landi.
Ummæli Musharrafs féllu eftir að
hann var spurður út í mál Mukhtar-
an Mai, sem árið 2002 var nauðgað af
hópi manna, samkvæmt skipun
þorpsráðs í refsingarskyni fyrir
samband bróður hennar við konu úr
öðrum ættbálki. Musharraf sagði að
nauðganir væru „bölvun alls staðar í
heiminum“ og að ekki mætti taka
Pakistan sérstaklega fyrir vegna
þeirra. „Þú verður að skilja hvernig
umhverfið er í Pakistan,“ sagði Mus-
harraf. „Þetta er orðið peninga-
plokk. Margir segja: ef þú vilt kom-
ast út úr landinu og fá vegabréfs-
áritun til Kanada eða ríkisborgara-
rétt og verða milljónamæringur,
áttu að láta nauðga þér.“
Konur í Karachi í Pakistan efndu í
gær til mótmæla og hrópuðu slagorð.
„Niður með karlrembuna!“ hrópuðu
þær. Á einu spjaldinu stóð: „Hver
vill verða milljónamæringur – láttu
bara nauðga þér!“ Meðal viðstaddra
var Sumar Mallah en fimm ára dótt-
ur hans var nauðgað og hún myrt 5.
september. „Lögreglan og nauðgar-
arnir krefjast þess að ég taki við
peningum í sárabætur og gleymi
dóttur minni. En ég mun aldrei
sætta mig við þannig bætur. Ég vil
réttlæti,“ sagði Mallah.
Musharraf gerir
lítið úr nauðgunum
Segir pakistanskar konur láta nauðga sér í von um fé
Reuters
Liðsmenn mannréttindasamtaka í Pakistan á útifundi í Karachi í gær. Þar
var mótmælt niðrandi ummælum Musharrafs um fórnarlömb nauðgara.
Katmandú. AFP. | Lögregla og her í
Nepal beita kerfisbundið pyntingum
til að fá fanga til að játa á sig sök og
til að komast yfir upplýsingar, að
sögn mannréttindafulltrúa á vegum
Sameinuðu þjóðanna, Manfreds
Nowaks. Hann hefur það hlutverk
að rannsaka ásakanir um pyntingar.
Blóðug átök hafa geisað árum sam-
an í Nepal milli stjórnarhermanna
og vopnaðra flokka maóista og hafa
um 12 þúsund manns látið lífið.
Nowak sagðist hafa yfirheyrt
fjölda fanga og fyrrverandi fanga í
vikuferð sinni um landið. Ásökunum
um pyntingar hefur farið fjölgandi
síðan Gyanendra, konungur Nepals,
tók sér einræðisvald í febrúar síð-
astliðnum. Hann varði þá ákvörðun
sína með því að ella yrði ekki hægt
að brjóta á bak aftur uppreisn maó-
ista sem hefur staðið yfir í níu ár.
Mannréttindasamtök hafa sakað
bæði stjórnarliða og uppreisnar-
menn um gróf mannréttindabrot og
ýmis grimmdarverk.
Embættismenn viðurkenndu
að beitt væri pyntingum
Nowak hvatti ríkisstjórnina til að
lýsa því yfir opinberlega að ekki yrði
liðið að beitt væri pyntingum eða
öðrum ómannúðlegum og niður-
lægjandi aðferðum gegn föngum.
Brýnt væri að slík yfirlýsing væri
tæpitungulaus. „Það gerðist marg-
sinnis og er áhyggjuefni að háttsett-
ir lögreglumenn og hermenn viður-
kenndu hreinskilnislega að stundum
mætti verja að beita pyntingum og
það væri reyndar gert kerfisbund-
ið,“ sagði Nowak á blaðamanna-
fundi.
Lögreglan í Nepal handtók 87
blaðamenn í Katmandú, höfuðborg
landsins, í gær. Blaðamennirnir
voru handteknir skömmu áður en
þeir ætluðu að efna til mótmæla-
göngu og krefja stjórnvöld um aukið
prentfrelsi í landinu. Samtök blaða-
manna í Nepal segja að mennirnir
87 séu í varðhaldi í höfuðborginni.
Síðan Gyanendra tók við völdum
hefur ritfrelsi verið skert til muna í
Nepal.
SÞ segja
pyntingum
beitt í
Nepal