Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 40
Morgunblaðið/Ómar Horft niður eftir Penny Lane í Liverpool. Núpsstaðarskógar og Höfðabrekkuafréttur HELGINA 23.–25. september efnir Hópferðamiðstöðin-Vestfjarðaleið til helgarferðar í samvinnu við Ferða- félag Íslands. Farið verður í Núps- staðarskóga og á Höfðabrekkuafrétt í Mýrdal. Á laugardeginum verður farið um Núpsstaðarskóga og nágrenni sem eru með fegurstu stöðum á landinu og haustlitirnir auka á þá fegurð. Ek- ið er inn með Lómagnúp að austan og inn undir brekkur Eystrafjalls. Þar er falleg gönguleið um skógana, hjá Staðarhóli og hrika- legum giljum inn að Kálfsklifi. Upp það er farið á járnkeðju og blasir þá við Núps- hylur, en í hann falla tveir fossar, Núps- árfoss og Hvítárfoss. Höfðabrekkuafréttur er minna þekkt náttúruperla undir Mýrdalsjökli. Þangað verður farið fyrrihluta sunnudags og ekið inn í Þakgil sem nú er orðið aðgengilegt ferðafólki. Verð 9.500 kr á mann með rútu, gistingu í tvær nætur í svefnpokaplássi á Hótel Lunda í Vík, leiðsögn og grillveislu. Hálft gjald fyrir börn yngri en 14 ára. Aukagjald fyrir uppbúið rúm og morgunverð. Fararstjóri er Kristján M. Baldursson. Flugstöðvarblaðið Flugstöðvarblaðið – Airterminal & travel magazine er nýtt tímarit Flug- stöðvar Leifs Eiríks- sonar sem er dreift frítt til farþega sem leið eiga um Flugstöð- ina Tímaritið, sem kemur út einu sinni í mánuði, er bæði á íslensku og ensku. Fyrir íslenska lesendur er boðið upp uppá viðtöl og greinar, kynningar á ferðamöguleikum frá Ís- landi tengt hverjum árstíma, nytsam- legar ferðaupplýsingar, kynningar á erlendum borgum og erlendir ferða- menn geta lesið um áhugaverða staði, mat, afþreyingu og menningu á Íslandi. Það er Útgefandinn ehf. sem gefur Flugstöðvarblaðið – Airterminal & travel magazine út í samvinnu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ritstjórn er í höndum Snæfríðar Ingadóttur. Ít-ferðir og enski boltinn Ít-ferðir bjóða að venju miða á leiki í London, Manchester, Liverpool, New- castle og á fleiri stöðum en hafa nú gert nýja samninga við helstu félögin og við gististaði. Boðið er upp á leiguflug beint frá Reykjavík til Liverpool, Manchester og Newcastle. Frekari upplýsingar um fótbolta- ferðir til Bretlands: ÍT ferðir Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sími 588 9900 Nánari upplýsingar um ferð í Núpsstaðarskóga: Hópferðamiðstöðin-Vest- fjarðaleið, Hesthálsi 10, 110 Reykjavík, Símar: 562 9950 og 587 6000 Netfang: info@vesttravel.is Heimasíða: www.vesttravel.is Félagar úr GagnfræðaskólaKeflavíkur, sem kalla sigÁtthagafélagið ’58, genguum Víknaslóðir í lok júlí í sumar. „Við höfum hist reglulega allar götur síðan við útskrifuðumst,“ segir Gylfi Arnbjörnsson fram- kvæmdastjóri ASÍ, sem tilheyrir hópnum. „Við erum komin á þann aldur að við viljum fara að hreyfa okkur meira en áður og var fyrsta ferðin farin á Hornstrandir í fyrra. Í ár voru það Víknaslóðir og nú er verið að skipuleggja gönguna næsta sumar. Þetta eru svona fjögurra til sex daga gönguferðir, sem við mið- um við.“ Ferðaskrifstofa Austurlands skipulagði ferðina og tók hún fimm daga. Ferðin hófst með göngu um Stórurð í Dyrfjöllum niður í Borg- arfjörð eystri, þar sem gist var fyrstu nóttina. Daginn eftir var lagt upp frá Borgarfirði í Brúnavík og yf- ir í Breiðuvík. Frá Breiðuvík var gengið yfir í Húsavík og áfram í Loðmundarfjörð um Stakkahlíð eða öðru nafni Loðmundarskriður og Kækjuskörð niður í Borgarfjörð og þar lauk hringnum. „Það má skipuleggja gönguna á marga vegu og sumir sem fara þessa leið kjósa að halda áfram yfir á Seyðisfjörð,“ segir Gylfi. „Aðrir taka Víkurnar í tveimur áföngun og er þá fyrst farið það sem kallað er norð- urvíkur. Frá Borgarfirði niður í Brúnavík og Breiðuvík um margar minni víkur sem þar eru.“ Gylfi seg- ir þau hafa verið nokkuð heppin með veður. Að vísu var þokan að stríða þeim á köflum, sérstaklega í upphafi ferðarinnar en alltaf náði að birta til á réttum augnablikum. „Þegar við lögðum í Stórurðina gengum við upp úr þokunni og þegar við komum í urðina náði hún að hreinsa sig,“ seg- ir hann. „Þegar við stóðum á ásnum fyrir ofan urðina og horfðum niður þá skyggði þokan á útsýnið en þegar við lögðum af stað niður eftir að hafa aðeins hvílt okkur náði vindurinn að blása þokunni frá og við okkur blasti Stórurðin upp úr og niður úr. Þann- ig að við fengum alltaf það útsýni, sem við áttum heimtingu á og eins var það með Dyrfjöllin. Þau voru böðuð í skýjum en svo náði vind- urinn alltaf að svipta frá hulunni öðru hvoru og þá komu tindarnir og Dyrnar í ljós. Það var óskaplega fal- legt.“ Erfitt á köflum Hópurinn var með leiðsögumann, Arngrím Viðar Ásgeirsson, alla ferð- ina og síðan bættist Árni Stefánsson við síðustu daganna. „Margir fara þessa ferð án leiðsögumanna og það er sjálfsagt óhætt en þegar þokan lætur á sér kræla þá er gott að vera með leiðsögumann, svo ekki sé talað um að fræðast um lifnaðarhætti fólks hér áður fyrr,“ segir Gylfi. „Gönguleiðin er ekki erfið, en Stórurð er dálítið erfið á köflum, sérstaklega undir lokin þar sem eru grýttar fjallshlíðar. Þessi leið er ekki mjög brött, yfirleitt farið í svona 4-500 metra hæð nema í 740 metra í Kækjuskörðum. Hækkunin er reyndar aflíðandi þar og ekki erf-  GÖNGUFERÐ | Gylfi Arnbjörnsson fór á Víknaslóðir í sumar Átthagafélagið ’58 lagði land undir fót Félagar úr Átthagafélagi ’58 úr Gagnfræðaskóla Keflavíkur við Hvítserk en þeir gengu um Víknaslóðir í sumar. Í Loð- mund- arfirði er grös- ugt og falleg fjalla- sýn. 40 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.floridafri.com Hótel - íbúðir - siglingar NÚ hefur gamalli sirkusbyggingu í Kaupmannahöfn verið breytt í veit- inga- og skemmtistað. Það er sænska fyrirtækið Wallmans Nöjen sem stendur fyrir nýja skemmti- staðnum þar sem settir verða upp söngleikir og sýningar. Fjölleikahús var opnað í steyptri byggingu við Jernbanegade í hjarta Kaupmannahafnar árið 1886 og allt til ársins 1914 voru þar fjöl- leikasýningar en þá hrundi bygg- ingin. Sirkusinn var endurbyggður og margir Kaupmannahafnarbúar hafa upplifað fjölleikasýningar í húsinu í gegnum árin. Wallmans Nöjen tók við bygging- unni fyrir tveimur árum og stóð fyrir endurnýjun á henni og hefur áhersla verið lögð á að viðhalda þeirri hefð að í húsinu skemmti fólk sér. Gömlu hesthúsin eru t.d. orðin að eldhúsi veitingastaðarins og hí- býli fílanna að búningsklefum leik- aranna. Wallmans Nöjen hóf starfsemi í Svíþjóð á 7. áratugnum og rekur nú veitinga- og skemmtistaði í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Bretlandi. Fyrir fjögurra rétta kvöldverð og skemmtun greiðir fólk 500 – 675 danskar krónur á mann, allt eftir tímasetningu.  KAUPMANNAHÖFN Gamla sirkusbyggingin nú veitingastaður www.wallmans.dk FRÁ 19. september nk. mun SAS setja þúsundir farmiða á uppboð hjá netuppboðsfyrirtækinu Lauritz- .com. Um er að ræða miða til tutt- ugu áfangastaða SAS í Evrópu og upphafsverð er 50 danskar krónur eða rúmar 500 íslenskar krónur og eru þá flugvallargjöld innifalin, að því er fram kemur á fréttavef Berl- ingske Tidende. Í fyrstu atrennu verður boðið upp á 5.000 farmiða sem boðnir verða upp í tuttugu umferðum á Netinu. Uppboðið byrjar t.d. á mánudagsmorgni og hægt verður að bjóða í miðana með 50 danskra króna millibili fram á þriðjudags- kvöld. Lauritz.com er uppboðsvefur sem heimsóttur er af 300 þús- undum manns á viku. Uppboðs- húsið Lauritz var stofnað árið 1885 og var það fyrsta sem byrjaði einn- ig á netuppboðum. Velta síðasta árs nam yfir sem samsvarar 3,7 milljörðum íslenskra króna. Mette Rode, framkvæmdastjóri Lauritz- .com, segir að uppboð byggist á því að markaðurinn ákveði verðið og þannig verði það líka í tilviki SAS- farmiðanna. Þúsundir farmiða á 500 kall  UPPBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.