Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 53 MINNINGAR ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta ✝ Guðrún Ólafs-dóttir fæddist á Kaldrananesi í Vestur-Skaftafells- sýslu 26. júlí 1919. Hún lést á dvalar- heimilinu Hraun- búðum í Vest- mannaeyjum 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Ormsson frá Efri Ey í Meðallandi (1893–1987) og Guðrún Jakobs- dóttir frá Skammadalshóli í Mýr- dal (1890–1921), Systkini Guð- rúnar eru Ormur Ólafsson, f. l0.4. 1918, og Sólveig Ólafsdótt- ir, f. 26.7. 1919. Guðrún giftist Björgvini Þor- steinssyni bireiðastjóra frá Höfn- var ekkja eftir Ketil Magnússon í Höfnum. Gekk hún börnunum í móðurstað. Guðrún flutti ásamt eigin- manni sínum Björgvini Þor- steinssyni til Keflavíkur 1948 þar sem hún vann við fiskvinnslu og í Efnalaug Skafta Friðfinns- sonar. Guðrún tók mikinn þátt í starfi Keflavíkurkirkju um ára- bil og var í kirkjukórum í rúma tvo áratugi. Þá tók hún einnig þátt í ýmiss konar félagsmála- starfi, t.d. í Kvenfélaginu. Árið 1990 flutti hún til Vest- mannaeyja og hóf sambúð með Sigurfinni Einarssyni frá Efri- Steinsmýri í Meðallandi, f. 3.12. 1912, d. 23.2. 2004. Sigurfinnur starfaði frá 1955 sem verkstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. en hafði áður í mörg ár verið sjómaður á bátum frá Vest- mannaeyjum. Útför Guðrúnar verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um í dag og hefst athöfnin klukkan 14. um á Reykjanesi, f. 2.9. 1913, d. 10.12 1988. Þeim varð ekki barna auðið. Fóstursonur Guð- rúnar er Ólafur Ormsson, blaðamað- ur og rithöfundur, f. 16.11. 1943. Guðrún flutti ung með foreldum sínum frá Kaldrananesi í Vestur-Skaftafells- sýslu í Hafnir á Reykjanesi og ólst þar upp á bænum Hjalla sem Ólafur faðir hennar byggði eftir að fjölskyldan sett- ist að í Höfnum. Eftir lát móður hennar, Guðrúnar Jakobsdóttur, 1921 fékk Ólafur bústýru, mikla ágætiskonu, Sigríði Björnsdótt- ur, ættaða úr Húnaþingi, sem Það sem fyrst og fremst einkenndi fósturmóður mína, Guðrúnu Ólafs- dóttur, var kærleikur, umhyggja og vinsemd í garð samferðamanna. Ég var ekki einn um að eiga hana að þeg- ar erfiðleikar steðjuðu að í lífi mínu, mörgum reyndist hún vel í margs kon- ar erfiðleikum. Ég var barn að aldri þegar mér var komið fyrir í Keflavík eftir að móðir mín, Jóna Kristín Arn- finnsdóttir, lést eftir erfið veikindi, rétt rúmlega þrítug og Guðrún ól mig upp sem ég væri hennar eigin sonur. Ég hef fyrir því heimildir að móðir mín vildi að mér væri komið fyrir hjá fólki sem hún treysti og vissi að væri vand- að og vel af guði gert, Guðrúnu og föð- ur Guðrúnar, Ólafi Ormssyni. Ég var ekki hár í lofti þegar ég kunni betur að meta þau, ásamt föður mínum og föð- ursystur Sólveigu Ólafsdóttur, en ann- að fólk. Minningar um Guðrúnu frá því að ég er að alast upp suður í Keflavík munu fylgja mér alla tíð. Ólafur Ormsson afi minn og Guðrún Jakobsdóttir amma mín hófu búskap á Kaldrananesi í sambýli við foreldra afa, Orm Sverrisson og Guðrúnu Ólafsdóttur og Sverri Ormsson, bróð- ur hans. Ekki kann ég að greina frá þessum árum, en ljóst má vera, að bú- skapur hefur verið erfiður þar fyrir þrjár fjölskyldur. Á Kaldrananesi fæddust með árs millibili þrjú börn afa og ömmu: faðir minn Ormur, fæddur 1918 og tvíburasysturnar Guðrún og Sólveig 1919. Það er enginn vafi á því að erfiður búskapur hefur ýtt mjög á afa minn og ömmu sem þá voru rétt rúmlega tvítug að útvega sér annað og rýmra jarðnæði. Afi og amma fluttu með börnin ungu árið 1920 og héldu alla leið suður á Rosmhvalanes. Sett- ust þau fyrst að á Grund á Miðnesi, en þar keypti afi lítið þurrabúðarhús. Þaðan lá leiðin suður í Hafnir. Þau voru varla fyrr komin þangað að ógæfa dundi yfir. Spánska veikin svo- nefnda sem herjaði mest á landsmenn árið 1918, barst suður í Hafnir sum- arið 1921. Guðrún Jakobsdóttir, amma mín, lést af völdum sjúkdómsins. Vel er hægt að ímynda sér ástand heim- ilisins, þegar móðirin unga var horfin frá kornungum börnum sínum og manni. Það leið ekki langur tími þar til úr rættist og að nokkru leyti fyrir aðstoð ættingja og vina. Afi gat setið áfram á jörðinni og hófst handa við að reisa þar bæ að nýju. Ekki var hann háreistur en notalegur fyrir fjölskylduna. Jafn- framt skírði afi bæinn og nefndi Hjalla. Þá varð hann svo heppinn að fá til sín bústýru, mikla ágætiskonu, Sig- ríði Björnsdóttur, sem var ekkja eftir Ketil Magnússon í Höfnum. Vann hún síðan heimilinu allt, er hún mátti, og gekk börnunum í móðurstað að svo miklu leyti sem slíkt er hægt. Í Höfnunum kynntist Guðrún snemma á fimmta áratug síðustu ald- ar verðandi eiginmanni sínum Björg- vin Þorsteinssyni. Þau hófu búskap í húsi sem hét Klöpp og þaðan á ég fá- einar minningar frá barnæsku sem eru tengdar hvítmáluðu timburhúsi sem stóð í útjaðri þorpsins. Úr timb- urhúsinu fluttum við vorið 1948 í stein- hús við Hafnargötuna í Keflavík ásamt foreldrum Björgvins, Gíslínu Gísladóttur og Þorsteini Árnasyni. Þvílíkir tímar! Við vorum þarna miðsvæðis og friðsemdin sem hafði ríkt í þorpinu á Reykjanesi var rofin af mikilli umferð bíla og fólks um aðal- götuna í nýja bæjarfélaginu sem ný- lega hafði fengið kaupstaðarréttindi. Gamli tíminn var að kveðja í atvinnu- háttum sem mörgu öðru og nýjungar áberandi í þjóðlífinu með komu banda- ríska hersins á Keflavíkurflugvöll 1951. Þarna ólst ég upp og gat hvergi fengið betra uppeldi en hjá Guðrúnu. Hún veitti mér öryggi og vernd á erf- iðum tíma eftir lát móður minnar. Ótal minningar koma upp í hugann af mér og leikfélögum mínum sem Guðrún lét sér annt um, börn vildu hvergi annars staðar vera en í návist hennar, þau fundu líkt og ég þá góðvild og kærleika sem hún bar til allra sem á vegi henn- ar voru. Hún var afar barngóð og börn sóttust eftir því að koma á æskuheimili mitt því þar fundu þau mikinn kær- leika og einlæga vinsemd hjá Guð- rúnu. Snemma tók ég að kalla Guð- rúnu, Nönnu, og það gerði einnig Halldór Þór Halldórsson, sonur Hall- dórs Óskarssonar og Þórdísar Hall- dórsdóttur, en þau hjón voru náið vinafólk Guðrúnar og Björgvins, Hall- dór Óskarsson var sonur Hrefnu Þor- steinsdóttur, systur Björgvins. Hall- dór Þór sem ólst upp á æskuheimili mínu er um það bil áratug yngri en ég og var snemma mjög hændur að Guð- rúnu og það voru einnig þrjár dætur Halldórs sem fæddust á Íslandi áður en fjölskylda Halldórs flutti af landi brott til Englands. Það var oft mjög gestkvæmt á æskuheimili mínu á Austurgötu 17. Björgvin átti stóran systkinahóp og syskini hans og frændfólk komu oft í heimsókn og nóg var um að ræða á þessum uppgangstímum í þjóðfélag- inu; þjóðmálin, atvinnumálin, sjávar- útvegurinn, fiskveiðar og pólitíkin. Keflavík var á sjötta áratug síðustu aldar að breytast úr litlu sjávarþorpi í framsækið bæjarfélag þar sem mikill vöxtur var í atvinnulífinu. Guðrún starfaði utan heimilis árum saman og lengi í frystihúsum í Kefla- vík og einnig í fatahreinsun Skafta Friðfinnssonar. Tvíburasysturnar, Guðrún og Sólveig, höfðu vanist því frá því þær ólust upp í Höfnum á Reykjanesi að vinna öll algeng störf og aldrei féll þeim verk úr hendi og báðar gengu þær í flest þau störf sem í boði voru við fiskvinnslu. Þær voru mjög samrýndar og áhugamál þeirra að mörgu leyti lík og einnig viðhorf til mála. Guðrún hafði yndi af lestri góðra bóka og dáði þjóðskáldið Davíð Stef- ánsson. Hún hafði áhuga á tónlist, kór- söng og óperusöng, leikhúsi og sá margar eftirminnilegar leiksýningar í Þjóðleikhúsinu og Ungó í Keflavík. Guðrún tók þátt í ýmiss konar fé- lagsstarfsemi í Keflavík. Hún söng í kirkjukór Keflavíkurkirkju um árabil. Í trúnni á frelsarann Jesú Krist fengu systkinin mikinn styrk eftir lát móður þeirra. Guðrún fletti oft upp í Bibl- íunni og las valda kafla fyrir mig þegar ég var á barnsaldri og kenndi mér að fara með kvöld- og morgunbænir. Það veganesti sem hún lagði höfuðáherslu á þegar ég flutti átján ára af heimili hennar og Björgvins var að vera góður maður og sannur og eftir þeim ráðum hef ég reynt að fara. Áhrif frá æsku- heimili mínu í Keflavík munu fylgja mér um ókomin ár. Trúarleg leiðsögn frá bernskuárum mínum í Keflavík og einlæg trú Guðrúnar á Drottin vorn Jesú Krist hafa haft góð áhrif á mig og styrkt mig í trúnni á Jesú Krist. Eftir að eiginmaður Guðrúnar, Björgvin Þorsteinsson, lést árið 1988 bjó hún ein í nokkur ár á dvalarheimili aldraðra við Kirkjuveg í Keflavík. Fyrir um það bil fimmtán árum kynnt- ist Guðrún fósturmóðir mín miklum ágætismanni, Sigurfinni Einarssyni frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu. Sigurfinnur var ekkjumaður og hafði búið lengi í Vestmannaeyjum. Þau Guðrún og Sigurfinnur áttu lík áhugamál, lífsvið- horf og einlæga trú á frelsarann Jesú Krist. Þau hófu sambúð í Vestmannaeyj- um. Ég heimsótti þau sumarið 1998. Það eru ógleymanlegir dagar. Fóstur- móðir mín var hamingjusöm í vina- hópi. Börn Sigurfinns og barnabörn kunnu að meta mannkosti Guðrúnar og þar ríkti ávallt gagnkvæm vinátta og kærleikur. Sigurfinnur Einarsson lést 23. febrúar 2004. Eftir að fóstur- móðir mín veiktist af alvarlegum sjúk- dómi fyrir fáum árum hafa þau hjónin Sigurfinnur Sigurfinnsson og Þor- björg Júlíusdóttir reynst fósturmóður minni einstaklega vel og fyrir það vil ég þakka og bið guð að blessa líf þeirra og framtíð. Einnig vil ég koma fram þakklæti til starfsfólksins í Hraunbúð- um fyrir góða umönnun Guðrúnar. Minningin um Guðrúnu fósturmóð- ur mína mun lifa með mér og ylja um ókomin ár. Guð blessi minningu minn- ar kæru fósturmóður. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyri allt og allt. (V. Briem.) Ólafur Ormsson. Þegar ég kom til Keflavíkur til að læra hárgreiðslu 16 ára gömul tóku Gunna frænka og Björgvin mér opn- um örmum inn á heimili sitt á Aust- urgötu 17. Þau þrjú ár sem ég bjó hjá þeim sýndu þau mér ást og vináttu, sem hélst til æviloka. Þegar ég frétti af andláti frænku minnar, sem dó úr þeim hræðilega sjúkdómi Alzheimer, fann ég bæði til sorgartrega og léttis. Hún hafði greinst með sjúkdóminn fyrir nokkrum árum. Það var sárt að sjá ljósið bjarta úr augum hennar hverfa smátt og smátt. Hún fékk hægt andlát eins og hún hafði óskað eftir, en persónuleikinn, minnið og krafturinn, allt var horfið á braut. Á námsárum mínum í Keflavík kynntist ég Gunnu frænku á nýjan hátt. Þau systkinin Gunna, tvíbura- systir hennar Solla, Ormur bróðir þeirra og Ólafur faðir þeirra, komu alltaf í sveitina að Fagradal í Mýrdal á hverju sumri. Yfirleitt fylgdu makar þeirra systkina með ásamt öðru frændfólki. Með þeim komu tómatar og gúrkur, sem keyptar voru í Hvera- gerði, skemmtilegar sögur að sunnan, krafturinn og hláturinn. Þá var glatt á hjalla. Mamma, Gunna og Solla voru stundum kallaðar þríburarnir enda voru þær systkinabörn og óaðskiljan- legar. Ég fann stundum fyrir afbrýði- semi, því þeim var nóg að líta hver á aðra til að skella upp. Þær voru líka trúnaðarvinkonur. Þegar ég kom svo til Keflavíkur á Austurgötuna 16 ára, þá upplifði ég Gunnu frænku ekki bara sem frænku heldur fóstru, félaga og vinkonu. Þá var hún líka mitt „mod- el“ á hverskonar hárgreiðslu, klipp- ingu og snyrtingu ásamt fleiri frænk- um á heimili þeirra hjóna. Hún væri líklega nefnd ofurkona í dag, því jafn- hliða því að vinna fullan vinnudag, söng hún í Kirkjukór Keflavíkur, var í Kvenfélaginu, félagi í Rauða krossin- um og bar út Morgunblaðið eld- snemma á morgnana áður en hún fór til vinnu. Hún var mjög samviskusöm og þoldi illa óstundvísi. Þá var heimilið alltaf hreint og strokið, hver hlutur á sínum stað og útsaumaðir púðar, dúk- ar og myndir fylltu heimilið af smekk- vísi. Einnig höfðu tvíburasysturnar Gunna og Solla það fyrir sið að heim- sækja veikt fólk á Sjúkrahúsið í Kefla- vík, sem þær þekktu og þær litu einnig til einstæðinga og annarra sem höfðu farið halloka í lífinu. Til þess voru helgarnar stundum notaðar eða annar frítími. Á hverju vori var farið í sum- arbústaðinn að Lækjarbotnum. Þar var allt loftað út, málað og strokið af Sollu, Gunnu og Ölfu mágkonu þeirra ásamt fleirum. Síðan komu sögustund- irnar þar og oftast var maður útgrát- inn af hlátri. Ég var tímabundið í Kirkjukór Keflavíkur með Gunnu frænku. Hún hafði gullfallega sópranrödd frá hendi náttúrunnar enda elskaði hún alla tón- list og naut þess að syngja. Í fyrsta sinn, sem ég sá óperu á sviði var ég með henni. Það var óperan Madame Butterfly og ég man ennþá hvað Gunna frænka var glæsileg og upp- rifin þar sem við sátum í Þjóðleikhús- inu. Þegar ég kynnti Gunnu frænku og Björgvin fyrir tilvonandi eiginmanni mínum Guðmundi, þótti þeim ekkert sjálfsagðara en að taka hann inn á heimilið. Seinna þegar við hjónin byrj- uðum að búa á Tjarnargötu í Keflavík, komu þau reglulega í heimsókn. Okk- ur hjónum fannst því mjög við hæfi þegar elsti sonur okkar var skírður að hún héldi honum undir skírn, yrði guð- móðir hans. Synir okkar allir þrír voru alltaf aufúsugestir þeirra hjóna enda notalegt að koma í hreiðrið hennar Gunnu ömmu eins og þeir kölluðu hana. Eftir að Björgvin dó og hún flutti á Kirkjuveginn hélst sami siður, er þeir byrjuðu í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Ég varð óbeint til þess að Gunna frænka hitti sambýlismann sinn Sig- urfinn Einarsson í Vestmannaeyjum. Mamma og pabbi buðu mér og Gunnu að vera heiðursgestir á skemmtun eldri borgara í Vestmannaeyjum. Þar hitti frænka minn Finn sinn og örlög hennar voru ráðin. Áður en Alzheim- ersjúkdómurinn náði tökum á henni sagði hún mér að árin í Vestmanna- eyjum, með Finni sínum, væri eitt hennar besta æviskeið. Hún og Finn- ur áttu mjög margt sameiginlegt. Bæði voru þau ákaflega trúuð og kirkjurækin og höfðu yndi af söng, tónlist og hverskonar list. Þegar Finn- ur lést var mjög af henni dregið og starfsfólkið að Hraunbúðum, ásamt þeim Sigurfinni syni Finns og tengda- dóttur Þorbjörgu, hugsuðu um hana af alúð og umhyggju. Ég lít nú til baka og þakka Gunnu frænku allt sem hún gaf mér og fjölskyldunni í veganesti. Hennar bíður góð heimkoma. Guð blessi minningu Gunnu frænku. Sigrún Ó. Ingadóttir. Það er komið að kveðjustund nú við andlát Guðrúnar Ólafsdóttur. Hjá okkur vakna minningar um samveru- stundir á liðnum árum. Sumar eru um Gunnu sem vinnusaman og trygglynd- an starfsmann og félaga. Hjá öðrum er minnig um barngóðu Gunnu sem var svo gjafmild og með svo stóran faðm. Við áttum hana ekki ein, hún átti fallegt heimili og þrátt fyrir að hún væri barnlaus dvöldu þar börn og ung- lingar í lengri eða skemmri tíma í hennar skjóli. Hún var ákaflega starfsöm og hafði oft lokið góðum göngutúr með föður sínum eða systur þegar vinnudagur flestra hófst. Um árabil starfaði hún hjá fjölskyldunni og var þá sem endra- nær meir en tilbúin til að leysa allan vanda okkar barnanna, smáan sem stóran. Í frítíma voru hennar hús opin okkur hvort sem um heimili eða sum- arbústað var að ræða. Það voru æv- intýraferðir að fá að fara og njóta nátt- úrunnar í bústað fjölskyldu hennar, en þar hlúðu þau feðginin að gróðri og undu sér í náttúrufegurð. Þá er einnig eftirminnileg ferð sem farin var á Hveravelli áður en slíkt varð algengt, auk fleiri styttri ferða. Gunna var söngelsk og söng lengi með kirkjukórnum. Einhver okkar fengu að læðast upp á kirkjuloft í skugga hennar og kíkja á brúðkaup og aðrir hlustuðu á plötur á grammófóni heima í stofu. Þetta voru góðir dagar og hún átti þátt í að gera þá þannig með sinni léttu lund og glaðværð. Þó fjarlægð og veikindi hafi komið í veg fyrir samverustundir nú síðustu ár, lifir minningin í hjörtum okkar. Kærar þakkir fyrir þína vináttu í okk- ar garð alla tíð. Aðstandendum öllum sendum við okkar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu þína. Skafti, Svava og börnin á Hafnargötu. GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.