Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bjóðum frábært tilboð til Costa del Sol í 3 vikur. Þú bókar og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Costa del Sol 28. september frá kr. 59.990 m.v. 2 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.59.990 Netverð á mann, m.v. a.m.k. 2 í herbergi/- stúdíó/íbúð. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 28. sept. í 3 vikur. Síðustu sætin - 3 vikur FRAMBOÐ Í UPPNÁMI Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að framboð Íslands til Öryggisráðsins sé í miklu upp- námi enda séu efasemdarmenn um framboðið í bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Hjálmar Árna- son, þingflokksformaður Framsókn- arflokksins, segir að yfirlýsing Hall- dórs Ásgrímssonar í fyrradag hafi komið á óvart enda hafi málið ekki verið afgreitt úr þingflokknum. Hafa stöðu sakborninga Tveir skipbrotsmanna úr bátnum sem strandaði á Skarfaskeri hafa nú stöðu sakborninga, þar sem rök- studdur grunur er um að þeir hafi neytt áfengis um kvöldið áður en báturinn strandaði. Rannsókn lög- reglu miðar að því að upplýsa frekar tildrög þess að báturinn lenti á skerinu og hver hafi þá verið við stjórnvölinn. Tvísýnt í Þýskalandi Ný skoðanakönnun bendir til þess að tvísýnt sé um hvort kristilegu flokkarnir í Þýskalandi og Frjálsir demókratar nái meirihluta í þing- kosningunum á morgun. Flokkunum þremur var spáð 48–51% fylgi. Norskir sjúklingar í aðgerð Tólf norskir offitusjúklingar gangast nú undir aðgerð á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi, en flóknari offituaðgerðir eru ekki gerðar í Nor- egi. Með sjúklingunum er hópur norskra heilbrigðisstarfsmanna, sem ætla að kynna sér aðgerðirnar. Rembrandt-verk fundið Lögreglan í Kaupmannahöfn hef- ur lagt hald á málverk eftir hol- lenska málarann Rembrandt, en því var rænt frá þjóðminjasafninu í Stokkhólmi fyrir fimm árum. Verkið er talið vera rúmlega 2,5 milljarða króna virði. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                         FJÓRAR Harrier-herþotur frá breska flughern- um lentu í Reykjavík um klukkan þrjú í gær. Þot- urnar voru að koma frá Kinnloss á Bretlandseyjum á leið til Keflavíkur. Þar gátu þær hins vegar ekki lent vegna lélegs skyggnis. Þær verða á flugvellin- um fram á mánudag, en fara ekki til Keflavíkur eins og upphaflega var áætlað. Engar sprengjur voru á flugvélunum, en þær báru hins vegar auka- eldsneytistank til langflugs. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsinga- fulltrúa flugmálastjórnar, barst töluvert af kvört- unum frá íbúum í nágrenni flugvallarins, en þeim hafði brugðið vegna hávaðans frá þotunum sem myndaðist við lendingu. Sumir þeirra sem kvört- uðu sögðu jafnframt að þoturnar hefðu flogið of lágt. Heimir segir að flugið verði skoðað og athugað hvort eitthvað hafi verið óvenjulegt við flugferilinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Harrier-herþotur á Reykjavíkurflugvelli Íbúar í nágrenni flugvallarins kvörtuðu undan miklum hávaða í lendingu TVEIR rúmlega tvítugir karlmenn voru dæmdir til fangelsisvistar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær, en þá var kveðinn upp dómur í svonefndu Vaðlaheiðarmáli. Menn- irnir voru ákærðir fyrir sérlega hættulega líkamsárás í apríl síðast- liðnum, en annar þeirra skaut málm- kúlum úr loftskammbyssu á 17 ára pilt, þannig að hann hlaut fjölda skotsára og fjarlæga þurfti kúlur úr líkama hans. Hinn maðurinn var ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um skotárásina með árásarmanninum, ekið með honum á vettvang og verið viðstadd- ur meðan á henni stóð. Sá sem fyrir árásinni stóð var einnig ákærður vegna brota á umferðarlögum, alls fimm brot, m.a. fyrir að aka of hratt. Pilturinn sem fyrir árásinni varð krafðist skaðabóta að upphæð 3,2 milljónir króna. Hún var ekki tekin til greina. Báðir játuðu mennirnir brot sín. Árásarmaðurinn hlaut 8 mánaða fangelsi, en dómurinn vísaði til þess að árásin var hrottafengin og þótti ekki fært að skilorðsbinda refs- inguna að öllu leyti. Með brotinu rauf hann skilorð. Með vísan til sak- arferils mannsins, sem 6 sinnum hef- ur verið dæmdur til refsingar frá árinu 2001, og þess að árásin hafði ekki varanlegar afleiðingar fyrir heilsu brotaþola, þótti mega fresta fullnustu 5 mánaða af refsingunni og fellur hún niður að liðnum 3 árum haldi hann almennt skilorð. Þá var hann dæmdur til að greiða sakar- kostnað að upphæð tæplega 120 þús- und krónur og verjanda sínum 110 þúsund krónur. Mennirnir rufu skilorð með brotum sínum Félagi hans, sem þrívegis hefur verið dæmdur til refsingar á liðnum árum, rauf einnig skilorð með broti sínu. Þótti dómara refsing hans hæfilega ákveðin 5 mánaða fangelsi og með vísan til atvika máls þótti mega fresta fullnustu 3 mánaða. Manninum var gert að greiða 135 þúsund krónur í sakarkostnað og verjanda sínum 110 þúsund krónur. Freyr Ófeigsson, dómsstjóri Hér- aðsdóms Norðurlands eystra, kvað upp dóminn. Ragnheiður Harðar- dóttir, saksóknari hjá Ríkissaksókn- ara, sótti málið. Verjandi árásarmannsins var Sveinn Andri Sveinsson hrl. en Sig- mundur Guðmundsson hdl. varði fé- laga hans. Dæmdir vegna grófrar árásar Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur beint því til Vega- gerðarinnar að samið verði um 14 ferðir á viku, eða tvær ferðir á dag, í samræmi við útboð vegna siglinga Herjólfs milli lands og Eyja. Útboð, sem fór nýlega fram á Herjólfsferðum, gerði ráð fyrir bæði 13 og 14 ferðum á vikum. Eim- skip átti lægsta tilboð í báðum til- vikum en Samskip, sem rekið hafa ferjuna að undanförnu, komu þar á eftir. Vegagerðin hefur ekki gengið frá samningum við bjóðendur. Í tilkynningu frá samgönguráðu- neytinu segir að þegar ferðirnar verði orðnar 14 á viku hafi náðst sá árangur að ferðum Herjólfs hafi fjölgað úr 419 árið 1999 í 720 ferðir árið 2006. Það sé 72% fjölgun ferða á því tímabili. Reiknað er með að Herjólfur fari á þessu ári um 590 ferðir milli lands og Eyja. Semja á um 14 ferðir á viku með Herjólfi MIKIL árekstrahrina reið yfir um- ferðina í Reykjavík í gær, annan daginn í röð, þegar 24 árekstrar urðu á tímabilinu frá klukkan 7 að morgni til kl. 19.50. Ekki urðu teljandi slys á fólki að sögn lögreglu. Akstursskilyrði voru ekki með besta móti í gær, en mikil rigning og dumbungur einkenndi veðrið auk þess sem umferð var þung eins og gjarnan er á föstudögum. Lög- reglan segir þó ekki einhlíta skýr- ingu á þessum fjölda árekstra því aðra daga, þegar veður er með betra móti, geti slíkar hrinur kom- ið. Á fimmtudag urðu til að mynda 26 árekstrar sem er nærri þrefalt meira en meðaltalið segir til um í Reykjavík. Þann dag voru skilyrði til aksturs með miklum ágætum í höfuðborginni. Árekstrahrina varð annan daginn í röð FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ Wiz- ard Holding, sem er í eigu Baugs Group, Árdegis og Milestone, hefur keypt dönsku raftækjaverslana- keðjuna Merlin sem rekur 48 versl- anir í Danmörku. Velta Merlin nemur um tíu milljörðum íslenskra króna og hjá fyrirtækinu starfa um 550 manns í fullu starfi. Kaupverð fæst ekki uppgefið og heldur ekki hver hlutur hinna ís- lensku félaga er í Wizard en ekkert þeirra ræður þó yfir meirihluta hlutafjár. Ekki stendur til að loka verslunum að svo stöddu Umtalsvert tap hefur verið á rekstri Merlin á undanförnum misserum og Sverrir Berg Stein- arsson, eigandi Árdegis og verðandi stjórnarformaður Merlin, segir nýja eigendur munu leggja félaginu til nýtt fé enda séu skuldir þess of miklar miðað við núverandi fjár- streymi þess. Hann segist telja að það eigi að vera hægt að reka verslanirnar með hagnaði og ekki standi til að loka verslunum að svo stöddu né segja upp starfsfólki en ráða eigi nýjan framkvæmda- stjóra til þess að stýra Merlin en að öðru leyti verði ekki gerðar breytingar á yfir- stjórn félagsins. „Það liggur fyrir nokkuð ná- kvæm áætlun um það hvernig við ætlum að snúa rekstri Merlin við. Núna er verkefnið sem sagt að fara þarna inn og laga til, gera þetta fyr- irtæki arðsamt. Það þarf að breyta öllu vinnulagi í fyrirtækinu. Það hefur verið vandamál að eigandinn hefur verið mjög fjarlægur og að mörgu leyti hefur stefnan verið mjög óljós og viðbrögð við breyt- ingum á markaðinum hafa tekið allt of langan tíma,“ segir Sverrir. „Við sjáum fyrir okkur gríðar- lega möguleika ef mönnum tekst ætlunarverkið að snúa þessu við. Þessar 48 verslanir eru á góðum stöðum og flestar á afar góðum stöðum. Merlin-nafnið er mjög gamalt og þekkt í Danmörku og þrátt fyrir að manni hafi fundist að þeir hafi ekki staðið sig eins vel og þeir hefðu getað þá er samt ótrú- lega mikill velvilji í garð þessa merkis.“ Merlin-keðjan í eigu Íslendinga Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Sverrir Berg Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 42/47 Úr verinu 16 Kirkjustarf 48/49 Viðskipti 16 Skák 61 Erlent 18/21 Minningar 50/57 Akureyri 25 Myndasögur 62 Suðurnes 25 Dagbók 62 Landið 26 Víkverji 62 Árborg 26 Staður og stund 64 Daglegt líf 36/37 Velvakandi 62 Ferðalög 40/41 Ljósvakamiðlar 74 Menning 32/35 Staksteinar 75 Forystugrein 38 Veður 75 * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.