Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 59
HREFNA Sigurjónsdóttir, stjórn- arformaður Reykjanesfólkvangs, vill að fólkvangurinn verði gerður að þjóðgarði enda sé svæðið meira en nógu merkilegt til þess. Fólk- vangurinn hafi hins vegar verið vanræktur og því miður þekki flest- ir íbúar höfuðborgarsvæðisins að- eins lítinn hluta af svæðinu. Reykjanesfólkvangur var töluvert í fréttum sumar og ekki alltaf af góðu. Morgunblaðið flutti m.a. fréttir af vaxandi utanvegaakstri á torfærumótorhjólum og jeppum. Reist var beitarhólf fyrir sauðfé Grindvíkinga innan fólkvangsins gegn andmælum fólkvangsstjórnar- innar og Hafnarfjarðarbær gekk sömuleiðis gegn áliti stjórnar þegar leyfð var kvikmyndataka við Arn- arfell. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Hrefna að Reykjanesfólkv- angur væri því miður lítið í fréttum nema þegar verið væri að skemma hann. Þá hefði ítrekað verið gengið gegn áliti stjórnarinnar fólkvangs- ins og raunar væri nauðsynlegt að ræða ítarlega stöðu hennar. Á þessu ári eru 30 ár liðin frá því Reykjanesfólkvangur var formlega settur á laggirnar og var tilgang- urinn sá, að sögn Hrefnu, að hann yrði útivistarsvæði fyrir íbúa á suð- vesturhorninu. Afar litlu fé hefði hins vegar verið varið til uppbygg- ingar þar og með núverandi fjár- framlögum væri lítið hægt að gera umfram að greiða laun eftirlits- manns í sex mánuði á ári. Hún gagnrýndi bæjaryfirvöld í Hafnar- firði og Grindavík, sem eru helstu landeigendur í fólkvanginum, fyrir áhugaleysi. „Svæðið hefur ekki komist nógu vel á kortið og höf- uðborgarbúar vita voðalega lítið um mestallan fólkvanginn,“ sagði hún. Flestir þekki Kleifarvatn og nokkra staði til viðbótar en að öðru leyti viti menn voðalega lítið, t.d. hefðu tiltölulega fáir komið á Vigdísarvelli og að Djúpavatni. Þetta væri synd því fólkvangurinn væri í örskots- fjarlægð frá borgarniðnum og það tæki varla meira en um 15 mínútur að komast út úr borginni og á svæði í fólkvanginum sem minntu helst á hálendi Íslands. Umgengni um fólk- vanginn hefði því miður versnað og nefndi Hrefna sérstaklega fjölgun torfærumótorhjóla í því samhengi. Hrefna sagði mikilvægt að sveit- arfélögin sem standa að fólkvang- inum hugsuðu sinn gang og mótuðu stefnu um framtíð hans, nú þegar 30 ár væru liðin frá stofnun hans. Þá væri óskandi að málið yrði á dagskrá í næstu sveitarstjórnar- kosningum. Þetta verður meðal þess sem verður rætt á opnu málþingi um stöðu fólkvangsins sem haldið verð- ur á þriðjudaginn 20. september nk. Hrefna Sigurjónsdóttir, stjórnarformaður Reykjanesfólkvangs Vill að Reykjanesfólkvang- urinn verði þjóðgarður Morgunblaðið/ÞÖK Myndin er af Arnarfelli í Reykjanesfólkvangi, ekki Suribachi-eldfjalli á Iwo Jima. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 59 Nissan Sunny árg. '94 ekinn 168 þús., 4ra dyra. Skoðað- ur '06. Verð 145 þús. Upplýsingar í síma 690 1433 og 844 6609. Toyota Carina E, árg '93. Skoðaður '06 . Hiti í sætum, raf- magn í rúðum, fallegur bíll. Verð 240.000. Uppl. í síma 660 2326. Til sölu VW Passat station, árg. '99, ekinn 123 þús., álfelgur, nýjar bremsur, sk. '06. Góður bíl. Verð 850 þús. Áhv. 720 þús. Upplýsingar í síma 669 1195. Subaru árg. '02, ek. 52 þús. km. Til sölu Subaru Legacy Wagon, sjálfsk., 2000cc, dráttarbeisli, álf- elgur. Vel með farinn og góður bíll. Verð 1.650.000. Upplýsingar í síma 895 0988. VW Golf Syncro 4WD '98. Ek. 114, 5 d., 5 g., ABS, góður bíll, frábær í vondri færð. Verð 450 þ. Uppl. jgj@simnet.is, s. 896 8989. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, nýr, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Fellihýsi Fellihýsi, tjaldvagnar og fleira. Geymum fellihýsi og tjaldvagna í upphituðu rými í Borgarfirði. Að- eisn 95 km frá Reykjavík. Sann- gjarnt verð. Uppl. s. 577 4077. Fellihýsi til sölu. Mjög vel með farið Coleman Taos til sölu. Búið er að breyta því. Uppl. 897 9448 eða 482 3533. Verð 500.000. Vilj- um jafnvel skipta á stærra. Coleman Ceyenne fellihýsi. Coleman Ceyenne 10 fet. Upp- hækkað, grjótgrind, burðarbogar, extra þykk og mjúk dýna, heitt og kalt vatn, miðstöð, pokahilla, 2 gaskútar, sjónvarpsloftnet, hleðsla í bílinn, ísskápur. Upplýs- ingar í síma 821 6386. Mótorhjól Til sölu flottasta skellinaðra landsins. Til sölu er ein kraft- mesta og flottasta skellinaðra landsins, Rieju MRX 50 Racing PRO árg. 2004, með nýju 70 cc kitti. Verð 330.000 kr. staðgreitt. Sími 696 0609. Hreingerningar Ræstivagn stór, 2 fötur, pressa. Lítil fata með pressu og þvegli. Bakryksuga (Nilfisk) selst ódýrt. Upplýsingar í síma 862 8272. Fyrirtæki, stofnanir og heimili Við hreinsum allar tegundir af gardínum. Gerum tilboð. Upplýsingar í síma 897 3634. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Smáauglýsingar sími 569 1100 ÁRLEG dagsferð fyrrverandi starfs- manna Alcan og maka þeirra var farin á dögunum og tóku um 140 manns þátt í henni. Þetta var í 17. skipti sem fyr- irtækið bauð í ferð af þessu tagi og og var þátttakan góð að vanda. Í ár var ferðast um suðvesturhornið, en að vanda hófst dagurinn með glæsilegu morg- unverðarhlaðborði í Straumsvík. Ekið var til Stokkseyrar, þar sem Draugasetrið var skoðað, og eftir hádegisverð á Hótel Selfossi var kirkjan á staðnum skoðuð undir leiðsögn sr. Gunnars Björnssonar. Þaðan var svo ekið til Þingvalla þar sem Sigurður Líndal fræddi fólk um sögu staðarins og kennileiti. Alcan í Straumsvík er eitt fárra fyr- irtækja á Íslandi sem býður fyrrverandi starfsfólki sínu í dagsferðir af þessu tagi. Að auki er fyrrverandi starfsmönnum boðið til hádegisverðar fyrir jól, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni er hluti hópsins ásamt for- stjóra og öðru fylgdarliði frá Alcan. Góð þátttaka í ferð Alcan Dagsferð fyrrverandi starfsmanna Alcan. 13.00 Sigríður Anna Þórð- ardóttir umhverf- isráðherra setur mál- þingið 13.10 Sigrún Helgadóttir fjallar um skýrslu sem hún gerði í fyrra um fólkvanginn 13.45 Umræður 14.00 Sjónarmið staðkunnugs – Jónatan Garðarsson 14.20 Umræður 14.30 Kaffihlé 15.00 Sjónarmið göngugarps – Steingrímur J. Sigfús- son 15.20 Framtíðarsýn og opnun heimasíðu – Hrefna Sig- urjónsdóttir, formaður stjórnar Reykjanesfólk- vangs 15.40 Pallborðsumræður, á palli verða fulltrúa sveitarfélaganna 16.30 Málþingi slitið Málþing um stöðu fólkvangsins í Norræna húsinu BSRB hefur gefið út bæklinginn „Opinber eða einkarekin heil- brigðisþjónusta“ eftir sænska prófessorinn Göran Dahlgren, að því er fram kemur á vef samtak- anna. Bæklingurinn byggist á erindi sem Göran Dahlgren hélt á veg- um BSRB en er yfirfarið af hon- um og lagað að prentun. Áhuga- samir geta nálgast bæklinginn ókeypis á skrifstofu BSRB, Grett- isgötu 89, eða pantað hann með því að senda póst á netfangið sa- fi@bsrb.is. Á vef samtakanna kemur fram að Göran Dahlgren hafi síðan á níunda áratugnum verið áhrifa- maður á alþjóðavettvangi á sviði heilbrigðis-, heilsugæslu- og lýð- heilsumála. Hann fékk Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2003. Bæklingur um opinbera og einkarekna heil- brigðisþjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.